Ísafold


Ísafold - 02.05.1891, Qupperneq 1

Ísafold - 02.05.1891, Qupperneq 1
K.emui át á migvikudögum og laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Boigist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skriiieg) bundin v;ð áramót, ógildnema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVIII. 35 I Reykjavík, laugardaginn 2. maí. 1891 Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 18. apr. 1891. Veðrátta var til þess fyrir skömmu köld og skrykkjótt, en nú er sem vorblæs kenni bæði hið syðra og á norðurlöndum. Friðarhorfur. Sem títt er á vorin, eru í blöðunum mörg veður í iopti og mörgu spáð um frið eða ófrið. Að svo komnu verða menn að hlíta ummælum höfðingjauna, sem við öll tækifæri biðja menn vera ugglausa um sumarblíðu friðarins. »Frestur er á illu beztur«. Danmörk- þÍDginu slitið 1. þ. mán., að óbúnum fjárlögum, sem um mörg undanfar- iu ár. Allt um það klappa stjórnarliðar og binir nýju bandamenn þeirra—»binir dansk- lynau vinstrimenn«—lof í lófa yfir afreks- verkum þingsins, og taka meðal þeirra helzt fram: ölskattslögin, fríhafnarlögin og nýmælin um viðurlífisframlög til aldraðs fólks (yfir sextugt), auk fi. »Mjór er mikils vísir«, segir Estrúp, »er vinstrin er fleyguð í tvennt!« »Kunnum ekki það að lasta !« segir hinn hluti vinstrimanna; lið vort er nú kannað, og nú geta kjósendurnir sjeð, hvar sök horf- ir, en bæði þeir, og ráðaneytið um leið, að tengslin eru þar óslitin, er til heimildar fjár- laganna kemur*. Nei, reiðileysunni og rugl- inu er ekki lokið í stjórnarfari Dana, og verð- ur vart fremur nú en fyr við harðar sam- göngur flokkanna á fundamótunum; en þau eru nú um allt land byrjuð. Ný útgerð búin til nýrrar landkönnunar á austurströnd Grænlands, eða á svæðinu ó- kennda milli 66. og 70. mælistigs í útnorð- ur frá Islandi—og er ráð gert fyrir vetrarsetu á þeim slóðum í vetur komandi. J>au Friðrik konungsefni og kona hans eru í Stokkhólmi um þessar mundir. Yiðtökurn- ar glæsilegar og fagnaðarfullar. Oskar kon- Ungur hefir sæmt gest sinn hershöfðingja- oafni i her Svía. Noregur Og Svíþjóð- Yfir þingmálum er setið í báðum ríkjum, en engu stórvægi legu af lokið. Á stórþingi Norðmanna rætt um útfærslu kosningarrjettar, en álit flokk- anna nokkuð fjölbreytt. Hjá Svíum verða hægrimenn (tollvernda- vinir) ofan á í flestum málum eða nálega öllum við samgöngu þingdeildanna, t. d. um framlög til hers og laudvarnar. Eptir manntal Norðmauna, haldið í byrj- un þ. á., ætla menn að talan reynist nokk- uð yfir 2 miljónir, en ekki er fullreynt fyr en þeir eru einnig taldir, er þá voru er- lendis eða í siglingum. England- Samaogáðuraf rimmumíraað segja; en í tveimur þingkosningum hafa Parnelisliðar orðið að lúta í lægra haldi. I Bradford, miklum iðnaðarbæ á Eng- landi, hafði fyrir skömmu verkfall vefnaðar- manna miklar róstur í för með sjer, og varð vopnuðu liði til að beita áður kyrrt yrði. Ejöldi manna fengu þar sár og lemstra. Torystjórnin hefir kvatt menn í nefnd til að ræða um verkmannamálið og eru margir þeirra verkmöuuum vilhallir, en sumir for- ustumenn í fjelögum þeirra. Sum blöð segja, að stjórnin leiti sjer þar með lýðhylli, og þetta sje skákbragð móti Gladstoningum, sem nú sinni fáu öðru en Irlandsmálinu. Manipúr heitir fjallbyggðarland á land- norðurhorni índlands. Landsbúar eru um 200,000, en höfðingja þeirra hefir erfingi hans rekið frá ríki, og hann hefir svo flúið á náðir Englendinga, því yfirtilsjón þeirra verður landið að lúta, og þar hafa þeir sinn erindsreka eða tilsjónarmann. Með því að hann hlutaðist hjer til og fekk hersveit sjer til liðs senda, þá urðu laudsmenn æfir, rjeð- ust á varðsveit erindsrekans — hann hjet Qvinton — og báru hana ofurliði. Höfðing- inn sjálfur sendi menn á fund erindsrekans og foringja hersveitarinnar, og þóttist vilja semja við þá um vopnahlje. J>eir trúðu hon- um; en er þeir komu í hallargarð hans, voru þeir handteknir og drepnir,en lík þeirra herfi- lega leikin. Síðan ný atganga þeim veitt, er eptir lifðu, og komst að eins nokkur hluti lífs undan. Nú hafa Englendingar sent at- faralið