Ísafold - 26.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.04.1890, Blaðsíða 2
134 stendur, að í landsráðinu skuli ,.ræða lagafrumvörp öll og mikilsverð stjórnar- málefni“, en landsráðið er jarlinn og ráðgjafar hans, nema konungur sje hjer staddur. Hvaða mikilsverð mál þá verður hægt að draga undan verkahring hinnar innlendu stjórnar, nema þau sem bein- línis eru til þess nefnd í stjórnarskránni, — það er ekki gott að sjá. En minni háttar málin er ekki líklegt að Khafnar- stjórn hirði að ásælast. Og þó að Khafnarstjórnin gæti það, að þvi er einhver ónefnd, mikilsverð stjórnarstörf snertir, þá eru líkurnar til þess, að hán mundi vilja það, mjög svo litlar, vegna þess meðal annars, sem verð- ur að leggja hvað mesta áherzlu á, að eptir frumvarpinu frá síðasta þingi fylgir athö/num hinnar innlendu stjórnar full- komin ábyrgð gagnvart alpingi, en eptir núgildandi lögum er hún ábyrgðarlaus, en ábyrgðin öll á ráðgjafanum. f>að er á ábyrgð ráðgjafans í Khöfn, sem lands- höfðingi framkvæmir þau stjórnarstörf, er hann hefir á hendi. f>að er ofur-eðlilegt, að sá sem lætur annan mann annast eitt- f^hvað á sína ábfrgð, sleppi ekki við hann því sem mestur er vandinn og mest fylg- ir ábyrgðin. En færist ábyrgðin yfir á hinn, verður allt annað uppi á teningnum. Nú er og ennfremur vitanlegt, að það er engan veginn af reglulegri drottnunar- girni, engan veginn af ákafri löngun til þess að fjalla um sem mest af sjerstak- lega íslenzkum málum, sem Khafnar- stjórnin hefir eigi viljað sleppa við oss nema nokkrum hluta af framkvæmdar- valdinu í þeim. f>að er miklu fremur af einhverri óljósri íhaldsstefnu (conser- vatisme) og alríkistengsla-kreddum. Fall- ist hún því á annað borð á nýmælið um jarl og innlenda ráðgjafa, með því að staðfesta boðorðið um það í frumvarpinu síðasta, þá er lítt hugsandi, að hún hiki við að fela þeirri stjórn allt framkvæmd- arvaldið í sjerstaklegu málunum eða því sem næst. Hún heldur þar fyrir eptir Öllu framkvæmdarvaldinu í saineiginlegu málunum, og hún er einráð yfir því, hverjum hún skipar æðsta valdsmanns- sætið á landinu. jarlsembættið; hún getur lagt lífsreglur sínar fyrir jarlinn, og hún getur vikið honum frá, ef liann hagar sjer ekki eptir þeim. |>etta vald og afskipti mætti sannarlega búast við að hún mundi láta sjer lynda. Með því er yfirdrottnan hennar og yfirtign fyllilega viðurkennd og getur lýst sjer á ýmsan hátt, þótt ekki komi fram í svo sem eins og daglegum afskiptum af alíslenzkum málum. því fremur eru líkurtil, að þetta fyrirkomulag mundi þykja sjálfsagður hlutur, sem það er alsiða í öðrum ríkjum, þar sem þörf er á fráskilinni landsstjórn vegna fjarlægðar frá aðsetri yfirdrottnara alríkisins Eins og áður er getið, eru það tvenn stjórnarstörf, sem ekki er sagt í frum- varpinu síðasta að jarlinn skuli hafa á hendi, heldur að eins að konungur geti falið honum þau, og getur hann þá líka auð- vitað látið það ógjört, þ. e. látið vera að fela jarlinum að framkvæma þau. þ>að eru embættaveitingar og leyfisveitingar. Loks er hið þriðja stjórnarstarf, sem sagt er um að konungur skuli hafa sjálfur á hendi. f>að er að náða menn og veita almenna uppgjöf á sökum. Gjörum þá ráð fyrir, að konungur haldi sjálfur em- bættaveitingum og leyfisveitingum. Minni- hlutamenn vilja sjálfsagt telja almenningi trú um, að það væri voðaleg apturför. En hver er sannleikurinn í því efni ? Sá, að ekki einungis er konungi meðal annars áskilið þetta vald hvorutveggja í hinni núgildandi stjórnarskrá, heldur hefir svo verið gjört í öllum stjórnarskrárfrum- vörpum þingsins þangað til 1885, þar á meðal í því sem lengst fór og fyrst kom með jarlsdæmið, því frá 1873; og í frum- varpinu frá 1885 var sagt um embætta- veitingarnar, að þær skyldi konungur eða jarl hafa á hendi, sem er sama sem nú er farið fram á (á síðasta þingi). Ept- ir því ætti það, sem allt af þótti gott og blessað þangað til, að vera nú orðið al- veg óhafandi. Nú er og þess að gæta um embættaveitingarnar, að eins og nú stendur hefir hin innlenda stjórn veiting- arvald að miklum fjölda embætta, og aldrei mundi tekið í mál að afnema það, heldur mundi eflaust miklu fremur við það bætt meiru eða minna. Svo er og þess að gæta, að nú er ætlazt til, að jarl- inn hafi vald til að víkja mönnum frá embætti, til fullnustu, og yrði þá bersýni- leg ósamkvæmni úr því, ef hann hefði ekki veitingavaldið líka. En embættaveit- ingarvaldið er hið lang-verulegasta af þeim þrennum stjórnarstörfum, er jarlin- um eru eigi skýlaust ætluð í frumvarp- inu nýjasta. