Ísafold - 30.11.1889, Blaðsíða 2
382
dal í viðbót við þau þrjú skip, er jeg gat um
síðast.
Fiskiafli hjer við Arnarfjörð hefir mátt
heita heldur góður í haust, hæstur afli á bát
mun vera 6—7 þúsund. Framan af haustinu
var þar ágætur smokkafli. Enda hefir eigi
öðru verið beitt en smokk. Tsfirðingar komu
hingað hópum saman í haust, bæði til að
kaupa smokk og veiða hann. Borguðu þeir
hann með 16—25 aurum hvern, og er sagt,
að í Arnarfjörð muni hafa komið allt að
3000 krónur þetta haust fyrir smokk, allt frá
ísfirðingum.
Verð á kjöti á Bíldudal hefir verið í haust
frá 12 til 18 aura fyrir pundið eptir gæðum,
og 25 aurar eru gefnir fyrir pundið í gær-
unum.
Strandasýslu sunnanv. 16. nóv.: Tíðin
fremur stirð núna, síðan fyrir mánaðamótin
(okt. og nóv.). Sífelldar úrkomur, ýmist
rigning eða útsunnankuldi. Stundum hafa
rigningarnar verið með mesta móti, eptir því
sem hjer gerist, t. d. 14. þ. m., og í dag;
hinn 7. þ. m. var hjer ákaflegt suðvestanrok.
Hjer neðra er alveg autt og jörð stunguþíð.
Aldrei finna menn betur en í rigningatíð, hve
góð húsakynni eru afarnauðsynleg. það eru
ekki smá óþægindi og skaði, sem það getur
gert, ef hver dropi, sem íir loptinu kemur,
fer inn, bæði í penings- og bæjarhús. En þó
virðist svo, sem menn hirði næsta lítið um,
að hafa góð hús. Hjer kenna menn um —
eins og um hvað eina — efnoleysi ; en mundi
ekki einnig mega um þetta kenna þekkingar-
skorti og framtaksleysi ? Jeg hygg svo».
N.-í>ingeyjarsýslu 27. okt.: Haust-
veðrátta hefir verið að mestu leyti sem blíð-
asta vortíð til lands og sjávar, allt fram á
þenna dag, nema eina viku af síðara hluta
sept. (18.—25.), þá gerði snjófelli, en þó var
engin grimmd (þetta + 3° til 4- 3°B.); stóðu
þá markaðir yfir. Annars optast sunnan eða
landsun n anblíðviðri.
Heybirgðir manna eru svo, að þær hafa
ekki á þessum tug aldarinnar verið eins mikl-
ar hjá flestum hjer um slóðir.
Bjargrœðisástand manna er og með bezta
móti vegna góðærisins.
Enn þá er góðafli víða.
Menn voru orðnir hræddir um Baufarhafnar-
hanstskýnð. En það kom loks eptir langa
útivist að morgni 16. okt. Var komið upp
að landi 17. sept., er í norðangarðinn gekk ;
hrakti þá undan aptur, en komst loks á Seyð-
isfjörð 1. okt. Var að baksa þaðan næstum
\ mánuð. Á Húsavík kom ekkert haustskip,
en eitthvað kom af vörum, sem vantaði, með
»Thyra», þá er hún kom að sunnan 11. okt.,
og tók hún aptur vörur þaðan. Kaupfjelagið
fjekk og sínar vörur með Zöllners »Clutha».
Markaðarverð var betra en undanfarin
haust, hæst 20 kr. á gömlum sauðum, 18 kr.
á tvævetrum og 11 til 14 kr. á veturgömlu
og geldum ám. Sláturstaka hjá kaupmönn-
nm var því nær engin. Tvær tunnur af salt-
kjöti voru sendar af Húsavík og þar á borð
við frá Baufarhöfn. Verð var á kjöti hæst
18 a., lægst 12 a. pd.; mör 20 a. pd., gærur
frá 1,25 a. til 2,25 a. Af því Bh.-skipið kom
ekki fyr en 1. okt. á Seyðisfjörð, var tollur
á þessari litlu ögn af kaffi og sykri lagður á
kaffi, pundið kostar því þar 1,10 a., hvíta-
sykur 40 a. Tóbak kom ekkert þangað. A
Húsavík er enn sama verð og áður, nefnil.
kaffi 1 kr. og sykur 32 a., og verð á öðrum
vörum sama og jeg hefi áður skrifað.
