Ísafold - 25.07.1891, Síða 2

Ísafold - 25.07.1891, Síða 2
234 beinast við að sækja fundi og fá aðra á sict mál —. Eptir þessi 2 ár var reglunum lítið eitt breytt, ekki til lækkunar, heldur til hœlclc- unar á einni vargtegund, svartbak. Varþað gjört á fulltrúafundi 12. júní 1889 með öll- um atkvæðum, auðvitað af því, að reynsla þótti fengin fyrirþví í öllum þeim deildum, sem sendu fulltrúa á fund þennan, að verð- launin fyrir þennan fugl væru of lág. þessi fundur var það og, sem bað um milligöngu amtsráðsins til þess að fá lánauka, eins og áður er á drepið. Út af þessari beiðni fjelagsins kemur svo annað brjefið, og eru þar komnir í fylgi við prófastinn nokkrir sóknarbændur hans og 1 geistleg undirtylla. Brjef þetta er skrifað í maí 1890, og á að vera varnagli við því, að amtsráðið ekki síðar ljái fulltingi sitt til þess, að nefudur lán-auki fáist. Brjefið er að mestu leyti prófastsbrjefið upp tuggið — beldur því fram (þvert ofan í lögin, sem veittu lánið), að ekki fjelagið, heldur allir (!) varpmenn hefðu átt að semja reglurnar — en með þeim viðauka, að hinn stutti tími (2—3 ár), sem lánsfjeð entist, sje sönnun fyrir óskynsamlegri meðferð á fjenu, og að Vestureyingar sje komnir á þá skoðun, að bezt sje að eyða varginum með því að gæta þess vel, að hann kornizt ekki upp. I næsta mánuði eptir að þetta brjef er skrifað til amtsráðsins úr 3. deild, eða 26. júní 1890, fer fulltrúafundur fjelagsins svfelldum orð- um um þetta mál : »7. Fundurinn fól fjelagsstjórninni áhend- ur að sækja um 5000 kr. lán úr viðlaga- sjóði til næsta alþingis með sömu kjörum og hið fyrra lán, sem hagnýtt verði og end- urborgað samkvæmt reglum fjelagsins um vargeyðingu, sem staðfestar hafa verið af amtsráði vesturamtsins#. Á þessum fundi mættu allir fulltrriar fje- lagsins nema úr 3. deild og af Ströndum (þaðan hafa aldrei komið fulltrúar á fundi sökum vegalengdar og erfiðleika). Á þess- um fundi kom þannig fram almennur vilji varpmanna í 4 sýslum, að undanskildum 2 hreppum við Breiðafjörð (3. deild) og fáein- um varpbændum á Ströndum, og mun jeg þó mega fullyrða, að hinir síðarnefndu sjeu með fjelaginu enn þá, eins og þeir hafa alla tíð verið. Síðan Æðarræktarfjelagið tók til starfa, hefir þessum mótbárum gegn friðun fyrir flugvargi, einkum svartbak, verið haldið fram af (3—4) mönnum, sem frá upphafi hafa komið fram sem mótstöðumenn æðarræktar- mála: 1, að ísjárvert væri að eyða svartbak (hann er á Breiðafirði ávallt skoðaður sem aðalvargurinn), vegna þess, að æðarfuglinn skoðaði hann sem verndara sinn. A fyrsta fundi fjelagsins var þessi mótbára gjörsam- lega hrakin og sýnt fram á, að svartbakur- inn, sem verpur innan um æðarfugl, ver sitt hreiður, og um leið æðarhreiðrin, en að hann eptir útungunina hefir æðarungana sjer og ungum sínum til fæðu; var svartbakurinn þá nefndur Heródes, og heldur því nafni síðan. 2. f>ótti ekki hyggilegt að eyða svartbak vegna þess, að drit hans væri ágætur á- burður, og að gras því mundi minnka á eyjum við eyðingu hans. Var þá sýnt fram á, að grasvöxtur á eyjum væri minnst að þakka svartbaksdriti, og að ekki svaraði kostnaði, að láta svartbakinn búa til áburð úr æðarungum ; mörg hundruð sinnum ó- dýrara væri að kaupa gúanó frá öðrum löndum. þessar ástæður hefir enginn borið fyrir síðan. 