Ísafold - 29.10.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.10.1890, Blaðsíða 3
347 Mannslát. Laugardagskvöldið 2ð. þ. m. varð bóndinn Bjarni Hannesson á Herdísar- vík bráðkvaddur í Hafnarfirði á heimleið frá Beykjavík. Bjarni sálugi var dugnaðarmað- ur, greindur og vel að sjer, og vel látinn af öllum er hann þekktu. ísafjarðarsýslu 28. sept.: »Síðari part ágústs brá til votviðra, og allan þennan mán- uð hafa gengið óþurkar; varla komið úrkomu- laus dagur til énda. Hey því hrakizt tals- vert hjá fólki, og sumir eiga úti enn hey. Heyskapur mun yfir höfuð vera í góðu lagi, hjá þeim, sem ekki hafa sláttinn í hjáverk- um. Fiskiafli hefir enginn verið í sumar, og svo er enn, nema á þilskip dágóður afli, og hafa margir gott af því. Annars er útlit bágt fyrir þeim, sem eru eingöngu upp á sjóinn komnir. Að tiltölu munu þeir, sem á nótabútunum voru, hafa borið bezt úr být- um af þilskipamönnum. það má fullyrða, að þeir bátar verði eitt hið kostnaðarminnsta og jafnframt bezta fiskigagn hjer og annar- staðar, þar sem þeir eru brúkaðir. Nú eru orðnar greiðar samgöngur um Isa- fjarðardjúp, síðan Ásgeir litli, gufubáturinn, kom. En ekki getur það heitið, að almenn- ingur noti hann neitt til hlítar enn, og veld- ur því mest, hvað mönnum þykir dýrt að flytja og ferðast með honum, og ósamkvæmni í fargjaldinu,— langódýrast það sem lengst er: að Arngerðareyri. Mest er báturinn not- aður af ríkisfólki, sem lítið hefir að gera, og heldri mönnum«. Meðferð á útflutningsfje. Eins og getið hefir verið hjer í blaðinu hefir sýslu- maðurinn í Kjósar- og Gullbringusýslu með tilkvöddum mönnum eptir fyrirlagi amtmanns- ins nýlega skoðað útflutningsfje það, setn er í pössun r Mosfells- og Seltjarnarneshrepp- um. Fjeð er í pössun í eða frá þessurn bæ- jum: Lngafelli 1250, Suður-Reykjum 1450, Miðdal 600, þormóðsdal 600, Elliðakoti 1340, Reynisvatni og Yilborgarkoti 460, Suðurgröf um 900, Ellrðavatni um 1213, Vífilsstöðum um 1000 og Vatnsenda 3100. Eptir að skoð- unin fór fram, mun vera komið að Korpúlfs- stöðum í pössun um 1000 fjár eða alls um 1200. Meðferðin á fjenu mun við skoðunar- gjörðina hafa sýnst rriisjafnlega góð. Lakast mun fjeð hafa reynzt á Suður-Reykjum: þar hafði fjeð, allt þangað til skoðunin fram fór verið haft á nóttum t kálgarði sem eðlilega í þessari veðuráttu var mjög blautur og for- ugur og fjeð því óhreint. A Lágafelli hafði fjeð á nótturn verið haft í rjett sem var orð- in mjög forug og úttroðin, en farrð var að sitja yfir því á túninu á nóttunni. I þor- móðsdal var fjeð haft í rjett á nóttunni, en var orðin mjög forug og úttroðin; var ábúand- anum skipað að láta sitja yfir því á nóttunni. A Elliðavatni var fjeð á nóttunni sett ofan í keilumyndað gljúfur (gamlan gíg) í Rauðhólum ; þar sem þessi meðferð á skepn- unum fannst vera alveg ótilhlýðileg, var skip- að að láta vaka yfir fjenu á túninu á nótt- unni. Sömuleiðis var það haglendi, er fjeð var á, þegar skoðunin fór fram, laklegt og því skipað að korna því þaðan burtu. A Vatnsenda hafði fjeð verið haft í stórri girð- ingu á nóttunni, en farið var að vaka yfir því í þurrum stað, þar sem girðingin var orðin mjög forug og úttroðin. Yfir höfuð var allt fjeð all-vel útlits, nema sumstaðar blakt af framangreindum ástæðum, og hag- lendið heldur gott. Enn fremur skoðaði sýslumaðurinn fjeð, sem var í pössun á Bú- stöðum ; hafði á nóttunni verið vakað yfir því á túninu. Fjeð, sem var að tölu 1287, var hreint og vel útlits, haglendið heldur gott, enda hafði það gengið í Bústaða- Breið- holts,- Digranes- og síðar í Kópavogslandi; fje þetta hefir tilheyrt kaupmanni Zöllner og er búið að flytja það út. Enskunámsbók Geirs Zoega er »hin hentugasta fyiir þá, sem stunda enskunám tilsagnarlaust#, segir Paterson consúl í Isofold. tNámskaflarnir á bls. 33 til 174, sem eru aðalpartur bókarinnar, vírðast oss mjög vel og vandlega sarndir, svo vjer sjáum ekki, hvernig slíkt yrði betur gert. Og viðlíka er allt, sem á eptir fer«,segir Lögberg. Bókbandsverkstofa ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8 — bókbindari pór. B. porláksson — tekur bækur til bands og heptingar. Vandað band og með mjög vœgu verði. Ný kennslubók í ensku eptir Halldór Briem, kostar í kápu T5 a. innb. 1 kr. Á bók þessa hefir enskufræðingurinn Jón Stefánsson, cand. m&g., lagt svofeldan dóm (í þjóðólfi). «Hún er handhægur og skemmtilegur bækl- ingur. Setningarnar eru langt.um praktiskari en Eibes í «Hundrað tímum» og sama er að segja um samtölin aptan við og framburðinn neðanmáls á hverri síðu». *pessi litla bók er hin bezta islenzka kennslubók í ensku fyrir byrjendur, aðgengileg, ódýr og auðveld». Aðalútsala í bókaverzlun ísafoldarprent- 8miðju (Austurstræti 8). Myndarammar af ýmis konar gerð, bæði gyltir og öðruvísi, fást hjá Jacobi Sveinssyni í Reykjavík. ,Sameiningin‘‘, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev.lút. kirkjufje- lagi í Vestrheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vestrheimi 1 doll. árg., á Islandi nærri því helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentan ogútgjörð allri. Eina kirkjulega tímaritið á íslenzku.