Ísafold


Ísafold - 13.11.1889, Qupperneq 1

Ísafold - 13.11.1889, Qupperneq 1
KLemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austnrstrœti 8. XVI 91. Reykjavík, miðvikudaoinn 13. nóv. 1889. Frelsisbarátta íra. IX. Tveimur árum áður eu O’Connells missfci við, gekk ný landplága yfir Irland. |>að var kartöfiusýki. Hún gjörspillti allri kartöflu- uppskeru landsins tvö ár í röð, 1845 og 1846, og leiddi af sjer voðalegt hallæri. Samskot voru gerð á Bnglandi og í öðrum löndum álfunnar, til að bæta úr neyð Ira; en lands- drottnar þeirra gengu jafnhart epfcir gjöldum og enginn ársbrestur væri. Leiguliðar voru bornir út, ef þeir gátu eigi staðið í skilum, og allt þeirra hyski. Arið 1847 komust 870,000 manna á írlandi á vonarvöl með þeim hætti, og jafnvel 1849 enn 50,000. Til þess að varna því, að leiguliðar, er bornir höfðu verið vít, leituðu hælis á nóttunni í sínum fyrri heimkynnum, var jafnan rifið þakið af hreysunum, um leið og út var bor- ið. Margar þúsundir rnanna fjellu af hungri, og mesti sægur flýði úr landi, sumt til Eng- lands, en mest til Vesturheims. þegar hall- ærinu ljetti, 1848, var fólkstalan komin ofan í 6 miljónir úr 8 milj., en heil þorp og bæir lágu í rúsfcum, og jarðir í eyði þúsundum saman. Uppreisnartilraun var gerð byltinga- árið mikla, 1848, en enginn veigur var í því. Landið lá dasað í dróma jarðeigendanna. Ein miljón manna fluttist af landi burt til Ameríku eða Englands á árunum 1849—1857. A þingi lá þjóðfrelsismál Ira í dái, með því •dugandi forustu vantaði þar. Umbrotíþjóð- intii komu ekki fram í öðru en leynifjelögum til víga og illvirkja. þeirra er »Fenía-bræðra- lagið« nafnkenndast. það festi rætur víða meðal íra bæði hjer í álfu og Vesturheimi. Hefir það haldizt fram á þenna dag í ýmsu líki. Vorið 1866 gerðu Feníar herhlaup úr Bandaríkjunum inn í Kanada, lönd Breta í Vesturheimi, en urðu brátt ofurliði bornir. Sama ár fóru þeir og að reyna að gjöra róst- ur á Englandi, og hófu uppreisn á Irlandi árið eptir, 1867. En allt fór það út um þúf- ur. Hefir aldrei á þessari öld verið daufara yfir þjóðfrelsismáli lra en um þær mundir. En þá kom sá maður til sögunnar og tók til að hafa afskipti af högum Ira, er þeir eiga langmest allra enskra stjórnvitringa að þakka það, er þeim hefir ágengt orðið með rjettarbætur hinn síðasta mannsaldur. það er Gladstone. A áliðnu ári 1868 skipaði liann ráðaneyti á Englandi í fyrsta sinn. Og þar með hófst mikil rjettarbótaöld á Englandi, meiri en •dæmi voru til áður. þá var nýfengin stór- kostleg umbót á kosningarrjetti til parla- mentsins (1867); þá fyrst fekk almenningur kosniugarrjett á Englandi í bæjunum, en þar •áttu f hlutar landsbúa heima. — Fram að árinu 1832 hafði England í raun rjettri verið /þjóðveldi með höfðingjastjórn ; það voru lendir menn, hinir ensku stóreignamenn, er rjeðu lögum og lofum, og undirokuðu íra. Hið mikla kosningarlaganýmæli frá því ári kúg- aði lenda menn til að miðla völdum með sjer við aðra auðmenn meðal kaupmanna og iðn- -aðarinanna. En eigi reyndust þeir Irum llóti mýkri í skauti en hinir höfðu verið. Ensk kaupmannafjelög áttu geysimiklar fast- eignir á írlandi, og var þeim því jafnannt um að halda Irum undir fargi eins og lend- urn mönnúm hafði verið á undan. Meðal nýmæla þeirra, er Gladstone ætlaði sjer að koma fram, er hann tók við völdum, voru 3 mikilsverðar rjettarbætur til handa Irum. það var þá þegar farið að vakna fyrir honum, að Irlandi ætti að stjórna eptir »írsk- um hugsunarhætti«, eins og hinn mikli þing- skörungur Englendinga, Fox, hafði prjedikað fyrir margt löngu, 1797, en enga áheyrn fengið ; það var margreynt orðið, að enskar meginreglur og enskir stjórnarhættir áttu svo illa við írskt þjóðerni, að aldrei mundi blessast. Fyrsta nýmælið, er Gladstone bar upp, 1. marz 1869, var afnám prótestantisku r'ikis- kirkjunnar á Irlandi. Engin ríkiskirkja skyldi vera á írlandi framar; kaþólskir menn skyldu undanþegnir gjöldum til prótestant- isku kirkjunnar; prótestantar skyldu halda sjálfir presta sína, eins og kaþólskir menn; fasteignir írsku kirkjunnar (prótestantisku), er voru 290 milj. króna virði, skyldu upp- tækar og hagnýttar til almenningsheilla, að því frádregnu, er þurfti til að bæta kenni- mönnum prótestanta það er þeir urðu brauð- lausir vegna afnáms ríkiskirkjunnar. — Ný- mæli þetta sætti hinni megnustu mótspyrnu. Klerkar prótestanta, er lifðu iðjulausir á kaþólskum almúga á