Ísafold - 07.08.1889, Síða 1

Ísafold - 07.08.1889, Síða 1
Kemur út á miðvikudö^um og laugardögum. Verð árgangsins {104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir t.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 63. Reykjavik, míðvikudaginn 7. águst. 1889. C33 Allmargir kaupendur ísafoldar hjer í bænum og í nærsveitunum, einkum sjávar- sveitunum, hafa verið liðnir um borgun fyrir blaðið svo árum skiptir í undanförnu harð- æri. Nú er tími til kominn, að þeir greiði skuld sína, og er þeim lítill sómi að refjast um að standa í skilum að svo vöxnu máli og í öðru eins veltiári og nú er. botnlaus spell vargur sá, er leggst á varpið, gerir því ár frá ári. f>ví hefir nokkuð verið lýst hjer áður í þessu blaði ; en eptirfarandi brjefkafli frá formanni Æðarræktafjelagsins (P. Fr. Eggerz) til fulltrúa þess frá í vetur sem leið gefur enn greinilegri hugmynd um það, auk þess sem hann hefir að geyma aðr- ar nytsamlegar bendingar viðvíkjandi æðar- ræktinni: «Yðúr er kunnugt, háttvirti herra, að hver varpbóndi, sem gerzt hefir eða gerist eptir- leiðis fjelagsmaður í Æðarræktarfjelaginu á Breiðafirði og við Strandaflóa, er skyldur til þess samkvæmt 1. gr. í reglutn um eyðingu flugvarga, sem samþykktar hafa verið af amtsráðinu, að gjöra nákvæmar leitir að svart- bakseggjum á hverju ári og taka þau eða eyða þeim á annan hátt, svo svartbakar kom- ist ekki upp í landareign hans. Samt sem áður hafa bæði nokkrir fjelags- menn og utanfjelags varpbændur á Breiða- firði verið mjög svo skeytingarlausir í þessu efni; og hafa þess vegna fjölda margir svart- bakar ungað út eggjum sínum á Breiðafirði næstliðið ár, eins og að undaförnu, fjelagi voru til stórtjóns. þetta atferli varpmanna er eflaust sprottið af því, að þeir hafa ekki gert sjer nógu ljósa hugmynd um hinn mikla skaða, er svartbakurinn veldur, nje athugað, hve fráleitt það er og illt afspurnar, að varp- menn, sem hafa tekið stórfje að láni til eyð- ingar þessum sannkallaða gjöreyðanda í æð- arvarpinu, skuli ala hann upp jafnóðum og honum er eytt, en geta þó fyrirhafnarlítið tekið egg hans eða ónýtt þau í allflestum varplöndum um leið og þau eru leituð und- an æðarfugli. Jeg er sannfærðum um, að nálega hver og einn einasti varpbóndi á Breiðafirði hefir ár- lega tekið eptir því, að svartbakar gleypa æðarunga svo að segja dags daglega við hvert varpland, eptir útungunartíma æðarfuglsins; en þar á móti nnynda jeg mjer, að allmargir varpbændur hafi hvorki athugað, hve mikil brögð eru að þessari eyðingu á viðkomu æð- arfuglsins, nje hverjar afleiðingur hún hefir fyrir varpið. Jeg hef heyrt suma varpbænd- ur kenna ýmsu öðru en svartbaknum um það, að fjölda margar æður sjást eptir vitungun- artímann með einum og tveimur ungum, en flestallar ungalausar. Að vísu er ekki hægt að segja með vissu, hversu marga æðarunga svartbakur á Breiðafirði jetur á hverju ári, en órækar sannanir eru til fyrir því, að hann eyðir svo miklu af þeim, að öll önnur van- höld á ungum og eggjum æðarfuglsins eru lítil í samanburði, að undanteknum þeim vanhöldum, sem tóunni er um að kenna. Jeg hefi skotið á Breiðafirði fjölda svartbaka undanfarin ár og horft á það með eigin aug- um, á tímabilinu frá því fyrstu æðarungar komu úr hreiðrinu á sjóinn og til þess tíma, að þeir voru orðnir svo stórir, að svartbakar gátu ekki gleypt þá, að innan í flestöllum svartbökum, sem jeg hef skotið og krufið hafa verið ómeltir æðarungar, 2 og 3 í sum- um, og þar að auki mikil melta, sem jeg í- mynda mjer að mestmegnis hafi verið úr æðarungum. Tímabilið, sem svartbakar gleypa ungana, tel jeg 40 daga eptir, að fyrstu æður eru búnar að uuga út; og efast jeg ekki um, að allir þeir sem skjóta svartbaka á Breiðafirði á því tímabili, muni verða mjer samdóma um það, ef þeir kryfja hvern svart- bak sem þeir ná, að jafnaðarlega mun hver svartbakur drepa á þennan hátt á hverju sumri að minnsta kosti 40 æðarunga. Sje nú gjört ráð fyrir, að þessi 20 æðarungapör, sem 1 svartbakur jetur, hefðu komizt líís undan honurn og öðrum vörgum, af því að varpið hefði verið friðað fyrir þeim, og að af þessari viðkomu hefðu farizt, —jeg skal til- taka nóg—helmingurinn af náttúrunnar völd- um og af ýmsum öðrum slysum, sem ekki hefði vérið hægt að afstýra, þá liggur í aug- um uppi, að hver svartbakur eyðir að minnsta kosti árlega 10 æðarungapörum, sem hefði mátt telja vissan höfuðstól varpmannsins. Nú