Ísafold - 25.04.1891, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.04.1891, Blaðsíða 4
132 skjóta saman og láta smíða gullkórónu og gimsteinum setta handa Kristínu Spánar- drottning og gefa henni í minuingu þess, að Isabella drottning hin kaþólska seldi af sjer kórónu sina, að sagan segir, til þess að út- vega Columbusi fje til ferðarinnar, er hann fór að leita Ameríku. I Valladolid, þar sem Columbus andaðist, á að reisa voldugan minningarvarða, og múgur og margmenni ætlar að fara pílagrímsför í einum hóp til hafnarborgarinnar Palo3, en þar bjó Colum- bus skip sín vestur uin haf. Hjúskaparauglýsing : »Höfðingi Indíana kynkvíslarinnar Haynse býður heiðarlegum, ungum, hvítum manni, er hefir góðar meðmælingar, 1000 hesta, ef hann vill ganga að eiga dóttur hans 18 vetra. Hann verður að setjast að í Indíanabyggð og kunna til landbúnaðar. Hestarnir eru 50—80,000 dollara virði. Stúlkan er meðal kvennmaður á hæð, vel farin í andliti, svarteyg og hárprúð mjög, og vel limuð. Hún er háttprúð og býður af sjer góðan þokka«. Samkvœmt löpum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað' d alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Jóhannesar Guðmundssonar J'rá Borg, er drukknaði í Stokkseyrarveiði- stöð 25. p. m., að bera fram kröfur sín- ar og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsmgar. Sömuleiðis er skorað á alla þá, er skulda dánarbúinu, innan sama tíma að gjöra skil jyrir skuldum sínum. Skrifetofu Árnessýslu 31. marz 1891. Sigurður Briem, settur. Við burtför mína úr Reykjavík hefi jeg falið herra Ásmundi Sveinssyni öll mál mín fyrir yfirdómi, og auk þess öll önnur máls- færslustörf. er jeg hefi haft á hendi. Við ritstjórn xíslenzka Good-Templars« hefir tek- ið Bjarni Jónsson, realstúdent, en útsend- ing verzlunarmaður Borgþór Jósepsson, og snúi nýjr kaupendur sjer til hans. Skuldir fyrir blaðið borgi kaupendur utan Reykja- víkur á afgreiðslustofu ísafoldar. f>eir, er skrifa vilja til mín, sendi brjéf sín fyrst um sinn póstafgr. á Prestbakka í Skaptafellsýslu. P t. Odda á Rangárvöllum 18. apr. 1891. Guðl- Guðmundsson, cand. jur. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 23. nœstkomandi tnaímánaðar verður eptir ósk ekkjufrúar Kristínar Skúladóttur haldið opinbert uppboð í Kirkjubœ á Rangárvöllum á allskonar húshlutum, bæði innan húss og utan, rúmfatnaði, reiðverum, reipum, eld- húsgöngum o. s. frv., miklum sauðfjen- aði og hrossum m. ft. Uppboðið byrjar kl. 10 fyrir hádegi. Uppboosskilmálar verða auglýstir á upp- boðsþinginu. Skrifstofu Rangárvallasýslu 10. apríl 1891. Páll Briem. -------\------------------------------- Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á erfingja Einstínveigar Einars- dóttur, er andaðist 2. maí f. á. í Drangs- hlíð í Austur- Eyjafjallahreppi, að koma fram og sanna erfðarjett sinn fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu, áður en 6 mánuðir eru liðmr jrá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Skipta- fundur verður haldinn á skrifstofunni laugardaginn 14. nœstkomandi nóvember- mánaðar kl. 12 á hádegi. Skrilstofu Rangárvallasýslu 11. apríl 1891. Páll Briem- Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorvð á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Tómasar Stgurðssonar, er andaðist að Varmahlíð 1. des. f. á., að lýsa skuldum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda Rangárvallasýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu aug- lýsingar þessarar. Skiptafundur verður haldinn í Steina- helli í -Austur Eyjafjallahreppi að af- loknu nœstkomandi manntalsþingi þar í hreþpnum. Skrifstofu Rangárvallasýslu 11. apríl 1891. Páll Briem- Verzlunarbókhaldari. Alvanur, duglegur, ókvæntur verzlunar- armaður og bókhaldari, er um mörg und- anfarin ár hefir fengizt við verzlunar- og bókhaldarastörf og hefir ágæt meðmæli, óskar atvinnu. Menn snúi sjer til »Verzlunarmannafje- lags Reykjavikur*. Kjær & Sommerfeldt vín og vindlar hjá Steingrími Johnsen. Efni í skips-hlunna (hvaíbein) selur Steingrimur Johnsen. Ú p p b o ð. Næstkomandi fimtudag hinn 30. þ. mán. kl. 11. f. m. verður opinbert uppboð haldið við verzlnnarhús G. Zoega & Co á ýmsu timbri úr strönduðu skipi. Söluskilmálar á uppboðsstaðnum. Reykjavik 25. apríl 1891. ________________G. Zoéga• Forngripasaíniö opm nvern mva. og Id. kl. 1 • 2 Landsbankinn opmn hvern virkan dag kl. 12-2 Landsbókasafnið opið hvern lúmhelgan dag kl, 12_2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 --3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Halnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—1 og 3—5. iofnunarsjóðurinn opmn 1. mánua. 