Ísafold - 17.07.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.07.1889, Blaðsíða 2
226 hafa penicga sína handbæra, hve nær sem á þarf að halda, en um það munu víst allir samdóma, að tilgangur viðlagasjóðs sje eigin- lega ekki sá, að vera lánstofnun fyrir ein- staka prívatmenn, og þannig ef til vill vera keppinautur annara lánveitanda, heldur miklu fremur að hlaupa undir bagga með landsjóði í erfiðum árum, þegar tekjur eru litlar en útgjöld nukil —og svo líka, ef svo ber undir, sá, að styrkja þau fyrirtæki, landinu og lands- búum til framfara og heilla, er æskileg kynnu að álítast, en eigi geta orðið framkvæmd án styrks af almannafje eða að landssjóður rjetti þeim einhverja hjálparhönd. Revkjavík 14. júlí 1889. s. Bj. Sómastryk er það, sem Kristján Mathí- asson, óðalsbóndi á Hliði á Álptanesi, hefir nýlega gjört, þar sem hann hefir gefið 1000 kr. til að kaupa fyrir jörð, þar sem reist verði skólahús handa Bessastaðahreppi; og verður skólahúsið reist þegar á þessu sumri, að öllu forfallalausu. þessi rausnargjöf mun vera gefin til minningar um konu og dætur þessa sómamanns, sem hann hefur orðið að sjá á bak í elli sinni. Oskandi væri, að æskulýðurinn ætti marga slíka vini, sem um leið væru þess megnugir, að leggja honum svo gott lið. jpetta er hið fyrsta dæmi þess hjer á landi, að bóndi hafi gefið svo mikið fje í þessum tilgangi, en það er vonandi, að fleiri verði til þess hjer eptir að feta í fót3por þessa merkismanns. Skólar standa þá fyrst á föstum fótum, þegar skóla- jarðirnar eru þeirra eigin eign. J. Suðurmúlasýslu 24. júní: .(Hjer brá til algjörðs bata á sumardaginn fyrsta. |>á hófst hjer sunnanátt, sem hefir staðið síðan. Fyrst rigndi í 17 daga samfleytt, síðan dálítið minna, og nú í liðuga viku hefir verið blíðasta tíð, enda er gróður með lang- álitlegasta móti, og skepnuhöld góð. — Afli er hjer talsverður, en beituna vantar, því síldvart hefir eigi orðið um langan tíma». Færeyingar á Austfjörðum. Skrifað úr Suður-Múlasýslu 24. f. m.: Hingað til Austurlandsins er komið ógrynni af Færeyingum; eru þeir þó hvimleiðir flest- um þeim, sem sjóinn stunda, nema þeim, sem fyrir einhvern lítinn stundarhagnað veita þeim landsvist og húsaskjól. En þessir fiski- menn frá Færeyjum veita landsmönnum yfir- gang, það er ekki hægt að neita því. Auk þess sem þeir bæði beinlínis og óbeinlínis spilla fiskiveiðunum, láta þeir, að sögn, skot- hríðina dynja þar sem þeir geta með landi fram, fara inn á hvern vog og hverja vík til að drepa fugla sjer til beitu; en við land- steinana halda sig sjaldan aðrir fuglar en æðarfugl, sem þá líklega fær að týna tölunni. Nýlega var varphólmi frá Kolfreyjustað ná- lega gjörræntur, bæði að dún og eggjum, og leikur sterkur grunur á Færeyingum um þjófnaðinn. Hefir sýslumaður haldið próf í málinu, en lítið orðið uppvíst. Fjelag eitt á Færeyjum hefir keypt gufu- skip, sem komið hefir hingað með Færeyinga. A það að skreppa hingað við og við, og sækja hingað til þeirra aflann, og færa þeim aptur nauðsynjar sínar. Jafnvel