Ísafold - 13.11.1889, Page 3
364
rjett, þá minnir það oss á upprunann, eins
og tölurnar á talnabandinu . minna kaþólska
menn á bænir þeirra. Enn vjer þurfum ekki
neitt talnaband til þess að minna oss á upp-
runann. þeim sem skrifar sini, er jafnljóst
eins og hinum, sem skrifar syni, að þessi
orðmind er þágufall af sonur. Sweet segir
á einum stað: »Að vísu er afleiðsla orða
skemtilegt og fróðlegt starf, enn sú hugmind
að vjer eigum firir það að laga stafsetning
vora eftir henni, er hjer um bil eins skin-
samleg eins og að fara fram á, að hver mað-
ur eigi altaf að hafa Englandssögu Macau-
lays bundna um háls sjer, af því að sagna-
fræði sje mentandi námsgreim.
Jeg þikist þannig hafa hrakið allar mót-
bárur ifirkennarans á móti því, að framburð-
urinn eigi að vera æðsti grundvöllur stafsetn-
ingarinnar, eins og Rask segir. Aftur á móti
hefur ifirkennarinn engar ástæður framborið
firir þeirri skoðun sinni, að uppruninn eigi
að vera einkaregla stafsetningarinnar, nema
hvað hann hefur gert misheppnaða tilraun
til að sína, að vjer eigum ekki eftir þessari
hans reglu að skrifa pater firir faðir. Jeg
vona því, að ifirkennarinn firirgefi, þó að jeg
halli. mjer heldur að skoðun Rasks hins
mikla.
Enn það er sitt hvað að vera sannfærður
um, að framburðurinn sje æðsta regla staf-
setningarinnar, og hitt, að halda því fram,
að vjer eigura nú þegar að innleiða hjá oss
eindregna framburðarrjettritun. það hef jeg
aldrei farið fram á og jeg álít, að það sje
ekki kominn tími til þess enn þá. Enn vjer
eigum sem allra first að riðja verstu ásteit-
ingarsteinunum úr braut stafsetningarinnar,
enn þeir eru y-in og £-an, og það er það,
sem jeg hef farið fram á í firirlestri mínum.
þær tvær aðrar brsitingartillögur, sem jeg
hef sett fram á sama stað, eru mjer ekki
kappsmál, þó að jeg álíti þær í alla staði
æskilegar og rjettar, og hef jeg látið það í
ljós f Isafold, áður enn grein ifirkennarans
kom út, að jeg haldi þeim ekki fram. Jeg
skal því ekki deila um þær við ifirkennarann,
þó að hægðarleikur sje að sanna, að mótbár- J
ur hans á móti þeim sjeu ástæðulausar, enn
jeg mun snúa mjer að því, sem ifirkennar-:
inn segir um þær tillögur mínar að útríma
stöfunum y, ý og z stafrofinu.
Prestskosningin í Reykjavík. Prest
kusu Reykvíkingar enn af nýju í gær, eins
og til stóð: drifu sig það vel aptur, að fund-
ur varð vel löglegur að kjósendatölu til.
Kosning hlaut síra Jdhann porkelsson á
Lágafelli, með 319 atkv. af 402, er atkvæði
greiddu alls. Síra Isleifur Gíslason hlaut nú
76 atkv. —í sumar 37—, og síra þorvaldur
prófastur Jónsson 7 atkv., alveg eins og í
sumar.
I upphafi kjörfundarins mótmælti yfirrjett-
armálfærslumaður Guðl. Guðmundsson því,
að lausamenn hefðu kosningarrjett, með því
að þeir gætu eigi heitið »búsettir« í presta-
kallinu. Kjörstjórnin tjáði sig samdóma
honum, með úrskurði, og neitaði að taka á
móti atkvæðum frá lausamönnum. Enn
fremur taldi hann ólöglegt, að þeir hefðu
atkvæðisrjett, er stæðu í ólokinni skuld til
prests eða kirkju, og nefndi til sex menn, er
skulduðu kirkjunni ljóstoll, en hefðu þó ver-
ið teknir á kjörskrá. f>á var kjörstjórninni
afhent kvittunarskjal frá bæjarfógeta fyrir
ljóstolli frá um 20 manns, þar á meðal þess-
urn sex. Hafði einhver komið á skrifstofu
bæjarfógeta rjett fyrir fundarbyrjun og gréitt
þar Ijóstollsskuldir þær, er þar biðu lögtaks.
