Ísafold - 16.09.1891, Qupperneq 4
29tí
eem jeg er Tanur að geyma lykla að, en hafði
af ógáti skilið þá eptir í skránni, og tekið það-
an 6 króna seðil, er hún segist hafa keypt kram-
TÖru fyrir?
Sv.: Nei, þvi peningarnir voru beggja eign.
Proclama.
þar sem bú Jóns Jónssonar frá Tjörn á
Miðnesi er telcið til opinberrar skiptameðferð-
ar, þá er hjer með samkvcemt lögum 12. apríl
1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 skorað á þá, sem
til skulda telja í búi þessu, að tilkynna skuldir
sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í
sýslu innan 6 mátiaða frá síðustu birtingu
auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjðsar-og Gullbringusýslu 14. sept. 1891-
Franz Siemsen.
FJARMARK Jóns H. Gunnarssonar í
Hafnarfirðí er: gat og standfjöður aptan
hægra, hálft af aptan og standfjöður framan
vinstra. Brennimark J H G.
MARTINI-BYSSUR tvær nýjar, ein-
hleypir aptanhlaðningar, fyrirtaks-góðir, pantaðir
frá Ameríku, lást ti! kaups, ásamt hleðsluáhöldum,
patrónum (Centrum) m. m. Kitstjóri vísar á
seljanda.
Skip til sölu!
pilskipið »Einingin« 32,38 tons, er til sölu.
Fylgir tvennur klæðnaður (annar nýr, saum-
aður í ár, kostaði 800 kr.), keðjur, akkeri,
eldavjel, eldsgögn, ofn, vatnsföt og margt
fl. Nánari upplýsingar gefur undirskrifuð
þeim, sem kaupa vilja skip þetta, en fyrir
lð. nóv. þ. á. verða þair að hafa gefið sig
fram og afhent skriflegt tilboð sitt. Svar
kemur aptur innan loka mánaðarins í ein-
hverju af blöðunum.
Reykjavik 15. sept. 1891.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
ekkja eptir Einar sál. Jónsson. snikkara.
Fjársala- I fyrstu Arnakróksrjett sel
jeg: ær, sauði, dilka og veturgamalt fje.
Eggert Guðmundsson, Elliðakoti.
Frá 14- rnaí næstkomandi óskar vanur
og reglusamur verzlunarmaður eptir atvinnu.
ítitstjóri vísar á.
Systrasjóður
kvennaskólans í Reykjavík.
Síðan hin seinasta auglýsing um gjafir
til nefnds sjóðs birtist í Isafold, hefir hann
fengið þessar gjafir:
1. frá manni í Reykjavík 5 krónum, tveimur
stúlkum í sveit 5 kr., konu í Reykjavík
10 kr., konu í Rvík 5 kr. samtals 25 kr.
2. frá nokkrum Islendingum í Khöfn
(körlum og konum). samtals . .73 —
3. frá nokkrum alþingismönnum . .25 —
Samtaís 123 kr.
Er þetta fje, eins og hitt sem áður hefir
gefizt, komið á vöxtu í »Söfnunarsjóð Islands#
og á Systrasjóðurinn nú á vöxtum í nefnd-
um sjóði til samans 749 kr. 62 aur.
Rvík 15 sept. 1891.
Thora Melsteð.
Samkvæmt auglýsingu landeigandaFremra-
Háls, Stardals og Mosfells í sumar, hefir
land tjeðra jarða verið smalað að hrossum,
og eru eptirfylgjandi hross í óskilum.
1. Ljós hryssa (gömul) mark: stýit hægra
heilrifað vinstra.
2. Vindótt hryssa 4—5 vetr. nmrk: sneiðrif-
að fr. hægra.
3. Jarpur foli lv. sama mark.
4. Steingráblesótt hryssa 4. v. m.: fjöður fr.
hægra.
5. Rauður foli 3 v. m.: sneitt apt. vinstra.
6. Jarpskjótt hryssa með brúnskjóttu folaldi
4 v. m.: 2 bitar fr. hægra, biti fr. vinstra
og 2 standfj. apt.
7. Jarpskjóttur foli 3—4 v. m.: sýlt hægra
tvístýft fr. vinstra.
8. Bleikblesótt bryssa með rauðblesóttu fol-
aldi mark: stýft og biti fr. hægra, heilrif-
að vinstra.
Hrossa þessara geta eigendur vitjað að
Stardal og Laxnesi innan 14 daga gegn
því að borga hagatoll, hirðingu, vöktun og
auglýsingu þessa; síðan verða þau afhent
hreppstjóra til sölu.
Stardal, 12. sept. 1891.
Guðmundur Kolbeinsson.
I sex undanfarin ár hefi jeg þjáðzt af
megnum veikindum á sálunni, og hefi jeg
brúkað ýms meðöl, en ekkert hefur dugað,
þar tii nú fyrir 5 vikum að jeg fór að brúka
»Kína-lífs-elixír« Valdimars Petersen frá
Friðrikshöfn; brá þá strax svo við, að jeg
fór að geta sofið reglulega, og þegar jeg var
búinn að brúka 3 flöskur, var jeg orðinn
talsvert betri, og hefi þá von, að jeg með
framhaldandi brúkun verði albata; þetta er
mjer sönn ánægja að votta.
Staddur í Reykjavik 12. júní 1891.
Pjctur Bjarnason
frá Landakoti.
Vottorð þetta er gefið af fúsum vílja og
fullri ráðdeild.
L. Pálsson.
prakt. læknir.
W^T Nærsveiíamenn erubeðnir að vitja
Jsafoldar“ á afgreiðslustofu hennar (i
Austurstræti 8).
