Ísafold - 21.09.1889, Blaðsíða 3
uppgjafsiprestur síra Guðmundur Jónsson, fað-
ir hjeraðslæknis Guðm. Guðmundssonar í
Laugardælum, síðast prestur að Stóruvöllum
(til 1883), fæddur 31. ágúst 1810, vígðnr 1843
til Grímseyjar, er hann þjónaði i 3 ár, en
fekk síðan Stóruvelli (1846).
Hinn 25. s. m. andaðist að Otrardal upp-
gjafaprestur síra pórður Thorgrímsen, sonur
síra |>orgríms þorgrímssonar, er síðast var
prestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og
konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttir Thord-
ersen, systur Helga biskups. Hann var fædd-
ur 6. febr. 1820, útskrifaðist úr skóla 1845,
vígður 12. ágúst 1849 að Otrardal, fjekk
Brjánslæk 1864, fjekk lausn frá prestskap
þar 1877, var síðan veittur Otrardalur aptur
1883, en fjekk lausn ári síðar fyrir fullt og
alt. Hann var kvæntur Guðrúnu Svein-
bjarnardóttur (Egilssonar, rektors). f>eim
varð eigi barna auðið.
Nýfrjett er að norðan lát húsfrúr Solveigar
Jónsdóttur á Gautlöndum (prests þorsteins-
sonar frá Reykjahlíð), ekkjit Jóns alþingis-
manns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Hafði
hún verið við rúmið öðru hvoru frá því í
vetur sem leið, og maður hennar sál. verið
á báðum áttum í vor, hvort hann ætti að
yfirgefa hana og ríða til þings. Varð þannig
skammt á milli þeirra hjóna. Hún var gáf-
uð kona og mikilhæf.
Eimmtudagskvöldið 19. þ. m. andaðist hjer
í bænum eptir tæpa hálfsmánaðar legu hús-
frú Guðrún Sveinsdóttir, kona Geirs kaup-
manns Zoéga og systir Jakobs snikkara
Sveinssonar. Hrin var fædd á Ægissíðu í
Hrmavatnssýslu árið 1830 og ólst hún upp
hjá foreldrum sínum, sem seinna fluttu
suður í Borgarfjörð, þangað til hún var 17
ára; fór hún þá til móðurbróður síns, land-
læknis Jóns Thorstensen, og konu hans, frú
Elínar, og var hjá þeim, þangað til hún
giptist Kristjáni heitnum þorsteinssyni, kaup-
manni í Reykjavík, sem hún missti eptir 4
ára sambúð. Arið 1860 giptist hún í annað
sinn Geir Zoéga kaupmanni og átti í því
hjónabandi eina dóttur, Kristjönu, sem nú
er gipt kaupm. þorsteini Thorsteinson hjer
í bænum; en í móður stað gekk hún þremur
fóstursonum. Hinn síðari hluta æfinnar var
hún mjög heilsutæp. Hún var fyrtaks dugn-
aðarkona, vel gáfuð, trygglynd, guðrækin og
góðgjörðasöm, og mun hennar því vera sakn-
að af mörgnm.
Lausn frá prestskap veitti landshöfð-
ingi 18. þ. m. elzta presti landsins, síra
Magnúsi Bergsyni í Heydölum, r. af dbr., (föður
meistara Eiríks Magnússonar), níræðum að'
aldri, eptir fullra 60 dra prestspjónustu; hann
var vígður 14. apríl 1829.
Hafsteinn Pjetursson prestaskólakand.
stígur í stólinn í dómkirkjunni á morgun.
Afsetningu langar kand. Hafstein Pjet-
ursson auðsjáanlega til að útvega Akureyr-
arprestinum, síra Matth. Jochumssyni, fyrir
villulærdóma, eptir þessu »opna brjefi«, sem
hann hefir ritað biskupnum.
