Ísafold - 27.06.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.06.1891, Blaðsíða 1
&€iuu' ót miðvikudöi’um og laugardögura. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 k . Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn iskritíeg) bundni v ð áramót, ógild nema komin -)> til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti S. XVIII. 51 Reykjavík, laugardaginn 27- júní. 1891 Um kirkjur á íslandi. Eptir þórarinn Böðvarsson. V. I stað allra hiuna áðurgreindu gjalda virð- is rjettast að setja að eins eitt gjald, og virðist allra sízt efasamt, á hverju það eigi að vera byggt, það er: á tölu fermdra manna, karla og kvenna, í hverri kirkjusókn. Kirkjan er samkomuhús safnaðarins til helgra athafna. |>að er þó auðsætt, að samkomuhús þetta verður að vera því stærra, sem söfnuðurinn er stærri, og undir eins dýrara að koma því upp og halda því við. jpað er sama reglan og gildir hvort sem menn byggja íbúðarhús handa sjer og heimamönnum sínum eða fjenaðarhús. Eins og jeg geti eigi ætlað, að neinum geti blandazt hugur um, að það sje hið eina rjetta, að byggja gjald til kirkju á tölu þeirra sem eru á þeim aldri að nota kirkjuna, svo getur hitt verið vafasamara, hversu hátt þetta gjald eigi að vera á hverjum manni. Eptir manntali 1888 var tala fermdra manna á landiuu rúmar Ö6 þúsundir. Um sama leyti var tala kirkna 280. Ef nú fyrir hvern fermdan mann ætti að greiða 1 krónu þú yrðu tekjur kirkna að meðaltali rúmar 200 kr. og mundi það fyllilega nægja til allra hinna áðurgreindu útgjalda, ef það fje, sem afgangs er á ári hverju, er ávaxtað. Samkvæmt þessu geldur giptur maður, semhefir 8 hjú, 10 kr. til kirkju. Jeg set að hinn sami maður búi á 24 hndr. jörð; er þá tíund af henni eptir núgildandi verðlags- skrá................................4,00 kr. Hann skal tíunda 16 hndr. af lausa- fje, tíund þar af er..................2,83 — Ljóstollur............................1,60 — ^ úr legkaupi ...................0,50 — orgelgjald............................2,50 — geldur þá hinn sami maður eptir nú gildandi lögum ...................11,43 — Má af þessu sjá, að krónugjaldið er alls eigi tilfinnanlegt fyrir neinn, og eigi heldur fyrir þá, sem eiga að greiða í meira lagi. En það eru undanþágurnar, sem gjöra gjaldið svo ódrjúgt eptir hinum núgildandi lögum, undir eins og það við þær verður ójafnaðar- fullt, svo fullt ójafnaðar, að það er óhafandi. það skerðir eigi svo lítið lausafjártíundina, að engin tíund er greidd til kirkju af því hundraðatali, sem eigi nær fullum 5 hundr- uðum. Jeg hefi talið gjaldið til kirkju í krónu- tali, sem nú er allt miðað við í öllum við- skiptum. Sje jeg engar ástæður til að halda þar hinu forna álnatali, sem eiginlega er úrelt, þó það væri við haft, þegar svo mátti heita, að peningar væri ekki til. Oll gjöld til kirkju verður auk þess að sjálfsögðu að gjöra að peningum Jeg tel sjálfsagt, að hver einhleypur maður eða kona, sem er sjálfum sjer ráðandi eða hefir arð vinnu sinnar, greiði gjaldið af hendi fyrir sig, en sjerhver heimilisfaðir eða móðir fyrir sig og heimamenn sína. Hitt virðist eiga að vera komið undir frjálsum samningi milli húsbænda og hjúa, hvort hjúið endur- geldur húsbændunum kirkjugaldið eða ekki. það virðist eðlilegast, að gjald fyrir sveit- arlimi sje greitt úr sveitarsjóði. Hreppur- inn er að sjálfsögðu jafn-skyldur til að ann- ast þeirra andlegu þarfir, eins þær líkamlegu, og sveitarlimurinn hefir ekkert að greiða. Eins og jeg áður hefi drepið á, álft jeg það hagkvæmt að stofna einn kirkjusjóð fyrir kirkjur á landinu; ættu allar tekjur kirkna, sem ekki þarf að brúka á því ári, að greiðast í hann -og aptur að greiða úr honum, þegar kirkjur eru byggðar eða við þær gert. Hagkvæmast virðist, að stjórn landsbankans hafi umsjón yfir sjóði þessum og ávaxti hann, en stiptsyfirvöldin og lands- höfðinginn hafi umsjón yfir stjórninni. Pje þeirra sjóða ætti að ávaxta eptir sömu regl- um og landssjóðs; sjóður þessi er síðan jafn- hliða landssjóðnum. Jeg gjöri ráð fyrir, að kirkjum verði fyrst og fremst lánað úr sjóði þessum, þeim sem eru fjevana. því rjett álít jeg að semja reikning hverrar kirkju sjerstaklega, eins eptir og áður, og gjöri þó ráð fyrir, að þeim, sem hafa lánað kirkjum, verði