Ísafold - 05.08.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.08.1891, Blaðsíða 3
247 Tulimus á Eskifirði. Síldin er þegar farin að veiðast. Fœreyingar þeir, er stunda bátveiði hjer við austurland, munu heldur vera færri en i fyrra. f>á voru þeir sagðir um 2000 að tölu, en nú ekki nema 1000. Aptur komu hingað með »Laura« til Austfjarða um 350 sunnlenzkir fiskimenn, sem róa á bátum hjerlendra manna fyrir hátt kaup. »Ej.konan« segir, að málpráðurinn, sem O. Wathne hafði í huga að leggja milli Seyðisfjarðar og Eeyðarfjarðar, sje þegar kominn upp á Seyðisfjörð. Hið sanna er, að þangað hefur enginn þráður komið enn. Wathne er algjörlega hcettur við fyrirtæki þetta, enda var það ekki árennilegt, þar sem tveir háir fjallgarðar eru á leiðinni. Heilbrigði er víðast hvar manna á milli. Skaptafellssýslu miðri 26. júlí: »Tíðin hefir síðan um sumarmál verið sjerstaklega þurkasöm, svo varla hefir deigur dropi kom- ið úr lopti. Jörð tók þvl seint til að spretta, en tók góðum framförum þegar fram á vor- ið kom. Jörð mun nú nálægt því sprottin í meðallagi eða naumast það. Hjer um 8lóðir hefir sóttveiki öðru hvoru verið að stinga sjer niður og stöku menn dáið úr henni. Bændur tveir dóu í Kleifahreppi um krossmessuleytið, hniguir á efra aldur, í Meðallandi 3 menn síðan um og fyrir sumarmál, tveir af þeim á þroskaaldri, en einn aldraður. Engir af þessum mönnum hafa lifað fulla viku eptir að þeir kenndu sóttarinnar; svo hefir hún verið hörð að- göngu«. Brúin á Ölvesá er nú komin svo langt að allir strengirnir eru komnir yfir ána á þann stað, sem þeir eiga að vera; og er búizt við að hún verði albúin seint 1 þ. mán., ásamt vegarspottum, sem að henni liggja beggja megin. Veginum yfir mýr- arnar frá Ingóífsfjalli ofan að brúnni miðar einnig vel áfram. Að undanteknu slysi því, sem áður er um getið í blaði þessu, og brúnni var óvið- komandi, hefur ekki nokkur meitt sig svo mikið sem í fingri, og er slíkt sjaldgæft við svo mikið og hættulegt smíði, sem þessi brúargerð er. Einkum hafa strengirnir ver- ið erfiðir viðfangs. Fjölmennt er sagt við brúna á hverjum sunnudegi af nálægum hjeraðsbúum, til að sjá hvað henni líður, þvi eins og vonlegt er, þykir mönnum þar harla vænt um, að fá fallega brú og trausta, yfir jafn hættu- legt vatnsfall, sem Olvesá er. Um „formið“. Formið gengur aptur enn og ætlar að fara’ að hamast; það hefir að sTcildi heljarmenn, því hetjum er það tamast. Enn þá stefna mjer á mót mikil orð og digur; en jeg er ekki hræddur hót, jeg held jeg vinni sigur. það skáld, sem formi’ og fimbulhljóm fyrirrúmið gefur, í öngum sínum yrkir blúm, sem engar rcetur hefur. því neita engir, nema þeir, sem neita öllu rjettu, að til er feikn af frónskum leir i formi harla sljettu. En—eitt er það, sem allir sjá, og ekki þarf að ræða: að gott er formið fyrir pá, sem fje á sliku grœða. En bezt er að hafa fátt um flest. Mjer finnst í raun og veru, að um form peir fáist mest, sem formlausastir eru. Bjabni Jónsson. Alþingi. XI. Afgreidd lög- Frá því síðast hafa þessi frumvörp verið afgreidd sem lög frá alþingi. IX. Um löggilding verzlunarstaðar. Við Ingólfshöfða (Kárahöfn) í Austur- Skaptafellssýslu skal vera löggiltur verzlun- arstaður. X. Um að íslenzk lög verði eptirleiðis að eins gefin á íslenzku. 1. gr. Eptirleiðis skulu lög þau, sem al- þingi hefir samþykkt, og konungur staðfest- ir, einungis vera með íslenzkum texta. 2. gr. Um leið og lög verða staðíest, annast stjórnarráðið fyrir Island um opin- bera þýðingu á þeim á dönsku og löggildir hana ; skal hún almenningi birt í konungs- ríkinu á þann hátt, sem þar tíðkast um birtingar laga. þurfi danskir dómstólar og stjórnarvöld að beita lögunum, má byggja á þýðingu þessari. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1892. XI. Um sampykktir um kynbætur hesta. 1. gr. Sýslunefndum veitist vald til að gera samþykktir um kynbætur hesta áþann hátt og með þeim takmörkunum og skilyrð- um, sem segir í lögum þessum. 2. gr. þegar sýslunefnd virðist nauðsyn- legt eða hagfelt, að gera samþykkt annað- hvort fyrir alla sýsluna eða |fyrir nokkurn hluta hennar, skal hún kveðja til almenns fundar í hjeraði því, sem ætlazt er til að samþykktin nái yfir, og eiga atkvæðisrjett á fundum allir þeir hjeraðsbúar, er kosning- arrjett hafa til alþingis. Sýslunefndin ákveður fundarstað og fund- ardag með nægum fyrirvara, en sýslumaður skal vera fundarstjóri, eða |einhver sýslu- nefndarmanna, er nefndin kýs til þess. Ef fundarstjóri verður að takast ferð á hendur til fundarstaðarins, ber að greiða honum 2 krónur á dag í fæðispeninga, og ferðakostnað að auki eptir reikningi, er sýslunefndin úrskurðar, og greiðist það gjald vir sýslusjóði. 