Ísafold - 17.01.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.01.1891, Blaðsíða 2
18 því, að pósturinu tepptist við Sandhólaferju í vetur. Nú get jeg því verið stuttorður, og skal að eins llta á aðalspursmálið, sem er þetta: Er pað samgöngumáli sýslunnar í hag eða óhag, að fallast á tillögu *m—g’s« ? Svo hagar til, að aðalstraumar umferðar- innar um sýsluna austan Olfusár eru eptir 4 aðalvegum: Byrarbakkavegi, milli Óseyrar og Sandhólaferju; Asavegi, milli uppsveita og Eyrarbakka; Hraungerðisvegi, milli uppsveita og Olfusár ferjustaða, eða milli brúanna til- vonandi (»uppsveitir« eru báðum megin J>jórsár); og Melavegi, milli Ölfusár (ferjustaða eða brúar) og Eyrarbakka. þar er umferðin einna minnst, og þó eigi lítil. Allir, sem fara um Ölfusárbrú, hljóta annaðhvort að fara Hraungerðisveg eða Melaveg; og eptir því sem til hagar, hlýtur meiri hlutinn að fara Hraungerðisveg. f>ar er mjög mikil umferð, hvað sem »m—g« segir, og hlýtur að verða svo lengi, sem uppsveitamenn hafa viðskipti við kaupstaði og útver við Faxa- fióa. Og þau viðskipti hafa ekki minnkað að sama skapi sem viðskipti við Eyrar- bakka hafa aukizt, síðan einokunin var rof- in þar og síðan farið var að hafa lóð til fiskiveiða þar. En viðskiptah'fið hefir mik- ið glæðzt síðan. Um slíkt þótti mjer ekki þörf að orðlengja; það er ekki mergur- inn málsins. Hann er sá: að allir þessir vegir eru nauðsynlegir og þurfa að vera í góðu lagi. Hraungerðisvegurinn er póstveg- ur (þó ekki allur fyr, en þjórsárbrúin kemur); en hinir allir, ásamt mörgum öðrum, hvíla eingöngu á sýsluvegasjóðnum. Nú er vega- sjóðurinn ekki einungis fátækur, heldur í stórskuld eptir Melabrúna; er mikill og til- finnanlegur brestur á því, að hann geti full- nægt þörfum sýsluveganna. En nú vill »m—g«, að hann hafi skipti: láti landssjóð taka við Melaveginum, þar sem af er hið harðasta, en taki aptur að sjer Hraungerð- isveginn, þar sem hvað mest er ógjört: það sem þar er búið að gjöra, er varla nema byrjun. Slík skipti mundu því auka vandræði vegasjóðsins að miklum mun, og það yrði því meiri brestur eptir en áður á því, að vegasjóðurinn gæti fullnægt þörfum sýsluveganna. Vert er að taka það fram, að vegarkafl- inn, sem búið er að gjöra á Hraungerðis- vegi, hefir orðið fyrir árfióði og ekki sakað, því hann var klakaður, en slík árflóð koma aldrei þegar jörð er þíð, þó þau komi, sem jeg hefi aldrei fortekið. En þó landssjóður tæki að sjer Melaveg og Eyrarbakkaveg, þá mundi hann að eins kosta til viðhalds brúanna þar, en ekki gjöra þá að akvegum að sinni. |>ar er alstaðar með sjónum torfærulaust fyrir hesta, þó víða sje grýtt eftir sjóganginn, sem þar er eigi sjaldgæfur. En ætti að leggja þar akveg, yrði fyrst að tryggja hann með öflugum sjógarði alla leið frá Baugstaðasíki að Óseyrarferjustað. Jeg er nú engan veginn vonlaus um, að þetta verði gjört með tímanum, t. a. m. þegar búið er að bæta Eyrarbakkahöfn og gjöra hana frjálsa; því fátt er líklegra til að hafa stórvægilegar fram- farir í för með sjer, bæði fyrir Eyrarbakka og nærhjeruðin. En meðan ekki er fyrir akvegi að gangast, sje jeg ekki betur en að