Ísafold - 13.11.1889, Blaðsíða 2
362
íslensk rjettritun.
Eftir Björn Magnússon Olsen.
II.
f>á segir ifirkennarinn, að það sje óvíst, að
allir gætu stafað orðin eftir framburðinum.
Jeg neita því als ekki, að svo beimskir menn
sjeu til, enn hitt fullirði jeg, að slíkum mönn-
um mundi miklu erviðara að skrifa eftir
nokkurri annari reglu. Ifirkennarinn reinir
að stiðja sitt mál með því, að það sje mjög
títt að skrifa höfðinga f. höfðingja, kirka f.
kirkja o. s. frv., og svo tali þó enginn Is-
lendingur. Líka tilfærir hann dæmi úr brjefi
frá einhverjum dóna, sem hann hafi fengið í
sumar, svo sem : Heiðraði ven, umönnonn o.
s. frv. þessi dætni hefðu nokkuð að þíða,
svo framarlega sem það væri víst, að þeir
menn, sem þannig skrifa, hefðu lært að stafa
eftir framburði, því að þá mætti segja, að
villurnar væru framburðarrjettrituninni að
kenna. Enn nú er þvert á móti víst, að
hvorki þessir menn nje nokkur annar nú-
lifandi maður á Islandi er uppalinn við fram-
burðarrjettritun, og sanna þá dæmin einmitt
hið gagnstæða því, sem þau eiga að sanna.
Mig furðar á því, að jafnskarpvitur maður og
ifirkennarinn er, skuli ekki hafa skilið það,
að orsökin til þe3s, að sumir skrifa t. d.
höfðinga, er einmitt sú, að þeim ekki er kent
að skrifa eftir framburði. |>eim er kent að
skrifa höfðingi y-laust í nefnifalli, og halda
því, að orðið eigi líka að vera /-laust í hin-
um öðrum föllum, af því að p-hljóðið er þar
hið sama sem í nefnifalli. Ef þeim væri kent
frá upphafi að greina í riti hið harða p-hljóð
(t. d. í garður) frá hinu blauta (t. d. í geta)
og að skrifa j alstaðar þar sem það heirist,
með öðrum orðum: ef þeim væri kend fram-
burðarrjettritun, þá mundu þeir ekki villast
á þessu. Nú vil jeg samt, til þess að firir-
biggja misskilning, frábiðja mjer það firir-
fram, að ifirkennarinn eða aðrir segi, að jeg
vilji innleiða framburðarrjettritun, að því er
þetta atriði snertir. Jeg áb't það ekki svo
mikils vert.
|>á segir ifirkennarinn, að framburðarrjettrit-
un mundi oft og tíðum valda tvíræðu máli
og miskilningi, og mörg mundi verða gátan 1
tungunni ritaðri, ef skrifað væri eftir fram-
burði. Hið sama hef jeg tekið fram, að því
er snertir tillögu rnína, að skrifa i, í fyrir
y, ý, í firirlestrinum á 20. bls. Enn jeg hef
líka sínt það á hinum sama stað, að gáturn-
ar verða ekki fleiri í tungunni ritaðri enn í
henni talaðri, ef framburðarrjettritun er filgt.
Sambandið mundi oftast nær sína, hverja
þíðing orðið hefði. A sama stað hef jeg og
bent á það, að slíkar gátur eru margar til í
tungu vorri ritaðri með þeirri rjettritun, sem
nú tíðkast, því að hún stafar mörg orð al-
veg eius, sem ekkert eiga skilt hvort við ann-
að, t. d. riða, equitare, og riða, nectere.
