Ísafold - 13.07.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.07.1889, Blaðsíða 1
Kemui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndm vií áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðsinst. í Austumtrceti 8. XVI 56. ReyKjavik, laugardaginn 13. júlí. 1889. Tollmálið Tillögum nefndarinnar í neðri deild um það tnál, helzta málið á þessu þingi annað en stjórnarskrármálið, œtti að vera vel tekið, utan þings og innan, hvað sem verður. þ>að eru vel hugsaðar tillögur og hyggilegar : að halda sjer við fáa gjaldstofna, og þá helzt þess kyns vörur, «sem annaðhvort eru ekki beinlínis nauðsynlegar, eða að minnsta kosti brúkaðar um þarfir fram», og hafa heldur þessa tolla þeim mun hærri. Nefndin stingur upp á því sama, sem Isa- fold hefir lagt til, eða því sem næst: að hafa kaffitollinn 10 a., sykurtoll 5 a., tóbakstoll 35 a., og toll af vindlum 1 kr. af hundraðinu. Öðrum tollum leggur hún til að hafnað sje að þessu sinni. Utflutningstolla telur hún yfir höfuð miklu óaðgengilegri en aðflutnings- tolla, en lætur á sjer skilja, að útflutnings- tollur á landvöru kynni að vera takandi í mál í staðinn fyrir ábúðar- og lausafjárskatt, ef hann væri afnuminn, en nú hafi frumvarp um það verið fellt í efri deild. Að fjölga aðflutmngstollum telur nefndin frágangssök að svo stöddu af ýtnsum orsökum, góðum og gilduin, þar á meðal einkum kostnaðarsömu 'tolleptirliti og þa-r af leiðandi tálma fyrir greiðum viðskiptum, en sárlítils von f aðra bönd í hreinar tolltekjur af sumum vörum þeim, er stungið hefir verið upp á að tolla. Nefndin bendir á það, að því er kaffitollinn snertir, að þó að hann kunni að leggjast þyngra á sjávarmenn en sveitabændur, þá yrði það atvik að eins til að bæta úr þeim ójöfnuði, sem nú á sjer stað, þar sem hinir beinu skattar og gjöld yfir höfuð eru miklu lægri á sjávarmönnum en sveitabændum. Sykurtollinum telur nefndin með rjettu það til gildis, að «sökum hinnar almennu sykur- nautnar, sem fremur fer vaxandi en minnk- andi, bæði við sjó og til sveita, mun naumast verða fundin önnur jafnlegri eða vissari tekjugrein fvrir landssjóð». þessi kaffi- og sykurtollur, sem nefndin stingur upp á, er og sannarlega ekki hár, í samanburði við það, sem annarsstaðar gjör- ist, þar sem slíkur tollur er þó ekki nema einn af mörgum öðrum og þeim þaðan af hærri. Hann er ekki hærri en svo, að sjeu einhverjir svo göfuglyndir, eða hitt þó heldur, að sjá átján augunum eptir þeim fjárfram- lögum í landsins þarfir, þá er þeim inn- an handar að spara við sig vöru þessa sem tollhækkuninni nemur, og getur það enginn afarkostur heitið. þetta er líka hið minnsta, sem landssjóður getur komizt af með til að rjetta sæmilega við fjárhag sinn. það er líka miklu rjettara og hyggflegra, að hafa hinn nýja toll undir eins nærri lagi hvað upphæðina snertir, en að eiga fyrir sjer, að mega. til að hækka hann aptur eptir fá- ein ár. Að stjórnin verði móthverf þessari hækkun á tollinum, frá því sem hún hefir sjálf stung- ið upp á, er lítt hugsanlegt, og raunar engin ■ástæða til að ímynda sjer. Enda mundi slíkt eins dæmi um nokkra stjórn í nokkru landi um víða veröld. Af alþýðu hálfu má búast við nokkrum i umyrðum út af tollum þessum fyrst í stað, í sumum hjeruðum að minnsta kosti. Sum- staðar hafa menn á þingmálafundum í vor sýnt af sjer þann stjórnlegan þroska, að leggja upphæð tolla þessara á vald þingmanna. En víða hefir hinu brugðið fyrir, að menn hafa viljað halda hlífiskildi yfir óskabörnum sínum, kaffinu og sykrinu, og viljað heldur ota öðr- um vörum fram, sem þeim var ekki eins hlýtt til; jafnframt hefir brytt greinilega á bróðurlegri og kristilegri viðleitni til að ýta álögunum hver af sjer og yfir á náungann: sjávarmenn viljað helzt að lagt væri á land- vörurnar, sveitabændur á sjávarvöru eða það sem sjávarmenn eyða mest af. En slíkt jafnar sig allt von bráðar, þegar tollurinn er á kominn og reynslan sýnir, að hver einstak- lingur lifir eins neyðarlaust hans vegnaeptirsem áður, en landinu í heild sinni er miklu borgn- ara og það tekur einhverjum verulegum fram- förum fyrir bragðið, fyrir því að menn tíma að leggja dálítið af mörkum því til viðreisnar. |>að verður eins og skúrarhryðja, sein menn bera sig illa undan fýrst í stað, en sjá eptir á, að óþarfi var að vera að formæla, þegar þeir líta gróðurinn, sem hún hefir framleitt. Fáein orð um eyðing refa. Eptir alþingism. pnrlák