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, ætti að vera ljóst orðið, að hjegómi er að láta sjer standa beyg af orðatiltækinu „konungur getur“ í 6. gr. stjórnarskrár- frumvarpsins frá síðasta þingi. f>ó að konungur bæði geti og geti ógjört látið að fela jarlinum eitthvað af hinu æðsta fram- kvæmdarvaldi í sjerstökum málum lands- ins, þá sýna önnur fyrirmæli frumvarpsins, að þetta vald hlýtur að lenda í höndum jarlsins allt eða mestallt, eða að minnsta kosti svo mikið af því, sem lengst af hefir þótt meira en nóg. Orðinu getur er skotið inn í af kurteisi, til þess að gjöra frumvarpið aðgengilegra til undir- skriptar, og samkvæmt því sem dæmi eru til annarsstaðar, en án þess að það muni hafa neina verulega þýðingu í fram- kvæmdinni. Ekknasjóður Grímsneshrepps. Af því jeg minnist ekki þess, að þessa sjóðs hafi áður verið getið í blöðunum, sem þó er venja til við því um líkar stofnanir, vil jeg hjer í stuttu máli yfirfara stofnun hans og viðgang. Sjóðurinn var myndaður 1 þeim tilgangi, sem nafn hans bendir til, að styrkja bág- staddar umkomulausar ekkjur í Grímsnes- hrepp, stofnaður 21. október 1865 fyrir ötula framgöngu þriggja manna, dbrm. þorkels Jónssonar á Ormstöðum, Jóns Halldórssonar þá bónda á Búrfelli og síra Jóns sál. Mel- steðs, er þá var prestur í Klausturhólum. Allir þessir gáfu sjálfir og hvöttu aðra tit hins sama, og voru stöðugt lagðar gjafir við þenna sjóð af flestum sveitarmönnum meir og minna, auk annara gjafa, sem ýmsir utanhrepps gáfu við og við, til ársins 1873; úr því fóru gjafirnar smám saman minnkandi; áhuginn var dofnaður hjá flestum fyrir sjóðnum, þar sem ekki mátti eptir lögum hans veita neinn styrk úr honum fyrr en höfuðstóll hans næmi 1000 krónum (500 rdl); dróst því þetta lengur en ella hefði orðið, til ársins 1889 í febrúar, að í fyrsta sinn var fátækri ekkju í sveitinni veittur 35 króua styrkur af höfuðstólsrentum sjóðsins, sem þá var orðinn liðugar 1050 kr., og var þá um leið rætt um nýtt fyrirkomulag á sjóði þess- um, sem væri yfirgripsmeira og öflugra til styrktar fjelaginu í heild. Kom svo hrepps- nefndin saman í apríl 1889 í þeim tilgangi, að ræða út um slíkt fyrirkomulag, og voru þá samin ný lög fyrir sjóðinn, sem hjer eptir kallast #Elckna- og styrktarsjóður Árnesingao, eptir góófúslegum bendingum prestaskóla- kennara sjera Eiríks Briems, í það horf, að- sem flestir þurfandi gætu orðið styrks að- njótandi, sem legðu í hann fje, annaðhvort árlega eða í eitt skipti fyrir öll, bæði þeir sjálfir og börn þeirra til 16 ára aldurs; fekk þetta svo góðar undirtektir á almennum fundi sama ár, að 38 gjörðust þá þegar fjelagar nefnds sjóðs. Var svo tillögunum og öðrnm peningum sjóðsins, bæði í sparisjóði og frá einstökum mönnum, Iagt í Söfnunarsjóð Is- lands, bæði í aðaldeild og útborgunardeild, og urðu það rúmar 600 krónur; líka á sjóður þessi útistandandi í lánurn rúmar 600 kr., sem smám saman verða losaðar til innleggs í Söfnunarsjóðinn. Menn gjöra sjer góða von um, að sjóður þessi verði með tímanum öflug stoð sveitarfjelags Grímsnesinga, með þessum vísi, sem þegar er sáð, og eiga livatamenn slíkra stofnana sannarlega heiður skilið; því það vita allir, að ekki vex trje fyr en plantað er. Jeg hefi nú eptir föngum stuttlega skýrt frá þessari sjóðstofnun, því mjer þykir ,ekki eiga við að greina ýtarlega frá lögurn sjóðs- ins, sem nú eru nýprentuð. í ap'ilmánuði i íSQO. Grímnesingur. Fólkstala á Grænlandi var i árslok 1888 samtals 10,221. þ>ar af voru 4838 karlkyns og 5383 kvennkyns. Sá óvenju- mikli munur á tölu karla og kvenna staf- ar sjálfsagt af því, að svo margt fer í sjóinn af karlmannaþjóðinni. AÍ28i dán- um það ár (1888) höfðu 41 farizt af slys- um, þar á meðal 31 drukknað á húðkeip- um. Fólkstala jókst á Grænlandi það ár um QQ. Líflátsdómar Mtanieys. Stairs, einn af förunautum Stanleys á síðasta ferða- lagi hans yfir 11 m Afríku þvera að bjarga Emin, segir svo frá því, er hann ljet taka af lífi oddvitann fyrir uppreisn þeirri eða samsæri, er [menn jEmíns pasja gjörðu. „Stanley var þá svo'veikur“, segir Stairs, „að hann gat eigi hreift sig í rúminn, en svo var hugurinn mikill og harðneskjan, að hann skipaði mönnum sínum að taka sig upp úr rúminu og setja sig á stól.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.