Ísafold - 07.08.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.08.1889, Blaðsíða 3
Löggilding verzlunarstaða. Nefnd í efri deild, J. Havst., L. E. Svb. og Jón Ól. er hafa haft löggildÍDgarfrumvörpin öll (9) til meðferðar síðan þau komu frá neðri deild, er nú búin með álit sitt. Nefndin ræður frá að löggilda Haukadal, Vogavík, Svalbarðseyri og þórshöfn, með því að þessar hafnir sjeu svo skammt frá kaup- túnum; en ræður til, að löggilda Arngerðar- eyri, Múlahöfn, Hólmavík (stækkun Skelja- víkurverzlunarstaðar), Stapa og Búðareyri (í stað Hrúteyrar). Fjárlögin Onnur umr. búin í neðri d. í gær. Af breytingaruppástungum nefndarinn- ar (sjá síðasta bl.) var fellt: til aðstoðar- manns við hina umboðslegu endurskoðun 500 kr. (1891); til síra Odds V. Gíslasonar 500 kr.; 300 kr. hækkun á styrknum til kvenna- skólans í Beykjavík; styrkur til útgáfu rit- safnsins «Sjálfsfræðarinn» tvennar 600 kr. Uppást. frá J. þórarinss. um tvennar 200 kr til kennarafjelagins til að halda úti uppeldis- tímariti var og felld. Stjórnarskrármálið. Efri deild hafði stjórnarskrármálið til 1. umræðu í fyrradag, 5. þ. m. Var þar orðalaust samþykkt 5 manna nefnd, og kosnir í hana: Jón A. Hjaltalín, Jón Ólafsson, Friðrik Stefánsson, Skúli þor- varðarson og E. Th. Jónassen, með 9 atkv. allir, nema sá síðastnefndi með 8. Formað- ur í nefndinni er Jón Olafsson, og skrifari Jón A. Hjaltalín. Kirknafje. það frumv., uppsteypa úr frumvarpi þórarins Böðvarssonar um tekjur kirkna, heimilar fjárhaldsmanni kirkju, eða söfnuði, sem fjárhaldið hefir, að fela sóknar- nefndinni innheimtu á tekjum kirkna, gegn 10'/o í innheimtulaun. Beikningsár kirkna skal vera almanaks-árið. Greini prófast og hjeraðsfund á um úrskurð á kirkjureikning- um, leggur biskup á fullnaðarúrskurð. »Stofna skal almennan kirkjusjóð fyrir allar kirkjur í landinu, og skal hver kirkja hafa sína við- skiptabók við sjóðinn. Stiptsyfirvöld íslands hafa umsjón yfir kirkjusjóði þessum og ábyrgð á honum. Fje kirkjusjóðs skal ávaxta eptir sömu reglum og landssjóðsfje. Forgangsrjett til lána úr sjóði þessum eiga kirkjur». »Bjett Hv(/ritsaml(’yt bjaryráö. ljótan draum, sem hana liafði dreymt í nótt». «Hvað dreymdi hana þá?» «Henni þótti reykháfurinn hrynja». - «Ha, ha; það yrði svei mjer hlunkur». þeir hjeldu nú áfram vinnunni þangað til kirkjuklukkan sló 8. «Nú má jeg til með að fá mjer dálitla hressingu®, sagði Bill, og setti flösk- una á munn sjer, en Tómas gekk að stigan- um, til að taka á móti steinlímskörfunni, sem pilturinn kom þá með. Georg hallaði sjer inn yfir röndina á reykháfnum og var að hag- ræða steini. Svona hagaði nú til fyrir þeim fjelögum meðan kl. var að slá; en með 8. slaginu hrundu pallarnir eins og reykur undan fótum þeirra, ffieð miklu braki og brestum, niður á jafn- sljettu. (•gurlogt Angistaróp kvað við frá þeim fje- lögum fjórum, og neðan að heyrðist óp og vein af hræðslu og sársauka. Tómas, Bill og Fergus höfðu steypzt niður alla leið með pöllunum, og lágu nú líkin af þeim sundurtætt innan um bjálkabrotin. Trje- er, að kirkjur greiði vexti