þetta lætur ifirkennarinn sem vind um eirun
þjóta. þegar vjer skrifum : kindin er dýr,
er þá ekki vafasamt, hvort vjer ætlum að
segja, að hún kosti mikið, eða hitt, að hún
heiri undir díreríkið. Ifirkennarinn segir, sem
satt er: »málið er sá arfur frá forfeðrunum,
sem vjer eigum og hljótum að meta mikils«,
og allir sjá á sambandinu, að hann á við
tungumálið; enn ef hann segði hið sama á
þingi, þegar verið væri að ræða um að taka
upp hið franska meter-mál, mundu menn
skilja orð hans alt öðruvísi, og hvorttveggja
er þó skrifað alveg á sama hátt eftir hinni
núgildandi rjettritun. Á öðrum stað segir
ifirkennarinn: »Niðurstaðan verður sú hjá
honum (o: mjer), að breyta eigi rjettritun
þeirri, sem nú tíðkast, að eins í fjórum at-
riðuin«. þessi orð geta bæði þítt, að niður-
staðan verði, að rjettrituninni skuli breita
að eins í 4 atriðum, og hitt, að niðurstaðan
verði, að aðeins 4 atriði skuli vera óbreitt. A
sambandinu sjest, að ifirkennarinn á við hið
firra. I setningunni: maðurinn hefur beðið
lengi, er beðið tvírætt, því að það getur bæði
komið af sögtiinni biða og af sögninni biðja.
Og svona mætti halda áfram endalaust.
Næsta mótbára ifirkennarans gegn fram-
burðarrjettritun er sú, að ef henni væri filgt,
þá ætti engin aðgreiningarmerki að hafa f
ritmálinu, af því að vjer segjum þau aldrei.
Yið svo einfaldri mótbáru hafði jeg ekki bú-
ist af ifirkennaranum. Veit hann þá ekki,
að greinarmerki tákna hið sama í riti, eins
og þagnarmerki í söng? Eða hefur honum
verið kent að lesa alt í þaula og belg, og
gera hvergi málhvíld, þar sem greinarmerki
stendur í því, sem hann les ? Framburðar-
rjettritunin verður að hafa teikn firir þögnina
eigi síður enn firir hljóðið, og þessi teikn eru
greinarmerkin.
þá segir ifirkennarinn, að framburðarrjett-
ritun mundi spilla tungu vorri, því að fljót-
asta aðferðin til að aflaga framburðinn og
jafnframt spilla tungunni sje að elta fram-
burðinn. |>etta er mikill misskilningur.
First og fremst er það misskilningur, að
tungurnar spillist, þó að þær breitist. þvert
á móti er það eðli hverrar tungu, að hún
breitist meira eða minna, og verður hún
engu verri firir það. Latínan, hið fagra
mál, sem Cicero talaði, breittist smátt og
smátt í munni þjóðanna, svo að úr henni
urðu íms mál í ímsum löndum, hin svo köll-
uðu rómönsku mál, ítalska, spánska, portúgís-
iska og franska. Samt dettur engum í hug
að segja, að hin rómönsku mál sjeu verri
mál en latínan. Jafnvel íslenskau, sem
margir hugsa sjer að hafi staðið í stað í
margar aldir, hefur breist talsvert síðan á
dögum Snorra Sturlusonar, og er þó alveg
rangt að segja, að hún sje verrí nú enn þá.
Islenskan í meðferð Jónasar Hallgrímssonar
er engu verri eða ljótari enn í meðferð Snorra
Sturlusonar. Tökum eitt dæmi. Vjer segj-
um nú það, hvað lítið, kallað, o. s. frv., enn
forfeður vorir sögðu pat, hvat, litit, kallat o.
s. frv. Mun nokkrum núlifandi íslending
detta í hug að segja, að hinar ingri mindir
sjeu ljótari eða verri enn hinar eldri? Jeg
þarf varla að minna á hin fögru orð Jónasar:
Móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mjer indið að veita.
þau eru sönn, þó að forðuni sje látið þíða
sama sem í fornöld og oss sett í stað mjer.
