Ísafold - 26.10.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.10.1889, Blaðsíða 1
'Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlxmánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austwrstrœti 8. XVI 86. Reykjavík, laugardaginn 26. okt. 1889. Freisisbarátta íra. IV. Söguöld írlands hefst með kristniboði Pat- reks biskups hins helga, snemma á 5. öld e. kr., nær hálfri fimmtu öld áður en Island byggðist. En til eru fornsögur og kvæði frá eldri tímum, er bera vott um mikla þjóð- menning. Irar voru þá frjáls þjóð og tápmik- il. Eómverjar höfðu aldrei ráðizt á þá. þá gekk þjóðaflakkið mikla yfir norðurálfu, og eyddi mjög menntun þeirri og þjóðmegun, er þar var fyrir, eins og hraunflóð blómlegum byggðum. Stukku margir ágætir menn, trúar- hetjur, listamenn og vísindamenn, undan þeim ófögnuði, og leituðu sjer hælÍ3 á Ir- landi, eins og forfeður vorir flýðu síðar meir land í Norvegi undan ofríki Haraldar hár- fagra og námu hjer land. Með þessum mönnum hófst ný menntunar- og framfaraöld 1 landinu. þá risu upp blómleg klaustur víðs vegar um land allt, með fjölskrúðugum bókasöfnum og ágætum skólum. f>á var Ir- land öldum saman metið sem höfuðból vís- inda og menntunar um vestanverða uorður- álfu, og leituðu ungir fræðinemendur frá ýmsum löndum þangað til menntunar sjer. Frá Irlandi komu apcur ágætir kristniboðar, er fluttu kristni og menntun til Skotlands, Englarids, Hollands, austur á þýzkaland og suður í Sviss. Irskir munkar hálærðir gerð- íst kennarar við háskóla og konungshirðir 0 ,xíðs vegar um norðurálfu. Endurminning þessarar glæsilegu fornaldar á eigi lítinn þátt í þjóðfrelsis-baráttu Ira nú á tímum. Hún elur og glæðir traust þjóðar- “innar á því, að hún eigi sjer viðreisnar von, * log sje þess megnug, að reisa sjálfstæða þjóð- *'iAmenning úr hinum fornu rústum. * ' Norrænir víkingar óðu yfir landið og lögðu "°það undir sig á sömu öldinni og ísland byggð- .‘ist. það var hið fyrsta áfall, er þjóðin fjekk ,. af útlendu ofríki. Síðan hefir hún aldrei borið sitt bar. Utlendir herkonungar af nor- .5 rænu kyni áttu þar síðan ríki hingað og þangað með ströndum fram svo öldum skipti. þá tóku við enskir reyfarar. þeir sigldu '*' vestur um írlandshaf, 700 saman, árið 1169, tæpri öld áður en Island gekk undir Noregs- konung. Höfðu írskir höfðingjar, er áttu í ófriði saman, leitað athvarfs austur um haf. Tveim árum síðar kom Englakonungur sjálf- ur, Hinrik annar, austan með her manns. Játuðust þá nokkrir kynþættir austan á Ir- landi þegar undir yfirtign konungs, enda hafði hann og meðferðis páfabrjef frá Eóm, er svo bauð, en þá var ríki páfa sem mest. Hinrik konungur setti þar enska nýlendu, ■austur við sjó, með enskum lögum. Gerðist brátt ófriður með Irum og landnámsmönnum þessum. Áttu ýmsir högg í annars garð, og veitti Irum betur, er fram liðu stundir. Á ofanverðri lð. öld, eptir Eósastríðin ensku, var eigi annað eptir af þessu landnámi Breta en borgin Dýflin og lítill landskiki umhverfis, svo sem ^ hluti landsins. Var byggð þessi nokkurs konar ríki út af fyrir sig, og hafði þing, i tveinrar deildum; var það hinn fyrsti vísir p&rlamentsms írska. þá var England orðið voldugt ríki og blóm- legt; en Irlandi hafði hnignað stórum öld eptir öld. Hið forna menntalíf var því nær út kulnað, og samgöngur við önnur lönd höfðu tekizt af nær gjörsamlega. Englendingar voru og þá þegar Irum meiri að ýmsum þjóðfjelagslegum mannkostum. Irum hefir löngum hætt til þess, að vera nokkuð ljettöðugir og tómlátir. þeim hefir svipað til Pólverja að því leyti til, að þá hefir brostið stundum ýmsa mikilsverða kosti, er til þjóðþrifa horfa, svo sem þrek og þol- gæði í framkvæmdum, sparsemi og iðjusemi; en það er allt saman miklu traustari undir- staða undir fjörvænlegan þjóðfjelagsskap heldur en hreysti og hugprýði, drenglyndi og ósjerplægni. Eyrir langvinna sundrung lands- ins og staðleysisástand hafði stórum magn- azt hinn háskalegi þjóðlöstur Ira : sjálfræðið, þetta að vilja hver fyrir sig ekki lúta neinu valdi öðru en sjálfum sjer, sem jafnan er hinn versti þröskuldur fyrir samheldni og samvinnu þjóða og þingflokka. því var engin furða þótt þeim yrði aflfátt, er Bretar voru annars vegar, þessi þrautseiga þjóð, sem er þar eptir fylgin sjer, ráðsvinn og kaldráð. Hinrik 7. Englakonungur gerði út leiðang- ur vestur til Irlands árið 1494. Höfðingi yfir því liði var Játvarður Poyning. Hann lagði undir sig landið, og þar með hina ensku nýlendu. Hann setti þar ensk lög í stað hinna fornu