af fje því, er þær hafa að láni». »þá er fjárhaldsmaður, er haft hefir kirkju til umsjónar og ábyrgðar, og lán- að henni fje, sleppir fjárhaldinu eða deyr, skal hann eða erfingjar hans eiga heimting á, að fá skuld þá borgað með vöxtum». Úr Innra-Akraneshr. Leiðrjetting á rangherrni er mjer kemur við, í ritgjörð frá hreppstjóra mín- um, Arna þorvaldssyni, sem prentuð er í „Isafold" 60. bl. þ á., bið jeg yður, herra ritstjóri, að taka, í blaðið sem allrafvrst. Að visu hefi jeg ekki gjört neinar verulegar jarðabætur í Grörðum, siðan þangað kom ; þó má geta þess, að fjárrjett og fjárhús yfir 40 og lamb- hús yfir 30, með garða og heytópt við, hefi jeg byggt að nýju, sem ekkert var áður; en hirðing á jörðinni og ábúð mína á henni legg jeg óhrædd- ur undir dóm óvilhallra manna, að ekki sje lak- ari en að undanförnu, og engri eyðilegging nær, og hvað töðu af túninu snertir, þá er það svoua, þegar engin hlutdrægni er höfð í frásögninni : Sumarið 1886 fjekk jeg 120 hesta, 1887 125, 1888 80 hesta, — þá var hjer víða töðubrestur,— og þetta ár íæ jeg víst 130hesta; en hafi siraJón Benidiktsson í þau 20 ár, sem hann varíGöröum, fengið mest 150 og minnst 50 hesta, sem jeg hefi heyrt, þá sje jeg ekki i þessu tilliti neina sjerlega apturför. Að prestur verði allt af að biðja mig að hafa ábúðina, er alveg ósatt; en vorið, sem hann kom að prestakallinu einhleypur og búlaus, var mjer boðin jörðin með vægum kjörum, og gekk jeg þá að því, en óaði þó einkum við húsnæðinu, þvi þetta eina hús, sem á að gilda fyrir öll bæjar- hús, var svo óþægilegt og óhentugt, sem mest má vera, kalt og lekt, að fáu varð aldið óskemmdu. það hefir að sönnu skánað nokkuð fyrir aðgerðir síra Jóns Sveinssonar. En húsið er það samt, sem ýtir mjer frá Görðum, og líklega verður það frem- ur til að færa „Garðastað11 nær eyðileggingu en ábúð mín. Aörar ýkjur og getgátur, sem hreppstjóriun til færir í ritgjörð sinni, hirði jeg ekki að leiörjetta; þvi þær snerta inig eiginlega ekki. Görðum á Akranesi, 2. ágúst 1889. Gunnar Guðmundsson. Hitt og þetta. FRÁ AMEKÍKU. Maður nokkur í Ameríku hefir fundið upp stól, sem má setja i átta hundr- uð mismunandi steliingar. Er hanu ætlaður dreng til að sitja á i kirkjunni. smiðirnir, sem voru að smíðum langt neðar, höfðu og beðið bana. En Georg Wigan? Hvar var hann? Eins og áður var sagt, hafði hann í sama vetfangi, sem hið voðalega slys vildi til, beygt sig inn yfir reykháfsröndina, og þegar paliarn- ir hrundu undan fótum hans, hjekk hann eptir á handleggjunum. það sem hann því næst gerði, það gerði hann eins og í einhverju ofboði, æði eða leiðslu. Hann rykkti sjer upp af handafliog sat nú klofvega yfir reyháfsbrúnina, með hægri fótinn hangandi niður í reykpípuna, én hinn vinstri fyrir utan. Hann skalf allur og nötraði af skelfingu; honum sýndist sjóndeildarhringurinn snúast eins og snarkringla, og reykháfstoppurinn, sem hann sat á, vita niður til jarðar. Hon- um sortnaði fyrir augum. Hann ljet aptur augun og sat þannig nokkra stund. Smámsaman náði hann sjer aptur; svim- inn leið frá; hann opnaði