Ísafold - 22.04.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.04.1891, Blaðsíða 1
K.emui út 'i imevikudogum oy iaugardögum. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. f Austurstrœti 8. XVIII. 32 Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar, góðir landar ! Með gleðihljóm milli fjalls og strandar Falla hlakkandi fjallastraumar; Fagnaðarríkir sumardraumar Eætast, sem blöð í brumi dreymir ; Um bjarklim fjörgandi vordögg streymir, Nú er hátíð í hverjum dal Allt hlakkar til þess, er koma skal. Kallari lífsins, ljósmild sunna, |>au ljóð, sem allir vilja kunna, Fagnaðarljóð, á fjöll og strönd Fagurt ritar með kærleiks hönd. Náttúran fer að bregða blund’, Hún bíður eptir lausnarstund, Jpá kastar hún vetrarkufli af sjer |>ví krýningardagur hennar er Hið fagra sumar; hin fríða drottning Hjá fólkinu vekur þá sanna lotning. En — lítið þó eigi ávallt niður Á unað jarðar, sem töfrar yður; Enginn þeim fögnuði æðstum gleymi, Sem ekki er fæddur af þessum heimi. Gleðilegt sumar, aldnir með ungum! Enginn bugist af sorgum þungum ! Berist niður frá bláheims sal Blíða guðs yfir sjerhvern dal! Hvert morgunsár oss sendi þrótt Og sigurvon eptir liðna nótt, Og sjerhvert oss veiti sólarlag Sælan frið eptir liðinn dag. Bjakni Jónsson. Landsbankinn. 11. (Síðari kafli). í fyrra kafla þessarar greinar, 4. þ. m., var gerð grein fyrir hag landsbankans eptir síðasta reikningi hans, og sýnt fram á, að honum hefir tekizt á sinum frumbýlingsár- um að græða um 100,000 kr. og gera sig þar með allvel sjálfbjarga. |>ví reið líka á öðru framar fyrst í stað. Nógar voru hrakspárnar um hann frá fjandmönnum hans, og trú hinna á honum margra mátti naumast minni vera. En hrakspárnar hafa sprungið og vantraustið orðið til skammar. Vonargrip eða á völtum fæti álítur enginn maður landsbankann lengur í fullri alvöru, — enginn skynberandi maður. Enginn hefir ástæðu til annars en að hafa á hon- um fullt traust. Hann hefir eigi einungis haft góð tök á að græða, heldur sýnt í smáu og stóru, að glæfralega fer hann ekki að ráði sínu. |>etta var hans fyrsta og æðsta skylda: að koma undir sjálfan sig öruggum fótum í efnalegu tillit og ávinna sjer að öðru leyti sem mest traust. En—það var ekki og er ekki hans eina skylda. Reykjavík, miðvikudaginn 22. apríl. Lögákveðinn tilgangur landsbankans er: »að greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna«. Til þess að geta náð þessum tilgangi var fyrsta skilyrðið það, að hafa nokkuð í köggl- um, vera ekki mjög merglaus eða valtur á fótum. En að því fengnu skyldi taka til starfa að vinna að aðaltilganginum af fullri orku og áhuga. Honum átti vitanlega að sinna og var sinnt frá upphafi meðfram; en meðan aðaláherzlan hlaut að liggja á hinu, að koma ár sinni sem bezt fyrir borð,—á meðan hlaut að verða minna um skriðið á- fram að aðalmarkmiðinu. Nú virðist frumbýlingshokrið eigi nauð- synlegt lengur, heldur tími til kominn að færa út kvíarnar og reka búskapinn með fullu fjöri, eins og jörðin ber. Til þess að geta náð áminnztum aðaltil- gangi sínum þarf bankinn að auka störf sín að miklum mun. Hann þarf að vera eins og ötull og framtakssamur kaupmaður, sem lætur sjer eigi nægja að standa með hönd- ur í vösum í búð sinni og bíða þess, að góðir viðskiptamenn rekist þangað inn, held- ur hefir alla framkróka til að útvega sjer svo mikil og góð viðskipti sem auðið er. Bjóðist honum eigi sjálfkrafa markaður fyrir þá og þá vöru, þá leitar hann upp slíkan markað. Hann veit og, að ofmikla varfærni þarf jafnt að varast eins og of- mikla djarffærni; að listin sú að græða sem mest er í því fólgin, að rata rjett meðal- hóf þar á milli. Hann þekkir það einnig, ef hann er vitur maður og vel innrættur, að því að eins verður hagsæld hans lang- gæð og ánægjuleg, að hann hafi jafnframt í huga að efla