Ísafold - 19.08.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.08.1891, Blaðsíða 2
þegar með höfuðdegi í fyrra var mjer ó- mögulegt að ná inn því heyi, er síðast var slegið, og varð það þess vegna úti, eins og svo víða annarsstaðar. Út úr þessu hefir nú verið spunninn illur orðrómur og skólanum álasað, eins og hann einn hefði orðið fyrir þessu. f>að vita allir, að yfir allt land fór- ust hey í haust, og og það er ósatt, sem einn alþingismaður á að hafa sagt fyrir skömmu, að hann hefði sannfrjett, að eng- inn af nágrönnum skólans hefði tapað heyi svona. Næsti nágranni minn heyjaði við hliðina á mjer á sömu engjunum marga tugi he3ta, sem allir urðu úti, og á engjum ann- ara bæja, tæpa 800 faðma hjeðan í burtu, tapaðist líka mikið hey, og hjá mörgum fleiri hjer í kring. það sem svælt var saman í þessari ótíð, hafa hestar sumstaðar ekki fengizt til að eta í vetur. það eru öll hús alveg ónýt á Hvanneyri, nema hin nýju, sem reist hafa verið síðan skólinn var stofnaður, það er íveruhúsið og svo 14 kúa fjós, er komið var upp í haust; svo það er mjög bágt að geyma hjer nokkurn hlut fyrir frosti og vætu. það er mjög lúalegt, að niðurníða búnað- arskólastofnanirnar og hamla framförum þeirra þegar í upphafi. Búnaðarskólarnir geta aldrei orðið fullgerðir í fyrstu frekar en önnur stór fyrirtæki, sem þurfa sinn þrosk- unartíma, þar til þau eru sjálfstæð. Hvanneyri, 8. ágúst 1891. Sveinn Sveinsson. Bókafregn. Tímarit um uppeldi og menntamál. Utgef- andi: Jóhannes Sigfússon, Jón pórarins- son, Ogmundur Sigurðsson. Fjórða ár. Bvík (ísaf.prentsm.) 1891, 96 bls. í 8. Að tímarit þetta hefir þegar fyllt fjögur ár, þykir vera vottur þess, að það muni vera nokkuð keypt og lesið og þykja nýtilegt, enda er málefni það, er það hefir valið sjer, mikilsvarðandi, og þykir vonlegt, að ýmsar bendingar þess hafi smátt og smátt góðan árangur. Fyrsta ritsmíð (eptir J. þ., fyrirlestur) eru um kennslu í skólaiðnaði. Er þar skýrt fyrir mönnum, hvað skólaiðnaður er, hversu göf- ugur tilgangur hans sje og leitazt við að sannfæra um nytsemi hans og nauðsyn við skóla karla sem kvenna. Hefir áður verið minnzt ýtarlega á þá ritgjörð í blaði þessu og málefni það, er hún hljóðar um, og skal því duga látið að þessu sinni að ámálga um, að kynna sjer hana rækilega. þáer ritsmíð (eptir J.S.) um kennarafundinn í Khöfn 1890, og skóla og skólamál í Dan- mörku og á Islandi. Fyrst eru nokkur orð um kennarafundinn, og eru talin upp 30 fundarmál, en litla hugmynd fær maður raunar um afrek fundarins. Einkum er rit- gjörðin um skóla í Danmörk ágrip af skóla- sögu og skólalöggjöf Dana og um fyrirkomu- lag nokkurra skóla þar, kennslugreinar og kennsluaðferð þar, einkum á drengjagjald- skóla í Khöfn. Eigi er efanda, að barna- uppfræðendur vorir geta haft gagn af að kynna sjer kennsluaðferðina þar, sem að vísu er hætt við, að sje fegruð að sumu eyti, o: að skýrt sjo frá, hvernig ætlazt er til að kennt sje,en síður hinu,hversu kennt er. þá er grein (eptir J. þ.) um varðveizlu á heilsu skólabarna. það er eigi svo lítið efni í stuttu máli, og þó menn viti almennt flest af því áður, sem framkvæmilegt er, þá er aldrei góð vísa of opt kveðin. þ>á er grein uvi kennaramenntun (og kenn- araskóla). Höfundurinn heldur því