ferða- mönnum megi standa á sama, hvort veg- urinn heitir póstvegur eða ekki; eins og Eyr- arbakkamönnum mun mega standa á sama, hvort þar er póststöð eða brjefhirðing; þeir senda flestöll brjef sín með öðrum ferðum. I þeirri von, að jeg þurfi ekki optar að taka til máls í þessu máli, vil jeg gleðja »m-g» með því, að ef búið væri að brúa báðar árn- ar, ef Hraungerðisvegurinn væri kominn í það lag, sem þörf er á, og ef vissa væri fyrir því, að akvegur yrði lagður frá Eyrarbakka til brúanna beggja, pá mundi jeg ekki álíta til- lögu hans háskalega fyrir samgöngumál vor. Yill hann nú ekki láta hana bíða eptir þessu? Vilji hann það ekki, er hætt við, að fleirum en mjer detti í hug, að sá fiskur liggi undir steini, sem ekki er lagaður til að greiða fyrir þjórsárbrúnni eða samgöngunum yfir höfuð. Bbynjólfub Jónsson. Enn um „lepps“-málið. I þeirri sárri neyð og brjóstumkennanlegum vandræðum, sem »|>jóðólfur« hefir sjálfsögð og órjúfanleg forrjettindi til að koœast í, hvenær sem hann verður sundurorða við aðra, dembir hann í gær út þeirri drengilegu og ekki síður gáfu- legu getsök, að ritstjóri Isafoldar víti Fjelagsprentsmiðjuna fyrir «lepps«-prentunar- fyrirtæki hennar — — af öfund, þar sem hann eigi prentsmiðju sjálfur og vilji spilla fyrir Fjel.prsm. með »atvinnurógi« !! Ofurlítil freisting gæti verið til fvrst og fremst að spyrja einstaklega hógværlega svo sem eitthvað á þá leið,—-að sjálfri Fjel.prstn. alveg ólastaðri : af hverju eða fyrir hvað skyldi vera að öfunda? En sleppum því, og berum heldur upp aðra spurningu : hvað margir heldur ritstjórinn og prent- smiðjueigandinn að muni nú trúa þessari getsök, ef hann getur ekki nefnt nolckurn vott annan henni til styrkingar en ávíturnar fyrir »lepp«-mennsku-fyrirtækið ? Eða hvað segir hann um Sigurð Kristjánsson ? Hefir nokkur maður fordæmt einbeittara og skorin- orðara einmitt prentsmiðjuna, Fjelagsprent- smiðjuna eða stjórn hennar, einmitt fyrir prentun hinnar »leppuðu« blaðdruslu ? En— hvar er prentsmiðjan hans, sem hann þarf að niðra Fjelagsprentsmiðjunni til hagsmuna fyrir ? Hvar skyldi hún vera ? Til hlýtur hún að vera einhversstaðar (ósýnileg?), úr því hann fer að lasta Fjelagsprentsmiðjuna. þ>að væri tilgangslaust annars ! — Annað dæmi til skýringar : Fjel.prsm. hefir alla sína tíð prentað blað fyrir mann, sem varla tekur á heilum sjer ef hann getur eigi spúið þar úr sjer á hverri viku einhverju áreitnis-ólyfjani gegn ritstjóra Isafoldar; en hvenær hefir hann (ritstj. Isaf.) vítt prentsmiðjuna fyrir það ? En nú á það að vera fyrir áreitni í hinni nýju blaðdruslu, »Baykvíking«, sem ritstj. Isaf. hefnir sín á prentsmiðjunni, — áreitni, sem er þar á ofan svo nauða-ómerki- leg, svo lítilfjörleg, að ritstjóri »þ>jóð.« er víst sá fyrsti, sem hefir uppgötvað hana, — sjálf- sagt í þeim tilgangi, að hagnýta hana eins og hann hefir gert! Hvaða skynberandi maður getur nú ímynd- að sjer, að ritstj. »þjóð.« trúi einu sinni sjálfur þessari sakargipt, sem hann snarar út ? Og hvaða lýsingarorð á við slíka bar- daga-aðferð ? það eru hin síðustu fjörbrot »þjóð.