Ísafold - 18.03.1891, Síða 1
K.emui út a unðvikudögum ok,
laugardögum. Verð árg. (um
100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin ' ð
áramót, ógild nema komin • ;.
til útgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrceti 8,
XVIII 22.
Reykjavík, miðvikudaginn 18 marz.
1891
SKRIFSTOFA ísafoldar er opin hvern
virkan dag kl. 1—3, og er ritstjórann að
eins að hitta á þeim tíma.
PT Fundur i kaupfjelagi
Reykjavikur á Hótel ísland
kl. 9 i kvöld. Tilboð kaup-
manna.
Beykjavík 18. marz 1891.
Sigfús Eymundarson. Sighvatur Bjarnason.
þórhallur Bjarnarson
Lof reynslunnar.
Nú liggur vor leið gegnum þrautir,
En þá leiðina helzt kjósum vjer ;
það er drottinn, sem býr oss þær brautir,
Og hans blessun vor förunautur er.
Vjer hötum þig, heimslánið blíða,
|>ig, sem hrynur oss sofandi í skaut.
jpað er inndælt að erfiða’ og stríða.
Já, vjer elskum þig, lífsins þyrnibraut.
I taumana fátæktin tekur,
En það taumhald til góðs verða má,
Opt til verka þá krapta hún vekur,
Sem vjer vitum ei af að sje oss hjá.
Bjahni Jónsson.
Útlendar frjettir.
Kaupmannahöfn, Íd8. febr. 1891.
Veðrátta. f>ennan vetur mætti kalla
rsuðurgönguvetur», svo staðnæmt sem honum
hefir orðið á suðurslóðum álfu vorrar, eða í
hlýviðralöndunum við Miðjarðarhaf—já, hrist
hrímskeggið á norðurströndum Afríku. Sjald-
gæf tíðindi að sönnu, að fjöldi manna hafa
orðið úti á Spáni, Ítalíu og Grikklandi, og
að sveitir af liði Frakka í Alzír hafi grafið
sig í fannir á leiðum sínum þar syðra. Hörk-
urnar miklar og snjókyngin í austur- og
miðhluta Evrópu, og víða sagt af skriðu-
hlaupum og hlaupum í ám, þegar í hlákur
sneri í lok janúarmánaðar. í þessum mán-
uði hafa borizt nýjar frjettir af frostum og
snjóhríðum að sunnan, en lítið um hvort-
tveggja á Norðurlöndum síðan í seinni hluta
janúarmán.
Danmörk- Bágt er að segja, hvað á
þinginu gerir að reka eða ganga, eða hvernig
fer um fjárlögin upp á síðkastið. Bæði blöðin
og frammistaðan á þinginu sýna, að vinstri-
ruenn hafa deilzt, og að flokkur þeirra Hö-
gsbro (forsetans) og Bojsens er orðinn mið-
flokkur þingsins, sem rjettir þar hægrimönn-
um hægri hönd, sem gjörlegt þykir, og hvoru-
tveggja kalla landsþörfum hezt gegna. I
þeim flokki eru alls 39, en 1 þeirra Bergs
og Hörúps 38.
Foringi »hjálpræðishersins», Booth »hers-
höfðingi», gisti Höfn fyrir skömmu og gerði
grein fyrir hjálpræðum sínum. Vel er hann
máli farinn að vísu, en mörgum þótti hulda
á máli hans, þeim sem á hann hlýddu af ut-
anhersmönnum. Flestum þótti og nóg um
þann ólátabrag, sem fundirnir báru með sjer,
eins og öll messumót hersins,—|>að var eptir
ranghermi eins blaðs tekið seinast, sem sagt
var um upphæð samskotanna til Booths
fyrirtækja. Hann sagði nú sjálfur, að hann
hefði fengið hjer um bil 2 milj. króna.
Af öðrum trúarpostula meira látið í dönsk-
um blöðum. Hann er svartmunkur, Lange
að nafni, frá París. Til prjedikana hans
streyma margfalt fleiri, einkum af heldra fólki
og herrabornu, en inngöngu ná í kirkjuna,
en hvort það er guðsorðsins vegna eða frönsk-
unnar, er bágt að vita. Mál hans snjallt,
mjúkt og fagurt, og eptir þvf allir burðir og
látæði. Menn segist hann kominn til að
veiða, og má vera það takist vonum nær.
Af látnum mönnum skal minnast á Theo-
philus Hansen, frægan húsgerðarmeistara.
Hann var kominn á 8. árið um sjötugt, og
hafði alið mestan hlut aldurs síns erlendis,
og hefir staðið fyrir hallagerðum í Aþenu-
borg og Vínarborg. Hlaut fríherranafnbót
af Austurríkiskeisara.
Noregur- A stórþingið var gengið 2.
febr. Nú er það orðið stórtíðindaþing, með
því að að Emil Stang og ráðanautar hans
hafa kosið að stökkva úr stjórnarsætum.