er það vitanlegt, að hver æður gefur ár- lega af sjer í dún, eptir að hún er komin í gagn að meðaltali 40 a. virði í nettó, tekjur eptir 15 kr. verði á dúnpundinu, þótt lítið sem sem ekkert tillit sje haft til arðs af af- kvæmum hennar. En 40 a. árlegur arður af henni samsvarar eptir 4°/« vöxtum 10 kr. höfuðstól. Eptir þessu nemur skaði sá, sem einn svart- bakur veldur varpbóndanum, ekki minna en 100 krónum á hverju ári, þótt ekki sje taldir þar með fullorðnir æðarfuglar, sem hann drep- ur, eins og kunnugt, er allt árið. Til þess að frelsa þenna 100 kr. höfuðstól frá gjöreyðingu greiðir varpbóndinn eina 6 aura, því verðlaun fyrir að drepa einn svart- bak er 1 kr., sem á að endurborgast lands- sjóði á 28 árum með 6 auruin á ári. Ætla jeg, að allir skynsamir varpbændur muni játa, að þessa 6 a. gjaldi sje ekki illa varið, og að þeir muni einnig sannfærast um það, ef þeir vi.lja líta rjett á þetta mál, að tilvinn- andi sje að gjöra sjer nokkurt ómak til þess að koma í veg fvrir, að svartbakurinn ungi út eggjum sínum. Á aukafundinum, sem haldinn var í Æðar- ræktarf jelaginu í Stykkishólmi næstliðið haust, kom þetta mál til umræðu, og bar þá einn fundarmanna það nndir álit fulltrúanna, hvort ekki mundi tiltækilegast, til þess að koma í veg fyrir, að svartbakar kæmust upp, að hver varpbóndi undirskrifaði svo látandi skuld- bindingu til tryggingar fyrir því, að hann Ijeti leita vandlega að svartbakseggjum og eyddi þeim í varplöndum sínum: að hann skyldi á næstkomandi sumri og framvegis greiða 1 krónu fyrir hvern þann svartbaks- unga ófleygan, sem næðist í varplöndum hans eða við þau, á tímabilinu frá því í 11. viku surnars og til þess 14 vikur væru af sumri. Skyldi hverjum sem vildi, heimilt að leita varplönd hans á þessu tímabili, og eyða þar svartbaksungum, þó með þeim skilmála, að honum, varpbóndanum, gæfist kostur á að vera með í leitinni, og skyldi hann að henni lokinni greiða leitarstjóra áðurnefnda krónu fyrir hvern svartbaksunga, sem næðist þá Friðun æðarfugla. f>að er leit á þeirri atvinnu um víða ver- öld, er gefur jafn margfaldan arð af sjer eptir fyrirhöfninni eins og æðarræktin. En þá er líkadeit á jafnáþreifanlegu dæmi þess, hversu mannshöndin liggur á liði sínu í sam- vinnunni við náttúruna, eins og þegar litið er yfir viðburði landsbúa hjer almennt til að hagnýta sjer þessa auðsuppsprettu. f>að er sem sje atvinnugrein, sem ekki getur blómg- azt til hlítar öðruvísi en með almennum samtökum, — almennum samtökum til að hlynna að henni eptir þörfum. Oflug friðun æðarfuglsins er aðalskilyrðið fyrir blómgun þessarar atvinnu, en slíkri friðun verður eigi við komið öðru vísi en með almennum, dyggi- legum samtökum, helzt um land allt. Með þeim má stórmikið afreka í þessari grein; án þeirra nauðalítið til þess að gjöra. Og þó eru ekki nema fáein ár síðan að slík samtök voru sett á stofn, með æðarræktar- fjelaginu vestra, og ekki fyr en ef það verð- ur á þessu þingi, að vjer fáum hæfilega ströng verndarlög fyrir æðarfuglinn. Svona hefir handvömmin verið stórkost- leg. Hin eldri verndarlög eru heimskulega væg, í sumum greinum að minnsta kosti, auk þess Iivað þeim hefir verið slælega framfylgt. Vægðin í því efni hefir verið eða er heimsku- leg vegna þess, að svo einkennilega hagar til um þennan atviunuveg, að öflug laga vernd fyrir hann kemur að kalla má alls eigi í bága við annara hag, — við aðra atvinnu- vegi. Verndarskorturinn er því bara hand- vömm og ekkert annað. Æðarræktarfjelagið við Breiðafjörð og Strandaflóa hefir látið talsvert til sín taka þess, fáu ár, sem það hefir staðið, og vakið ’mikla eptirtekt víða um land, sem líklega leiðir til þess áður en langt um líður, að fjelagið nær yfir a,llt landið, enda þarf svo að vera nauðsynlega, ef tilgangi þess á að verða náð: að útrýma sem mest og fljótast öllu því, er spillt getur þessum bjargræðis- veg, með öflugum framkvæmdum og samtaka. f>að er óefað mál, að slíkt má takast, og 1 ekki nema sjálfskaparvíti, ef það er látið ó- gjört. Fje hefir verið lánað til þess úr lands- sjóði, gegn fullum vöxtum o. s. frv., enda kernur það ekki þungt niður á lántakendur: fáeinir aurar á dúnpund hvert, og er sanDar- lega ekki horfandi í þótt það væri meira. Okunnugir hafa mjög óljósa hugmynd um það, hve mjög æðarræktin er komin undir öflugri og almennri friðun, eða hvað t. d.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.