fram, að slíkt sje oss harla nauðsynlegt, og hefir hann raunar eflaust rjett fyrir sjer. En líklega megum vjer enn langa hríð gera oss víðast ásátta með eptirlit og umsjón prestanna með uppfræðslu alþýðu, og væri það nokkurfram- för, ef það færi í vöxt, sem sumir prestar hafa tekið upp á, að halda próf yfir ferm- ingarbörnum í viðurvist sóknarnefndar. Vit- anlega er mjög mikið komið undir náttúru- fari og lagi kennarans, hvað sannar fram- farir barnanna snertir; en misskilningur er það, algengur þó, að kennarar megi almennt án vera sjerstaklegrar menntunar eða undir- búnings undir stöðu sína, og er grein þessi mikið þörf að því leyti sem þar er reynt að leiðrjetta þann misskilning. |>á er um landafrœðisspurningar (eptir G. Hjaltason). þeim er skipt í almennar spurn- ingar og »íslands-spurningar«. Höfundurinn sýnist vilja auglýsa, hvernig hann spyrji, og hyggur sjálfsagt, að svo fari bezt á að spyrja. Mörgum spurningunum er án efa svo varið, að hann getur naumast svarað þeim sjálfur til hlítar, og sumar svo upp bornar, að þeim er í rauninni ósvarandi. Mjög margar þeirra eru fremur smásmugleg sundurliðan ýmislegs, sem vita þarf og ekki að vita. þ>á eru stuttar skýrslur um barnaskóla á íslandi, er teljast 17, og um sveitakennslu, eða umgangskennslu, er landssjóður borgar þóknun fyrir, og eru þeir 55 tals, og hafa fengið 20—60 kr. þóknun hver. Margirhafa veitt tilsögn 20—30 vikur, en einn jafnvel eigi nema 1—-2 vikur. Nokkrir hafa veitt tilsögn 20—55 nemöndum, en aðrir eiginema 7—8. Sumir hafa að eins veitt tilsögn á einum stað, en aðrir á 8—9. Síðast er grein um kennarafjelagið eða að- alfund þess 3. júní næstl. Frá honum hefir verið skýrt áður í Isafold 4. júlí næstl. eigi óýtarlegar en í Tímaritinu. 16+8. Herra ritstjóri ! í blaði yðar frá í gær stendur hálf-einkennilegur ritdómur um á- gripþað af íslenzkri mállýsingú, sem jeg hef nýlega gefið út. Eyrst er lagður dómur á fyrri rit mín, og að því búnu byrjar sjálfur ntdómurinn. Hlýðum nú á : »J>að á víst(\) að vera . . . aðalkostur kvers þessa«, segir dómshöfundur- inn, »að það er alþýðlega ritað*. Nú vand- ast þegar málið fyrir höfundinum; fyrst er að vita hvað sje aðalkostur bóka og síðan, hverjum sú bók, sem um er að ræða, er sjerstaklega ætluð. Hingað til hefir það verið talinn höfuðkosturinn við hverja bók, að það sje rjett, sem í henni stendur, því næst að það sje vísindalega skrifað, sem eptir stefnu sinni á að vera vísindalegt, en alþýðlegt það, sem alþýðu er ætlað. En sje dómshöfundurinn ekki alveg á því hreina með, hverjum þetta litla kver, sem hjer er um að tala sje ætlað, þá væri reynandi, að opna augun og líta á það, sem stendur á titilblaðinu: Stutt ágrip af íslenzkri mállýs- ingu handa alþýðuskólum. En sje nú sjónin svo döpur, að þetta sjáist ekki, þá er auðskilið það, sem á eptir kemur í dómnum, svo sem þetta: »Hljóðfræðin er mjög ófnllkomin«. Um það ar ekki annað- að segja en að játa það satt vera, því það er einmitt það, sem hljóðfrœðin á að vera og má til að vera í bók, sem ætluð er að eins. til að gefa uppvaxandi unglingum almenna þekkingu á málinu, með öðrum orðum, þar á einungis að taka fram aðalatriðin skýrt og skilmerkilega, en að fara t. d. nákvæmlega út í hljóðfræðina, er svo fjarstætt í