Forngripasafnið opið hvern mvd, og ld kl 1—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2
Landsbókasafnið opið'hvern rúmhelgan dag kl. 12-2
útlán md„ ravd. og ld. kl. 2 3
Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern
rúmhelgan dag kl. 8—q, io—z og 3—5
SpfnunarsjóCurinn cpinn I. mánud. i
hverjum mánuðf k! 5—6
V eðurathuganir i R.vik, eptir Dr. J. Jónassen
sept. Hiti (á Oelsius) Loptþ.mæi. (millimet.) Veðurátt.
á nótt. um hd. íra. em. fm. em.
Ld. 12. + ö + 9 749 3 751.8 Sv hb S h d
Sd. 13. + 8 + 9 744.2 744.2 Sahvd Sahvd
Md. 14. + ö + 10 744.2 749.3 Svhvd 0 b
þd. 15. + 5 + 8 746.8 744.2 Svhvd Svhvd
Mvd. 15. + 9 74Ö.8 Svhvd
Hinn 12. var hjer útsynningur með regnskúr-
um, gekk svo til landsuöurs næsta dag, með
mikilli rigningu; svo hægur á S. 14. og blæja-
logn síðari part dagsins. Aptur hvass á útsunn-
an með miklum regnskúrum og haglliryðjum og
brimi siðari part dags h. 15. bráðhvass, um
kveldið. Sama veöur enn í dag (lö.), en þó lít-
ið citt lygnari.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
PrentBmiðja ísafoldar.
130
var hann og mikill, hvala og sela. Er það í sögnura, að eitt
sinn skutlaði hann hval 3 vikur sævar undau landi, og reri
hann í land með sonum sínum, er þá voru enn ungir, svo
nauðulega fengu þeir báðir róið móti honum. Segja menn og
hval þennan fertugan verið hafa. það er og síðan haft eptir
Hallvarði, að lítt hlífðist faðir þeirra við þá bræður í æsku,
þvf maður væri hann ólatur, afarsterkur og mikilvirkur.
það er frá Hallvarði sagt, er hann var 15 eða 16 vetra,
að þeir bræður væri báðir heima á Horni einir karla, því
faðir þeirra var ei heima ; var það um vor eitt ísamikið. Bjarn-
dýr afargrimmt og soltið hafði af ísum á land stokkið. Kom
það að bæjardyrum á Horni og dúði svo harðlega dyrio, að
lá við broti, hljóp síðan að hjalli og braut hann upp og tók
að jeta þar fisk og hákarl. Hallvarður greip hákarlaskálm
mikla og vildi þegar út að birninum. Bað móðir hans hann
■ei slíkt að voga, latti og Jón hann, bróðir hans, en ei tjáði
það. Hljóp Jón svo út á eptir. En Hallvarður lagði skálm-
inni til dýrsins á hol, svo það fjekk bana, og þótti það ærið
áræði af jafnungum manni, sem Hallvarður var þá.
2. kap. Frá Jóni presti og llalli.
Jón hjet prestur í Aðalvík, son Einars prests, er haldið
hafði Stað í Aðalvík um 45 vetur, Olafssonar, Guðmundsson-
ar frá Sljettu, og Hildar Arnórsdóttur frá Furufirði. Jón
prestur átti Guðnýju Sigurðardóttur, prests í Grunnavík,
Gíslasonar, systur Gísla prests í Otrardal. Voru þau börn
Jóns prests og Guðnýjar : 1., Sigurður, er dó 1749, faðir þor-
leifs á Laugabóli; 2., Ragnhildur, átti Jón Jónsson, þeirra
131
son Jón í Hattardal; 3., Steinunn, átti Torfa Jónsson í Æðey,
hrekks, er kallaður var ; 4., Hildur, er síðan átti Snorra
prest, og 5., Bjarni Jónsson á Sandeyri og síðau á Skarði á
Snæfjallaströnd, er margt fólk er frá komið.
Hallur á Horni var lítt kirkjurækinn, og vandaði Jón
prestur um það við hann, að hann vanrækti tíðir og drægi að
gjalda gjöld sín. Má það ætla, að litlu góðu svaraði Hallur
um það.
það nokkru síðar, að þeir feðgar reru drottinsdagsmorgun
einn og veiddu útsel mikinn og fluttu hann lifandi í Aðalvík.
Var þá til messu tekið á Stað. þeir Hallur og Hallvarður
fóru með selinn í kirkju og drógu allt í kórdyr og sátu þar
á honum um prjedikun. En er tíðum var lokið, bað Hallur
prest hafa þar Maríusauð siun, og sleppti honum lifandi.
Hræddist prestur þær tiltektir, og er sagt að hann byði Halli
að gefa honum upp gjöldin. Eu eigi vildi Hallur það, drap
selinn og fjekk hann presti. Er sagt það væri öll gjöld hans,
er hanu galt honum meðan haun var prestur á Stað. Hjelt
Jón prestur Stað um 12 vetur, en sjá er að aðstoóarprestur væri
hann áður Einars prests föður síns. Andaðist Jón prestur
1739.
3. kap. Frá Snorra presti og kynsmönnum hans.
það var tveim vetrum síðan, að stúdent sá, er SDorri
hjet, vígðist til Staðar í Aðalvík, og fjekk hann Hildar, dótt-
ur Jóns prests. Haiin var son Bjarnar bóuda þorsteinsson-
ar, þorgeirssonar í Höfu, eu kona þorsteins, móðir Bjarnar,
var Odduý, dóttir Snorra á GeldÍDgsá, Jónssonar, Pjetursson-