Aðfaranótt 19. sept. (í byrjun norðangarðs-
ins) strandaði norskt skip »Lauvain», skipstj.
Svendsen, rúmar 70 danskar lestir að stærð
innan til við Bifstanga (o: bæinn Bif á Mel-
rakkasljettu). Voru á því 720 föt (um 1100
tn.) af hvalslýsi, 140 knippi (um 5 enskar
lestir) af hvalskíði, og 8 fjarskastór föt af
saltfiski. Skipið var frá hvala-Amlie á Lang-
eyri við Isafjarðardjúp og hans fjelaga; var
þetta hin 3. ferð skipsins til Englands með
hvallýsi á þessu sumri. Var það hið bezta
útbúið að öllu ; voru á því 7 menn, er allir
komust af, og fóru með »Thyra» af Húsavík
11. okt. Ollu var bjargað á land, og fengu
björgunarmenn, er allt voru Sljettungar, þriðj-
ung af öllu, svo að það varð eins og 2—3
hvalir hefðu rekið á hverjum bæ á Sljettu.
»Idu»-strandið (Borðeyrarskip) við Núpasveit
fyrir 2 árum þótti ágætt, en var þó ekki neitt
að hagræði fyrir bændur á móts við þetta
strand. Stranduppboðið var haldið 14. og
15. okt. Var lýsið og skíðið selt fyrri dag-
inn. Var fjelagsskapur hinn bezti milli bænda
(um 130 manns) og kaupmanna (þórðar
faktors af Húsavík og Jakobs faktors af
Baufarhöfn). Númerið (2 föt) fóru í kringum
5 krónur, og skíðið að því skapi. þetta strand-
uppboð var til bezta hagræðis fyrir alla, er
á uppboðið komu.
Verzlunarfrjettir frá Khöfn 7. nóv.
Isl. vorull hvít í 76—78 aur. Haustull 65—
66 a. Mislit 62. Svört 65.
/ Fyrir vestfirzkan saltfisk óhnakkakýldann
stóran gefnar 60—63 kr. skippundið, hnakka-
kjddan stóran 45—50, smáfisk 43, ýsu 31—
32 kr. Harðfiskur í 120 kr.
Lýsi, ljóst pottbrætt grómlaust, 33—33-J
kr. tunnan (210 pd.), gufnbrætt 34—35, dökkt
grómlaust 28—30 kr.
Tólg 28—30 a. pundið.
Æðardúnn 11—19\ kr. pundið.
Sauðakjöt gamallt 22—35 kr. tunnan (14
Ipd.). Nýtt 48 kr. tunnan.
Fiður hvítt 12J kr. lpd., mislitt 8—9 kr.
Sundmagar ganga ekki út sem stendur.
Síðast géfið fyrir þá 30 a. pundið. Oselt af
þeim sem stendur um 50,000 pd.
Ný lög. þessi lög frá síðasta þingi hafa
verið staðfest af konungi 28. okt.:
6. Fjárlög fyrir árin 1890 og 1891.
7. Fjáraukalög fyrir árin 1886 og 1887.
8. Fjáraukalög fyrir árin 1888, og 1889.
9. Lög um samþykkt á landsreikningnum
1886 og 1887.
Frá Islendingum í Ameríku er lítið
að frjetta. Tveir Islendingar höfðu boðið sig
fram til þingkosninga í Dakota, Eiríkur Berg-
mann og Skapti Brynjólfsson, en hvorugur
komst að ; munaði þó ekki miklu með E. B.
Nokkurs konar samskot voru nýbyrjuð
vestra handa síra Matth. Jochumssyni, sam-
tök um að kaupa sem mest af blaði hans
»Lýð» og borga vel, eptir áskorun frá frú Torf-
hildi |>. Holm, ritaðri á Húnaflóa í sumar á
strandsiglingu samferða síra M. J.
Einn af útgefendum »Heimskringlu» hafði
ferðazt nýlega til Chicago, og segir þar vera
60—70 íslendinga alls, og líði þeim yfir höf-
uð vel, oghaldi furðanlega tungu sinni, þrátt
fyrir tungumálamergðina í bænum.
í Garðars-byggð í Dakota eru 479 Islend-
ingar.
