Ísafold - 30.10.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.10.1889, Blaðsíða 2
34fi ina bljes að kolunum. í embættum sátu nær eintómir Englendingar, og um biskup- ana t. a. m. segir Swift, frægur rithöfundur írskur frá 18. öld, að með einu móti og engu öðru væri hægt að hugsa sjer, að slíkir kump- ánar hefðu farið að komast að biskupsstól- um á Irlandi: að þeir væru í rauninni enskir stigamenn, er hefðu ráðizt á biskupa þá, er stjórnin hefði skipað, drepið þá og rænt veit- ingabrjefum þeirra og komizt þannig yfir embættin. Með því að Irum var engin leið fær til þess að sækja mál sitt á vopnaþingi, var eigi annar til en að halda því fram á málþingi þjóðarinnar, parlamentinu írska. En þar máttu eigi aðrir sæti eiga en þeir, sem voru pró- testantatrúar, svo sem fyr er getið, og þó var meginþorri þjóðarinnar kaþólskur. Samt sem áður var svo komið undir lok aldarinnar sem leið, að þing þetta —tómir prótestantar— hjelt eindregið fram þjóðfrelsismáli Ira. Fyr á tímum hafði parlamentið írska ekki verið haldið nema við og við ; liðu stundum jafnvel tugir ára á milli. En frá 1692 til 1782 var það haldið annaðhvort ár, en á hverju ári upp frá því það sem eptir var af öldinni. J>að var í tveimur málstofum, efri og neðri, eins og á Englandi. Sátu 300 þingmenn í neðri málstofunni, allir kosnir af hinum fáu prótestöntum, er til voru í land- inu, því kaþólskir menn höfðu eigi kosning- arrjett. Kosningum rjeðu mest auðugir lands- drottnar, eins og gerðist á Englandi í þá daga. Er mælt, að 100 landsdrottnar hafi ráðið kjöri 200 þingmanna af 300 í neðri málstofunni írska. Sumir af hinum 100 voru valdir í kjördæmum, þar sem ekki voru nema 10 kjósendur alls. T efri málstofunni sátu lávarðarnir, höfðingjar aðalsættanna í land- inu, prótestantatrúar, og allir biskuparnir, 22 að tölu. A dögum Elízabetar drottningar voru ekki til nema 32 írskir lávarðar. En þeim fjölgaði fljótt, því stjórnin enska var óspör á að dubba nýja lávarða og Ijet þægj- ast sjer ríflega fyrir. Arið 1800 sátu í efri málstofunni 22 biskupar og 228 lávarðar. Lávarðar þessir ólu flestir aldur sinn á Eng- landi og eyddu þar tekjunum af eignum sín- um á Irlandi. Ejettindi parlamentsins voru harla lítil. Enska parlamentið gat sett lög fyrir Irland, að fornspurðu írska þinginu. Framkvæmdar- stjórn hafði landið og enga út af fyrir sig, heldur stóð enska ráðaneytið fyrir stjórn þess, en það var eingöngu háð enska þinginu. En betra er að veifa röngu trje en öngvu. Irar settu sjer það mark og mið, að fá upp úr þessari þingnefnu fullkomið löggjafarþing, óháð Bretum. A þinginu myndaðist írskur »þjóðvinaflokkur«, þótt prótestantar væri. Flokki þessum stýrði síðustu 20 árin af öld- inni maður sá, er Hinrik Grattan hjet. Hann var fæddur í Dýflinni, 1750, stundaði lögvísi í Lundúnum nokkur ár, og hlaut þingkosn- ingu í neðri málstofu Ira 1775. Hann var hinn mesti mælskumaður, djarfur og einbeitt- ur, og fölskvalaus föðurlandsvinur. Hann hóf stjórnarbótarbaráttu gegn stjórninni ensku. þ>á stóð svo á, að Bretar áttu í ófriði við nýlendur sínar í Yesturheimi, Bandaríkin, sem nú eru, og veitti þau viðskipti allþungt, einkum eptir það er Frakkar og Spánverjar höfðu snúizt í lið með Vesturheimsmönnum og lagt saman skipalið sitt gegn Bretum. Bjuggust þeir við landgöngu á írlandi og hjetu á íra að taka til vopna og verja land sitt, með því að herinn