Ísafold - 09.11.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.11.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. IJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVI 90. i Reykjavík, laugardag nn 9. nóv. 1889. Ný Bjarka-mál. Lag: Har du h0rt, hvad Svensken siger. Nri skal vakna, nóg er sofið; nýjan kveð jeg brag. Lát nú, þjóð mín, rökkur rofið; ramman hef jeg slag! Eg kný glaður aldna strengi, er nú þagað hafa lengi. Enn þá hljómar aldið stál; enn kveð jeg þjer Bjarka-mál. Enn þá vil jeg uppreisn vekja, um það flyt jeg boð. Enn frá völdurn eg vil hrekja ýms þín fornu goð. Upp! og hrindum o’n af stalli ódygðum og þjóðar-skjálli. Týnast skal í tíðar straum trú á fornan orða-glaum. þjer að smjaðra’ er mörgum mætast— markaðu’ ekki það ! Bragð ei ávalt sagt er sœtast sannleikanum að. Lærðu sjálfa þig að þekkja ; þig ei glamrið láttu blekkja, mfitur, völd nje vinskap manns vegi burt frá sannleikans. Lengur feðra’ ei lifðu’ í haugum; loft-ill vist er sú. Frelsi’ ei býr hjá fornum draugum; frelsið skapa þú ! Líttu’ um heimsins álfur allar. Aldar rödd, sem þaðan kallar, hátt um sjálfstarfs mælir magn, mælir fátt um pappírs-gagn. Hættu’ að lifa’ í himinskýjum, hlýða’ á skrum og tál. Trú þú mjer : með tíma nýjum talast annað mál. Betra’ er fjórðung bera vilja’, en binda vætt og eftir skilja — hálfum bjarga hlutnum þó, heldr en allur fari’ í sjó. • 'Hættu’ að trúa á túskildinginn, trega, sljóva þjóð! Strjúktú af þjer embættlinginn eins og hrossamóð. Hætt við búðar-borð að sníkja brennivín, og kaupmann svíkja. Sig með dáð úr dróma’ ei rak •drukkin þjóð með hokið bak. Magn til frelsis mun æ þverra mönnum hlekkjum í. Illa spilar háan herra hjúa sinna þý. Slít því háttum lasta Ijótum, lærðu’ að standa’ á eigin fótum, eta skuldlaust eigið brauð. Ærleg ver, þótt sjertu snauð ! Nenntu’ að hugsa’ um hagi þína, hugsanlata þjóð! ekki’ á sérhvern eyri blína út úr þínum sjóð. þjer ef gjöld þín þykja byrði, þó er frelsið meira virði; mörg það kaupa mátti þjóð margoft fyrir líf og blóð. En ef þú kannt ekki’ að skilja aldar vorrar mál, átt ei nokkurn vísan vilja, viljinn ekkert stál — hver þá frelsi hyggst þjer boða ? Hvað skal barn með opinn voða ? Trú skal sönn og trú skal sterk til að gjöra kraptaverk ! Bragi Gamli. íslensk rjettritun. Eftir Björn Magnússon Ölsen. I. 1 78.—80. blaði Isafoldar þ. á. hefur vís- indamaðurinn ifirkennari H. Kr. Friðriksson tekið til máls móti firirlestri mínum »Um stafsetning» í Tímariti um uppeldi og menta- mál II. árg. Mjer er sönn ánægja að ræða þetta mál við hinn háttvirta embættisbróður minn, og þikir vænt um, aðhin núgildandi stafsetning hefur fengið svo snjallan talsmann. Málefn- ið getur ekki haft annað enn gott af því, að það sje rætt frá báðum hliðum. þó að herra H.Kr. Friðriksson sje ekki faðir eða höfund- ur þeirrar stafsetningar, sem nú er almennust og hann sjálfur hefur, þá hefur hann þó manna mest stutt að útbreiðslu hennar bæði með kenslu sinni f lærða skólanum og með ritum sínum. Ef mjer skildi takast að sanna, að mótbárur slíks mans móti rjettritunarní- mælum mínum sjeu ástæðulausar og einskis- verðar, þá vona jeg að nímælum þessum sje sigurinn vís, því að jeg geng að því vísu, að slíkur maður hafi komið fram með allar þær röksemdir, sem unt er að finna, móti hinni níju stafsetningu. í upphafi máls síns kvartarherra ifirkenn- arinn itir því, að það sjeu miklir biltinga- tímar