Ísafold - 12.08.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.08.1891, Blaðsíða 2
254 af láni þeirra til brúarinnar, án þesa að fá einn eyri í tekjur af brúnni, og þar að auki að taka sinn þátt í viðhaldskostnaðinum; það er gamanlaust fyrir íbúa Suðuramtsins, sem eiga að endurgjalda helming lánsins og ávaxta, úr jafnaðarsjóði, þótt ekkert gagn hafi af brúnni margir hverjir, lieilar sýslur, er þarfnast brúa hjá sjer og fá ekki; það er gamanlaust fyrir landssjóð, sem lagt hefir nii til gefins 42,000 kr. til brúar þess- arar, má búast við að þurfa einnig að taka þátt í viðhaldskostnaðinum og loks á sínum tíma að gefa aptur stórfje til þess að end- urreisa brúna, þegar þar að kemur, fyr eða síðar. Landssjóður, sem enn á eptir óbrú- aðar flestar stórár á landinu og hefir þar að auki í nógu mörg horn að líta önnur. í stað þess að með tolli, mjög vægum tolli, og þar með fylgjandi brúargæzlu hefði mátt safna sjóði, er staðið gæti straum af þessum kostnaði, ef til vill öllum eða mest- öllum. Hún er ekki á neinum rökum byggð, sú mótbára, að gæzlukostnaðurinn, laun brúar- varðarins, muni vinna upp megnið af brú- artollstekjunum. Eða hvaða laun hefir sæluhúsvörðurinn á Kolviðarhóli? það er smátt, og hafa þó jafnan orðið fullnýtir menn til að sækja um þá sýslu, en hálfu örðugra til bjargar með alla hluti og að- drátta þar upp á heiði en f miðri byggð í blómlegri sveit, þar sem að öllum líkindum mundi upp rísa dálítið þorp me(5 tímanum, þar sem eigi einungis einn maður, heldur jafnvel margir mundu geta haft allgóðan atvinnuauka af því að sinna margvíslegum þörfum ferðamanna. það er naumast hyggilegt af þingi og stjórn, að skella skolleyrum við ráðum og tillögum þess manns, er langfremst getur af þekkingu um það talað, hins góðfræga for- stöðumanns þessa langmesta samgöngu- mannvirkis hjer á landi, hr. Tr. G. það er naumast hyggilegt fyrir landssjóðs hönd, að drepa hendi við þeim fjárstyrk, er fá má upp úr brúartolli, án þess að nokkur geti með neinum rökum borið sig illa yfir þeirri álögu, sem yrði að minnsta kosti helmingi lægri en ferjutollur er nú. það er hjegómi að vitna í það, þótt brú- artollar sjeu fátíðir nú orðið í öðrum lönd- um. því þar eru flestar brýr ekki annað en partur af járnbraut, sem eigendur henn- ar (járnbrautarinnar) taka af fulla vöxtu og viðhaldskostnað með álagi á fargjald og fiutningskaup með járnbrautarlestunum. Auk þess verðum vjer að sníða oss stakk eptir vorum smáa vexti. Hafi aðrar þjóðir, meðan fátækar voru eins og vjer, og þó ekki jafnfátækar, þótzt þurfa að láta þá, sem notuðu kostnaðarsöm mannvirki, gjalda eitthvað eptir þau, til þess að ljetta byrði á almenningi, hví skyldi oss þá láandi, þótt vjer gerðum slíkt hið sama. Framkvæmdarstjórn landsbankans- Mjög er valt því að treysta, að nokkuð hafizt upp úr tilraun nokkurra þingmanna til að ganga svo frá launakjörum fram- kvæmdarstjóra landsbankans, að það einkar- áríðandi starf ekki einungis geti hætt að vera hjáverk og aukageta við annað mikils hátt- ar embætti, heldur að til þess fáist valinn maður úr þeirri einu stjett landsins, er til þess er nefnandi, en það er kaupmanna- eða verzlunarstjettin. þeir stungu upp á 5000 kr. launum handa honum, og er það vitanlega hið allraminnsta, er tiltök eru að kaupa fyrir maun úr góðri verzlunarstöðu, eptirlaunalaust; því það er ekki betra en 3500—4000 með eptirlauna- rjetti. þetta var samþykkt við 2. umr. 1 neðri d.; en á undau 3. umr. vöktust upp nokkrir föðurlandsvinir með þá uppástungu, að færa launin niður í 4000 kr., án eptir- launarjettar, og það fengu þeir marið fram þar, með 12 : 10 atkv. það skal ósagt látið, hvað þessum herrum hefir gengið til. Umönnun fyrir landssjóði hefir það ekki verið, því ekki leggur hann fram einn eyri til bankastjóralaunanna; það er landsbankinn sjálfur, sem þau greiðir. Umönnun fyrir landsbankanum getur þaðekki heldur hafa verið, því hann hefir mikið vel efni á að launa framkvæmdarstjóra sínum þetta sem fyrst var stungið upp á, og allar líkur eru til að tilvinnandi reynist fyrir hann að leggja til launanna 1 þúsundinni meira, í von um að geta þar með valið úr hæfustu mönnum; það er ekki lengi að borga sig. Hefði þar á móti tilgangurinn verið sá, ekki að útvega bankanum svo góðan for- stöðumann, sem þjóðin hefði til, heldur hitt, að útvega einhverjum manni, sem enga stöðu hefði, bankastjórastöðuna sem vel líf- vænlegt brauð, þá var þetta þjóðráð, að færa launin