I annan stað er það mikill misskilningur,
að framburðurinn aflagist við það, ef honum
er filgt í rithætti. |>að liggur þvert á móti
í augum uppi, að ritháttur, sem nákvæmlega
filgir framburði, getur ekki haft nein aflag-
andi áhrif á hann. Orðið fara er t. d. skrif-
að rjett eftir framburði; hvernig getur það
haft þau áhrif, að framburður þessa orðs
aflagist? Fljótasta og beinast aðferðin til að
aflaga framburðinn er þvert á móti sú að
filgja honum ekki. Ef rjettritunin er sam-
samkvæm framburðinum, þá stiður húu hann
og stirkir og heldur honum í sama horfi, enn
ef hún er honum ósamkvæm, þá fer fram-
burðurinn sinna ferða firir henni og á miklu
hægra með að breitast. Ef vjer filgdum ná-
kvæmri framburðarstafsetningu, þá irði rjett-
ritunarkenslan mest fólgin í því að kenna
nemeudunum að bera rjett fram, því að rjett-
ur framburður væri þá aðalskilirðið firir því
að geta skrifað rjett. Enn það liggur í aug-
um uppi, að ef öllum æskulíðnum væri kent
að bera rjett fram, þá mundi það verða öfl-
ugasta ráðið til að halda framburðinum og
þar með tungunni óbreittri frá einni kinslóð
til annarar. Enn jafnskjótt sem stafsetning-
in fjarlægist framburðinn, þá missir hún alt
valt ifir honum, og hættir honum þá miklu
fremur til að aflagast. Saga enskrar tungu
á hinum síðari öldum sínir' oss ljóst dæmi
þess, að þessu sje þannig varið. J>ar hefur
rjettritunin staðið í stað síðan á dögum El-
ísabetar, og var liún þó þá þegar farin að
fjarlægjast framburðirm, enn framburðurinn
hefur jafnframt stöðugt verið að breitast, svo
að nú er óbrúandi djúp staðfest á milli rit-
málsins enska og tungunnar, eins og hún er
töluð.
Ifirkennarinn neitar því hvergi, að fram-
burðarrjettritun mundi gera nemendum hægra
firir. Enn hann segir, að stafsetninguna
megi eigi laga eftir því, sem nemendum sje
ljettast, og að þekking þeirra á tungunni og
eðli hennar irði næsta ófullkomin, ef stafsetn-
ingin ekki benti þeim í neinu á skildleika
orðanna. Jeg get nú ekki betur sjeð, enn
að það sje kostur á hverri stafsetningu, að
hún sje sem auðveldust firir nemendur. Enn
hitt skal jeg játa, að ef framburðarrjettritun-
in gerði það ómögulegt, að afla sjer sannrar
þekkingar á eðli málsins, þá væri sá Ijettir,
sem hún veitti, díru verði keiftur. Enn því
fer fjarri, að framburðarrjettritun rnundi gera
það. Hún mundi þvert á móti stuðla að
því, að nemendurnir fengju rjettari hugmynd
um málið, sem þeir tala, og eðli þess, og
ekki mundi hún í neinu verulegu hindra
þekking nemíHidanna á skildleik orðanua.
Vjer skulum gera þetta Ijóst með dæmi : í
Málmindalísing II. Kr. Friðrikssonar, á 8.
bls. segir, að þau hljóðvörp, sem i valdi, sjeu.
meðal annars þau, að o og u verði að y, o
og ú að ý. J>eim, sem ekki lærir annað enn
þetta, er hætt við að gleima því, að y, ý eru
í hinu nýja máli alstaðar (með örfáum und-
antekningum) orðin að i, i, hann fær með
öðrum orðum enga sanna hugmind um eitt
af hinum merkilegustu lögmálum hins nýja
máls. Ef vjer aftur á móti kennum að skrifa
i, í alstaðar, þar sem framburðurinn segir til,
að svo skuli vera, og segjum nemandanum, að
sumstaðar sje þetta i, i þannig framkomið,
að u eða o hafi breist í y, ú eða ó í ý, enn
y og ý hafi síðan í hinu níja máli orðið að
i og i, þá fær nemandinn rjetta hugmind um
breitingar málsins alt niður til sinna tíma.
Og jeg er sannfærður um, að nemendunum
mundi veita jafnhægt að skilja hina síðari
skíring eins og hina firri. Ifirkennarinn seg-
ir við lærisvein sinn: |>að er rangt að skrifa
gleima, þó að allir beri svo fram, heldur á
að skrifa gleyma, því að þessi sögn er leidd
af orðinu glaumur með i-hljóðvarpi. Jeg segi
aftur á móti við minn lærisvein: J>ú átt að
skrifa gleima eins og framburðurinn segir til,
enn vita skaltu, að ei í þessu orði var áður
framborið og skrifað ey, því að sögnin er
leidd af orðinu glaumur með i-hljóðvarpi.
Báðar skíringarnar eru jafnauðveldar, enu
hin síðari er málfræðislega rjettari. Hitt er
satt, að ef vjer ritum y og ý og gerum það