Ísafold


Ísafold - 02.11.1889, Qupperneq 2

Ísafold - 02.11.1889, Qupperneq 2
350 þjóðfrelsisfjelag, er nefndist «írlandsvinir»; það var fyrirboðið. þá stofnaði hann annað fjelag með nýju nafni ; það var einnig fyrir- boðið. O’Connell var sjálfur lögsóttur og dæmdur fyrir »undirróður til uppreisnar» ; en stjórnin þorði ekki að láta fullnægja dómn- um. Snæfellsnessýslu 27. okt.: Tíðarfar hið bezta hjer seinni part sumarsins, þó sjerstaklega ómunalega góð tíð allan þennan mánuð allt fram að 23.; þá brá til mjög mikilla rigninga, er þó hvergi urðu til stór- óhagræðis. Heyskapur hefir hjer alstað^p verið með langmesta móti, og hey þar að auki fengizt ágætlega verkuð. Setja menn því skepnur á vetur með langflesta móti. Samt væri ósk- andi, að menn misbrúkuðu ekki svo þenna mikla og góða heyafla, að setja svo djarft á, að heyþrot yrði, ef harður vetur yrði í vetur. Fiskiafli mjög lítill undir Jökli. Alveg fisklaust á grunni; en misfiskið mjög á djúpi. þar á móti mikill heilagfiskisafli bæði með Staðarsveit og Miklaholtshreppi, og nú nýlega kominn góður afli af þorski og heilagfiski við Stapa og Hellna. Verzlun hjer dauf og óhagstæð. Clausens- verzlun í Stykkisliólmi verið tóm að ýmsum nauðsynjavörum síðan í sumarkauptíð, t. a. m. kaffi, sykri og hrísgrjónum o. fl., og er alls ekki vel byrg undir veturinn; Ólafsvíkur- verzlun nokkurn veginn byrg; en Grams- verzlun hefir allsnægtir af öllu. Ekkert lif- andi sauðfje hefir verið selt hjer í haust, nema í pöntunarfjelag Dalamanna, sem keypti um 2000 fjár og 50 hesta; er látið vel yfir að það muni gefa vel fyrir fjeð, en mjög daufar vonir um verð á hestunum; annars enn óákveðið fast verð á hvorutveggju. Matvara úr fjelaginu ekki eins ódýr og menn bjuggust við, t. a. m. rúgur 14 kr. (200 pd.), bankabygg 25 kr. (260 pd.), hrísgrjón 24 kr. (200 pd.); verð á kaffi og sykri enn óákveð- ið. Kaupmenn hafa keypt slátursfje og borgað þannig: kjöt frá 14 til 18 aura pd., mör 35 au., gærur frá 1 kr. 25 a. til 2 kr. 50 au. hæst og tólg 40 au. Verð á útlend- um vörum hjá þeim á þessa leið: rúgur 16 kr., bankab. 24 kr., hrísgrjón 26—28 kr., kaffi 1 kr. 10 a., sykur (kandís) 45 a. og rót 45—50 a., rjól 1 kr. 50 a. og munntóbak 2 kr. 20 aura. 2. þ. m. var auka- sýslunefndarfundur haldinn til að ræða um stofnun búnaðar-fram- farafjelags fyrir sýsluna. Var samþykkt á fundinum stofnan þess, og skal mark og mið þess vera þetta: að stofna búnaðarfjelag í hverri sveit, sem kæmi á fastan fót árlegum jarðabótum; að koma í viðunandi lag upp- frœðslu unglinga, helzt með því, að koma á fót, svo víða sem hægt er, föstum barna- skólum; að bæta hús- og heimiUsstjórn, sem hjer er mjög ábótavant, að svo miklu leyti sem hægt er. Lög fjelagsins voru samin og samþykkt á fundinum; en með því að vænta má, að þau hafi verið samin í fljótlæti og ekki með nægilegum undirbúningi, þykir mjer eigi þörf á að skýra frá þeim. Barðastrandarsýslu sunnanv. 