niður; því þá mátti eiga víst,að valdir menn úr kaupmannastjett vildu ekki við því embætti líta, og þá yrði ekki öðrum til að dreifa en einhverjum embættling, er þarfn- aðist framfæris. því enginn ber á móti því, að 4000 kr. eru mikið gott framfæri, þótt eptirlaunalaust sje. það eru tvær stefnur, sem hjer eiga and- vígt, sem optar. Onnur skoðar embættin til vegna mannanna, þeim til framfæris; það er »brauða«-stefnan. Hin lítur svo á, að embættín sjeu til vegna landsins, þjóðarinn- ar, og því eigi það mestu að ráða, að fá þeim sem bezt gegnt að kostur er á. Standi svo á, að ekki sjeu hinir ákjósanlegustu menn falir í einhverja stöðu nema fyrir ó- venjuhátt kaup, þá hika þeir, sem síðar- nefndu stefnunni fylgja, ekki hót við að greiða þetta kaup; þeir vita, sem er, að það borgar sig, og meira en það. f>eir vita mik- ið vel, að ekki stoðar að segja þá við hlut- aðeiganda : »þú þarft ekki meira en þetta (minna); þú kemst mikið vel af með það og fram yfir það«. Hinn svarar óðara; »Jeg er ekki upp á það kominn; mín er ekki þág- an; Jjeg hef skaða á að yfirgefa þá stöðu, sem jeg hef, ef minna er í boði, og er al- veg óvæntanlegur til þess«. það er ef til vill í ekkert embætti jafn- vandfenginn maður hjer á landi nú eins og einmitt í bankastjóraembættið, og meir á- ríðandi en lýsa megi í fljótu máli, að vel takist að velja í það, þegar þar að kemur. Eitt skilyrðið fyrir, að það geti vel tekizt, er, að launin sjeu ekki of naumlega til tekin, og því skilyrði getur þingið fullnægt, með því að laga aptur það sem gert var við 3. umr. f neðri deild. f>að væri óvandfenginn maður í þessastöðu, ef helzti kosturinn þyrfti að vera sá, að hann vissi eitthvað í lögum, eins og gefið mun hafa verið í skyn við umræðu málsins í neðri deild. Eða hvað margir af banka- stjórum heimsins munu vera lagamenn ? Varla tíundi hver. Um sjúkdómslýsingar. Eptir hjeraðslækni Asgeir Blöndal. [Niöurl.] Taugakerfi viðvíkjandi verður að geta um svima, höfuðverk, hvar á höfðinu og hvernig hann er, hvort honum fylgir hiti á höfði og roði í andliti eða eigi; enn fremur um með- vitundarleysi, óráð, ofsjónir, fálm með hönd- um, óróleik, vonda drauma, svefnleysi, svefn- þunga, mók, dá, yfirlið, krampa, titring, kökk í hálsi, dofa, máttleysi á limum,. heyrnarleysi, ef þvag eða saur fer ósjálf- rátt. Höfði viðvíkjandi verður að geta um stærð. og lögun þess, ef einkennilegt er, æxli, út- slætti, hita, svita, andlitslit, varir, hvort þær eru fölar, rauðar, bláleitar, þurrar eða rakar, skorpnar eða með útslætti, útlit tung- unnar, tannholdsins, hvort ólykt er fram rir sjúklingnum, þurk eða rennsli úr nefi, hellu og suðu fyrir eyrum og útrennsli úr þeim. Hálsi viðvíkjandi verður að geta um vöðva- samdrátt, æxli, bólgna kirtla, bólgu undir kjálkabarði, sárindi í hálsi, hvort sjúkling- urinn á bágt með að reuna niður, málróm, hæsi, ræskingar. Brjósti viðvíkjandi verður að geta um, hvort það er hvelft eða innfallið, einkum um viðbeinið, hvort brjóstbein og liryggur er rjett vaxið, hvort síður eru ekkert út gengnar, hvort brjóstið hreifist mikið við andardráttinn, eða sumir partar þess hreif- ast lítið eða ekki við hann, en aðrir meira, hvort hjartsláttur er; hve tíður og hvernig andardráttur er, erfiður eða ljettur, suðu og hryglu fyrir brjósti, um hósta, hvernig og hversu mikill hann er og hve nær helztp um uppgang, hvorthann er laus eða fastur, lítill eða mikill, slím- eða graptrarkenndur, seigur, froðukenndur, lyktarvondur, bragð- vondur, hvort blóð er í uppganginum, hversu mikið það er og hvernig samlagað- honum. Lífinu viðvíkjandi skal geta um, hvort það er stórt, framstandandi, með þrútnum æðum eða innfallið, hvort í því finnasthersli, hnútar, bólga, kviðslit, hvort það er hart eða lint, hvort það er sárt viðkomu ef á það er stutt eg hvar, hvort þungi er fyrir bringspölum og uppþemba, eða æðasláttur, verkir, hvar og hvernig, útsláttur, mataró- lyst, ógleði, uppsala, nábítur, brjóstveiki, ropar, hvað opt og hve nær uppsalan er, hvernig hið uppkastaða lítur út, lit þess og lykt, garnagaul, harðlífi, niðurgangur, blóð eða ormar með saurnum, hnútar á enda- þarmi, sig. pvagfœrum viðvíkjandi skal geta um verki við lífbein eða í baki, hvernig þeir liggja, um þvagtregðu, hvort opt eða sjaldan þarf að kasta þvagi, hvort því fylgja verkir,. hvort þvagið er mikið éða lítið til þess,. hvort á botninn sezt, ef það stendur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.