Ísafold - 08.08.1891, Page 2
250
Bændur verða meira en hingað til að gefa
sig við að efla landbúnaðinn og leggja alvarlega
Stund á að afla sjer sem mestrar og beztrar
þekkingar á öllu því, sem að landbúnaði lýtur,
og má vænta að hinir nýstofnuðu búnaðar-
skólar landsins verði að tilætluðum notum í
því efni; enda ætti öllum sem á einhvern hátt
geta stutt að því með þeim, að vera það ljúft
að gera það; því það er óefað, að undir því er
að mestu leyti komin framtíð þessa lands.
Látum oss ei sem gyltur grúfa
gæta þær aldrei neitt á svig,
akarn.við rætur eikarstúfa
umhyggjulausar fylla sig;
en uppá trjeð þær ekki sjá,
akarnið hvaðan kemur frá.
(Egg. Ólafsaon í Búnaðarbálki).
Um sjúkdómslýsingar.
Eptir
hjeraðslækni Asgeir BlöndaIi.
J>að er mjög mikill vandi að lýsa vel
sjúkdómum, og því fer fjarri, að unnt sje,
að gefa fullnægjandi leiðbeiningar um það
efni í fám orðum. En það má líka mikið
á milli vera, hvort sjúkdómnum er lýst vel,
eða lækninum eru munnlega gerð óljós
slettuboð með ókunnugum mönnum um eitt
eða tvö sjúkdómseinkenni, og ekki einu sinni
sagður aldur sjúklingsins, hvað þá heldur
meira; og þó er þetta alltítt.
Jeg skal láta ósagt, hve mikluin pening-
um árlega er fleygt út fyrir lyf, sem koma
að engu haldi, eða hve margir fá enga bót
meina sinna, þótc læknis sje leitað, einungis
fyrir trassaskap almennings í að leitast við
að lýsa vel sjúkdómum fyrir lækni þeim,
sem leitað er til. En um hitt get jeg sagt
af eigin reynslu, að hinar herfilegu sjúk-
dómslýsingar baka lækninum ótal óánægju-
og áhyggjustundir, og svipta hann margopt
þeim grundvelli, sem hann þarf að standa
á til þess að geta beitt kunnáttu sinni hik-
laust og með fullri sannfæringu og staðfestu,
þeim grundvellí nefnilega, að hann geti gert
sjer hugmynd um, hvern sjúkdóm hann á í
höggi við, og hagað ráðum sínum eptir því;
að jeg eigi tali um, hve drepandi það er
fyrir hina siðferðislegu tilfinningu læknisins
og virðingu hans og ást á stöðu sinni og
þeirri vísindagrein, sem hann hefir helgað
líf sitt, að neyðast til að »fúska» við að
senda sjúklingum einhverja »meinlausadropa»
eða eitthvað, sem »ekki skemmir*, bara til
að »gera úrlausn», af því að hann engahug-
mynd fær um sjúkdóminn af hinum klaufa-
legu og ónákvæmu sjúkdómslýsingum.
því er ver og miður, að jeg sje mjer eigi
fært að gefa í fáum orðum þær upplýsingar
í þessu efni, sem jeg vildi og gæti, en nokk-
ur atriði til leiðbeiningar þeim, er lýsa þurfa
sjúkdómum, ætla jeg að biðja yður, herra
ritstjóri, að ljá rúm í blaði yðar, í þeirri
von að almenningur gefi þeim gaum, þótt
eigi sjeu þau skemmtiefni.
Sjúdómslýsingar ættu allt af að vera skrif-
aðar, og það er góð regla, að segja sem
mest af heilsufari hins sjúka. f>ví opt get-
ur atvik, sem sýnist ómerkilegt, komið lækn-
inum á rjettan rekspöl. Ekki er heldur
nóg, að geta einungis um veikindaeinkenni;
það verður einnig að taka fram, að hverju
leyti og að hve miklu leyti sjúklingurinn
sje heilbrigður, t. d. ef hann hefir matar-
lyst, góðar hægðir o. s. frv.
