Ísafold - 28.09.1889, Blaðsíða 3
311
lagt er á milli skerjanna, þó á reykháfurinn
í Eystra-þorkelsgerði að bera vestan undir
Torfabæjarborg, það er fjárborg sú, sem vest-
ust er á kampinum fram undan þ>orkels-
gerði.
Strandferðaskipið Thyra kom hingað
í dag snemma, norðan um land og vestan.
Með því kom fjöldi manna, skólapiltar, kaupa-
fólk o. fl. Landlæknir Schierbeck kom og
með skipinu að norðan, úr embættisskoðun-
arferð þeirri, er hann hóf seint í f. mán.
landveg austur sunnanlands. Samferða hon-
um alla leið var sfra þorkell Bjarnason á
Beynivöllum.
Veðrátta- Norðanlands gerði hret eigi
alllítið 18. þ. m. Snjóaði til sjávar nóttina
eptir, með talsverðu frosti. Hjeldust kuldar
og hvassviðri fram yfir helgina næstu á eptir.
Náði hret þetta einnig yfir Suður- og Vest-
land, en varð minna af.
Brauð veitt. í gær veitti landshöfðingi
Bergstaði í Húnavatnssýslu prestaskólakand.
Guðmundi Helgasyni og Stóruvelli á Landi
prestaskólakand. Einari Thorlasíus, en í dag
Gufudal prestaskólakand. Guðm. Guðmunds-
syni. Ekki sóttu aðrir um neitt af þessum
brauðum, og voru þau veitt samkvæmt yfir-
lýsingum sóknarnefndanna.
Vesturfarir- Seint í f. mán. var tala
vesturfarahjeðan á þessu sumri orðin 625,
eptir því sem segir í blöðum Islendinga í
Ameríku. Mun þá ekki hafa verið von á
fleirum.
AUGLYSINGAR
í samleldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. } a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd
Uppboðsauglýsing.
Eptir kriifu Geirs kaupmanns Zo'éga og að
undangengnu fjárnámi í dag, verður bœr
Andrjesar Gíslasonar í Sauðagerði, samkvœmt
lögum 16. descmber 1885, 15. gr., og með
hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817, seldur
til lúkningar veðskuld, að upphœð 172 kr.
67 a.., auk kostnaðar, við 3 opinber uppboð,
sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu
bœjarfógeta miðvikudagana 2. og 16. október
þ. á. og hið 3. og síðasta i bænum sjálfum
miðvikudaginn 30. október ncest á eptir.
Uppboðin byrja kl. 12 á liád. ofannefnda
daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á
skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 24. september 1889.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Laugardaginn 5. október nœstkomandi verða
eptirlátnar eigur Magnúsar Jónssonar Drbm.
i Bráðrœði seldar þar á staðnum við opin-
bert uppboð, sem byrjar kl. 11 f. hád.
nefndan dag. Munirnir eru\ dragkista úr
eik, rúmföt, lítilfjörleg íveruföt ogskúr úr timbri
Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum.
-Bæjarfógetinn í Reykjavík, 27. sept. 1889.
Halldór Daníelsson-
Ollum peim er með návist sinni eður á
annan hátt sýndu okkur hluttekningu í sorg
olckar á greptrunardegi ástkœrrar móður og
eiginkonu Guðrúnar Sveinsdóttur, vottum við
hjer með okkar innilegasta þakklœti.
Beykjavlk 28. september 1889.
Kristjana Tliorsteinsson, G. Zoéga.
fædd Zoega.
100 Kroner
tilsikkres enhver Lungelidende, som efter
Benyttelsen af det verdensberömte Mal-
tose-Præparat ikke finder sikker Hjælp.
Hoste, Hæshed, Asthrna, Lunge- og Luft-
tör-Katarrh, . Spytning; o. s. v. ophörer
allerede efter nogle Dages í'orlöb. Hun-
drede ogf atter Hundrede have benyttet
Præparatet med gunstig Resultat. Mal-
tose er ikke et Middel. hvis Bestanddele
holdes hemmeligt; det erholdes forme-
delst Indvirkning af Malt paa Mais. At-
tester fra de höieste Autoriteter staa til
Tjeneste. Pris 3 Flasker med Kasse Kr.
5, 6 Flasker Kr. q, 12 Flasker Kr. 15.
Aibert Zenkner, Opfinderen af Maltose-
Præparatet. Berlin (26), Oranienstr. 118.
Hin einasta öltegund
sem gengur næst Gl. Garlsberg að smekk,
lit, styrkleika og gæðum og sem getur mælt
sig með hinum beztu öltegundum (sjá neð-
anritað vottorð).
Fjekk medalíu
K.höfn 1888, er
í B A H B E K S
á sýningunni f
frá bruggeríinu
A L L É.
Einasti útsölumaður þessa öls hjer á landi,
og sem hefir lært að aftappa öl og selur það
nú hjer til Beykjavíkurbúa, 10 hálffl. 1:25—
takið eptir! 10 hálffl. 1.25—er
W. O. Breiðfjörð, Reykjavík.
* *
*
Undertegnede har i en ^Aarrække daglig fört
Kontrol med Gjæringferne i tíryggeriet i Rahbeks-
Allé, Kjöbenhavn, og foisynet tíryggeriet med:
absolut ren G-jær. Undersögelserne af det færdige
Lageröl have derfor ogsaa uafbrudt vist en normal
Sammensætning, hvilket ikke blot skyldes Cljæ-
ringernes Renhed, men i lige saa böj Grad den.
fuldstændig rationelt förte Drift i alle Retninger
og den til det Yderste drevne Orden og Renlighed
i tíroduktets Rehandling.
