Ísafold - 07.03.1891, Blaðsíða 2
74
þeir eru yfir boðnir, og annast velvegnun
þeirra eptir megni«.
»Nú neitar einhver af skipverjum að
hlýða því, sem fyrir hann er lagt, eður
sýnir þrjózku eða mótþróa yfirboðurum sín-
um, og hefir þá skipstjóri — rjett til að
beita valdi og þvingun til að þröngva hon-
um til hlýðni«.
»Ef í nauðir rekur og einkum ef skip
er í háska statt, eða skipverjar gjöra sam-
blástur eða sýna mótþróa með ofbeldi, þá
er jafnvel leyfilegt að taka til sjerhverra
þeirra úrræða, er nauðsyn kann til að bera,
til að koma á reglu eða hlýðni, og er sjer-
hver af skipverjum skyldur til, þegar þannig
er ástatt, að veita lið þeim, sem stjórn
skipsins hefir á hendi, jafnvel án þess á hann
sje skorað«.
»Nú er maður lögskráður til skiprúms og
neitar hann að ganga á skip eða kemur
eigi til skips í ákveðna tíð eða gengur af
skipi í leyfisleysi, og getur skipatjóri þá á
sína ábyrgð látið þröngva honum með lög-
regluvaldi til að uppfylla skuldbindingu
sína«.
þá eru taldar upp ýmsar yfirsjónir far-
manna, er við liggur kaupmissir, eins dags
til hálfsmánaðar.
f>á eru taldir upp nokkrir helztu glæpir
farmanna, og hvað við þeim liggur. Ein-
falt fangelsi í 14 daga til 3 mánaða liggur
við því að strjúka af skipi, og þyngri hegn-
ing, ef fleiri menn strjúka saman af skipi
eða eptir undirlögðu samráði. Svo fyrir-
gjörir og strokumaður óteknu kaupi sínu og
eptirskildum munum öllum í hendur út-
gjörðarmönnum. Hegningarvinnu, allt að 6
árum, varðar það, að gjöra uppreisn til að ná
stjórn skipsins á vald sitt eða því um líkt;
sömuleiðis ef skipverji ræðst á skipstjóra
eða þann er í hans stað gengur, þegar þeir
eru að gegna köllun sinni.
Ur síðasta kapítulanum, um kaup skip-
verja og ýmislegt fleira, skal hjer að eins
vikið á þá reglu, að ef einhver úr skips-
höfninni reynist ónýtur til þess starfa, er hann
hefir ráðizt til, getur skipstjóri, ef það sann-
ast með áliti 2 hinna helztu af skipverjum,
að svo sje, minnkað kaup hans um allt að
helmingi; og að fyrir helgidagavinnu við
land um fram nauðsynlega og vanalega
hirðing á skipinu og þess háttar, ber skip-
verjum hálfs dags kaup fyrir hverja 2 stunda
vinnu.
—Samkvæmt fyrirmælum farmannalaganna
hefir landshöfðingi sett 29. des. f. á. ýtar-
legar reglur um matarhæfi skipshafna, og
fylgir þeirri reglugjörð fyrirskipan um lækn-
islyfja-forða þann, er fylgja skuli hverju
skipi, og fyrirsögn um, hvernig brúka skuli
meðölin.
Hvers vegna?—
|>ess vegna!
þetta er titill bókar, sem þjóðvinafjelagið
gefur út á þessu ári, hjer um bil helming-
inn af henni, en hitt að ári, og er »lítill
lykill að náttúruvísindunum*, eptir franskan
höfund, Henri de Parville, en Guðmundur
Magnússon, kandídat í læknisfræði, ís-
lenzkar.
það vita allir, og viðurkenna líka allir
(nema einstöku alræmdir, ljósfælnir öfundar-
óþokkar), að þjóðvinafjelagið hefir margri
góðri bókinni miðlað almenningi þann tíma,
er það 'nefir verið við lýði, og það marg-
sinnis hjer um bil gefins eða raunar alveg
gefins; því með hinu ofurlága árstillagi,
2 kr., er sjaldnast borguð nema ein bókin
af 3 og 4, er fjelagsmenn fá jafnaðarlega á
ári hverju.
En þessi bók, sem hjer er á ferðinni, er
þó líklega hin bezta, er fjelagið hefir hing-
að til ráðizt í að gefa út, og hana fá fje-
lagsmenn vissulega alveg gefins. því aðrar
ársbækur fjelagsins þ. á. samsvara fyllilega
2 króna tillaginu og meira til.
Og hvers virði er þá bók þessi annars ?
Danska þýðingin af henni kostar 10 kr.
það er með öðrum orðum, að þeir, sem
eru eða verða í þjóðvinafjelaginu þessi tvö
ár, 1891 og 1892, fá raunar gefins bólc, sem
er tíu króna virði, og það bók, sem er hverj-
um manni nauðsynleg eða einkar-nytsamleg,
mjög eiguleg í alla staði.
Merkur rithöfundur hefir farið um hana
þessum orðum : »Hún er nærri því ómiss-
andi handbók fyrir hvern almúgamann, sem
langar til að vera maður með mönnum og
fylgja með menntun þessa tíma, ef hann
hefir eigi átt þess kost á uppvaxtarárunum,
að njóta vísindalegrar tilsagnar. Hjer er
verkið unnið fyrir hann. Hann þarf ekki
að brjóta heilann til þess að rannsaka.
Hjer hanga ávextirnir á trje þekkingarinn-
ar svo fullþroska, að menn geta notið þeirra
undir eins, og þurfa ekki að seilast hærra
en svo, að barn getur náð í þá«.
f>að er skammt síðan bók þessi kom út
á Frakklandi, og seldust þar af henni á
skömmum tíma 200,000 eintök.