Konungur hafði gert þá breyting á 5. gr.
sambandssáttmálans, sem hann ætlaði Norð-
mönnum mundi líka betur við, en þeir hafa
ávallt kyartað yfir, hvernig þeir hlytu að
lúta í lægra haldi, og blöðin opt geisað
drjúgum, er þau hjeldu uppi jafnstæðiskröf-
unum. f>egar þetta harst til Noregs, tóku
vinstrimenn til fundahalda, og hjer þótti
engu hlítandi, eða svo að stórþingið fjellist
á nýmælin. Eptir þeim skildu 3 frá hvoru
ríkinu vera þar í ályktargerðum, er málin
vörðuðu bæði ríkin, hvort sem ráðssamkom-
an stæði í Stokkhólmi eða Kristjauíu. Ef
tí minn leyfði, skyldi og bíða álitagerðar um
ályktirnar frá fjærverandi ráðherrum hvors
ríkisins. Væri ráðgazt um utanríkismálefni,
sem beinlínis eða óbeinhms tækju til beggja,
skyldi utanrikisráðhcrrann hafa framsögu og
standa fyrir öllum flutningi Jvið útlend ríki.
|>ar munu vinstrimenn hafa þótzt finna veil-
u na, en gert ráð fyrir, að sá herra yrði
sænskur, sem að undanförnu, þó ekki sje
svo til tekið. I umræðunum um yfirlýsing
þingsins gagnvart þingsetningarræðu kon-
ungs varð þetta mál að deiluefni og dró til
fullra mótmæla gegn nýmælunum. Hjer
fylgdu allir neina tveir af miðflokksmönn-
um hinum »hreinu» eða harðtæka vinstri
handar.
Annars má skilja af ummælum blaðanna,
bæði hægri manna og vinstri, og eins af
orðum hvorratveggju á þinginu, að hvorug-
um þykir sem nýmælin ráði sambandinu í
fullar stellingar, eða í líkt jafnstæði sem á
sjer stað t. d. með Ungverjalandi og Aust-
urríki.
Konungur hefir sent boð eptir Steen rektor
í Stafangri, og er von á honum til Kristja-
níu á morgun (1. marz), því þingskörungar
vinstri manna vjekust uudan, er hann bað
þá (Berner, Konow o. fl.) að skipa nýtt
ráðaneyti.
I fjárhagsætluninni eru tekjur Noregs tald-
ar til 49,500,000, útgjöldin til 49,200,000
króna.
Árið 1801 var fólkstalan í Kristjaníu 11000,
en nú er hún 143000.
Svíaríki. Til þingstarfa tekið 16. jan.
Tollavimr eru í báðum deildum 188 móti 187.
I þingsetningarræðunni minnti konungur
þegna sína (í báðum ríkjunum) á bróðurlegt
samheldi, og benti á, hverja tilvísun ástandið
í Evrópu á vorum tímum gæfi í þá stefnu.
Hann boðaði enn nýmæli um traustari skip-
un hers og landvarna, eu til þeirra beiðzt í
fjérlögunum framlaga, sem nema nær 32
milj. króna.—Tekjurnar taldar til 96miljóna.
England. Hafi þar verið rjett á litið,
er menn kölluðu streitu Ira eiga sjer svo að
eins árangurs eða sigurs vonir, aðþeirhjeldu
sjer saman sjálfir og nytu bandalags síns
við frelsisflokkiun á Englandi (Vigga eða
Gladstoninga), þá er nú vant annað að sjá,
en að þeir spilli máli sínu, er þeir standa
sjálfir í andvígisflokkum, og foringi annars
þeirra, Parnell, hafnar atfylgi Gladstones og
hans liða, nema hann í öllu þekkist þær
kvaðir, sem hann (P.) stílar af hálfu írlands,
—um full ráð í landsleigumálum og lögvörzlu-
stjórn. Knýi Parnell alla undir sitt merki
— og svo getur farið—, þá er auðsætt, að
baráttan lengist svo, að ekki verður fyrir
endann sjeð.
O’Brien og Dillon eru nú genguir i varð-
haldsvistina, en um þá er líka sagt, að þeir
hallist að málstað Parnells.
Við tvær kosningar í auð þingsæti hafa
enn menn af Gladstones liði borið sigur úr
hýtum (í Hartlepool og Northhamton; þar
eptir Bradlaugh).
Nýtt kvennmorð í Whitechapel, en nokk-
uð með öðru móti unnið en hin fyrri. Grun-
aður maður tekinn fastur, en hefir við engu
gengið. Kallað víst, að hann muni ekki sá
sami, sem á hinum hefir unnið.
1 British Museum nýlega óþekkt brot
fundið af riti eptir Aristóteles um ríki og
stjórnarlög Aþenuhorgar. Komið frá Egipta-
landi og þar ritað á »papýrus», að því ætlað
er á dögum Vespasíanuss keisara.
Meðal dáinna er að nefna : Bradlaugh (d.
3. jan.), eiun af hinum harðvitugri þing-