enski hafði nóg að vinna annarstaðar. írar urðu vel við þeirri áskorun og drógu saman 60,000 manna, sjálf- boðaliða. Liði þessu stýrðu írskir þjóðvinir, og hugsuðu sjeraðvinna tvennt í einu: verja land sitt og útvega landinu stjórnarbót. þeir stefndu saman fjölmennan þjóðfund og kröfð- ust fullkomins löggjafarvalds og fjárforræðis til handa þinginu írska. þetta var 1782, og voru Bretar þá í svo miklum kröggum, að þeir sáu sjer eigi annan kost vænni en að verða við þessum kröfum. þóttust Irar nú hafa himin höndum tekið og rjeðu sjer ekki fyrir fögnuði. Grattan gáfu þeir fagurt við- urnefni, kölluðu hann »frelsisgjafann«. En þeir höfðu raunar verið helzt til lítil- þægir og skammsýnir, að nota eigi betur jafngott færi. Hefðu þeir þá þegar farið því fram, að fá einnig innlenda framkvæmdar- stjórn, með ábyrgð fyrir parlamentinu írska, og umbót á skipun þingsins, einkum kosn- ingarlögunum, mundu þeir vafalaust hafa fengið það hvorttveggja, eptir því sem þá stóð á fyrir Bretum. En þeir skutu því á frest, slitu leiðangrinum og áttu þar með allt undir náð og orðheldni hinnar ensku stjórn- ar. Sannaðist brátt á þeim, að rjetturinn dugar skammt, ef máttinn vantar til að verja hann. Árið 1783 ljetti ófriðnum, sem Bret- ar áttu í, og jafnframt komst stjórnin á Englandi í hendur apturhaldsmönnum þar. Sakir þess, hvernig kosningarrjetti var hag- að til þingsins írska, gátu Englendingar háft mjög mikil áhrif á gjörðir þess, og í annan stað höfðu þeir allt framkvæmdarvaldið í hendi sjer. þeir hagnýttu sjer þetta hvoru- tveggja til að sporna með öllu móti við rjett- arbótum þeim, er þjóðvinirnir írsku leituðíist við að koma fram á þingi. |>eim tókst að vísu 1793 að koma fram þeim mjög svo mik- ilsverðu nýmælum, að kaþólskir menn skyldu hafa kosningarrjett til neðri málstofunnar, eigi síður en prótestantar; en kjörgengi lán- aðist ekki að útvega þeim, nje að fá af numin önnur lög, er fyrirmunuðu þeim embætti og alþjóðlegar sýslanir. I óyndisúrræðum út af því, hversu stjórnin enska leitaðist við á allar lundir að ónýta fyrir írum sjálfsforræði það, er þeir höfðu haft út 1782, og með því þeim óx hugur við stjórnbyltinguna miklu á Frakklandi, kveiktu nokkrir ofurhugar meðal hinna yngri »þjóð- vina« samblástur um land allt, í því skyni, að gera uppreist með fulltingi frá Frakklandi, og gjöra Irland algjörlega sjálfu sjer ráðandi, annaðhvort með þjóðvaldsstjórn eða írskum konungi út af fyrir sig. Helztu forkólfar þessara stórræða voru þeir Edward Fitzger- ald lávarður og Wolf Tone málfærslumaður; en rosknum og ráðnum þingskörungum íra, svo sem þeim Grattan og Flood, líkaði það illa og kölluðu þetta feigðarflan. Wolf Tone fór til Frakklands 1798 og fekk þar lið allmikið og herflota. Flotinn hreppti stórviðri á leiðinni til Irlands, sundraðist og hvarf aptur heimleiðis. Stjórnin á Englandi hafði fengið einhvern pata af þessu, og varð brátt sannfróð um allan þenna samblástur, með því að svikari einn varð til að segja henni upp alla sögu. þ>eir Fitzgerald og Wolf Tone voru höndum teknir, og ljet- ust báðir í varðhaldi. Mörg hundruð manna voru hnepptir í varðhald að auki. Til þess að halda Irum í skefjum eptirleiðis, var kom- ið á fót fjölskipuðum löggæzluher, nær 40,000 manna, og dreift um allt landið, auk setu- liðs þess, er áður var í landinu. þessi nýi her gjörði bæði að ræna, myrða og fremja önnur