Hún er fáorð, en efnismikil, og þó furðu-
skilmerkileg og auðveld. Enda er frakknesk-
um rithöfundum við brugðið fyrir, hve fim-
lega þeim tekst opt að láta það tvennt fara
saman: að rita ljóst og skilmerkilega, og
þó stutt, rjett og áreiðanlega.
Danska þýðingin er eigi fullprentuð enn ;
hún kemur út í heptum smátt og smátt,
eins og þar er siður og víðar um dýrar
bækur, til þess að gjöra mönnum hægra
fyrir að eignast þær.
Af íslenzku þýðingunni bárust hingað
með miðsvetrarferð póstskipsins tvær fyrstu
arkirnar fullprentaðar, sýnishorn. Er hún í
allstóru 8 blaða broti, og ekki færri en 20
myndir í þessum 2 örkum. Bókin er sem sje
full af myndum, tíl skýringar innihaldinu, og
þeim mikið vel gerðum og ágætlega prent-
uðum í ísl. útgáfunni eigi síður en hinum
útlendu.
I þessum tveimur örkum er »aflfræðin«
öll og upphafið á næsta kafla, »um hitann«.
I aflfræðiskaflanum eru 45 greinir eða
spurningar með þar til heyrandi svörum.
Hjer skal að eins drepið lauslega á fá-
ein atriði úr áminnztum fyrsta kafla bók-
arinnar, aflfræðinni, til þess að gefa almenn-
ingi dálitla hugmynd um, hvaða fróðleik og
hvernig lagaðan fá má í bók þessari.
I 2. greininni, »hvað er þyngdarafl«, er
mynd af fullri vatnsfötu á hvolfi uppi f
loptinu, og heldur maður í taug niður úr
höldunni á henni. Flestir þekkja það, að
fullri vatnsfötu má sveifla þannig í kring,
upp og ofan, að ekki fari einn dropi úr henni,
og er myndin því eigi gerð í því skyni,
að sýna mönnum neina nýstárlega uppgötv-
un, heldur til þess að láta menn skilja með
áþreifanlegu dæmi meðal annars það, hvaða
lögmál ræður göngu tunglsins umhverfis
jörðina. það er jafnvægi þyngdaraflsins og
miðflóttaaflsins.
I 11. greininni, um pendúlinn (hengilinn)
er með fáeinum línum og 3 myndum gerð
skilmerkileg grein fyrir því, hvernig stend-
ur á gangi stundaklukkna, smárra og stórra.
I kaflanum um lyptistöugina er meðal
annars gert skiljanlegt, hvernig stendur á
hinum mikla vinnuljetti, sem er að vel lög-
uðum hjólbörum. Sömuleiðis um reizlur,
vindur ýmislegar, »dúnkrapt« o. fl.
Ein greinin, hin 25., gerir hverjum
manni skiljanlegt, þótt ekki sje hún Iengri
en 12 línur, hvernig á því stendur, að
heimska er að hugsa til að geta nokkurn
tíma búið til sík\ikanda, þ. e. vjel, sem
gengur sjálfkrafa, án þess að nokkurt ann-
arlegt afl hreifi hana.
A næstu blaðsíðu, í grein um vöðvaaflið,
má lesa, að dagsverk meðalmanns með 8
stunda vinnu jafngildi því átaki, að lypta
17,200 fjórðungum eða 2150 vættum hálfa
alin á einni sekúndu. það er kallað
172,000 pundfeta erfiði.
A tæpri einni blaðsíðu og með einni
mynd er gerð grein fyrir, hvernig gufu-
vjelum er hagað. Yiðlíka langt mál hefir
höf. komizt af með til að gera hverjum
manni skiljanlegt lögmálið fyrir hreifingu
loptbáta eða loptbelgja.
Mismunur á eðlisþunga ýmsra hluta verð
ur næsta áþreifanlegur með öðru eins dæmi
og þessu, í 41. gr.: það þarf 13f þriggja-
pela-flösku af blávatni til að vega á móti
1 þriggja-pela-flösku af kvikasilfri,—að gler-
inu frátöldu auðvitað.
Við grein um gosbrunna, hálfrar blaðsíðu,
með 1 mynd, hefir þýðandinn sett athuga-
semd neðanmáls, þar sem hann bendir
mönnum á, að þar sem bæjarlækur sje
nærri með nokkrum halla, þurfi ekki ann-
að en veita vatni úr honum utn pípu
neðanjarðar inn í bvir eða eldhús eða fjós
og hafa tappa í endanum; þá bunar vatnið
þar inn, eins og úr tunnu, þegar tappinn
er tekinn úr, Iiggi efri endi pípunnar (í lækn-
um) nokkrum fetum hærra, eptir hallamáli,
heldur en neðri endinn, inni í húsinu. En
í næstu grein er sýndur hallamælir, og lög-
málið fyrir honum, svo greinilega, að 6ng-
um meðalgreindum almúgamanni er ofætlun
að búa hann til, svo við megi notast í
heimilisþarfir, og eins að hagnýta hann
sjálfum sjer til gagns.
Stjórn fjelagsins, eða sjer í lagi forseti
þess, hr. Tryggvi Gunnarsson, á mikla
þökk og heiður skilið fyrir að hafa ráðizt í
jafn-nytsamlegt fyrirtæki og þessi bókarút-
gáfa er, af mjög litlum efnum þó, enda er
ótrúlegt annað en að almenningur viður-
kenni það í verki með því, að ganga
hópum saman í fjelagið; það er sannarlega
engin dyggð, þegar öðru eins er fyrir að
gangast.