Ísafold - 15.04.1891, Page 1

Ísafold - 15.04.1891, Page 1
K-einur út á miðvikadögum og„ laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sje til ótgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Auxturstrœti 8. XVIII 30 Reykjavík, miðvikudaginn 15- apríl. 1891 Hafnalögin. |>es8 var eigi langt að bíða, að spá Isa- foldar (í síðasta bl.) rættist : hafnalögin Jcomu nú með strandferðaskipinu, staðfest 13. þ. m. Loks eptir langa mæðu. Sein og örðug fæðing. |>au ganga í gildi um land allt snemma í júlímán. í sumar. f>ótt mörgum hafi verið áhugi á að fá lög þessi, muu ekki veita af að rifja upp fyrir almenningi aðalefni þeirra, og sýna fram á, hver rjettarbót er í þeim fólgin. f>au heimila þeim, er verzlun vilja reka, að fá útmældar lóðir til verzlunar í löggilt- um kauptúnum, hvort sem landeigandi þar vill eða eigi, og banna alveg að leggja þá kvöð á lóðir eða húseignir í löggiltum kaup- túnum og í kaupstöðum, að ekki megi nota þær til verzlunar eða annarar tiltekinnar atvinnu. Enn fremur segir svo í lögunum, að »þótt einstakir menn kunni að eiga höfn þá, sem löggilt kauptún er við, mega þeir ekki bægja neinum frá að leggja skipum sínum þar við akkeri, nje frá aðgangi að höfninni til þess að ferma eða afferma skip, að svo miklu leyti sem það kemur ekki í bága við þeirra eigin bryggjuafnot, og ekki heldur getur landeig- andi bannað hinu opinbera eða einstökum mönnum að gera hringa, landfestar eða önn- ur skipsfesta-áhöld fyrir skip þar á höfninni, þar sem svo til hagar, að þess konar áhöld eru nauðsynleg; þó má að eins gera það eprir tilvísun lögreglustjóra, er kveður með sjer tvo óvilhalla menn, sem kunnugir eru hafnarlegu, og eiga þeir jafnframt að ákveða það endurgjald, er landeiganda beri, ef hlut- aðeigendur verða ekki á eitt sáttir um það mál». Forgangsrjett eiga fastakaupmenn í hverju kauptúni að notkun þeirra skipsfesta, er þeir eiga eða hafa eignarhald yfir.og að læginu við festar sínar, og skulu aðrir, er nota þær, láta þær tafarlaust lausar við eiganda, þegar kaupskip hans koma og þurfa á þeim að halda, að við lögðum 20 kr. sektum á dag og skaðabótum. »Sá sem eigi rekur fasta verzlun á ein- hverju kauþtúni, en á þar þó skipsfestar, á einnig forgangsrjett að notkun þeirra, nema svo sje, að allar festar á höfninni sjeu not- aðar af verzlunarskiþum eða fiskiskipum þeim, sem haldið er úti til fiskiveiða, þá er skip hans kemur til«. Óski einhver útmælingar undir verzlunar- lóð, kveður lögreglnstjóri með sjer tvo kunn- uga og óvilhalla menn og tiltekur með þeim lóð þá, sem þörf er á til verzlunarinnar; en sje það í kauþstað, framkvæmir byggiugar- nefndin útmælinguna. »Bæði þeir, sem eiga lóðina i löggiltu kauptúni eða stórar óhyggðar lóðir í kaup- stöðum, og aðrir, er lögmæt rjettindi hafa eignazt yfir landinu eða lóðunum, eru skyldir að láta af hendi gegn hæfilegu endurgjaldi, er lögreglustjóri með hinum tilkvöddu mönnum eða í kaupstöðum hyggingarnefndin ákveður, ef málsaðilar koma sjer eigi saman um endurgjaldið, svo mikla óbyggða lóð, sem útmælendum þykir þörf á til hinnar fyrirhuguðu verzlunar, enda sje lóðin eigi nauósynleg vió rekstur verzlunar eða iðn- aðar, sem þar er fyrir«. Lögin ná eigi til Beykjavíkur. Lög þessi eru eigi einungis hagkvæm og langþráð rjettarbót fyrir kaupmenn þá og kaupmannaefni, er hin eldri löggjöf fyrir- munaði að geta notað löggilta verzlunar- staði, ef aðrir áttu þar land, helzt keppi- nautar þeirra, heldur ættu þau einnig að geta orðið til þess, að drægi úr hinni stjórnlausu löggildingasótt. því orsökin til ýmsra löggildinga og löggildingabæna, stundum rjett við löggilt kauptún, hefir einmitt verið einokun landeigandi kaup- manna í hinum áður löggiltu kauptúnum. