Ísafold - 19.09.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.09.1891, Blaðsíða 1
Kerau' át á miðvikudögum og augardögam. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. 43orgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsogn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komln sje til ótgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. 'XVIII. 75. i Reykjavík, laugardaginn 19. sept. 1891 Verzlun íslands. I. Mein er að því, hve almenningi er ósýnt um að kynna sjer landshagi vora, af skýrsl- 1um þeim, er út eru gefnar árlega á lands- ins kostnað, í Stjórnartíðindunum, eptir beztu föngum, ófullkomnum auðvitað í mörg- um greinum, en hafandi þó' í sjer fólginn viðunanlegan leiðarvísi til glöggs yfirlits yfir hagi landsins. Ekkert lesmál er fljótlegra ■ og glöggvara yfirlits en töflur; en svo er allur þorri manna hugsuuarlaus, að töfl- ur eru eitur í þeirra beinum, og heldur vilja þeir lesa heila örk í óbrotnu lesmáli en eina töflublaðsíðu og vera þó, ef til vill, jafnnær eptir allan lesturinn, vegna orðafjöldans og yfirlitsleysisins, þar sem taflan þar á móti er nærri því eins og landsuppdráttur, er sýnir þeim, sem á lítur, á einu augabragði það, sem hann vill eða þarf að vita. I landshagsskýrslnakafla Stjórnartíðind- anna árið sem leið er sjerlega gott yfirlit y fir verzlun landsins um nokkur hin síð- ustu ár undanfarin (1886—1889), ásamt 3amanburði við eldri tíma. En hvað margir af hundraði meðal þjóðarinuar ætli hafi nú 'kynnt sjer skýrslur þessar ? Ætli eigi muni óhætt að veðja um það, að þeir nái eigi einum af hundraði ? Eina ráðið til að koma höfuðatriðunum inn í almenning er, að blöðin beri þau á ■borð fyrir hann, í ekki stærri skömmtum en svo, að menn ofhasi eigi upp af því, ■og þá þannig til reitt, að lystin dofni sem minnst. Hjer koma þá fáeinar inntökur úr tjeðum skýrslum. Verzlunarmagn landsins- þeir sem vilja forvitnast um efnahag einhvers Iands ■ eða þjóðar, — um hvað mutiu þeir spyrja • einna fyrst ? Um verzlunarmagn landsins. En hvað er það, er því nafni nefnist ? það er samanlögð verðhæð aðfluttrar og útfluttrar verzlunarvöru á ári. Annarsstaðar leikur sú tala ekki bara á miljónum króna og tugum miljóna, held- ur á hundruðum miljóna og þúsundum mil- jóna og hundruðum þúsunda miljóna. Hjer á landi er skemmst á að minnast, að verzl- unarmagnið náði eigi einum tug miljóna. Eyrir 100 árum rúmum (1784) nam það eigi einu sinni einni miljón—var þá 868,000 kr., og fyrir 40 árum rúmuin var það lítið eitt á 4. miljón. En árið 1880, eitt af helztu veltiárum á þessari öld, nam það nær 12J miljón, og var rúmlega 11£ miljón að með- altali árin 1881—1885. Árin þar á eptir, hörðu árin þrjú í röð, komst það langt nið- ur úr tugnum aptur, lægst, 1887, niður í 7 miljónir rúmar. En árið 1889 komst það ■ aptur upp fyrir tuginn, upp í meira en 10| milj., og hefir eflaust haldizt svo hátt og hærra jafnvel talsvert síðan. Til frekari glöggvunar er hjer sett yfirlit yfir aðfluttar og útfluttar vörur að verðhæð til, hvorar í sfnu lagi, og í aptasta dálki verzlunarmagnið samtals á mann , hvert mannsbarn á landinu. Ár Aðfl. vörur Útfl. vörur A mann kr. kr. kr. 1849 . . 1,182,000 2,159,000 56 1880 . . 5,727,000 6,774,000 172 1881—85 6,109,000 5,554,000 164 1886 . . 4,235,000 3,688,000 113 1887 . . 3,968,000 3,043,000 100 1888 . . 4,694,000 3,981,000 123 1889 . . 