þurfti því það mál eigi að koma til úrskurð-
ar kjörstjórnar. Enn fremur mótmælti hr.
Guðl. Guðmundsson síðar atkvæði eins kjós-
anda, er játaði sig hafa eigi goldið neitt til
prests í 2 ár, þótt gjaldskyldur væri. En
kjörstjórnin neitaði að gefa þeim mótmælum
gauin, afþví þau hefðu eigi komið fram fyr en
um seinan, eptir að atkvæðagreiðsla var
löngu byrjuð.
1 kjörstjórn voru með prófasti þeir amt-
maður E. Th. Jónassen og yfirdómari Jón
Jensson, í stað yfird. Kr. Jónssonar, er var
veikur.
Brauðið verður eigi veitt fyr en frá far-
dögum 1890.
/ Fyrirlestur herra cand. Gests Páls-
sonar um »menntunarástandið á Islandi«, er
hann hjelt í Good-Templara-húsinu hjer í
: bænurn 9. þ. m., var fjölsóttur vel og gerður
I
að honum góður rómur af öllum þorra áheyr-
enda, enda var hann snjallt fram fluttur og
áheyrilega, og víða fyndinn. En það var
eins um þenna fyrirlestur og hinn um »lífið
í Reykjavík« í fyrra, að höf. kappkostaði að
lýsa flestu, sem hann leiddi fram á sjónarsvið-
ið, með sem dekkstum litum, og sparaði ekki
skáldlegar ýkjur til þess að lýsingin yrði sem
átakanlegust. Sem hálfgildings-skáldrit eða
skemmtirit hefir fyrilestur þessi sína kosti,
eins og »Lífið í Reykjavík«; en hver sá væri
í meira lagi gabbaður, sem færi að byggjamikið
á slíkri lýsingu sem sögulegum sannleika eða
rökstuddum dóm um menntunarástand lands-
ins á þessum tímum.
Fjárkaupaskip. Gufuskipið Penelope,
776 smálestir, skipstj. Henderson, kom hing-
að í gær frá Skotlandi, eptir 7 dag ferð, ept-
ir fjárfarrni til Coghills. Fer aptur á morgun.
Fjárkaup Slimons frá Noregi. þrjá
gufuskipsfarma af sauðfje hafði Slimon keypt
í haust í Noregi, en skaðazt á þeim kaupum
að sögn, með því að hið norska fje reyndist
svo óútgengilegt á Englandi. Jslenzkt fje
hefir þar á móti selzt þar óvenju-vel í haust.
Prestaskólinn. A prestaskólanum eru
í vetur 15 nemendur. I eldri deild: Einar
þórðarson úr Múlas., Eyólfur Kolbeins Eyólfs-
son úr Strandasýslu, Guðm. Asbjarnarson
(Skaptaf.), Guðm. Emil Guðmundsson(Múlas.),
Hans Jónsson (Snæfellsness.), Jón Arnason
(Húnav.), Sigurður Jónsson (Isaf.) þorvarður
Brynjólfsson (Rvík), og þórarinn þórarinssoD
(Múlas.).
í yngri deildinni: Helgi Skúlason (Rangárv.),
Ingvar Nikulásson (Rvík), Jón Pálsson
(Húnav.), Magnús Runólfur Jónsson (Barða-
strandars.), Sigurður Magnússon (Gullbr.) og
Sæmundur Eyólfsson (Mýras.).
Læknaskólinn. Sjö eru nemendur á
læknaskólanum í vetur. I elztu deild Ólafur
Stephensen frá Yatnsfirði. í næstu Gísli
Pjetursson og Sigurður Magnússon úr Reykja-
vík. I þriðju Jón Jónsson frá Hjarðarholti,
Jón þorvaldsson frá Isafirði og Ólafur Finsen
! úr Reykjavík. I yngstu deild Friðjón Jens-
son úr Dalasýslu.