níðingsverk. Hátt settir yfirliðar raup- uðu af því, að í heilum landsfjórðungum 4 Irlandi væri ekki eptir einn írskur kvenn- maður óspjallaður ; og er einhver svaraði svo, að þá hlyti írskt kvennfólk að vera býsna. leiðitamt, varð þeim þetta að orði, sem síð- an er í minnum haft: »Byssustingirnir gjöra þær þjálar«. Landið var allt lýst í hervörzL um, og hermannadómar píndu og misþyrmdu, hengdu og færðu í útlegð mikinn fjölda hinna beztu manna þjóðarinnar. Víða um land risu menn upp með vopnum gegn slíkum ó- sköpum; en úr því urðu ekki nema gagns- laus vj'gaferli og voðalegar blóðsúthellingar. Stjórnin enska ljet knje fylgja kviði. Óð-- ara en uppreistin var niður bæld, einsetti hún sjer að brjóta einnig gjörsamlega á bak apt- ur alla þingræðislega mótspyrnu af íra hálfu, með því að afnema þing þeirra. Að því reru þeir núöllum árum, Pitt, æðsti ráðgjafi Engla- konungs, er var lífið og sálin í allri baráttu einvaldshöfðingja norðurálfunnar gegn bj'lt- ingunni miklu á Frakklandi, og Castlereagh lávarður, er vár hans önnur hönd á írlandi og engu minni stórbokki. |>etta var hag- stæður tími fyrir þá. þingið var svo skipað að lögum, að það gat eigi verið sjerlega öfl- ugur hlífiskjöldur fyrir rjettindum þjóðarinn- ar. þjóðvinaflokkurinn í neðri málstofunni var sem vængbrotinn eptir uppreistina. Gratt- an hafði látið hugfallast og lagt niður þing- mennsku. Var þingið þar með forustulaust, og því hálfu uppnæmara en ella fyi-ir öllum þeim brögðum, er stjórnin beitti til að vinna bilbug á því, en það voru bæði hótanir og blíð- mæli, fögur loforð um ýmsar ívilnanir við kaþólska menn, fyrirheit um embætti, og reglulegar mútur. Frá 1799 til 1800 eyddi Castlereagh eigi minna en 27 inilj. kr. í mútugjafir. Og loksins var hann árið 1800 viss orðinn um meiri hluta í neðri málstof- unni, þótt tæpt stæði; efri málstofan hafði ávallt verið honum dygg og fylgispök. Lýð- urinn mótmælti, en það var árangurslaust. Ávörp streymdu að hrönnum saman fir öll- um landsfjórðungum, um að varðveita þing þjóðarinnar; en það hreif eigi hót. Grattan hafði verið kosinn á þing aptur, meðan á málinu stóð ; hann ljet bera sig dauðveikan inn í þingsalinn til þess að neyta þar mælsku sinnar gegn frumvarpi stjórnarinnar; en það kom að engu haldi. þann dag, er málið skyldi útkljá, voru á- heyrendapallarnir fullir af fólki, er grjet sáran og barmaði sjer. Forsetinn í neðri málstofunni var áhugamikill þjóðvinur. Hann Ijet ganga til atkvæða um frumvarpið, er la*ut að samsteypu írska paríamentsins við hið enska. þegar atkvæðagreiðslan var búin og það kom fram, að meiri hluti atkvæða var með því, var það með naumindum, að hann gæti stunið því upp, að frumvarpið væri sam- þykkt; hnje síðan úrvinda niður í sæti sitt. Og er tíðindin spurðust út um landið, var harmur í hverju húsi og megn gremja. Síð- an hefir Irland eigi átt sjer þing. Fulltrúar þess sitja á þinginu enska og eru ekki nema lítið brot af því: 103 móti 567 fulltrúum frá Englandi og Skotlandi. þetta gerðist 1800, sama árið og alþingi Islendinga við Oxará var úr lögum numið. Stjórnin enska gekk þegar á bak orða sinna um umbót á kjörum kaþólskra manna, er hún hafði notað meðal annars til að tæla írska þingmenn í lið með sjer. Pitt vildi efna orð sín, en konunginum, Georg þriðja, var það þvert um geð, og sagði þá Pitt af sjer

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.