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 21. marz. 1891. Veðráttufar Og fl. Vetrarrlkið víðast hvar hjer um bil hið sama, einkum í aust- urhluta álfu vorrar, og fyrir skömmu kom sá kafaldsbylur á Englaudi, sem hafði marga skipskaða og mikið fjenaðartjón í för með sjer; 4000 fjár fórust á einum stað í Wales. Frá Norðurameríku líkar frjettir, einkum hinum eystri fylkjum, og af vatnahlaupum bæði eystra og vestra, er hlána tók. í Atlanzhafi hafa siglingamenn hitt foráttu- mikinn hafís, með jakaborgum, sem stóðu 200 feta úr sjó upp. Hinn 17. þ. m. laust tveim skipum sam- an í hvassviðri við Gibraltar, en á því, er meir lestist, og sökk þegar, voru um 700 vesturfara frá Italíu; og þó alls kapps væri kostað um mannbjargir, ljetu þar líf sitt 576 manna. Danmörk. Samvinna miðtiokksmanna (danska flokksins) og stjórnarliða festist dag frá degi, og er nú á flokk þeirra Bergs og Hörups snúið í flestum málum. Öllu má venjast, og eins óheimild fjárlaganna, þegar svo miklu er af lokið í þarfir lands og þjóðar. Miðflokksmenn hrosa, sitja „greiddir” og „sorgum sneiddir", og þykjast menn ,,at meiri“. Noregur. Steen tók þá eina sjer til ráðaneytis, sem teljast til „hreina“ flokksins vinstri handar. því er sagt, að stjórninni muni verða erfitt um fylgi á þinginu, ef hún tekur til þeirra mála, sem meiru skipta Hægri blöðin hafa margt 1 skopi um ráð- herrana, on segja þeim ærinn aldur skap- aðan, ef þeir lifa kosningarlok (í sumar). I febrúar að ári ætlar Er. Nansen sjer að verða ferðbúinn. Framlög þingsins 200,000 króna, konungs 20,000, og 12 auðugir menn í Noregi eru um 90 þúsundir. Svíaríki. í samgöngu þingaeildanna er sú reyndin á orðin, að tollvinir hafa orðið drjúgari, en atkvæðamunurinn í flestum greinum ekki meiri en 7—9. England. Mdð flokkum Ira, Parn- ellsliðum og Mac Carthys, stendur nú í hörð- ustu viðureign, ekki einungis á Irlandi heima, heldur líka fyrir haf handan í Bandaríkjunum, þar sem hvor um sig hefir erindreka tíl framlagaveiða meðal manna af írsku kyni. Fjórir þar frá Parnell, flytjandi ávarp hans, þar sem skorað er á menn til fulltingis móti landráðum hins flokksins og banda- lagi hans við bragðarefina á Englendi, Glad- stoninga. Er líku líkt goldið af hinna hendi, og stundum við hitt komið, hvað Parnell sjálfum hafi á orðið. Eptir sigurinn við Tokar þykja mörg merki sjást til, að Englendingar ætli að stýra herafla sínum og Egipta til sóknar vestur að Nílá og síðan til Khartum. I Astralíu er tekið til að búa UDdir til fylkjasambands eða ríkja, með sambands- þingi fyrir þau öll, og Nýja-Zeeland þar undir skilið. Sambandið hugsað með líku fyrirkomulagi og í Norðurameríku, en lýð- skyldan við England skal óbrjáluð standa. Manninn, sem sakaður var um White- chapel-morðið síðasta, hefir kviðnefndin tal- ið undan morðsökinni, hvað sem síðar kanu að uppgötvast. l»ýzkaland. Að vísu er í þögu slegið því háværi blaðanna, sem reis af Parísar- gisting Viktoríu drottningu, móður keisar- ans, en hvorugir vilja nú blíðkast, og sam- göngurnar um landamærin eru nú sömu tálmunum háðar sem fyr, og það þrátt fyr- ir, að menn frá Elsas og Lothringen sóttu á fund keisarans og báðu hann slaka til og treysta á fullan trúnað þegna sinna. Stjórn keisarans dregur nú sízt dul á, að henni þykir velfarnan ríkisins undir því komin, að sem beztar hömlur komist á sósíalista, og þetta kemur opt fram í þing- ræðum Caprivis ríkiskanzlara. þeím hrýt- ur líka stundum af munni: „er hann ekki kominn þarna aptur, hann Bismarck gamli!“ Stygðarlega mælir hann líka opt til frelsis- vina, en forustumaður þeirra, Eugen Bichter, lætur hann vita, að þeir sjái nú, hvað sök horfir, og að á þýzkalandi sje stefnt enn í ófrelsisáttina gömlu. Sósíalistar bregðast við öllu óhnuggnir, og hinn 18. þ. m. sendu þeir bræðrum sínum á Frakklandi kærleiks- kveðjur, en þann dag hófst borgarlýðsupp- reisnin í París 1871. I ávarpinu var fram tekið, að verkefnið, sem þeim væri fyrir trúað, væri hnekking peningavaldsins, jafn- aðarskipan þegnlegs lífs, en bræðralag og friður með öllum þjóðum. Vilhjálmur keisari lætur sjer mjög annt um efling flota síns, og fyrir skömmu sagði hann svo í samsæti hjá einum ráðherranna,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.