Ain Missisippi oq saga bennar______
gerðu bæði að furða sig á og dást að, og
nam þar land allt í nafni konungs, eins og
siður var til í þá daga, blátt áfram, en
kennimenn lýstu blessun sinni yfir ránskap
þessum og sungu sálrr.a. Kennimenn útlist-
uðu leyndardóma trúarinnar fyrir villimönn-
um »með táknum«, til þess að frelsa sálu
þeirra, og veittu þeim þar með von um stór-
mikil hlunnindi í öðru lífi til endurgjalds
fyrir hin jarðnesku hlunnindi og eignir, er
þeir höfðu sviptir verið í sömu andránni.
Og »með táknum« fekk La Salle þaDnig
veslings skógarlýðinn fáfróða til þess að sverja
gjörspilltum konungi fyrir handan haf, Lúð-
vík XVI., hollustueiða. Og engum stökk
bros við þennan stórkostlega kýmileik.
þessi athöfn fór fram á þeim stað, þar
sem borgin Napóleon var reist síðar meir, í
Arkansas. þar var reistur hinn fyrsti land-
náms- eða landráns-róðukross á bökkum
fljótsins mikla. þeir Marquette og Joliet
luku landkönnunarferð sinni beint þar á móti,
er borgin Napóleon var síðar reist, og þegar
De Soto leit fyrst í svip vatnsfall þetta, var
það einmitt þar á sama stað. það er all-
merkilegt, að af fjórum sögulegum viðburð-
um, er standa í sambandi við það, er Missi-
sippi fannst og var raunsökuð, má heimfæra
þrjá til eins og hins sama staðar. það má
líka orða þetta þannig : sú athöfn Frakka,
að þeir ræDdu þessu geysimikla landflæmi,
gerðist hjá borginni Napóleon ; það átti fyrir
þeim að liggja, er fram liðu stundir, að
Napóleon yrði til þess að láta ránsfeng þenna
af hendi aptur, raunar ekki við hina upphaf-
legu eigendur, lieldur við erfingja þeirra,
Bandaríkin.
þeir hjeldu nú áfram leiðar sinnar. þeir
gengu á laud hingað og þangað. þeir heim-
sóttu voldugan og mikilsháttar Indíana-höfð-
ingja í Teche-landi; í höfuðstaðnum þar voru
hús flest gerð af sólþurkuðum múrsteirii, og
voru það miklu betri húsakynni en nú -gjör-
ast þar viða. I höll höfðingjans var hátlða-
salur, 40 fet í hvert horn; þar gengu þeir
fyrir hann, og stóðu hvítklæddir 60 öldungar
á tvær hendur honum. þar var og hof eitt
mikið í bænum, með leirveggjum, og var
bustin alsett hauskúpum af fjandmönnums
höfðingjans; það var fórn til sólarguðsins.
Frakkar hjeldu nú áfram og komu þar
sem borgin Natchez stendur nú; þar bjuggu
Natchez-Indíanar. þar var »harðstjórnarríkis-
skipan, bæði í trúarefnum og landsstjórnar-
málum, og hágöfug stjett með miklum einka-
rjettindum, er þóttist eiga kyn sitt að rekja
til sólarinnar; þar var hof eitt mikið og helg-
ur eldur, er aldrei slokknaði«. þar mun
Frökkum hafa runnið blóðið til skyldunnar;
þeim hefir sjálfsagt fundizt eins og þeir væru
heima hjá sjer; þar var allt svo líkt því sem
þeir áttu að venjast þar, og þó ein hlunnindi
umfram: þar var enginn Lúðvík XIV.
Að fám dögum liðnum voru þeir La Salle
komnir alla leið þangað sem vötn falla í sjó
í Mexícoflóa. þar reisti hann enn eina helga
landnáms-róðu all-mikla; þá ferðinni lokið,
og mikið þrekvirki unnið. þá lýkur Park-
mann sögu sinni, á þessa leið :
»þann dag hlaut Frakkaveldi feiknamikinn
landauka á pappírnum. Hinir frjósömu sljett-
lendisflákar í Texas, allur Missippi-dalur, hið
mikla flæmi, allt frá klakageimnum þar sem á-