Guðmundsson. jþað er kunnugra en frá þurfi að segja, hvern skaða refar gera hjer á landi og hafa gért, eptir öllum líkum að dæma síðan að land byggðist, og farið var að stunda sauð- fjárrækt. það getur engum vafa verið undir orpið, að eins og landið var fagurt og frftt, og skógi vaxið milli fjalls og fjöru, eptir vitnisburði sögunuar, og einnig gnótt fiskjar í fjörðum, í ám og vötnum, eins muni hafa verið ástatt á landi, að mergð hafi verið af fuglum og þá líka refum, þar sem að þessu hafði ekki eytt verið af manna völdum um óþekkjanlega háa tíð. Að orðið skolli hafi snemma verið komið inn í daglegt mál og það hafi verið þekkt, að bíta nær eða fjær greni, sjezt af orðum Helga Harðbeinssonar í Laxdælu. Sömuleiðis er það ljóst af orðum Skarphjeðins, er hann sagði: «Ofús em ek at láta bræla mik inni sem melrakka í greni». þá hefur sú aðferð verið þekkt, að eyða við- komunni á þann hátt. Hvort fornmenn hafi skotið refi með örvum af boga, er ekki víst, eu þó mjög lík- legt. Ætla má, að Gunnari á Hhðarenda hafi ekki verið það um megn. það má ráða af því, þegar hann skaut í augað á Sigurði svínhöfða. Telja má víst, að gildruveiðin hafi verið brúkuð þegar á landnámstíð og allt fram á síðustu öld. Refar eru þau einu rándýr hjer á landi að heita má og eru heimsfræg fyrir ráðspeki sína, hörku og hrekki. f>eir hafa gert og gera enn þann dag í dag ægilegt tjón á sauðfje lands- manna, og þó er árlega miklu fje varið til refaveiða um land allt. f>að hefir t. d. verið varið í Kjósar- og Gullbringusýslu á árunum 1887—88 á annað þúsund krónum til refa- veiða, og þó er þeim sem að dýraveiðum starfa, jafnan illa launað í samanburði við það, hvað starfinn er erfiður og honum sam- fara vökur, vosbúð og kuldi. Samt er þessi fjárupphæð, sem útlögð er til refaveiða, á flestum stöðum lítið fje hjá þeim skatti, sem dýrin taka sjálf af fjáreigendum, en saman lagt er það stór fje. En fyrir utan allt það efnalega tjón, það stóra fjárspursmál, sem hjer er um að ræða, þá er annað þýðingarmikið atriði í þessu máli, og sem sjerstaklega ætti að koma tii yfirvegunar á þessum tímum, þegar meiri virðing og næmari tilfinning fyrir rjetti dýr- anna er að ryðja sjer braut frá austri til vesturs og norðri til suðurs um allan hinn menntaða heim. |>að eru tilfinningarsljófir menn, sem ekki fyllast jafnvel hörðum hefnd- arhug, er þeir sjá þá hryllilegu meðferð, sem sauðurinn verður að þola af þessum rándýr- um: optast rifinn sundur og meir eða minna jetinn lifandi; opt er skepnan brudd upp að augum eða rifin á hol, jetinn mör, dreginn út endaþarmurinn, en kindin þó lifandi; ær á vorin rifnar á nárann eða kviðinn og dregið út fóstrið. Verður þetta því optast langvinnur og kvalafullur dauðdagi, og það eru hreinar undantekningar, að nokkurt annað dýr hjer á landi verði að þola slíkan dauðdaga; og þetta er sú geðgóða, meinlausa og undir eins ó- útreiknanlega þörf skepna, sem undir flestum kringumstæðum bæði er þekkingarlaus og vopnlaus til að verjast árásum óvinanna. það er sauðskepnan, sem mesta virðingu hefir hlotið í trúarbókum kristninnar; og ekki er neitt djúpt í tekið, þó sagt sje, að þess mætti vænta, að sauðurinn ætti þar örugga líknar- mælendur, sem kennilýðurinn er, í öllu því, sem snertir góða meðferð og hreinlegan dauð- daga. jpað er haft eptir einum hinum glöggasta fjármanni og mesta sauðabónda, sem verið hefir á Suðurlandi á þessari öld, að hann hafi opt sagt : «aldrei veit jeg hvað jeg á að segja, þegar jeg sje, að illa er farið með sauðkind». Hvað er það þá, sem eflt getur betri meðferð á sauðfje hjer á landi? Fyrsta og helzta meðalið er heyásetningar og hey- forðabúr, sem á stofn væri komið með lög- studdum sveitasamþykktum, og þrátt fyrir allar þær ástæður, sem fram hafa komið á móti því máli í blöðunum, út af frumvarpi því er alþm. Páll Briem flutti á alþingi 1887, stendur þörf og g’ldi þessa rnáls óhrakin fyrir mínum skilningi, þvf að ástæður mótmælend- auna eru yfir höfuð ærið ljettvægar og auð- gert að hrekja flestar þeirra. þegar um það er að ræða að eyða refum með meira fylgi en verið hefur, eða þá að gjöreyða þeim að mestu eða öllu, þá munu menn spyrja, hvernig má þetta ske ? jpeirri spurningu er rnikill vandi að svara. Kemur þá fyrst til álits, hvort ekki má gjöra meira enn gjört hefir verið, án þess að leggja fram stórum meira fje en nii er árlega

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.