3. En þá kom einn þessara andstæðinga upp með það, að talsvert mundi ýkt um skaðvæni svartbaksins og ungadráp hans, og mundi því minni þörf á að eyða honum en friðunarmenn hjeldu fram. Til þess að fá óhrekjandi vissu í þessu efni, tóku menn að kryfja svartbaka, sem skotnir voru um og eptir útungunartímann, og varð með þeirn hætti fullsannað, að hver svartbakur áBreiða- firði gjöri að minnsta kosti 100 kr. skaða í varpi þar á hverju ári (sjá ísafold nr. 63, 1889). þetta hefir enginn reynt að vefengja, enda mun hver, sem rannsakar þetta atriði, komast að raun um, að hjer er ekki of ríkt kveðið að orði. Einungis Sigurður próf. Jensson reyndi enn að malda í móinn. Að vísu treystist hann eigi til að brekja þetta, en kom með þá gullvægu ályktun, svartbak- inum til varnar, að svartbakar þeir, sem drepnir hefður verið á Gilsfirði, mundu hafa verið grimmari í lífinu, heldur en svartbak- ar væru í Vestureyjum. A Gilsfirði höfðu menn nfl. lagt mestu alúð * á rannsóknir í þessu efni—, og þó hafaVestureyingar fyrstir manna ritað um skaðsemi þessa vargs (sjá Gest Vestfirðing), og sömuleiðis voru það þeir, sem fyrstir allra veittu því eptirtekt eptir frostavéturinn mikla (1880—81), að svartbakurinn drap fullorðinn æðarfugl hóp- um saman. Að vísu mun prófasturinn hafa fleygt þessu fram fremur af skorti á öðrum betri og gildari mótbárum, heldur en af því, að þetta væri sannfæring hans; en hinsveg- ar sýnir það, hversu langt þessi maður geng- ur í mótstöðu sinni, þar sem hann jafnvel ekki hikar við að gera sig hlæilegan í við- leitninni til að koma sínu máli fram; — því að þessari ályktun hlógu allir, er hana heyrðu. Bókmenntir. SÝNISBÓK ÍSLENZKRA BÓKMENNTA á 19. öld. Útgefið hefir Bogi Th. Melsteð Kaupmannahöfn, 1891, XIV + 348 bls. 8. það er skammt síðan þessi bók kom út, enda hefir eigi verið á hana minnzt að neinn, svo að mjer sje kunnugt. Jeg skal þá í fám orðum segja álit mitt um hana. Mjer var þessi bók harla kærkomin. þeg- ar hún barst mjer fyrst í hendur og jeg hafði lesið formálann, þá gat mjer ekki dul- izt það, að þessi bók sje runnin af þeirri þjóðræknislegu ósk, að íslenzkar bókmennt- ir mættu skipa veglegra rúm 1 skólum vor- um, en hingað til hefir raun á orðið. Og bókin á einkutn að vera skólabók. Jeg ann því öllu, sem að minni hyggju getur orðið til þess, að efla þjóðernistilfinningu vora og glæða hjá oss ást til lands og þjóð- ar. Jeg er nú búin að lesa bókina nokkr- um sinnum og að mínum dómi er hún einkarvel fallin til að hafa orð fyrir þeim mönnum, eldri og yngri, sem koma vilja því til leiðar að meiri lund sje lögð við ís- lenzk fræði f skólum vorum, en hingað til hefir verið. Bókin býður af sjer hinn bezta þokka og á því skilið að henni sje sýnd! íslenzk gestrisni. Sú þjóð, sem litlu skeytir um bókmennt- ir sínar, hún ber enga virðingu fyrir sjálfri sjer, frumlegar bókmenntir hennar fækka ár frá ári, því að hún metur þær ekkí að neinu, þótt fram kunni að koma, og fræðimenn hennar og skáld hætta að láta nokkuð til sín heyra, þegar hún er hætt að gefa þeim gaum. Ef til væri menn,—og þeir eru líklega, til—sem hefðu svo lítið traust á sjálfum sjer, að þeir þyrðu eigi að láta neina sína hugsun í ljósi, nema hún væri lánv.