írsku, og lagði ályktanir nýlendu- þingsins í Dýflinni undir staðfesting ríkisráðs- ins enska. þetta hið illræmda nýmæli var kallað »Poynings«-dómur. Undu landsmenn því hið versta og gerðu mannskæðar upp- reistir hvað eptir annað. þá ljet Hinrik konungur áttundi fara herskildi yfir landið, og brenna og ræna kaþólskar kirkjur og klaustur og gera upptækar allar eignir þeirra. Hann tók sjer fyrstur nafnið »konungur yfir Irlandi«. Árið 1560, tíu árum eptir að siðabótin komst á hjer á landi, ljet Elízabet Englands- drottning lögleiða á Irlandi trú og kirkju- sið prótestanta og banna þar allan páfasið. Aður var landið allt rammkaþólskt. Hinir kaþólsku prestar voru ofsóktir eins og óarga dýr. þeir sungu tíðir á laun í skógarfylgsn- um, gjám og gjótum. þar við bættist óeirðir og deilur um lög og landsrjett Ira. það er eitt til marks um, hverjum ráðum drottn- ing og hennar rnenn beittu í móti, að eitt sinn ljet jarl drottingar, Francis Cosby, gera 400 írskum höfðingjum heimboð, og ljet höggva þá alla að þeirri veizlu í tryggðum, uema einn, er undan lromst. þar heitir Mullaghmast, er víg þessi voru framin. Var þá herör uppskor n um allt land sunnanvert, til að hefna þessa níðings- verks. í þeirri uppreisn fjellu 10,000 af ír- um. Auk þess voru margar þúsundir manna dæmdir af lífi og hengdir á gálga. Var lítill grunur þeim ærinn til lífláts. Landslýður flýði upp um fjöll og skóga, og ljezt þar af hungri og klæðleysi. Margir lögðust á náinn til að treina í þjer lífið. Hershöfðiugjar Elízabetar drottuingar rituðu henni á þá leið, og voru hróðugir af, að nú væru írar farnir að kjósa þann kost heldur, að láta höggva af sjer höfuðið en að drepast úr sulti. Eignir þeirra, er fallið höfðu eða flæmzt í burtu, voru gjörð- ar upptæ.kar og seldar fyrir lítið sem ekkert verð enskum óþjóðarlýð af háum stigum. Skömmu fyrir næstu aldamót, eða árið 1594, hófst önnur uppreist á írlandi, meiri en hin fyrri. Fyrir henni rjeð Hugh O’Neil (Högni Njálsson), jarl yfir Tyrone. Hann var kominn af írskum fornkonungum. Hann ólst upp við hirð Elízabetar drottningar. Hann var allra manna fríðastur sínum, vitur maður og vel að sjer. þótti drottningu mikið til hans koma, gaf honum jarlsnafn og setti hann yfir hina fornu ættleifð sína Tyrone. þar gerðist hann brátt mikill höfðingi og hirti lítt um yfirráð drottningar. Maður er nefndar Hugh O’Donnel. Hanri var í ætt við Hugh O’Neil og var kallaður Högni rauði. Honum var haldið í varðhaldi á Eng- landi árum saman með svikum, en strauk loks og komst á fund frænda síns og hjet á hann til hefnda. þeim frændum varð gott til liðs. Áttu þeir margar orustur við lið drottningar og höfðu jafnan sigur, þar til Englendingar áttu eigi hæli á Irlandi annars- staðar en í Dýflinni og í fáeinum köstulum öðrum. þó fengu Englendingar yfirstigið Hugh O’Neil að lokum. Gengu þá mikl- ar hörmungar yfir landið. Landsfólkið flýði út á merkur og skóga, og ljezt þar af hungri. Enskir ferðamenn sögðu svo frá, að þeir hefðu sjeð mæður jeta börn sín og börn leggja sjer til munns innýfli mæðra sinna dauðra. Elízabet drottning andaðist meðan á ófriðn- um stóð (1603); en Jakob I. var Irum engu mildari en hún hafði verið. Högni rauði var drepinn á eitri. Hugh O’Neil varð að ganga á hönd konungi og sverja honum hollustueið. því næst var gengið að því með odd og egg, að uppræta kaþólska trú í landinu og forn lög Ira slíkt hið sama. Brátt var Hugh O’Neil grunaður um land- ráð og gerður útlagur úr ríki Englakonungs. Hann stje á skip um haustið 1607, og með honum 100 hinna beztu manna á Irlandi og göfugustu. Hann andaðizt suður í Eóm 9 árum síðar, blindur og örvasa, og þjáður af heimþrá eptir fósturjörð sinni, er hann mátti eigi lið veita í nauðum hennar. þannig lauk hinni fyrstu hertöku landsins af hálfu Breta. Um miðja 17. öld fóru Bretar herskildi yfir landið í annað sinn. það var á dögum Cromwells. þegar innanlandsófriðurinn hófst á Englandi 1641, hugsuðu Irar sjer til hreif- ings að brjótast undan ánauðaroki Breta. þeim varð mikið ágengt. Árið eptir, 1642, hjeldu þeir þjóðfund á fornfrægura þingstað, Kilkenny, og lýstu landið óháð Bretum, skip- uðu sjer stjórn, komu sjer upp peningasláttu o. s. frv. Stjórn þessi stóð í 9—10 ár, og farn- aðist vel. En þegar ófriðnum var lokið á Englandi og Karl konungur hálshöggvinn. (1649), hugsaði sigurvegarinn, Cromwell, er þar hafði alræðisvöld, írum þegjandi þörfina. Hann grunaði þá um að hafa veitt konungi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.