Irlandi, mæltu í móti þeim með mikilli ákefð. þeir hótuðu að sprengja kirkjur slrxar í lopt upp heldur en að yfirgefa þær. Sumir hákirkjumenn á Englandi ljetu og engu spaklegar. Á mál- fundum í Lundúnum var Gladstone kallaður »svikari við drottningu sína, land sitt og guð sinn«, og ráðgjafarnir allir kallaðir »ræningja- samkundan«. En almenningur gaf þessum frekjulátum engan gaum, og gengu nýmælin fram uin sumarið 1869, en áttu eigi að ganga í gildi fyr en með nýári 1871. þann frest hagnýtti kirkjustjórnin írska til þess að fjölga drjúgum prótestantiskum prestum á Irlandi og hækka laun hinna margra, til þess að hafa sem allra mest upp úr uppbótinni, er heitið hafði verið, enda nam hún 130 milj. kr. En þó urðu 160 milj. kr. afgangs, og kom það fje í mjög góðar þarfir landinu til bags- bóta, þar á meðal til eflingar alþýðumennt- unar í landinu. Næsta vetur eptir að þessi lög voru sam- þykkt, bar Gladstone upp annað nýmæli sitt. það voru landbúnaðarlög handa Irum. þau áttu að bæta nokkuð úr landsdrottna-ánauð þeirri, er lengi hafði verið hið mesta niður- drep fyrir landið. Stóreignamenn, er höfðu flestir aðsetur á Englandi, áttu nær alla fast- eign á Irlandi, og áttu almúgamenn þar til sveita eigi annars virkosti til að hafa ofan af fyrir sjer og sínum en að gjörast leiguliðar þeirra; kaupavinnu eða vist gátu þeir ekki fengið vegna þess, að bændabýlin voru svo smá, að þar gátu ekki verið nema einyrkj- ar, en fátækt og landþrengsli fyrirmunaði víða alla jarðabótavinnu. þess vegna gátu landeigendur skrúfað eptirgjaldið upp alveg gegndarlaust, og var enga lagavernd að fá fyrir leiguliða gegn því okri. þeir höfðu ekki nema eins árs byggingu, og mátti því byggja þeim út hvenær sem vildi, þótt þeir stæðu í beztu skilum, án nokkurs endur- gjalds fyrir jarðabætur á ábýlinu. Og þegar leiguliðarnir sáu, að þeir höfðu ekki annað upp úr því að bæta ábýli sín en að eptir- gjaldið var hækkað, sögðu þeir: »þá er betra að sofa sig fáfcækan en þrælka sig fátækan«. þetta voru lög nærri því um land allt, og var ekki að sökum að spyrja, að þar sem farið var eptir þeim, þar var megnasta ör- birgð og vesaldómur. I Ulöztum, norðaust- urfjórðung landsins, hafði víða komizt á sú lögvenja, að bændum var eigi byggt út með- an þeir stóðu í skilum, og að fráfarandi fekk endurgjald fyrir jarðabætur. þar vegnaði líka bændum langt um betur. þetta vildu nú Irar fá lögleitt um land allt, og var það aðalefnið í nýmælum Gladstones. Aður höfðu enskir stjórnvitringar ekki mátt heyra slíkt tekið í mál. Gladstone hafði fram frum- varpið eptír nokkra baráttu. Sumir af full- trúum íra greiddu atkvæði í móti, af þvf þeim þótti of skammt farið. þriðja nýmæli Gladstoues var háskólalög handa Irum. það bar hann upp 1873. En þá beið hann ósigur í atkvæðagreiðslu í neðri málstofunni. Sumum sveitungum hans þótti hann heldur stórstígur í framfaramálum, bæði írskurn og enskum, og tóku að dragast apt- ur úr. þá sagði hann af sjer; en íhalds- menn fengust ekki til að t ika að sjer stjórn fyr en árið eptir, að þeir höfðu komizt í rneiri hluta á þingi, eptir þxngiof af Glad- stones hálfu. þá varð Disraeli æðsti ráð- gjafi í hans stað og hjelt völdum í 6 ár. þá var nær ekkert að hafzt til umbóta í lög- um og landsstjórn innanlands, hvorki á Eng- landi nje Irlandi. En þá efldist nýr stjórn- arbótarflokkur á Irlandi. Rjettarbætur Glad- stones höfðu vakið vonir íra um betri tíma og veitt þeim hug til að halda enn á lopti þjóðfrelsiskröfum sínum. þeir fóru fram á írska «heimastjórn« (home-rule). Harðæri gekk yfir landið þrjú ár samfleytt, 1876— 1879, sakir uppskerubrests, og svarf þá mjög að leiguliðum. Um þær mundir tók almenn- ingsálitið á Englandi að hneigjast aptur ein- dregið að framfara- og frelsismönnum. Hertu þá Irar enn upp hugann og gerðust nú ófyrirleitnari en þeir höfðu verið síðan á dögum O’Connells. þeir stóðu nú og tals- vert betur að vígi en áður. Baunar hafði landslýður heima á írlandi fækkað niður í hjer um bil 5 miljónir; en nú var upp risin írsk kynslóð fyrir vestan haf, í Ameríku, hálfu mannfleiri, fram undir 10 milj., og all- vel megandi; veittu þeir bræðrunum heima góðan styrk; sömuleiðis var og orðið all- mannmargt af írum í hinum stærri bæjum á Englandi, og gátu þeir orðið að góðu liði við kosningar, ef vel var á haldið. Nú skorti íra helzt góðan foringja; og hann fengu þeir.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.