Eyrst skal þá rita nafn sjúklingsins, ald-
ur, heimili, stöðu og hvort hann er giptur
eða ógiptur; enn fremur hvort hann er
hraustur eða veikbyggður, fölur eða blóð-
mikill, hvort hann að þessu hefir verið
heilsugóður, í hvaða sjiikdómum hann hefir
legið, hvort hann er drykkfeldur, hvort for-
eldrar og systkini lifa, og ef eigi, úr hverju
þau hafi dáið, hvort arfgengir sjúkdómar eru
í ættinni.
Um kvennmenn verður auk þess að taka
fram, hvort þeir hafi átt börn, hvort þeir
hafi börn á brjósti, hvernig tíðir eru og hve
nær þær hafa byrjað, hvort þeir hafa hvít
klæðaföll.
Um börn verður sjerstaklega að taka fram,
hvort ekki eru hvítir blettir í munni, bólgnir
kirtlar, útslættir, hvort höfuðmót eru komin
saman, hvort þau hafa tekiðjtennur, hvort
liðamót eru eðlilega stór, hryggur og fætur
rjettvaxnir, hvort þau fettast aptur á bak,
sparka til fótum, hvort þau eru á brjósti
eða hvernig þau eru nærð.
|>á er að snúa sjer að sjálfum sjúkdómn-
um, sem lýsa skal, og skal þá fyrst taka
fram, hve nær og hvernig hann hefir byrj-
að, og hvort nokkrar liklegar orsakir eru til
hans, hvort hann byrjaði snögglega eða
smátt og smátt, hvort hann hefir byrjað
með skjálfta, kuldahroll, hita, höfuðverk,
beinverkjum, þorsta, matarólyst, ógleði, upp-
sölu, hægðaleysi, niðurgangi o. s. frv., með
taki eða verkjum, og hvar og hvernig þeim
er varið, hvort magnleysi er, hjartsláttur,
svefnleysi eða svefnþungi, óráð, þyngsli fyrir
brjósti, hósti, uppgangur. Hve tíður andar-
dráttur er á mínútu og hve mörg slög líf-
æðin slær á mínútu og hvort hún er veik
eða sterk ; hvernig sjúklingurinn vill helzt
liggja, sitja eða vara; andlitstillit, ef ein-
kennilegt er, augnaráð (starandi, órótt.dauft?);
á hvaða tímum hann er verstur.
Gang sjúkdómsins verður svo að rekja frá
byrjun og að þeim tíma, sem lýsingin er
skrifuð á, og taka fram allar breytingar,
sem á honum kunna að hafa orðið, og lýsa
svo hinu yfirstaudándi ásigkomulagi hins
sjúka.
Sárindum og verkjum verður að lýsa ná-
kvæmlega, hvar þeir hafa upptök sín og
hvort þeir liggja, hvernig verkurinn er,
dunkandi, svíðandi, brennandi, stingandi,
flögrandi, með kviðum eða stöðugur, hve nær
verstur og við hvað hann versnar.
Um bólgu verður að taka fram svæðið,
sem hún nær yfir, lit hennar, hvort hann
er hvítur, rauður, bláleitur, glansandi, hvort
roðinn hverfur undan fingri, sem stutt er
á hana, eða kemur strax aptur, hvort hún
er hörð, spennt eða lin, hvort far eða laut
kemur undan fingri, ef á hana er stutt,
hvort á henni eru blöðrur, bólur eða útslátt-
ur, hvernig verkirnir eru í henni.
Sjerstaklega verður að gefa gætur að þeim
parti líkamans, sem veikin virðist helzt
bundin við.
(Framh.).