þ>ó að prestur þessi muni rjettnefndari
merkis-s/ca'W heldur en »einn af merkustu
prestum landsins«, þá mun mörgum leik-
manni virðast sem kirkjan sje óskemmdari
af villukenndum skoðunum haus, heldur en
t. d. drykkjuskapar-hneyxlisframferði sumra
íslenzkra presta fyr og síðar, og hefði því
eitthvað af þeim gjarnan mátt fara úr hemp-
unni á undan honum. Eptir sjálfs hans
skýrslu (í Isaf. 24. júlí þ. á.) eru þessar
skoðanir ekki orðnar enn magnaðri en það,
eptir hjer um bil 16 ára meðgöngutíma, að
fylgi hans við þann trúarflokk, er sömu
skoðunum fylgir, er að eins »vísindalegt og
kristilega mannúðlegt«, en ekki »safnaðar-
legt«. Allan þennan tíma hefir »samvizka
hans leyft honum að halda tryggð.við þann
söfnuð, sem hann er fæddur í«, eins og hann
kemst að orði í Isaf.; og hvað skyldi þá
vera því til fyrirstöðu, að hún leyfði honum
að lialda því áfram önnur 16 árin til ? jEn
meðan svo stendur, hlýtur kristindómskenn-
ing hans sem prests í einum slíkum söfnuði
að vera samkvæm hans (þ. e. safnaðarins)
trúarjátningu, og hitt að vera einungis —
»vísindalegt og kristilega mannúðlegt« hjóm,
sem livergi gætir í framkvæmdinni.
Nýtt skipalag' Sýnishornið af hinu
nýja skipalagi, Sigurðar Eiríkssonar, er getið
var um i síðasta blaði, lízt flestum eða öll-
um mjög vel á, sem sjeð hafa, útvegsmönn-
að hann gleypti ekki fiskinn; í band þetta
var bundin stöng úr bambusviði, en í hinn
enda stangarinnar var bundin festi; í þessa
festi heldur maðurinn, þegar fuglinn er að
veiða, en stöngin er til þess, að fuglinn flæk-
ist ekki í bandinu, á meðan hann er niðri í
vatninu.
Maðurinn tók nú blysið og handið sjer í
vinstri hönd, en hægri hendina hefir hann
lausa, til þess að geta tekið við fiskinum
og haldið við eldinum. Um mittið hefir hann
körfu fyrir fiskinn, og poka með blysum í.
Svona útbúinn óð hann iit í ána og fuglinn
á eptir og fór undir eins að veiða. Maður-
inn hjelt blysinu fyrir framan og ofan fugl-
inn, til þess að hann skyldi sjá fiskinn í
vatninu, en fuglinn óttaðist ekkert eldinn, og
þó rigndi stöðugt glóandi neistaflugi úr blys-
inu.
Euglinn fór ávallt móti straumnum, og mað-
urinn, sem óð í klof, átti nóg með að fylgja
honum. Jafnvel við, sem þó gengum á ár-
bakkanum, áttum fullt í fangi með að verða
ekki aptur úr.
Fuglinn stakk sjer, synti 20—30 fet niðri
í vatninu, kom svo upp augnablik, og hafðí
jafnan fisk í nefinu; ef fiskurinn var smár,
safnaði hann f nefið tveimur eða þremur, en ef
hann var stór, skilaði hann honum þegar,
og maðurinn stakk honum í körfuna.
A hálfri klukkustund veiddi hann 15 fiska,
og þótljf það gott í því veðri. Stærri fisk-
ana höfðum við til morgunverðar daginn ept-
ir, en þá smærri fjekk fuglinn, og var þá los-
að bandið um hálsinn á honum, því að
annars hefði hann ekki getað gleypt þá.
Fuglinn, sem við sáum til, var tveggja ára,
og þótti mjög fiskinn. Hann hafði stundum
fengið allt að 400 fiska hlut á nóttu, þegar
veður var hentugt; en þó þykir gott að iá
þrjú hundruð.
Mannalát- Hinn 3. ágúst þ. á. andað-
ist að Yolaseli í Lóni uppgjafaprestur síra
Bjarni Sveinsson, faðir síra Jóns Bjarnasonar
frá Winnipeg, sfðast prestur að Stafafelli í
Lóni (til 1877), fæddur 9. des. 1813, stúdent
1841, vígður 1847 að Kálfafelli á Síðu.