20. okt.: Hin sama veðurblíða, sem var næstl. vor og sumar, helzt enn þá. Haustið úrfellalítið, en þó ekki kalt eða frostasamt; opt stillur og þurrviðri; og þó norðan-íkast hafi komið, hefur ekki verið nema froststirðningur, 1 til 2 stig á K. Norðan-íkast kom í septembr., fyrir rjettirnar, og í því fannkoma á fjöll og sumstaðar til sjávar, með miklu hvassviðri af norðri. Allan þann snjó tók upp aptur eptir viku, í hinu mikla sunnanveðri hinn 25. sama mánaðar. Enn gerði íkast af norðri 8. þ. m.; snjóaði þá lítils háttar hjer á fjöll og var hvassviðri mikið; eins í uppþotinu núna þann 17. var hvassviðri mikið, en frostlaust. Heysöfn almennings hafa orðið í þessu plássi í betra lagi og sumstaðar ágæt að vöxtum og verkun, og árferðið yfir höfuð svo gott, að elztu menu segjast ekki muna betra á þessari öld. En þrátt fyrir þetta góð- æri er ekki betri horfur á með bjargrœðis- ástand upp á veturinn en var í fyrra og stundum að undanförnu í þessu plássi. Eru til þess ýmsar orsakir. þeirra er fyrst og fremst hin mikla fjársala úr sveitum hjer til kaupmanna og pöntunarfjelags, og þó að sauðfje sje nú að vænleik hið bezta til frá- lags, eru mörg heimili, sem ekki hafa þess not til fæðis til vetrarins, heldur fer allt þetta fje til kaupmanna, til að minnka kaup- staðarskuldir, sem og eflaust fara minnkandi, og kaupa körnvöru til vetrarins, þar innlátning vantaði í sumar fyrir hana, en litlar voru ávísanir í sumar frá Djúpi hjer til suður- kaupstaðanna af vinnumannahlutum þar næstl. vor, með því afli var þar lítill, og varð því nú að herða á sauðkinda-útlátum frá bændum í þess stað, að fá nauðsynjar sínar. Haustverzlun hefur verið mikil hjer í kaup- stöðum og sláturtaka einna mest í Skarðs- stöð, í hinum nýbyrjaða kaupstað Flateyjar- verzlunarinnar. þar kom og lausakaupmað- ur frá Clausens verzlun í Stykkishólmi. Verð þar á útlendum vörum var lítið meira á mat- vöru en í sumar, frá 1 til 2 kr. á hver 200 pd., og á munaðarvöru, sem tollur var settur á í sumar, kaffi 1,10 a., sykri 40 a., export- kaffi 50 a., rullu 2,10 a., rjóli 1,50 a. Inn- lend vara : bezta kjöt 18 a. pd., lakara 16—14 a., haustull 50 a., smjör 60 a., lifandi fje, gamlir sauðir 20 kr., tvæv. og geldar ær frá 16 til 18 kr., mylkar ær frá 9 til 11 kr., veturg. 12 til 15. Hæst verð á kjöti varð á ísafirði 25 aura bezta kjöt, lakara 20, 18 og 16 lægst. Heilsufar fólks hjer um pláss á þessu tímabili er gott og enginn nafnkendur dáið. Landsskjálptarnir- Af Snæfellsnesi skrifað 27. f. m.: «Landskjálpti varð hjer allmikill nóttina milli 12. og 13. þ. m., þó mestur að sunnanverðu við fjall- garðinn, eða svo mikill kl. 4—5, að víða hrundu ofan af hyllum leirílát. En um dag- inn, hinn 13., um hádegisbil (kl. 12—1) fannst þó enn meira til kipps, því greina- góðir menn telja víst, að hús hafa víða geng- ið upp svo feti hafi svarað. Hvergi varð þó meira að kippuum, nema sumstaðar hrundu nokkuð fornir veggir. Til kippanna um dag- inn fannst einnig minna að innanverðu við fjallgarðinn, t. a. m. í Stykkishólmi«. í Dölum varð og talsvert vart við land- skjálptana, einkum þann um dagtímann 13. f. m., og jafnvel vestur á Fellsströnd. A Breiðabólsstað í Sökkólfsdal sat bóndi úti undir bæjarvegg, og fannst sem hann ætlaði ofan á sig; á þeim bæ hætti stundaklukka að ganga. Fjárkaupaskip Coghills, gufuskipið