Ísafold - 07.10.1891, Side 1

Ísafold - 07.10.1891, Side 1
K.emur át á miðvikudögum eg ^AUgardögum. Verð árg. (um •100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. fiBorgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrasti 8. XVIII. 80 Reykjavík, miðvikudaginu 7- okt. 1891 Nokkur orð um íslenzkar bækur og rit, eptir Benedikt Geöndal. I. Vjer höfum á seinni tímum fengið ýmis- ilegt að heyra frá íslendingum í útlöndum, sem vert er að fara nokkrum orðum um, því svo lítur út sem löndum vorum þar þyki vjer allt of sjálfbyrgingslegir og að vjer berumst heldur mikið á. Jeg vil nú alls ekki minnast á þá, sem beinlínis hafa nítt ísland niður, því slík dæmi finnast ekki í bókmentum eða skáldverkum nokkurrar ann- -arar þjóðar; en jeg vil minnast ú sumt af því, sem vjer fáum frá íslendÍDgum í Kaup- mannahöfn, sem ritað er frá dönsku sjónar- miðitil þess að rýra oss, sem eigi er furða, þar sem slíkt er ritað a.f mönnum, sem gengið hafa í danska þjónustu og hafa samlagað sig skoðunum hinna dönsku háskólakeDnara, sem hvað fslenzkuna snertir hafa ætíð verið oss lítt sinnandi. Jeg nefni fyrst Ágrip af bólcmentasögu Is- ■ lands eptir Dr. Finn Jónsson. Raunar er ekki að sjá sem þetta kver sje samið af ■eins lærðum manni og Dr. Finnur er, því þar eru engar ástæður færðar fyrir neinu því sem höf. ber fram, og meira að segja er að- íerðin svo kátleg sem verða má, þar sem hann segist rita bókmentasögu Islauds, en ritar þá um leið bókmentasögu Grænlands og Noregs, því þar sem hann frádæmir Islend- ingum hjer um bil allar Eddu-kviðurnar, þá átti ekki að nefna þær í kverinu. það er alkuunugt, að danskir og norskir (ekki sænskir) málfræðingar hafa viljað eigna sjer — eða engum — Eddu-kviðuruar, en þeir hafa al- dref getað komið með neinar sannanir fyrir því, sem ekki er von. Gjörræðið er hin einasta aðferð, sem þeir hafa getað komið við.og það er merkilegt, að íslendingur skuli geta gert svo lítið úr sjer, að berja blákalt fram það, sem hann veit sjálfur að engin sönnun nær til, en ýmsar líkur eru á móti, þar á meðal: 1, að vjer þekkjum ekki kvið- urnar annarsstaðar frá en frá Islandi, og 2, að allt málið á þeim er ekki Bjerlega forn- legt í heild sinni, eins og Bugge hefur tekið fram (í »Studier«). Jeg hef ritað nokkuð ýtarlega um alltþetta í Gefn, en náttúrlega er því enginn gaumur gefinn. þessir doktorar og málvitringar rita, eins og enginn hafi verið til nema þeir. Vjer höfum aldrei neitað því, að efnið í kviðunum sje norrænt, sameign Norðurlanda, en búníngurinn á því er íslenzkur, og á Is- landi hefur það fengið hann. Sophus Bngge, hinn frægi Norðmaður, er rjettlátari við oss en vor eiginn landi, því bæði kannast hann ' við Sæmundar-Eddu sem íslenzkt safn, og hann tekur það fram, að Baldurs-sagan Völuspá og Gylfaginníngu sje alíslenzk, og þar með er gefið eða kannast við, að öll Völuspá sje það einnig, það er að skilja, í þeirri mynd, sem vjer nú höfum hana. En að færa Eddu-kviðurnar i annan og fornari búning, það mundi raska öllu og verða allt annað mál, eins og þegar H. Schúck fór að