Hinn 5, a. m. andaðist að þúfu á Landi
Trumbusveinninn.
nam staðar í dal einum, og riddaraliðið
var sent af stað að njósna. |>að komst á
snoðir um, að Bragg hafði fengið liðsauka,
og að hann hefði f hyggju að leggja til or-
ustu og vinna aptur Chattanooga. Var þá
Mc. Cook skipað að halda með sína deild
yfir hálsinn, og sameinast hinum hernum hjá
Chickamauga. Hann tafðist á leiðinni, og
þegar komið var yfir hálsinn um hádegisbil 18.
sept. 1862, stóð orustan sem hæst. það
var orustan við Chichamauga. Var þá ekki
til setu boðið. Hersveitin norræna var látin
hlaupa í spretti niður á vfgvöllinn, til að
fylla autt skarð milli fylkingar-armanna, en
uppreistarmenn höfðu þegar sjeð skarð þetta
og sóttu þar að sem harðast, til að flæma
fylkingararmana sinn í hvora áttina. Fram-
skotslið sunnanmanna (uppreistarliðsins) hop-
aði nokkuð undan, en þegar kom að megin-
fylkingunni, tókst hinn harðasti bardagi, og
ljet þá sveit sú, er barðist á vinstri hönd
Norðmönnum, undan síga; en með því að
þeir voru áður berskjaldaðir hægra megin,
máttu þeir eigi standast og hörfuðu aptur.
Sóttu þá sunnanmenn sem harðast eptir.
Gerðist þá mikið mannfall í liði Norðmanna.
þá kemur Katrfn írska ríðandi á harða
stökki í matseljukufli sínum með byssu í
hendinni. »Hvernig gengur piltar ? Volgt og
notalegt hjerna?« segir hún brosandi, og stað-
næmdist þar sem mest var skothríðin. »Komið
þið nú með mjer! Nú skal jeg vera foringi
ykkar stundarkorn !«
»þið vitið, piltar, að okkur er enginn ami
í að elta kvennfólkið«, sagði Sivert; hann
var svartur í framan af púðurreyk og rann
blóðtaumur niður eptir kinninni á honum.
Hermennirnir hrópuðu húrra og greiddu at-
lögu á ný með Katrínu í broddi fylkingar.
þá fjekk merkismaðurinn banasár og fjell
niður merkið. Katrfn greip merkið að vörmu
spori og veifaði því hátt yfir höfði sjer.
»Afram nú, piltar!« kallaði hún; »enn þá er
merkið á voru valdi«. Fjandmannaliðið var
ekki við búið svo snarpri atlögu og ljet und-
an síga; en í því bili vita Norðmenn eigi
fyrri til en skot ríða á þá að aptan. það
voru samliðar þeirra, úr norðanhernum, er
áttu eigi von hinnar norrænu hersveitar um
þær slóðir, og hugðu þá vera sunnanmenn og
skutu því á þá. Sannaðist þar hið forn-
kveðna, að höggur sá, er hlífa skyldi. Voru
Norðmenn þar staddir milli tveggja elda,
frá fjandmönnum sínum að framan, en fje-
lögum sínum aptan. Var því eigi annars
kostur en að forða sjer og flýja í ýmsar áttir
undan þeim ófögnuði. »Nú baka þeir kök-
una tveim megin 1 senn«, sagði Sivert og
þerraði framan úr sjer blóðið,
»H^ldurðu ekki nú sje bezt að taka til fót-
anna?«, segir Hans skraddari; hann stóð við
hliðina á Sivert.
»Taktú til fótanna, fyrst þú getur« segir
Sivert ; »jeg er löglega forfallaður«.
Hans tók þegar á rás; en Sivert settist
niður rólegur, tók vasaklútinn sinn og vafði
um fótinn. Hann hafði fengið kúluskot f
fótinn. Hann sá fjelaga sfna flýja í ýmsar
áttir, og skotin riðu á eptir þeim bæði frá
vinum og óvinum. f þvf bili kom Katrín
þeysandi þar fram hjá; hún kom auga á Si-
vert, þar sem hann húkti á þúfu. Hún kall-
ar til hans og segir: »Komdu Sivert, komdu;
nú er um lífið að tefla«. En Sivert gerði