« í um- ræddri klausu í gær, að hann reiðir upp »al- mennings«-sleggjuna, og segir, að almenning- ur sje með peim í þessu máli, þ. e. *|>jóð.« og ritstjóra hans! Um sannindi þessarar setningar gefst þeim færi á að dæma, sem heyrt hafa á ræður manna hjer um pláss um »lepps«- mál þetta, æðri sem lægri, síðan það komst á dagskrá, enda sýnir það litla virðingu fyrir almenningi, að ímynda sjer, að hann gæti haft slíka skoðun. Frá rjettarrannsókninni gegn »ábyrgðar- manni« »Beykvíkings« og öðrum, sem við það hefðarfyrirtæki eru riðnir, svo og vottorðun- um tveimur eða þremur, en »áb.m.« hefir gefið hvert ofan í annað, segir »|>jóð.« á þann hátt, að þeir sem lesa eigi annað um málið og leggja trúnað á það, sem þar stendur, sjá að vísu, að »áb.m.« hefir orðið tvísaga, en ímynda sjer að líkindum, af því meðal annars, í hverju sambandi nafn ritstj. ísaf. kemur þar fyrir, að einmitt hann sje sá veru- lega seki í máli þessu, — að það sje einmitt hann (með öðrum fieirum kannske), sem fengið hafi »áb.m.« »Kv.« til að gefa falskt vottorð. Helber lygi var það nú lýst í síð- ustu Isaf.; en ekki getur »þjóð.« annars samt, en að síðasta vottorð »áb.mannsins« standi ómótmælt, og er ekki hægt að sjá annað en að hann ætlist til, að fólk trúi því helzt, sem hinni síðustu, órengdu skýrslu í málinu. Skyldi ekki þurfa nokkuð langt að leita eptin viðlíka »drengskap« í blaðamennsku ? Eða skilst betur, ef þetta, sem kallað var um daginn helber lygi, er nú kallað œrulaus róg- ur ?—|>að má vera rjett hvort eð vill. Árnessýslu (Eyrarbakka) 8. jarn: Jafnvelþótt veðurátta hafi verið hjer óstöðug í vetur, hefir hún samt mátt heita freranr góð, það sem af er. (vetrarins). Nú er góð hláka, og hiti + 6° á C í fyrra dag, Annan og þriðja jan. rjeru hjer nokkur skip, en öfluðu sárlítið, hæst 3 í hlut. þá var og róið fyrir hákarl og öfluðu þeir dálítið betur. Síðan hrfir ekki verið róið. í gærkvöldi hjeldu um 30. mans hjer á Eyrarb. blysfarardans, Að því var bágóð skemtun, einkum þar sem að þá hittist á stillt og gott veður. Mannalát Á nýársdag 1. jan., andað- ist porgeir btíndi Sigurðsson á Háfi í Bang- árvallasýsla, og sama dag ekkja Margrjet Jónsdóttir á Selsundi í sömu sýslu. Og 3. þ. m. ljezt Helgi bóndi Jónsson á Arbæ í Holtum, »einn með beztu bændum hjeraðs- ins, sökum nannkosta og dugnaðar«. ITT AF HVERJU OG HVAÖAN/EFA. Miklir irap tamen n í f ornöl d . |>að er fróðlegt, að bera berserki forn- aldarinnar saman við hraustmenni nú á dög- um. í fornöld var sigursæld og ríki meir komið undir afli og hreysti en nú gerist. Önnur eins þjóð og Grikkir gátu ekki jafn- teflt öðrum þjóðum í orustu fyrir fámennis sakir, og urðu því að venja þá við aflraun- og karlmennsku í æsku og hafa sem bez-í) an aga og reglu á liðsmönnum sínum. Hjeldu þeir skóla til þess að kenna ungum mönn- um leikfimi og karlmennsku, svo þeir yrðu síðar vaskir bardagamenn. Skólar þessir voru undirbúningur undir hinar nafnfrægu orustur, er þeir háðu við Maraþon, Salamis, Platea og |>ermopylæ. Hátíðahöld þeirra og leikir voru mest til þess að þreyta aflraunir, og fyrir það fengu Grikkir unnið önnur eins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.