slíkri bók,. sem hugsazt getur, enda mætti þar um skrifa. langtum stærri bók en allt kverið er. |>etta. dómsatkvæði er þannig — svo volduglega, sem það er upp kveðið — rjett á borð við- það og sagt væri um eitthvert alþýðurit : »þessi bók er mjög óvísindalega skrifað«, eða um þungskildasta vísindarit : »|>essi bók er- mjög óalþýðlega rituð». Keimlíkt þessu er það, sem dómshöfundurinn segir uin orð- myndunina og setningafræðina, er hann prýðir- með þessu fagursmíðaða átta atkvæða langa. nafni: máls-grein-a-skip-un-ar-frœð-i. Hon- um þykja »þær« hafa helzt til lítið rúm, ea eins og skýrt er tekið fram og grein gerð fyrir- í formálaiium, eru hjer að eius sýnd aðalat- riðin, því allt annað væri gjörsamlegt fjar- stætt steiVu bókarinnar. Oskandi væri að höfundurinn vildi reyna. aö afla sjer þekkingar á þvf, hvað sje alþýðu- rit og hvað ekki, íiður en hann hættir sjer- aptur út á þann hála ís að dæma um slík: rit, því eptir þessum ritdómi hatis að dæma. hefir hann litla ef ekki enga hugmynd þar um. p. t. Keykjavík, 16. ág. 1891. Halldór Briem. * * Framanprentuð grein Halldórs Briems um- »Bókafregn« í Isaf. 15. þ. m. sýnist eigif segja svo sem neitt, að minnsta kosti ekk- ert uppbyggilegt. f>að er að vísu höfuðkost- ur við hverja bók, að það sje rjett, sem i henni stendur, en fyrir því er náttúrlega ráð gert sem sjálfsögðu í bókafregninni, að- svo sje í öllu verulegu í kveri hans, því að ella hefði það eigi verið talið nýtilegt. En, það er engu að síður höfuðkostur við bók,. að hún sje við hæfi þess, sem hún er ætl- uð, og það er viðurkennt í bókafregninDÍ um umrætt kver H. Br., að það sje alþýð- lega ritað eða við alþýðuhæfi, og ef það hefir kosti fram yfir önnur alþýðleg málfræð- iságnp, er hann getur í formálanum, svo>. sem gefið er í skyn í bókafregninni, mun það einkum vera í því. Að því er snertir hljóðfræði, orðmyndunarfræði og málsgreina- skipunarfræði, þá getur sitt sýnzt hverjum og hver haft talsvert til síns máls um það, hversu langt skuli í þeim fara, en að höf- undur kversins hafi sagt einmitt það, sem á að vera og má til að vera í þeim grein- um, er éigi með öllu óefanda, þó að hann gefi það sjálfur í skyn. Að öðru leyti ósk- ast höfundinum og kveri hans góðra heilla. Ritdómarinn. Vöruverð í Kaupm.höfn- f>egar »Laura« fór frá Khöfn fyrst í þ. m., höfðu íslenzkar vörur selzt þar síðast eins og hjer segir: Saltfiskur hnakkakýldur stór 60—63 kr. Smáfiskur 48. Ysa 37. Lýsi grómlaust 37 kr., gufubrætt 38. Æðardúnn bezti 12 kr. Harðfiskur 220 kr. skpd. Ull nýkomin lögð fram til geymslu. Kveðjusending. Kaupmaður þorlákur O. Johnson sendi nýlega kvæði á ensku, »Kveðju frá Islandi til Irlands«, undir hinu alþekkta lagi »fyrir fólkið«, til dagblaðs í Dýflinni, er heitir »The united Ireland« og er aðalblað heimastjórnar (homerule-) flokks- ins á írlandi. Kvæðinu fylgdi vinsamlegt brjef með heillaóskum um happasæl úrslit írska málsins í parlamentinu enpka, og óskir beztu um glæsilega framtíð Irlands. |>essa hefir verið minnzt í amerísku blaði, sem gefið er út í Chicago, er heitir »The Citizen«, 11. júlí þ. á. Um leið og blað þetta getur þessa, nefnir það hið merkilega lífsstarf Jóns sáluga Sigurðssonar, hins mikla

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.