augun og horfði nokkurn veginn rólegur niður fyrir sig. Að því er hann gat bezt sjeð, höfðu hjer um bil tveir þriðjungar pallanna hrunið. »Guð IiÖGREGIiUþJÓNAR t LU5ÍDÚNUM. hafa vasaúr, sem eru með litlum ljósmyndavjelum. þeg- ar lögregluþjónninn vill ná mynd af einhverjum manni, þarf hann ekki annað en taka upp úrið' sitt og þrýsta á fjöður í því; kemur þá Ijósmynda- verkfærið í Ijós, og myndin er fengin. Á þenna hátt hafa fengizt myndir af ýmsum mönnura, er hafa verið á byltingamanna fundum i Lundúnum hin síðustu ár. Nokkrir lögregluþjónar í Berlín hafa líka fengið sams konar áhald. F ÁTÆKR ASTYRKUHINN Á ENGL ANDI. Enskar landshagsskýrslur bera það með sjer. að á Englandi hefir sveitarþurfamönnum stórum fækk- að siðastliðin 30 ár, þótt fólksfjöldi hafi aukizt þar mjög á þeim tima. Árið 1887 voru sveitarlimir 120,000 færri en 1857. það ár voru 43 sveitarlim- ir af hverju 1000 landsmanna, en 1887 ekki nema 25 af þúsundi. IfELLY LITLA: „í hvaða kirkju varst þú gipt, amma mín?„ Amrnan: „Jeg var ekki gipt í neinni kirkju, rýan min; jeg var fjarskalega slæm stelpa, og jeg strauk í burt með honum afa þinum.“ Ne.lly litla: „Mikil ósköp eru að heyra þetta! Jeg skal víst aldrei strjúka í burt með eins gömlum manni eins og hann afi minn er,“ AUGLYSINGAR í samíeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og o. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Sœmundar Einarssonar t Vatna- garði t Rosmhvala.neshreppi, er andaðist þar hinn 17. marzm. þ. á., að gefa sig fram við mig og sanna kröfur sínar innan 6 mánaða frá birtingu auglýsingar pessarar. Skrifstofu Kjósar- og Gullhringusýslu 3o júlí 189Q. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu yfirrjettannálfærslumanns Guðl. Guðmundssonar og að undangengnu fjárnámi 30. f. m. verður bcer Magnúsar Jónssonar í Kaplaskjöti samlcvœmt lögum 16. des. 1885, með hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817 seldur, til lúkningar skuld eptir sœtt, að upp- hjálpi vesalings fjelögum» mínum» sagði hann við sjálfan sig; «þeir hafa dáið á svipstundu« Vesalings Tómas, Bill og Fergus; aumingja konurnar þeirra og börnin»; og svo hugsaði hann til Onnu sinnar. «Elsku Anna! draum- urinn þinn þýddi þó þetta; að vísu er reyk- háfurinn ekki hruninn, heldur að eins pall- arnir; en það er nú hjer um bil hið sama. Elsku Anua! skelfing máttu vera hrædd; ætli þú sjert þarna niðri í hópnum, sem þyrpist saman úr öllum áttum». Hann blíndi niður, en gat engan hlut greint fyrir rykmökk, sem hafði þyrlazt upp. Hann tók nú fyrst eptir því, að hann var sjálfur nauðulega staddur, og það svo, að líklegast liafði enginn maður á undan honum verið í öðrum eins kröggum. Að vísu hafði hann forðað lífi sínu í svip, en líklegast til þess eins, að eiga seinan og kvalafullan dauða fyrir höndum. Hvernig átti hann að komast niður? það var spurning, sem hann gat ekki leyst úr. Jafnvel hinn fimasti og æfðasti sótari hefði ekki getað bjargað sjer, eins og hjer stóð á, því reykháfurinn víkkaði smátt og smáttept-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.