þangað norður, og má nærri fara um, til hverra lykta dregur fyrir landið og höfð- ingjann grimma, ef á honum verða hendur hafðar. þegnatala Englandsdrottningar á Indlandi er nú 285 miljónir, eða 30 milj. meiri en fyrir 10 árum. Eptir langt þref um fiskirjettindi Frakka við Newfoundland er samningur kominn á með þeim og Englendingum, sem Frökkum þykir sanngirni svara, en eyjabúar vilja ekki við eira. J>eir tala nú hálft í hvoru um að segjast í lög með Bandaríkjunutn, síðan stjórnin gaf þeim í skyn, að til atfara kynni að koma, ef þeir ljetu ekki frönsku fiski- mennina í friði. Nefndarþingið í Australíu hefir nú lokið forspjallaverki sínu um ríkjasambandið, en höfuðatriðum er rjettast frá að herma, þeg- ar allt er um garð gengið á þingunum og samþykktir til alls fengnar frá Englandi. Af dánum mönnum á Englandi er Gran- ville jarls að geta. Hann varð 76 ára að aldri; stóð þrisvar fyrir utanríkismálum, en hafði og önnur embætti á hendi í þeim ráða- neyturn, er Viggar skipuðu. Hann var alda- vin Gladstones og hefir fylgt honum í öllu sem dyggilegast. Þýzkalancl- Fæðin sama með þeim Vilhjálmi keisara og Bismarck, og það vott- aðist nýlega, eða 1. þ. m., afmælisdag skör- ungsins, er eDgar kveðjuóskir komu frá keis- aranum. Bismarck byrjaði þá sjöunda árið um sjöfcugt, en átti því að fagna, að lof hans hljómaði þann dag um allt J>ýzkaland, en virðingarkveðjurnar bárust honum þús- undum saman. Frá »Iðnaðarsambandi J>jóð- verja» (VerbancL deutcslier lndustrie) fjekk hanu að heiðursgjöf dýrindisborðbúnað,mesta forkunnarsmíði, og vó silfrið í honum mörg hundruð punda.— J>ann dag var keisarinn í Lýbiku, kominn þar á ferð til hafnarborga sinna; og þó þeir Bismarck sæjust þá ekki, mun að því koma, að funduru þeirra beri saman, því Bismarck verður nú til þings kosinn í Geestemiinde í Hannóver. — »Við konungur sjáumst aptur, þó síðar verði», er haft eptir honum, þegar hann fór frá Berlin í fyrra vor. Welfasjóðurinn—upptektarfjeð frá Hannó- ver—mun nú eiga að hverfa aptur til erfingja Hannóvers konungs, eða leigur þess verða borgaðar hertoganum af Cumberlandi. Bæði frammistaða sósíalista á þingi og það sem haft er eptir foringjum þeirra, Be- bel og Liebknecht, vottar, að þeir ætla sjer hjeðan í frá að fara varlega í sakirnar. Báðir ráða frá að byrja verkaföll, utan í aug- um uppi liggi, að sigur náist. Viðurhluta- mest kalla þeir þó, að hefja ofríkistiltektir eða uppreisnir, meðan verkmenn hafa ekki aflann meiri eða eiga ekki vopnanna ráð. J>eir eigi að halda áfram að efla lið sitt og samheldi. Sum blöð hafa orð á, að á sundr- ung sje farið að brydda í verkmannalýðn- um. 1 Vestfali er fjelag stofnað, sem heitir »hið evangeliska verkmannafjelag». I því eru 1500 manna. Nýlega var á fundi þess for- dæmt, að seilast eptir samverknaði við út- lend byltingafjelög, en J>jóðverjum hollast kallað, að venda til keisara síns og hans forsjár trúnaðar- og traustsaugum. Frakkland- í lok umliðins mánaðar sendi Bússakeisari Carnot forseta St.Andre- as-orðuna, hæsta dýrindi þess kyns á Búss- landi, og vart öðrum en tignum mönnum boðið eða ætlað. A shkt öllum blöðum mjög starsýnt, og þýzku blöðin kváðu þetta full- votta samband Bússa og Frakka. Blöð Bússa höfðu hjer aðrar útskýringar, og sögðu, sem satt mun vera, að orðan væri þakkar- kurteisi fyrir gestrisni Erakka við frændur og ættingja keisarans, hvar sem þeir gistu innan endimerkja franska ríkisins. Annars er samheldi Frakka og Bússa svo gott í öll- um málurn, að vant er að sjá, hverju banda- lag eða sáttmáli mætti þar á bæta. Eulltrúar námafólks frá Englandi, Belgíu, J>ýzkalandi og fleiri löndum — auk Erakka— áttu fund með sjer í byrjunþ.m.í París. Opt lá við fundarslitum sökum ofsa og háværis, en fulltrúar Englendinga gátu stillt til friðar og aptrað endileysu. Loks samdist mönnum um, að alþjóðasamband námaverkmanna skyldi bíða rannsókna og ályktargreina af nefnd, sem áður er til slíks kosin í Bryssel. Enn fremur að styðja með framlögum náma- verkmenn í Belgíu, ef þeir tækju til verka-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.