ð frá öðr- um sem þeir treysta betur—þá væru þeir- sviplíkir þeirri þjóð, sem einkis metur bók- menntir sjálfrar sín. þessir menn myndm naumast verða atkvæðamiklir, og sú þjóð, sem lítilsvirðir sín eigin fræði, en hendir afi. eins á lopti það, sem til hennar berst ann- arsstaðar frá—hún er í andlegu tilliti & sveitinni. Hjer á við sem skáldið segir.*- »þjer finnst allt bezt, sem fjærst er« o. s. frv. Sje nú þessi samanburður rjettur, þá er það bezt, að sú stefna er heillavænleg fyrir bókmenntir vorar, sem jeg ætla að höfund-- ur þessara bókar fylgi. Höfundurinn segir í formálanum: »Bók þessari má líkja við bókmenntaþing. þar koma fram ekki aðeins skáldin hvert á fæt- ur öðru og flytja fegurstu Ijóð sín, heldur og helztu vísindamenn vorir og menn, sem hafa verið forvígismenn framfara, bæði and- legra og efnislegra, sem ávallt eru meira eða. minna samferða«. Enn fremur segir hann .... »Auk þess, sem bókin á að vera sýnisbók nútíðarbókmennta vorra, þykirmjer það miklu skipta, að hún geti vakið hina ungu lesend- ur sína til sjálfstæðrar hugsunar, vakið hjá„ þeim ást á ættjörðu sinni og þá manndáð- og framtakssemi í öllu nýtu, fögru og góðu, sem ávallt er samfara einlægri ættjarðarást#^ Jeg vona, að menn geti af þessum orðum, höfundarins ráðið, bæði hvað bókið sje, og hver sje tilgangur hennar. Jeg býst nú við, að mörgum kunni að sýnast, sem sjer hefði getað tekizt miklum mun betur að velja og safna saman hinu. bezta og fegursta eptir hvern höfund (þeir eru 38) en höfundi þessarar bókar. Já, menn getur nú lengi greint á um það, því svo er mörg lund, sem maðurinn er. Jeg gæti t. d. fyrir mitt leyti fundið það að meðal annars, að síra Birni Halldórssyni er sleppt úr skáldatölunni, því að Ijómandí falleg veraldleg kvæði eru til eptir hann, t. d.: »Enn vjer ritum ártal nýtt«, auk sálmanna, og jeg hefði heldur kosið: »Stín abrak er í straumi«, heldur en, »Kystu mig hin mjtika. mær« eptir Bjarna Th.; og í staðinn fyrir tvær hinar síðustu drykkjuvísur Páls Ólafs- sonar hefði jeg heldur kosið eitthvert af' hinum gullfallegu alvöru-kvæðum skáldsins ; svo getur líka vel verið, að mjer hefði dott- ið í hug að álíta kvæðið: »Asareiðin« eptir Grím Thomsen fegurra og skáldlegra kvæðit en »Glámur«. Svona gæti jeg haldið áfram; en færi jeg svo að gefa út aðra sýnisbók, þá er hættvið að. jeg fengBskuldina goldna. Jeg verð að segja, að valið á efni bókar þessarar hefir að mínu áliti tekizt svo, að vel sje viðunandi. En valið er alcki aðalatriðið. Hitt er aðalatriðið, að þessi bók getur orðið, ef vel er á haldið, til að koma á nýrri og þjóðrcekilegri stejnu í skólamenntun vorri, og allir þeir, sem það er áhugamál, ættu að taka þessari bók feg- ins hendi og kunna höfundinum þakkir fyrir. Bókin er sjerlega vel vönduð að öllum frá- gangi; en sakir þess, að ávallt er hjer fyrst, spurt um hvað bækur sjeu dýrar, en ekki hvað þær hafi til síns ágætis, þá bregður líklega mörgum ekki vel við, þegar þeir-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.