1 hverjum mánuði ki. 5—6 v eðurathuganir í R.vík, eptir Dr. J. Jónassen april Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt. á nótt. um hd. ím. em. í’m. em. JVlvd.22. + 4 + 9 777.2 777.2 0 b u b Fd. 23. + 4 + 9 777.2 777.2 Nv h b Nv h b Fsd 24. Ld. 25. + 4 + 2 + ö 774.7 7ö9.ö 7(59.6 Sv h d N hd V h b Hinn 22. var hjer fagurt veður og logn og likt veður næsta dag; g«kk svo til vestur útsuð- urs með hægð, og i norður í morgun (25.), hæg- ur dimmur. Rítstjðri Björn Jónsson cand. phil. Rrentsmiðja ísaloldar. 8H Eiríkur var ávallt beitarhússsmali á vetrum í Hofteigi og stóð yfir sauðum allan daginn. Fór hann, eins og siður er, snemma á morgnana að heiman, og kom heim aptur þeg- ar dimmt var orðið á kvöldin. Einn vetur var hann Ijeður frá Hofteigi fyrir sauðasmala að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. f>ar bjó þá ekkja, er Anna hjet; fyrirvinna hjá henni var þá Steíán Ólafsson sterki úr Húsa- vík, mikill maður og sterkur; hann kvæntist ekkjunni síðar. Stefán var heima við á daginn og hirti gripi þá, er heima voru. |>að hafði farizt fyrir hjá Stefáni að moka hesthúsið nógu opt, og hafði safnazt fyrir svo mikið undan hestunum, að þá tók nærri heima í ræfrinu. Eiríkur var allan daginn við beitarhúsin og kom seint heim á kvöldin, og þá stundum með hærusekk mikinn fullan af sauðataði frá beitarhúsunum. Eiríki þótti daufleg vistin á Aðalbóli og þóttist þar hafa orðið fegnastur mat sínum, eins og Grettir á Reykhólum, enda sagði hann svo sjálfur frá, að hÚ3freyja hefði haldið öllu til Stefáns sem bæði var í tilhugalífi við hana og heima á daginn; fannst Eiríki að Stefán ætti ofgott í saman burði við sig, en hefði þó öllu ljettari störf og hægri, og fjekk hann af þessu óvild nokkra til Stefáns; þótti hann og um of hús- bóndaríkur á heimilinu. J>á var það eitt kvöld um veturinn, er Eiríkur var heim kominn frá beitarhúsum, að Stefán skip- ar Eiríki að moka hesthúsið morguninn eptir, áður en hann færi á beitarhúsin ; en Eiríkur tók lítt í það, en segir á þá leið, að Stefán muni ekki annað þarfara vinna sjálfur. Hefur Stefán þá í heitingum við hann, og líður svo nóttin. Morg- uninn eptir fer Eiríkur að vanda snemma til beitarhúsa og 87 var Steían þá eigi risinn úr rekkju. Um kvöldið tekur hann með sjer taðpoka heim. Hafði hann pokann á bakinu í bandi og brugðið lykkju fram fyrir höfuð sjer að halda í; ófærð var nokkur og fannir sumstaðar; þegar heim kom að bænum, lá leið Eiríks fram hjá hesthúsinu, en dimmt var orðið, og er hann gengur fram hjá hesthúsdyrunum veit hann ekki fyr til en Stefán suarast út úr hesthúsinu, að honum og rekur hnefann svo hart á nasir Eiríki, að blóð fjekk um hann allan. Eiríkur reiðist, fleygir lykkjunni í yfir höfuð sjer, svo hann verður laus við byrðina, og ræðst á Stefán; varð þar harður aðgangur, en svo lauk, að Eiríkur hafði Stefán undir og hjelt honum föstum í skaflinum og ljet blæða úr sjer í andlit honum, þar til honum hætti að blæða. Ljet hann þá Stefán loks upp standa, og fór sjálfur heim til bæjar. Ekki lagði Stefán neitt til Eiríks upp frá því, hvorki illt nje gott, að hann sagði. þegar Eiríkur var vinnumaður á Hallormsstað hjá síra Gunnlögi, var það eitt sumar á túnaslætti, að hann var að slá í túninu með öðrum piltum. J>eir höfðu gengið að slætt- inum um apturelding, eins og venja var til. Eiriki þótti gott að taka sjer dálítinn blund um dagmálaleytið, og þennan sama dag hafði hann fleygt sjer niður í slægjuna og sofnað um þetta leyti. Vill þá svo til, að prestur gengur út í slægjuna til pilta sinna og sjer hvar Eiríkur sefur, gengur að honum og spyrnir hart við honum fæti og segir: »sefur þú, svikarinn Eiríkur ?« Eiríkur sprettur upp og er hinn reiðasti, tekur um hendur presti og kreisti svo fast, að hvítna fingurnir, neri síðan saman gómunúm svo að neglurnar rifnuðu upp og blæddi úr. Prestur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.