Skólaiðnaðarmálið í neðri deilcl.
f>að sem hinn menntaði heimur veit una
skólaiðnaðinn, er það, að hann er eitthverb.
bezta uppeldismeðal, sem til er, samfara bók-
legri fræðslu, eins og hiin tíðkast í skólum,
bæði alþýðuskólum og lærðum skólum. Hann
hefir stórvægileg menntandi áhrif á nemand-
ann, veitir honum andlegan og líkamlegan
menningarþroska. Hann hefir styrkjandi og
fjörgandi áhrif á líkamann, eyðir deyfð og
áhugaleysi, en eykur starfsfýsn, temur nem-
andanum nákvæmni og örfar eptirtekt hans,
styrkir viljann, og er aukfþess einkar-holl og
þægileg iðja ájtómstundum hans.
Af hverju þekkja meun þessa og aðra kosti
skólaiðnaðarins?
Af reynslu, almennri og óyggjandi reynslu,
svo öruggri, að þeir sem voru stækir mót-
stöðumenn hans fyrirfram, ekki sízt hálærðir-
forntungumálfræðingar og guðfræðingar, geta
eigi nógsamlega lofað hin góðu áhrif hans á
skólalýðinn eptir að þeir hafa reynt hann.
Að alþýða manna hjer á landi hafi eign
fylgzt með gangi þessa máls annarsstaðar,
það er ekki tiltökumál. En að menntaðir
menn, og það á þingmannabekk, hafi jafn-fá-
kænlega og fráfræðis-hleypidómum meingaða
hugmynd um það, eins og sýndi sig við um-
ræður málsins í neðri deild í gær og í fyrra
það dag, mundu flestir hafa fortekið.
Eptir nokkur ár, þegar skólaiðnaðurinn
verður farinn að sýna sín mikilsverðu og eink-
arhollu áhrif á hinn uppvaxandi menntalýð'
hjer á landi, eins og annarsstaðar, þá mun
þykja fróðlegt, ef ekki illt og broslegt, að lesa
í þingtíðindunum ummæli þingmanns Snæ-
fellinga og nokkurra annara þingmanna nú
um þessa nýjung.
það er margreynt, að því lakari sem mál-
staðurinn er, því meir verður mönnum um, ef
þeir hafa hann ekki fram. I gær, þegar and-
vígismönnum skólaiðnaðarins mistókst að fá
hafnað fjárveitingunni til hans, urðu nokkrir
þeirra (3) svo æstir, að þeim lá við að gera
upphlaup gegn forseta. J>eir \ildu láta hann
gjöra undanþágu sjer í vil frá þeirri reglu, að
bera að eins undir atkvæði breytingartillögur-
við frumvörp og síðan hverja grein frum-
varpsins í heilu lagi, en ekki einstaka liði
hennar. þegar það fekkst ekki, ruku þeir
burt af fundi. Hófu síðan í byrjun næsta
fundar, í gærkveldi, máls á hinu sama og
vildu láta gera atkvæðagreiðsluna ógilda.
Lauk svo, að formælandi þeirra, þingm. Snæ-
fellinga, varð að sæta þungri áminningarræðu
frá forsetastólnum.
Sumir þingmenn höfðu fengið þá flugu
í sig, að ótækt væri að byrja þessa
8kólaiðnaðar-stofnun með fjárlögum, í stað
þess að gjöra það með sjerstökum lögum.
Og þó veita þeir í sömu fjárlögum stórfje
til 4 búnaðarskóla og 3 kveunaskóla, er eng-
inn þeirra hefir stofnaður verið með sjer-
stökum lögum! Alkunnugt er og, að af
læknum landsins eru margir búnir undir em-
bætti af stofnun, sem ekki var til öðruvísi
en samkvæmt fjárlagaveitingu, þ. e. lækna-
kennslustofnuninni í Reykjavík, — áður eu
lækna-skólinn komst á! Enaa liggur í aug-
um uppi, að það, að byggja skólaiðnaðar-
kennsluna að eins á fjárveitingu, í stað sjer-
stakra laga, er ekki þeim í vil, er fyrir