endurgoldið það á tilteknu árabili og eins allar inneign- ir greiddar inn í sjóðinn, sömuleiðis á til- teknu árabili. þegar til þess kemur, að leggja fje til byggingar og aðgjörðar kirkjum, virðist rjett, að hafa tillit til þess, hvaða tekjur hver kirkja hefir og hvað hún á í sjóði, og hvern- ig hagur hennar er þá og líklegur til að verða síðarmeir. Ef einstakar kirkjur eru mjög fjeþurfa, sökum sjerstakra ástæðna, þá virðist rjett að hafa þessa gömlu reglu, að »taka frá einni kirkjunni og gefa hinni«, með öðrum orðum: að veita þeim lán úr hinum almenna sjóði, svo þær geti verið í sómasamlegu standi, og svo útbúnar, að guðsþjónusta geti farið fram í þeim. Með þessari nýbreytingu er það engan veginn útilokað, að einstakir menn gefi kirkjum það sem er þeim til prýðis og gagns. Er það gamall og góður siður, sem ekki er enn úreltur, heldur hafa einnig erlendir menn gefið kirkjum prýðilega gripi, t. d. stórkaupmaður W. sál. Fischer og stórkaupmaður Lefolii, er gaf kirkju prýði- legt harmoníum. Bóndi, Vigfús í Hliðsnesi, gaf fyrir fám árum ljósakrónu sem kostaði 250 kr. Að hinu leytinu hafa þeir verið til, sem ekki hafa reynzt svona hugaðir. T. d. vildi nýlega stórkaupmaður gefa eitthvað kirkju í minningu föður síns; en þegar prestur stakk upp á, að það væri harmoní- um, þá þótti það of mikið, og eins þó að prestur byðist til að gefa helminginn. Var þá álitið hæfilegt að gefa altarisstjaka; komnir eru þeir, en prestur hafa borgað. Ef söfnuðir eins og jeg álít rjett fá kirkjur til utnráða, þá leyfi jeg mjer að vona, að kirkjurnar verði þeim enn kærar, og að slíkar gjafir fari í vöxt. Hjeraðsfundur Húnvetninga. Sunnudagl4. þ. m. áttu allir prestar Hún- vetninga og flestallir safnaðarfulltrúar (12) fund með sjer að þingeyrum eptir messu (síra Stefán M. Jónsson stje í stólinn), sam- kvæmt skriflegu fundarboði hjeraðsprófasts- ins, síra Hjörleifs Einarssonar í Undorn- felli. Fundurinn byrjaði á fyrirlestri pró- fasts : »Hvernig eigum vjer að byrja ?« um hið fyrsta mál á dagskrá, kristindómsmálið, er síðau urðu langar og fjörugar umræður um, og ýmsar tillögur samþykktar, þar á meðal: a) ein frá prófasti um, að prestar gengist fyrir því í sóknum sínum, að börn frá 11 ára til fermingaraldurs gangi undir opinbert próf prestsins með tilkvöddum prófdómendum ár h\ert fyrir miðjan maí, í barnalærdómi, biflíusögum, skrift og reikn- ingi, og sendi síðan prófasti skýrslu um prófið; b) að prestar og hreppsnefndir gjöri þá kröfu til sveitakennara, að þeir geti út- listað fyrir börnum lærdómskverið; c) að prestar og söfnuðir gangi eigi út úr kirkj- unni að aflokinni messugjörð svo framarlega sem presturinn eða einhver af söfnuðinum vill vekja eitthvert samtal eða umræður kristilegu lífi til eflingar, fyr en þessu er lokið; d) að láta í ljósi þá innilegu ósk til biskups og kennara prestaskólans, að þeir gjöri sitt ýtrasta til að koma sem fyrst á kirkjulegu tímariti, en á rneðan slíkt tíma- rit geti eigi komizt á, þá noti menn »Sam- eininguna« sem málgagn íslenzku kirkjunn- ar, og leitist af alefli við að styðja að við- gangi hennar og útbreiðslu; e) að fela pró- fasti að skrifa biskupi um, að koma því til leiðar, að prestum hjer á landi sje leyft að viðhafa alla sömu biflíutexta við guðsþjón- j ustugjörðina, sem lögleiddir eru í Danmörku. Prófastur las upp brjef frá biskupi með | þakklæti til prófasts og hjeraðsfundar fyrir frammistöðuna í fyrra og ýmsum bending- um hjeraðsfundum viðvíkjandi. Um bindindismál urðu talsverðar umræð- ur og samþykkt að lokum sú uppástunga prófasts, að prestar gjöri sitt bezta til að fá börn á fermingaraldri og aðra unga menn til að neita sjer um áfenga drykki og tóbaks- brúkun. Eptir uppástungu prófasts gengu prestarnir allir í fjelag með að kaupa guðfrœðisbœkur eptir framúrskarandi guðfræðinga og útlend kirkjuleg tímarit, til þess að geta því betur fylgzt með •tímanum. Allir viðstaddir prestar gengu í fjelag þetta með 5 kr. tillagi. Til prestsckknasjóðsins gáfu nokkrir fund- armenn 2—5 kr., eptir áskorun prófasts. Fundurinn samþykkir, að Staðarbakkasöfn- uður og Hofs söfnuður á Skagaströnd tæki að sjer umsjón og fjárhald kirknanna. Kirkjureikningar voru endurskoðaðir o. s

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.