kvennfólk frá Færeyjum hefir verið flutt upp til lands- ins (Vopnafj.), að sögn til að verka saltfisk fyrir eina stóra íslenzka verzlun. J>að hefir líklega ekki verið hægt, að fá nógu margt fólk til þess hjer á landi. jpað hefir heldur enginn dregið að sjer annan eins sæg af Færeyingum eins og þessi sama verzlun. Skaptafellssýslu (miðri) 30. júní: «Tíðarfarið hefir optast verið stillt, en vot- viðrasamt, og því eru menn almennt í vand- ræðum með eldivið. Grasið sprettur ágætlega; og fje hefir farið vel úr ullu, og sauðburður gengið vel. Skipið, sem strandaði á Horna- firði 14. maí, var með öllu tilheyrandi selt við uppboð 31. s. m. jpað sem rak upp var lítilsvirði, enda hljóp það ekki nema um 8 hundruð krónur alls. Islenzkt náttúrufræðisíjelag var stofnað á fundi er haldinn var hjer í bæn- um í gær. Tilgangur fjelags þessa er, að safna allskonar náttúrugripum, o: dýrum, jurt- um og steinum, fyrst og fremst íslenzkum, er verði eign landsins og almenningi til sýn- is svo fljótt sem efni fjelagsins leyfa. Á fund- inum gengu rúmir 40 menn f fjelagið; lög fyrir fjelagið voru samþykkt og 5 inenn kosn- ir í stjórn þess: Stefán kennari Stefánsson, mag. Benidikt Gröndal, dr. J. Jónassen, og adjunktarnir f>orv. Thoroddsen og Björn Jens- son. Stjórnin kýs sjer fulltrúa út um land- ið og erlendis til að styðja að söfnun nátt- úrugripa, fá skipti á íslenzkum gripum fyrir útlenda o. s. frv. Fjelagið hefir þegar feng- ið lítinn vísi af náttúrugripum frá fjelagi því er stofnað var í Höfn fyrir nokkrum árum í þessu skyni og nú leggur niður stjórn sína í hendur þessa fjelags. Er vonandi að sem fléstir styrki fjelag þetta, ekki að eins hjer í Beykjavík, heldur einnig út um landið, svo að tilgangi þess verði náð, að komið verði hjer upp sæmilegu náttúrugripasafni, að dæmi allra siðaðra þjóða. Gufuskipið Magnetic (Slimons) kom hingað í morgun frá Skotlandi. Með því komu kaupmennirnir Geir Zoéga og Jón O. V. Jónsson og Sigfús Eymundsson útflutn- ingsstjóri. Enn fremur fyrrum kaupm. Jón Guðnason, og 10—12 ferðamenn, enskir og þýzkir. forvaldur Thoroddsen kennari legg- ur af stað í dag í rannsóknarferð. Ætlar hann nú að ferðast um svæðið frá þjórsá að vestan, austur að Skaptárjökli og frá norður- hlið Torfajökuls að Köldukvíslarbotnum, þar á meðal rannsaka sjerstaklega vafamáhð um Fiskivötnin. Fensmarksmálið. Með gufuskipinu Magnetic kom í morgun hæstarjettarmál- færslumaður Octavius Hansen, að sögn í ein- hverjum erindagjörðum til framkvæmdar álykt- un alþingis 1887 um lögsókn út af sjóðþurð Fensmarks sýslumanns. Kvöldskemtun SÚ, er auglýst var í síð- asta blaði, fór fram, eins og til stóð, í Good- Templarahúsinu 13. þ. m. og var dável sótt. Söngurinn tókst mikið vel hjá hr. Nicholin og hljóðfærasláttur hr. B. Kristjánssonar eigi síður. Fyrirlestur hr. Hafsteins Pjetursson- ar um Oehlensliiger skáld var og allfróðlegur og áheyrilega fram fluttur. Garðyrkjufjelagið. Ársfundur var hald- inn í fyrra dag hjer í bænum í »hinu ís- lenzka garðyrkjufjelagi«. Formaður, land- læknir