3. gr. Sýslunefndin ber undir álit og at- kvæði funda þeirrá, sem ræðir um í 2. gr., frumvörp til samþykkta þeirra, er hún vill koma á. Nú hafa fundarmenn fallizt á frumvarp nefndarinnar með § atkvæða þeirra,er greidd hafa verið, og skal þá sýslunefndin senda amtmanni frumvarpið til staðfestingar. En ef breytingartillögur hafa verið gerðar við frumvarpið á fundinum og samþykktar með f atkvæða, setur sýslunefndin þær inn í frumvarpið, ef henni þykja þær á rökum byggðar, og sendir það síðan amtmanni, eins og fyr segir. En álíti sýslunefndin.að breyt- ingartillögurnar eigi ekki að takast til greina, ber hún það að nýju undir atkvæði hjeraðs- manna, hvort þeir æski, að frumvarpið sje staðfest án þessara breytinga, og ef fundur- inn þá fellst á frumvarpið með f atkvæða, ber að senda það amtmanni til staðfest- ingar. það frumvarp eða breytingaratkvæði við frumvarp, sem eigi hefir verið samþykkt með f atkvæða á hjeraðsfundi, er fallið, og má eigi koma fram í nýju frumvarpi sýslu- nefndar fyr en að ári liðnu. 4. gr. Nú virðist amtmanni ákvarðanir í samþykkt, er honum hefir verið send tií staðfestingar, ganga of nærri rjetti manna, eða að þær á einhvern hátt komi í bága við lög eða grundvallarreglur laganna, og synjar hann þá um staðfestingu sína, en- gefa skal hann sýslunefndinui til kynna á- stæðurnar fyrir neitun sinni. Að öðrum kosti staðfe3tir hann samþykktina, fyrirskip- ar um birting hennar, og ákveður, hvenær hún skuli öðlast gildi, og er hún upp frá þeim degi, sem amtmaður hefir tiltekið, skuldbindandi fyrir alla þá, sem búa innan takmarka þess svæðis, er samþykktin nær: yfir. Ef breyta skal eða nema úr gildi sam- þykkt, er náð hefir staðfestingu amtmanns,. verður að gera það eptir sömu reglum og; settar eru í 3. gr. þessara laga um samning samþykktar. Amtmaður hlutast til um, að, samþykktirnar sjeu prentaðar í Stjórnartíð- indunum, deildinni B. 5. gr. I samþykktum þessum má ákveða. um þau atriði, sem áríðandi eru fyrir hesta- ræktina 1 því hjeraði, er samþykktin nær yfir, svo sem um geldingu hestfolalda og graðhesta, sern álitnir eru lítt hæfir til und- aneldis. Svo má og með samþykkt setja reglur tiH tryggingar því, að slíkir hestar, er líklegir þykja til að spilla hestakyninu, sjeu oigii látnir ganga lausir innan um hross í afrjett- um eða í heimalöndum. 6. gr. í samþykkt skal ávallt ýtarlega ákveða um eptirlit það, er þarf til þess, að hennar sje gætt, og hvernig kostnað viðþað skal greiða. 7. gr. Fyrir brot gegn löggiltri sainþykkt má ákveða sektir frá 1—50 króna, er renni í sveitarsjóð. þó má ákveða þeim, er kem- ur brotinu upp, allt að helmingi sekta. 8. gr. Með brot gegn samþykktum skal fara sem alrnenn lögreglumál. XII. Lög um sampykkt á landsreikningn~ um fyrir 1888 og 1889. þar með er staðfest með lögum af þings- ins hálfu, að eptir það fjárhagstímabil, eða. í árslok 1889, hafi eigur viðlagasjóðs verið . . kr. 873,895.99' tekjueptirstöðvar landssjóðs . — 29,930.46 reikningshalli ................ 98,991.39' XIII. Fjáraukalög fyrir árin 1888 og 1889. Aukafjárveitingin nemur alls 12,754 kr. 61 e. þar í eru 776 kr. til að gefa út »Lovsarnling- for Island. XXI. bindi; 3000 kr. til vega- bóta á aðalpóstleiðum ; 8,749 kr. til póst- ferða; og 229 kr. 51 e. uppbót handa Hólma- fristakalli í Eeyðarfirði fyrir tekjumissii fardagaárið 1888—89 vegna utanþjóðkirkju- manna. Stjórnarskrármálið- Eptir litlar um- ræður í fyrra dag í efri deild um frumvarp, neðri deildar var það fellt frá annari um- ræðu með 7 atkvæðum gegn 4. jpessir T voru allir hinir konungkjörnu og Grímur Thomsen. Enginn þeirra 7 tók þátt í um- ræðunni; það gerðu að eins hinir þjóðkjörnu. 4; tveir, Friðr. Stefánsson og þorleifur Jónsson, í miðlunarstefnu, hinir í gagnstæða, átt. Fasteignir utanríkismanna- Fr; Stefánsson hefir borið upp frumv. um að' banua utanríkismönnum að eiga fasteign hjer á landi, nema það sje með sjerstökum lög- um leyft. Laxafriðunarlög. Gr. Thomsen hefir borið upp frv. um friðun á laxi, er koma skal í stað laganna frá 19. febr. 1886 og; 56. kap. í Jb.landsl.bálki. Kosningarlögin. Meiri hluti nefndar- innar f neðri d., 4 af 5, |um kosningarlaga- frumv. Jóns A. Hjaltalíus o. fl. í efri d.,.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.