heldur en hnekkja almenn- ingshag, og vinni að því eptir megni. Hann er vakinn og sofinn við sína iðju með það takmark fyrir augum, að efla sinn og ann- ara hag. Hann hefir ekki atvinnu sína í hjáverkum, heldur ver til hennar öllum tíma sínum og allri orku. það var bæði forn lenzka og vantrausts- eða varúðarhugsunin, sem rjeð því — þótt ýmsir væri á öðru máli —, er bankinn var settur á laggir, að bankastjórnin og öll störf við hann skyldu vera hjáverk. þá þurftu launin ekki að vera nema aukageta, en launasparnáður sama sem gróði, að menn hugðu. En látum svo vera, að þar hafi ekki verið skakkt farið að upphafi, sem margur efaði þá ogefar enn, þá er sýnileg ráðleysa að halda þeirri stefnu áfram nú eða lengur en orðið er. Störf bank- ans eru nú þegar orðin svo mikil, að þau verða ekki höfð í hjáverkum framar, að minnsta kosti ekki öðru vísi en til mikils baga bæði fyrir stofnunina sjálfa og al- menning. Breyting í því efni er óhjá- kvæmileg, þó að ekkert væri hugsað um að láta bankann færa út kvíarnar, eins og bent hefir verið á hjer að framan, hvað þá 1891 heldur ef það er gjört, en öðru ætii eigi þing og þjóð að una og mun ekki una. Hvorki framkvæmdarstjóra-staðan nje gjaldkera- eða bokarastaðan við bankann mega vera hjáverk lengur. Og honum er þegar vaxinn svo fiskur um hrygg, að hann getur vel risið undir því að launa nýtum mönnum í þessum embættum að fullu, svo þeir geti gefið sig alla við þessari iðju, bankastjórn og bankastörfum, eins og vera ber. Hann á að visu að greiða í landssjóð upp frá þessu eða frá 1. júlí í sumar 1”/. af seðlafúlgunui, er landssjóður hefir hjálpað honum um ókeypis hingað til, og fyrir hentugra eða betra húsnæði þarf bann að hugsa handa sjer áður en langt um líður ; en hitt er honum eigi of vaxið að heldur, og hann hlýtur að hafa þann hag af því, er fram í sækir, að vel vinnist upp. Sumir kunna að állta skipun framkvæmd- arstjóraembættisins, eins og hún er nú, svo órjúfanlega, að það standi algjörlega fyrir þessari breytingu. Vitanlega kemur engum til hugar að fara fram á afsetning manns þess, er nú er framkvæmdarstjóri bankans, þó ekki sje nema í hjáverkum. Fyrst og fremst er síður en svo, að hann hafi til þess unnið, þar sem það er undir hans stjórn, er bankinn hefir grætt svo vel sem hann hefir gjört og aflað sjer trausts og álits. Og þótfc hins vegar hugmyndin hjá stofnendum bank- ans hafi eflaust aldrei verið sú, að þetta st j órnarfyrirkomulag ætti að haldast til lang- frama, heldur hafi þeir hugsað sjer það að eins sem bráðabirgðafyrirkomulag fyrstu árin, þá mun samt enginn þess konar fyrirvari hafa verið hafður, þegar framkvæmdarstjóra- staðan var veitt, og því hafi hann fullan lagarjett til að halda henni meðan hann lifir, — í hjáverkum. En bæði er það, að hann mun samt sjálfur eigi hafa skoðað þessa stöðu öðruvísi en bráðabirgðafyrirkomulag og sjerstaklega að sögn ekki hugsað sjer að sam- eina hana við það embætti,er hann hlaut eptir fáein ár, háyfirdómaraembættið, nema sem allraskemmst, svo sem meðan verið væri að útvega annan álitlegan mann í framkvæmd- arstjórastöðuna, enda væri ástæðulaust að ætla honum annað en að hann mundi fús að þoka sjálfkrafa, ef því væri að skipta og hafi hann eigi tekið þeirri tryggð við fram- kvæmdarstjórastarfið.að hann kjósi það held- ur sjálfur en háyfirdómaraembættið, jafnvel með minni launum nokkuð; — mjög miklu þyrfti það ekki að muna, því fyrir öllu minna en 5000 kr. t. d. þarf ekki að hugsa til að fá valinn mann yfir bankann. Aðalatriðið verður, er til kemur, að fá slífe- an valinn mann. |>að þarf helzt að vera ungur og ötull kaupmaður, lipur og mikið vel að sjer, nákunnugur landsmönnum og landshögum, ogvel þokkaður. Sjerstaklegr- ar undirstöðuþekkingar á bankastörfum er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.