Auðugust íslenzk verzlun mun vera
verzlun Asgeirs Asgeirssonar á ísafirði. í
skatttekjur hefir hún talið fram árið sem
leið 20 þús. kr., tekjuskattur þar af 655 kr.
Verzlun þessi hefir þar að auki haft útibú
nokkur ár á Flateyri við Onundarfjörð. í
sumar setti hún upp annað útibúið á Hesteyri
í Jökulfjörðum, sem löggilt var fyrir nokkrum
árum, og ljet reisa þar verzlunarhús. Og
þriðja útibúið er í ráði að hún reisi á Arn-
gerðareyri; þar var áður sveitaverzlun, en í
sumar samþykkti þingið að gera þar löggilt-
an verzlunarstað. Loks hefir í sumar verið
reist salthús fyrir þessa sömu verzlun á Sæ-
bóli í Aðalvík.
Póstskipið Laura, skipstj. Christiansen,
fór hjeðan í gær áleiðis til Khafnar síðustu
ferðina. Með því fóru allmargir farþegar,
flest kaupmenn, svo sem Björn Sigurðsson
frá Flatey, Guðm. Isleifsson frá Eyrarbakka,
ÓI. Ólavsen frá Keflavík, Hansen frá Hafn-
arfirði og hjeðan iir bænum Eyþór Felixson
(með konu sinni), Guðbr. Finnbogason og
Sigurður E. Waage—allir til Khafnar. Enn-
fremur frú Jóhanna Bjarnason, og þeir Gull-
brand Petersen vegavinnustjóri og Einar
Finnsson járnsmiður áleiðis til Noregs. Til
Englands C. Knudsen frá Newcastle, og 3—4
vesturfarar áleiðis til Ameríku.
Síra Jón Bjarnason frá Winnipeg fór
og með þessari ferð, ásamt konu sinni, til
Khafnar snöggva ferð, en ætla þaðan beina
leið heimleiðis til Ameríku.
Síra Jóhann Þorkelsson frá Lágafelli,
hinn tilvonandi dómkirkjuprestur, sigldi til
Khafnar með þessari ferð og ætlar að dvelja
þar til vors. Brauðinu, Mosfellsbrauði, þjón-
ar á meðan síra Brynjólíur Gunnarsson frá
Kirkjuvogi.
Fjárleifar Zöllners, rúm 300, er hefir
geymt verið síðan snemma í haust, komust
loks með þessari ferð Lauru, og nálægt 30
hestum, en hann átti hjer líka.
Gufubátsferðir um Isaíjarðardjup
ætlar Asgeir kaupmaður Asgeirsson frá Isa-
firði að' sögn að byrja næsta sumar. Hefir
keypt 40 smálesta gufubát í því skyni.
Leiðarvisir ísafoldar.
293. Hvað er hæfilega borgað í krónum kaupa-
konu þeirri, sem vinnur að slætti, frá 10. júlí til
6. september, og vinnuveitandi játar kaupakonuna
vel duglega V Spyrjandi á við öflugan vinnuveit-
anda og hagfelda tíð, eða sláttinn sumarið 1889,
en ekkert um samið um kaupgjald, er kaupakqn-
an rjeðst í vinnuna.
Sv.: Venjulegt kaupakonukaup í þvi plássi.
294. Er manni þeim leyfilegt að vera lausamað-
ur, sem hefur gengið í einhverja námsgrein árið
áður, eða nokkurn tíma af næstliðnu ári, og ætlar
að nema eitthvað ár það, sem hann vill verða
Iausamaður?
Sv.: Til þess þarf hann að vera fastráðinn í
læri með samningi eða þá í reglulega skólavist.
295. Jeg hefi komið móður minni fyrir i hús-
mennsku í öðrum hrepp en jeg sjálfur er búsett-
ur í, og legg henni þangað allt sem hún með þarf,
svo að hún lifir —það jeg frekast veit— eingöngu
af þeim styrk, sem hún fær frá mjer, og jeg á
allt, sem hún hefur undir höndum. Hefur nú
hreppsnefndin í þeim hreppi, sem hún dvelur í,
nokkurn rjett til að leggja á hana fátækraúisvar ?
'Sv.: Já. Hreppsnefndinni kemur eigi við,
hvernig húskona þessi hefir fengið í hendur
fjármuni þá, er hún hefir umráð yfir og sjer tif