á Islandi mi sem stendur, og jeg get ekki skilið orð hans í því sambandi, sem þau standa, öðruvísi enn svo, að hann telji mig með biltingapostulunum og setji mig á bekk með níhilistum, feníum, jafningjum, sameigna- mönnum og öðrum, sem vilja kollvarpa öllu því, sem er. Hann gefur í skin, að jeg hafi komið fram með stafsetningarnímælin ein- ungis af hjegómagirni og til þess að láta aðra taka eftir mjer, og að jeg muni vita, að mín dírð verði engin, ef jeg ekki sjálfur trani mjer fram o. s. frv. þetta er nú reindar alt saman persónulegt og kemur ekkert málinu við. Enn úr því ifirkennarmn fór að hreifa þessu, skal jeg leifa mjer að benda á, að jeg hjelt firirlesturinn innan fjögra veggja í fá- mennu fjelagi, og að jeg síðan birti hann í tímariti, sem enn þá því miður hefur of fáa kaupendur. Aftur á móti hef jeg ekki að firra bragði hreift þessu máli í neinu af þeim blöðum, sem mesta útbreiðslu hafa hjer á landi, enn það hefði jeg þó líklega gert, ef jeg hefði ætlað að trana mjer fram. Heldur ekki get jeg játað, að jeg sje neinn biltinga- vargur, þó að jeg hafi komið fram með þessi stafsetningarnímæli. Jeg hef ekki farið fram á að umsteipa stafsetningu íslenskunnar frá rótum, heldur hef jeg að eins farið fram á, að henni verði breitt í fjórum atriðum, og virðist það eigi vera nein stórvægileg »bilting». Imsir, sem eru mjer samdóma um, að fram- burðurinn ætti að vera grundvöllur stafsetn- ingarinnar, hafa álasað mjer firir, að jeg færi eigi nógu langt í breitingartillögum mínum. Enn jeg higg, að meðalvegurinn sje hollast- ur í þessu sem öðru, og í firirlestri mínum hef jeg víða tekið það fram, að ekki sje vert að brjóta bág við venjuna í smámunum, og síðan hef jeg í Isafold líst ifir því, að mjer sje ekki neitt kapsmál að hafa fram fleiri enn tvö af þeim stafsetningarnímælum, sem jeg fór fram á í firirlestrihum, nefnilega að iit- ríma y, ý og z úr stafrofiuu. Jeg vona, að allir verði að játa, að þessar bruitingartillög- ur sjeu mjög hóflegar. Með miklu meira sanni gæti jeg brugðið ifirkennaranum um, að hann, gamall maður- inn, sje biltingapostuli. Allir hinir helstu vlsindamenn hafa nú um langan tíma verið samdóma um, að framburðurinn eigi að vera æðsta regla stafsetningarinnar. Hinn heimsfrægi enski málfræðingur H. Sweet segir, að allir sannir málfræðingar og mál- fræðingafjelög vilji laga rjettritunina eftir framburði, enn hitt sjeu hálflærðir skussar í málfræði, sem vilji stafa eftir uppruna (sbr. firirlestur minn 10. bls.). Enn árið 1889, rjettum 100 árum eftir stjórnarbiltinguna frönsku, kemur H. Kr. Friðriksson, ifirkenn- ari við lærða skólann í Beikjavík, fram á víg- völl vísindanna og segir, að grundvöllur rjett- ritunarinnar sje »fornmálið, eins og það kem- ur fram í ritum fornmanna, lagað eftir fram- burðinum, að svo miklu leiti sem uppruni og eðli málsins leifir, eða með öðrum orðum, að svo miklu leiti sem rjettur og skír framburð- ur getur samþíðst upprunanum*. Jeg get ekki skilið þessi orð öðruvísi enn svo, að það sje skoðun höfundarins, að uppruninn sje og eigi að vera grundvöllur stafsetningarinnar, enn framburðurinn eigi ekki að koma til greina, nema þar sem hann geti samþiðst upprunan- um, eða með öðrum orðum, að uppruninn eigi að vera einkaregla stafsetningarinnar, enda gefur hinn sami maður það í skin, að þeir menn á Englandi og í Vesturheimi og á>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.