Livonia, tók á Akranesi 3500 fjár í þessari ferð, og hjelt af stað þaðan til Englands í gær. Fjárkaupaskip Thordals, gufuskipið Princess Alexandra, 292 smálestir, kom bing- að 30. f. m., og fór aptur í gærkveldi með 2500 fjár og nokkuð af hestum. Tvo farma hefir skip þetta tekið í haust fyrir norðan, á Akureyri og Borðeyri, samtals rúm 5000 norðanlands. Sjálfur fór Thordal kaupmaður utan með þessari ferð skipsins. Prestakall óveitt. Bægisá, augl. 19. okt., mat 1166 kr. Ölfusárbrúin. Eptir ráðstöfun hurra Tryggva Gunnarssonar eru steinsmiðir teknir til að höggva og viða að grjót nú í haust og vetur í brúarstólpana. Mun eiga að hlaða þá að sumri, þótt brúin sjálf sje eigi væntanleg fyr en að hausti og verði eigí á komið fyr en sumarið 1891. f ÞÓRÐUR Á LEIRÁ. Hann var fæddur á Erennistöðum í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu árið 1830. Foreldrar hans voru þorsteinn bóndi þiðriksson og Steinunn Ásmunds- dóttir, búandi á Brennistöðum. þórður ólst svo upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Brennistöðum og þar næst á Hurðarbaki í Reykholtsdal, og mun. í æsku hafa notið eigi meiri menntunar en al- mennt gjörðist í þá daga. Árið 1854 kvæntist hann ungfru Kannveigu Kolbeinsdóttur á Hofs- stöðum í Reykholtsdal, og dvaldi svo þar hjá tengdaforeldrum sínum eitt ár. Vorið eptir fóru þau hjón að búa á Brekkukoti í sömu sveit og voru þar 5 ár. þar fór þórður þegar að gera jarðabætur, og þar fór þegar að koma í Ijós hin. mikla framtakssemi hans í búnaðarframkvæmdum. Hann húsaði þar allan bæinn af nýju og hlóð vörzlugarð fyrir neðan allt túnið; hann sljettaði þar og nokkuð at' þýfi. Bfnin voru þó ekki meiri til að byrja búskapmn með en 2 kýr og 24 ær. Um þessar muudir gekk fjárkláðinn yfir hjer sunn- anlands, og varð mörgum þungur í skauti, ekki sízt efnalitlum frumbýlingum, og fekk þórður að kenna á því, því að á þriðja búskaparári sísu varð hann að lóga öllu fje sfnu. Síðan fluttust þau hjón að Sturlu-fteykjum í sömu sveit og bjuggu þar 8 ár. þar gerði þórður einnig ýmsar jarða- bætur: hlóð garð um allt túnið, sljettaði nokkuð og græddi út Eptir þetta fluttist þórðut' að Beirá í Leirár- sveit í Borgarfirði; sújörð hefir, sem kunnugt er,. jafnan verið höfðingjasetur og höfuðból, og þórð- ur gjörði vissulega allt sitt til, að halda uppi heiðri hennar og áliti. Hann sýndi það á Leirá, að hann var hinn mesti framkvæmdarmaður og búhöldur; en mannhylli hans var það einkum, er stuðlaði til þess, að hann rjeð fram úr ýmsum kostnaðarsömum fyrirtækjum; flestir, sem hann leitaði til, vildu hjálpa honum, eins og hann líka var fljótur til að lána öðrum, er þeim lá á. Hann útvegaði sjer vatnsveitingamennhjá búnaðarfjelagi Suðuramtsins skömmu eptir að hann kom að Leirá, og Ijet þá gera um 600 faðma af skurðum til að þurrka upp ónýtar mýrar og gera úr þeim slægj- ur og veita Leiránni á. Síðan ljet hanu ferðabú- fræðinga auka um 800 föðmum við af skurðum. Túngarð hlóð hann um 200 faðma langan. Brýr ljet hann gjöra út frá bænum á ýmsa vegu um 200 faðma langar. Sömuleiðis nátthaga, 6 dag-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.