5,598,000 4,927,000 150 Við þennan útreiknig er vöruverðið hjer á landi lagt til grundvallar, bæði á útlendu og innlendu vörunum, nema fyrsta árið (1849) ; þar er farið eptir dönskum skýrsl- um, og innfluttar vörur þá reiknaðar eptir innkaupsverðinu í Danmörku og útfluttar vörur með markaðsverðinu þar. Matvörukanp frá öðrum löndum. Sje aðflutta varan liðuð sundur eptir tegund- um, í þrjá flokka : 1., matvöru, þ. e. allar kornvörur, brauð, salt, ýmsar nýlenduvörur, kartöflur, epli, niðursoðinn mat og óáfenga drykki; 2., munaðarvörur, þ. e. kaffi, sykur, síróp, te, tóbak, vínföng og öl; og 3., aðrar vörur, — þá kemur það í ljós, að síðasta árið, sem skýrslurnar ná yfir, 1889, hafa matvörukaupin numið rjettum þriðjungi af hinum aðfiuttu vörum að verðinu til, en heldur meiru áður að tiltölu, þetta frá 35— 41| af hundraði. Hafa þau, matvörukaup- in, orðið mest að tiltölu það árið, er mest var harðærið, eða 1887; þau hafa þá kom- izt upp í 41.6 af hundraði allrar aðfluttrar vöru. Annars er þetta yfirlit yfir matvörukaup- in síðan 1880: 1880 . . 2,165,000 kr. 1881—1885 2,145,000 — 1886 . . 1,687,000 — 1887 . . 1,651,000 — 1888 . . 1,834,000 — 1889 . . 1,876,000 — Helztu aðfluttu matvörutegundirnar eru rúgur, rúgmjöl og bankabygg, og nema þess- ari upphæð árin 1886—1889, í krónum : Búgur 1886 . . 413,095 1887 . . 366,412 1888 . . 324,940 1889 . . 334,671 Bíigmjöl Bankabygg 181,934 270,179 193,480 261,506 226,158 248,458 227,801 247,054 Eptirtektavert er það, að aðflutningur ó- malaðs rúgs fer minnkandi, en rúgmjöls að því skapi vaxandi. Ómaksminna að þurfa ekki að mala ! Aðrar helztu matvörutegundir hafa verið þessar, þ. e. verðhæð þeirra í krónum : Hrísgrjón Ou erheadmjöl Baunir 1886 . 154,914 100,096 80,850 1887 . 151,815 86,424 63,604 1888 . 171,772 87,632 59,778 1889 . 159,786 77,963 68,829 Af smjöri hefir verið keypt frá öðrum löndum fyrir 20,000 kr. eitt árið (1887), en fyrir 44—57 þús. hin árin. Af hveiti aðkeypt fyrir 33—49 þús. kr. á ári. Af brauði alls konar 80—100 þús. kr. á ári. Af kartöflum keypt frá öðrum löndum fyrir 21 þús., 14, 12 og 16 þús. kr. þe3si ár. það er handvömm landsbúa, og hún hrap- arleg, að kaupa þarf fyrir eiun eyri kartöfl- “Ur frá útlöndum. Landið ætti þvert á móti og gæti mjög vel miðlað öðrum þjóðum kar- töflum fyrir svo tugum þúsunda skipti. Allt hið sama er raunar að segja um smjörkaupin. Salt hefir verið keypt fyrir 189, 280, 391 og 417 þús. kr. þessi ár. Aðrar matvörutegundir sjerstaklega til- greindar nema engar 10 þús. kr. á ári. Munaðarvörukaup. |>au hafa numið árin 1880—1889 rúmum þ af hinum útlendu vörukaupum, minnst 24 af hundraði tæpum (1889), og mest 29 af hundraði. þau hafa numið þessu í krónum hvert árið : -1,041 ,uuu ar. 1881—1885 . 1,665,000 — 1886 . . . 1,225,000 — 1887 . . . 1,136,000 — 1888 . . . 1,227,000 — 1889 . . . 1,335,000 — Sje talan fyrir árin 1881—1885 margföld- uð með árafjöldanum (5), og síðan lagðar saman tölurnar fyrir öll árin tíu (1880—1889) koma út 14,789,000 kr., fjórtán miljónir og sjö hundruð áttatíu og níu púsund kr. í mun- aðarvöru, þ. e. kaffi, sykri, sírópi, tei,tóbaki, vínföngum og öli. J>á er að skoða, hvað kemur á þessa mun- aðarvörutegund fyrir sig 4 síðustu árin, er sundurliðað yfirlit er til fyrir, í krónum : 1886 1887 1888 1889 Kaffi 325,531 396,233 345,971 442,581 Sykur 346,656 313,457 330,986 372,411 talin kaffirót ' Tóbak 255,881 278,569 274,258 314,701 og annar Með kaffinu er kaffibætir; nemur það 75—95 þús. kr. á ári. A£ sykrinu nemur kandíssykur 166—198 þús. kr. á ári, hvítasykur 115—140 þús. kr. Sírópi er sleppt í þessari samlagningu; það nemur að eins J—3J þús. kr. á ári. Af tóbakskaupunum stendur neftóbakið hjer um bil alveg í stað ár eptir ár, frá 82 —85 þús. Munntóbakskaupin leika á 123 —138 þús. kr. á ári. Reyktóbak fer vaxandi, eru 24 þús. kr. 1886 upp i 37 þús. kr. 1889,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.