Ísafold - 16.09.1891, Page 1

Ísafold - 16.09.1891, Page 1
KLemur át á miðvikudögum og ^augardögum. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundln við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Au8turstrœti 8. XVIII. 74. Reykjavík, miðvikudaginn 16- sept. 1891. MESTUR I HEIMI eptir Henky Drummond. Úr formálanum: „Höf. (próf. Drummond) legg- •nr meiri áherzlu en almennt gjörist á aðalupp- ■sprettulind kristilegs trúarlits og kristilegra •dyggða, kœrleikann. Kærleikur er Hfains æðsta hnoss, hin æðstu gæði hjer í heimi—segir hann; hann er „mestur í heimv1. f>ann titil hefir hann 'jjví valið þessu riti sínu, og útlistar þar allt eðli og einkunn kristilegs kærleika af mikilli snilld, ■ með einíöldum orðum og hverju barni skiljan- legum„. Reykjavík 1891. 69. bls. Kostar iolib. 50 a. Aðal-útsala: Isafoldarprentsmiðja. Af hinu enska frumriti kvers pessa seldust 300,000 expl. á hálfu ári missiri, á þýzlcu komu út 25 af pví á taepu ári, og á dönsku 5 útgáfur á ■einu missiri. Um miltisdrep. Herra ritstjóri! jpjer hafið í 71. tbl. Isa- foldar getið þess, að 4 kýr hafi nýlega drep- izt úr miltisdrepi hjer í Mosfellssveitinni, og að fullkominn grunur sje um, að veikin hafi stafað af útlendum húðum, beinlínis eða óbeinlínis. Út af þessu vil jeg biðja yður um að Ijá nokkrum línum rúm í blaði yðar. I dýralækninga-tímariti Dana var í sumar grein um miltisdrep, sem stafað geti af ó- sútuðum húðum; greinin er tekin úr skýrsl- um »hins keisaralega þýzka heilbrigðisráðs«, •Og er aðalinntak hennar þetta. Menn eru farnir að komast að raun um, ; að háski geti verið búinn bæði mönnum og skepnum af aðfluttum ósútuðum húðum , einkum húðum, sem tíuttar sjeu frá Ameríku, Austur-Indlandi og Kínlandi, og hafa menn með nákvæmri rannsókn komizt að því, að hinar saknæmu húðir hafa verið af skepn- um, sem drepizt hafa úr miltisdrepi. Sjúk- dómseitrið í húðunum er ofur-smágjörvar agnir, sem mjög örðugt er að ná eitrinu úr. fessar eituragnir tolla í hárunum rjett eins og ryk ; hárin og agnirnar setjast í föt og á hörund þeirra manna, sem fást við húðirnar, eða eru þar nálægt, og geta komizt inn í munn, nef og eyru manna, og sje ofurlítil skeina á hörundi manns, geta agnirnar sezt í hana og eitrað líkamann; og sama er að segja um skepnur. (þorvarður læknir Kjerúlf skýrði mjer frá því í sumar, að hann hefði eitt sinn flutt húð heirn til sín úr kaupstað og að hún hefði nuddað lítið eitt hestinn, sem bar hana, og hefði hesturinn fljótt drepizt úr miltisdrepi). |>eir, sem þyí eiga eitthvað við útlendar húðir, geta borið eituragnirnar í fötum sínum, í hári sínu, skeggi og á hönd- um o. s. frv., og flutt það með sjer á skepn- ur; hafi maður t. a. m. átt við saknæma húð og síðan farið að taka til hey handa skepnum, er mjög hætt við, að eitthvað af eiturögnunum berist af manninum í heyið og þannig eitri það ; menn hafa og fengið fulla og áreiðanlega vissu fyrir þvf, að háska- legt geti verið að bleyta húðir í vatni, sem skepnur ná að komast í. Mönnum hefir enn eigi tekizt að drepa svo eiturefnið í húðunum, að ugglaust sje, nema með því jafnframt að skemma húð- irnar. J>egar menn fara með útlendar ósútaðar húðir, ættu menn að viðhafa þær varáðar- reglur, sem hjer segir og sem að minnst kosti geta dregið vir eiturmagninu: 1. Útlendar ósútaðar húðir skal geyma á afviknum stað, helzt fjarri hýbýlum manna og peningshvtsum, þar senj skepnur getaekki komizt að þeim ; 2., aldrei skal geyma útlenda húð þar sem geymd eru hey eða þar nálægt; 3., áður en snert er við útlendri húð, skyldi ávallt væta hana alla, svo eigi rjúki ryk (eituragnir) eða hár af henni ; 4., þvo skal eða hreinsa vandlega þann stað, þar sem geymd hefir verið útlend húð, og bönd þau eða umbúðir, sem hafðar hafa verið utan um húðina, skal brenna eða grafa