Det er derfor mi.n bestemte Mening, at tírygg-
eriet i Rahbeks j-tllée’s Lageröl maa ansees for
et særdeles fint og velsmagende Produkt, der kan
konkurre’re fuldt ud med hvilkets omhelst andet
tíryggeries öl.
Kjöbenhavn d. 8 Juli 1889.
Alfred Jörgensen
Laboratorieforstander.
Skósmíðaverkstæði
Og
leðurverzlun
$jSF~Björns Kristjánssonar'^H^
er í VESTURGÖTU nr. 4.
THORVARDSON & JENSEN.
BÓKBATÍDS-VEEKSTOPA.
tíankastræti 12 (hús Jóns Ólafssimar allim.).
Ölverzlun. Vindlaverzlun.
9. Aðalstræti 9.
\7,'s|on 1 f| Að jeg hefi fengið í heudur hr..
* I SI i^íl 1 <1 kauprnanni P.J. Thorsteinsson
á Bíldudal einkasölu á mínum góðkunuu vínum
1 og áfengum drykkjum á Bíldudal og nálæg-
1 um hjeruðum, gerist hjer með kunnugt heiðr-
uðum almenningi.
Peter Buch.
Halmtorv. 8. Kjöbenliavn.
Maríustígnrhvn.
hennar ól mikla önn fyrir uppeldi þessarar
efuilegu meyjar og fjekk líka starfa sinn
endurgoldinn, því hún rann upp eins og sef
í blíðu sumarveðri. Ljósgulir lokkar ljeku
um hina blómlegu vanga. Hún var mikileyg
og bláeyg og augnaráðið blíðlegt; ennið mik-
ið og fagurt. Hún var vel vaxin, há og
grönn, og, fór hinn snotri búningur henni
einkar-vel: dökkblátt pils með belti um mittið
og fallegur upphlutur borðalagður, er reimað-
ur var saman á brjóstinu. Yar eigi kyn-
legt, þótt mörgum ungum manni hitnaði
um hjartaræturnar, er sá hana. En enginn
yngismaður í dalnum þorði þó að biðja henn-
ar, því að þeir vissu, hve dramblátur Álfur
hóndi var. Opt ræddi Alfur bóndi það fyrir
dóttur sinni, hve ættgöfug hún væri og auð-
ug> og varaði hana við því sem hann kallaði
að fleygja sjer i burtu, það er að skilja, að
bindast manni, sem væri af lægri stigum en
hún; stundum ljet hann líka á sjer heyra,
að hann væri búinn að fyrirhuga henni mann.
Var það sonur mikils háttar bónda, sem var
í ætt við Álf, og ætlaði hann með þeim ráða-
hag eigi að eins að balda uppi veg ættar sinnar,
heldur einnig að efla hann.
María heyrði daglega áminningar föður síns,
en gaf þeim raunar ekki mikinn gaum. Hún
var nú 17 ára að aldri, og hafði varla nokk-
urn tíma farið út af bænum, nema þegar
hún fór til kirkju með föður sínum eða var
dálítinn tíma af sumrinu á seljunum. Og þó
að hún væri heima, sá hún fáa, því að hún
hafði smávegis innanbæjarstörfum að gegna,
og þegar hún hafði stundir afgangs, var hún
vön að ganga niður að Bjúkandafossi, sem
var þar nálægt; sat hún þá upp á hamrinum
og horfði niður í hylinn ; steyptist vatnið þar
niður með ógurlegum nið; og þegar það skall
á klettunum, þyrlaði því í lopt upp eins. og
hvítum reykjarmekki, og sást opt þrefaldur
regnbogi í iðumökk þessum, fagrari en hann
sjest nokkurn tíina á himninuta. Á þessum
stað hafði hún mest gaman að vera; hún
klifraði óhrædd innan um hengiflugiu, og var
hún orðin svo djörf og fótviss, að hún óttað-
ist ekki, þó að hún sæi opinn dauðann í hinni
hræðilegu iðu fyrir neðan fætur sjer. Fyrst
framan af var faðir hennar heldur hræddur
um hana, þegar hún var á þessu ferðalagi;
en hann gjörði sjer í hugarlund, að hún væri
þó eigi ólík sjer, því að hann var sjálfur upp.
alinn þar á bænum og hafði vanizt frá barn-
æsku hinum hrikalega fossi og gljúfrum um-
hverfis. þess vegna varnaði enginn henni,
eptir að hún var komin til vits og ára, að.
vera svo opt á uppáhaldsstað sínum sem
hún vildi. Hún kom þar líka svo opt sem
hún gat því við komið. — En eigi hljóp hún-
kát og áhyggjulaus um klettana eins og fyr;
einhver ókennileg eptirþrá var kviknuð í
brjósti hennar og kom stundum út á henni
tárunum. Stundum var sem hana hryllti
við að horfa niður í hylinn og henni fannst
sem hún heyrði kynlegar raddir í árniðnum,.
er segðu henni, að gljúfrin þar niðri íyrir
mundu verða gröf allrar hamingju hennar. þ>á
brá henni ósjálfrátt við og blóð stökk fram í
kinnar henni og hún flýtti sjer heirn; en
æskufjör og ljettlyndi hennar ljetu hana
skjótt gleyma áhrifum þeim, sem þessi hræði-
lega ímyndun hafði haft á huga hennar.
í>að var einn dag, er hún hafði að vanda
sínum dvalið á fossbrúninni; langaði hana þá