- 5. árgangr byrjaði í Marz 1890,- Fæst í bóka- verzlan Sigurðar Kristjánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðsvegur um allt land. Undertegnede Rapræsentant for Det Kongelige Octroierede Almindelige Brandassurance Compagni for Bygninger, Varer og Effeeter, stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser om Brandforsikring for Syslerne Isafiord, Barda- strand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om Præmier etc. N. Chr. Gram. Lækningabók, »Hjalp % viðlögum« og »Barn- fóstran« fæst hjá höfundinum fyrir 3 kr 75 a. bókhlöðuverð: 4 kr. 50 a.). L e s i ð ! Til sölu er einsársgamall sexæringur, með ölla tilheyrandi. Albragðs gott skip og allur útbún- ingur vel vandaður. Semja við. Otta Outmiundsson skipasmið Vesturgötu nr 44 Rvík. LEIO ARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐ ARTæst óke.ypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas- sen sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt allar nauðsynlegar upplýsingar. Frifirik Vilhjálmur T. taka tunnuna og borga hana fullu verði, því sá, sem hafi jetið eina ostru, sje eins vís til að jeta þær allar ! Friðrik Vilhjálmur var vaskur veiðimaður, en hann ljet ekki þá dægrástytting verða sjer arðlausa : hann ljet skipta veiðinni milli herforingja sinna, aðalsmanna og borgara, ekki gefins, heldur ljet hann þá borga það fullu verði. í lögmáli Mósis er eins og kunnugt er, Gyðingum bannað að neyta svínskjöts, af því það væri óhreint dýr. því gerði kóngur það sjer til gamans, að neyða Gyðinga til að kaupa villigelti, er hann náði á dýra- veiðum. Arið 1724 urðu Gyðingar í Berlín að kaupa af konungi tvö hundruð villigelti. Konungur hafði keypt jarðeignir allmiklar og byggt jarðirnar, en stæðu leiguliðar ekki 1 skilum, urðu þeir að greiða þegar allmikla sekt í viðbót við eptirgjaldið. Við hverri smá-yfirsjón var lögð ákveðin sekt, og þessi sekta-verðlagsskrá náði yfir hvað sem hugs- azt gat. Svo og svo mikið kostaði að höggva trje í skógi konungs, svo og svo mikið að skjóta hjera, — svo og svo mikið að eiga barn í lausaleik. I Berlín var baró- nessa auðug, er Kniphausen hjet. það komst upp um hana að hún hafði alið barn 2 árum eptir að hún missti mann sinn; ritaði kon- ungur henni þá jafnskjótt, að ef hún vildi halda ærunni óskertri, yrði hún að greiða í ríkissjóð 30,000 líra (meira en 20 þús. kr.). Með þessu og því um líku tókst konungi á sínum 28 ríkisstjórtiarárum að safna tuttugu milljón dölum í ríkisfjárhirzluna í reiðu silfri, og geymdi hann það í járnbentum tuunum í kjallaranum undir höll sinni. þetta fje kom Friðriki öðrum syni hans að góðu haldi síðar, þá er hann tók til að ráða lönd undan nágrönnum sínum. Friðrik Vilhjálmur eyddi þó allmiklu af auðæfum sínum, sökum þess hve sólginn hann var í að hafa stórvaxna hermenn f liði sínu. Fynr 70 þurnl. háan mann borgaði hann umtölulaust 700 dali, fyrir 3 álna háan mann 1000 dali; fyrir þaðan af hærri menn gaf hann hvað sem upp var sett. Eyrir munk einn, er Jósef hjet og var allra manna mestur vexti, galt hann 5 þúsundir gyll- ina og klaustrinu að auki 1500 dali í mannbæt- ur. Italskur maður einn, er Andreas Caprivi hjet, kostaði 3000 dali, og írskur maður er var sjö fet á hæð (84 þuml. !), 32,000 lírur (um 22,000 kr.). þegar markgreifafrúin af Baireuth, dóttir Friðriks Vilhjálms konungs, lá veik einu sinni og hún vildi fá góðan lækni frá Berlín, lagði Friðrik konuugsefni bróðir hennar henni það ráð, að senda föður þeirra nokkra stórvaxua menn í lífvörð hans ; því þá mundi hún fá það, er hún beiddist. En konungur keypti ekki einungis þessa stórvöxnu menn fyrir gull og silfur, heldur að heita mátti fyrir hvað eina, er seljendurnir girntust. Einu sinni veitti hann grið tigin- bornum manni, er dæmdur hafði verið af lífi og fjekk fyrir það tvo tröllvaxna menn. Danakonung ljet hann fá morðingja, er flúið- hafði til Prússlands, fyrir tíu hina stærstu menn, er til voru í Danmörku, og Saxakon- ungi seldi hann talsvert af fornmenjum og listaverkum fyrir fimm eða sex stórvöxnustu hermennina í hans liði. Priðrik Vilhjálmur ljet sjér ekki duga að vera sjer úti um stórvaxna menn til kaups,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.