Schierbeck, skýrði frá, að tala fjelags- manna væri 243, og að 241 skammti af fræi hefði verið útbýtt af fjelaginu árið sem leið. Víða hjer á landi væri farið að rækta fóður- rófur (turnips), einkanlega norðanlands. |>ar á móti gæfi menn lítt gaum að bortfelzkum rófum, þótt undarlegt væri. Finnskar rófur liti út fyrir að þrifist vel víða fyrir norðan., Vermireitum hefði verið komið upp víða, og hefðu reynzt mjög vel. Eptir skýrslum um ávöxt af að sá til rófna eða gróðursetja í vermi- reiti, hefði munurinn verið sá í fyrra, að af sáningu var uppskeran T% til T% úr tunnu af rófum af 100 ferh. álnum, en eptir ræktun í vermireit l^ til 3^ tn. Plöntur hefðu ver- ið sendar hjeðan úr vermireit til Grænlands til reynslu. Tilraunir til að nota hita í hver- um og laugum við vermireita hefði gefizt mikið vel, t. d. í Beykholti og víðar. Styrk- ur verið veittur 4 bændum í Hrunamanna- hreppi til að koma sjer upp vermireiti við laugar, eptir meðmæling síra Steindórs Briem, 15 kr. hverjum, og sömuleiðis Birni búfræð. Bjarnarsyni í Beykjakoti. Stjórn fjelagsins var endurkosin : landlækn- ir Schíerbeck formaður, biskup Hallgr. Sveins- son skrifari, landfóg. Á. Thorsteinsson fje- hirðir. Fulltrúar tveir, er frá áttu að fara, landshöfð. M. Stephensen og yfirkennari H.. Kr. Friðriksson, sömuleiðis endurkosnir. A 1 þ i n g i. v. Ný lagafrumvörp. Við hafa bætzt frá því síðast þessi frv.: 38. Um breyting á læknaskólalögunum. Flutningsmaður |>orst. Jónsson. 39. Um bann gegn því að ala upp refi. J>orl. Guðmundsson. 40. Um að selir sjeu rjettdræpir í veiði- ám og veiði-vötnum. Skúli þorvarðarson. 41. Um varnarþing í skuldamálum og uni ýms viðskiptaskilyrði. Jón Olafsson. 42. Um myndugleika. Eiríkur Briem og Páll Briem. 43. Um vexti. Páll Briem. 44. Um afnám fastra eptirlauna. Jón Jóns- son (N.-M.), Arni Jónsson og þorv. Kjerúlf. 45. Um löggilding verzlunarstaðar við þórshöfn í Gullbringusýslu. |>ór. Böðvarsson. Fallin lagafrumvörp. þessi frv. hafa verið felld frá því síðast: 5. Um lausn frá árgjaldsgreiðslu frá presta- kalli (Laufási). Fjell í neðri d. 6. Um breyting á læknaskólak',gurtum: hafa laun fasta kennarans 2800 kr. Fellt í neðri d. 7. Um þjóðjarðasölu (ahnenna, frá Ólafi Briem). Fellt í efri deild í dag. Þingsályktunartillögur þessar eru samþykktar og afgreiddar frá þinginu: 1. Áskorun til ráðgjafans um, að mældur verði upp Húnaflói, og uppsigling á Hvamms- fjörð sem fyrst, svo og hafnarstæði þau, er þar kynnu að þykja hentust, einkum við Borðeyri, Vestliðueyri og Búðardal. Frá efri deild. 2. Áskorun til ráðgjafans um, að gjöra allt sem í hans valdi stendur til þess, að tollmunur sá, sem spillir markaðinum á Spáni fyrir íslenzkum saltfiski,- og sem undanfarin ár hefir valdið landsbúum stórkostlegu fjár- tjóni, verði sem allrafyrst afnuminn. Stj órnarskrármálið. Víð 1. umræðu þess máls í neðri deild í fyrra dag kvað Landshöfðingi þetta frumvarp fara enn lengra en frumvarpið frá 1887 í því að tak-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.