niður í jörðu ; 5., enginn, sem er með sári eða skeinu, skyldi eiga neitt við vvtlenda ósútaða húð ; 6., sjerhver, sem á eitthvað við útlenda húð, ætti að því loknu að þvo sjer rækilega í fratnan og um handleggi og hendur og eins höfuðhár og skegg ; 7., áður átt er við útlenda ósútaða húð, skal láta hana liggja nokkra stund í legi, sem búinn sje til úr Z hluta klórlcalks og 3 hlutum vatns, eða í karbólbrennisteinssýru, sem búin sje til úr 2 hlutum af karbólsýru óhreinsaðri, 1 hluta af óhreinsaðri brennisteins- sýrn og 4 hlutum vatns. — þessar varúðar- reglur eru teknar fram í áðurnefndri grein í dýralækningatímaritinu. það er langt frá því, að allar útlendar ó- sútaðar húðir, sem hingað flytjast til lands- ins, sjeu saknæmar; en með því að ekki er hægt að sjá á húð, hvort hún er saknæm eða eigi, ættu menn þó ávallt að hafa það hugfast, að vera mætti, að húðin væri sak- næm og viðhafa því ávallt alla varvvð. 14. sept. 1891. Dr. J. Jónassen. Bókarfregn. Ur hexmi bænabinnar. Eptir D. G. Mon- r ad. Snúið hefir á íslenzku J ó n Bjarnaso n. Winnipeg 1888. 167 bls. í stóru 8 bl. broti. Nú eru senn þrjú ár liðin síðan þessi bók birtíst á prenti á vorri tungu ; hafa menn því haft nægan tíma til að vera búnir að segja álit sitt um haua. Jeg minnist þess samt ekki, að jeg hafi lesið nokkurn ritdóm um bók þessa, ekki einu sinni eptir prest- ana, sem lægi það þó næst að segjáj eitt- hvað um hana. Okunnugir mættu ætla, að þessi bók væri ein í tölu þeirra bóka, er meinlausar eru kallaðar og gagnslausar, þar sem engum íslenzkum presti kemur til hugar að minn- ast einu orði á hana. Jeg hefi lesið þessa bók, og lesið hana opt, og svo mikið hefir mjer þátt til henn- ar koma, að hefði jeg verið safnaðarhirðir, myndi jeg enga guðsorðabók fremur hafa kosið en hana handa söfnuði mínutn og fljótt hvatt aðra til að gera hið sama. En — jeg er nú ekki prestur; en samt sem áður leyfi jeg mjer að fara nokkrum orðum um bókina. Frumhöfuudur bókarinnar er hinn annál- aði gáfumaður, kennimannaskörungur og stjórnvitringur, Islandsvinurinn Monrad, biskup í Danmörku, dáinn fyrir fám árum. þýðandinn er hinn góðfrægi höfuðkennimaður og kirkjufjelagsformaður landa vorra í Vest- urheimi. Nafn höfundarins og nafn þýðandans læt jeg vera næga trygging fyrir því, að kenning- ar bókarinnar sje áreiðanlegar. það má marka af upphafsorðum hókar- innar, hvert aðalefni hennar sje. þau hljóða svo : »Bænin er heimur út af fyrir sig, sem enginn þekkir nema þeir, sem í henni lifa. Sje sá, sem bæninni er handgenginn, spurð- ur : »Hvar fann sál þín til náðarinnar ? — hvar lýstu sannindi eilífs Iífs fyrir augum þínum ?« — þá mun hann svara : »í bæn- inni, því að þar fekk jeg beinlínis fullvissu um, að guð sje til, að hann sje faðir minn, og þessi föðurkærleikur hans er mjer full- komin trygging fyrir eilífu lífi«. Eins og þýðandinn tekur fram í formál- anum, hefir ritið í sjer öll atriði kristin- dómsins ; »því að í bæninni opnast manns- sálinni allur hinn dýrðlegi heimur guðs- ríkis«. Aðalkostur bókarinnar er hið mikla sann- færingaratt hennar. Ollu sálarlífi mannsins er lýst svo skarpt og svo Ijóst, að bókin verður það sjóngler.sem hver sál getur þekkt sig í, sem í þá skuggsjá vili líta. Jeg skal taka eitt dæmi af mörgum því til sönnunar. Höfundurinn lýsir manni, sem er sjvvkur eða reynir annað mótlæti. J>essi maður bið- ur guð, biður opt og iðulega um bót meina sinna, en hann er ekki bænheyrður. þ>á hættir hann að biðja og beygir sig undir guðs vilja og ber mótlætið með kyrrð og þolinmæði. þessu sálarástandi líkir höfund- urinn fyrst við ládeyðu á sjónum. En síðar kemur hann með aðra samlíkingu, sem tek- ur af allan vafa : »Eins og hinn þreytti líkami hefir rjett til svefns, eins hefir hin

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.