yrkja: nþonaraK einaE þar vah-þrunginaB modi« (o: »þórr einn þar vá-þrunginn móði«) — og ekki hefur betur farið fyrir dr. Fiuni, er hann fór að yrkja upp aptur Hárbarðsljóð: andalaust vatnsgutl, því Hárbarðsljóð hafa aldrei verið öðruvísi tii en þau eru í Sæ- mundar-eddu; þau eru heldur ekkert »upp- kast« (»utkast till en dikt«), eins og Viktor Bydberg segir, því fornmenn gjörðu aldrei slíkt. En yrking dr. Finns á Hábarðsljóð- um er komin til af því, að hann (eins og fleiri) er þeirrar skoðunar, að fornskáldin hafi kveðið eptir svo föstum reglum, að enginn vegur var til frá að víkja nje,neitt til að sveigja; atkvæðafjöldinn átti að vera rígbundinn og allt eins hnitmiðað sem í latínuskáldskap. þegar nú ekki allt stend- ur heima eptir skoðunum þessara rímfræð- iuga, þá er farið að yrkja upp á ný og troða inn afkáralegum orðmyndum, sem eiga að vera »fornar« og »ekta«, t. a. m. »þás« (f. þá es, þá er), »nús« (f. nú es, er) o. s. frv. Væri slíkum skoðunum fylgt í latneskum J skáldskap, þá yrði öll »dactylisk« vers að vera »óekta«, og þá skyldum vjer sjá, hvern- ig málfræðingunum tækist að yrkja upp aptur Virgilíus og Ovidíus. þetta írafár um rígbundna »metrik« hefur hrifið málfræðing- ana svo, að hver sá er skoðaður sem vitlaus, sem ekki fylgir þeim, og þó kannast dr. Finn- ur við óreglu í rími hjá fornskáldum (á bls. 12). Fornþýzk og fornensk (engiisaxnesk) kvæði eru full af óreglum í ríminu, og er ekki látið svona með þau — það er eins og einhver bráðapest í norrænum málfræðÍDg- um, en ekki í öðrum. það er alveg rangt að taka háttatal Snorra til fyrirmyndar, því það sannar ekkert, en það er heldur ekki nýtt, að menn hafi viljað yrkja upp aptur fornkvæðin, því það vildi Mone gjöra þegar 1822, ein og dr. Finnur og Sievefs-meun vilja gjöra nú. Doktorinn þekkir víst ekki George Steevens (| 1800) sem orti upp allan Shakespeare til þess að gjöra »expulsion of useless and supernumerary syllables«, en slík aðferð hefur fyrir löngu verið fyrirdæmd, sem von er. það liggur við þetta minni á Meibomius, sem sagði alla biblíu-texta vitlausa, og bauðst til að leiðrjetta þá »ex fundamento metri«, sem hann einn þekti; þetta bauð hann Eng- lendingum 1694 fyrir eitthvað hálfa millíón krónur, en þeir þáðu ekki boðið. Meibomius var innundir hjá Kristínu Svíadrottningu, og tileinkaði henni rit um sjö gríska söng- fræðinga (prentað í Amsterdam 1652), svo ætlaði hann að láta leika þessa fornaldar- sönglist á leikhúsi fyrir drottningu, og söng sjálfur, en söng allt svo illa, að fólkinu ofbauð — eitthvað líkt dettur mjer í hug, er jeg les 12. blaðsíðu um rímið, og jeg hlýt að játa, að jeg get ekki gjört mun á þessari þungu áherzlu og ljettu áherzlu, sem á að vera í hverju vísu-orði, því hjer gildir »aut est aut non est« — annaðhvort er áherzla eða eng- m áherzla; enda talar höf. um »áherzlulausa« samstöfu, þvert ofan í það sem hann hafði sagt í fjórðu línu fyrir ofan, nefnilega að allar fjórar samstöfur hefði áherzlu, sem er rangt. Yfir höfuð er torvelt, ef ekki ómögu- legt, að fylgja kenningu málfræðinganna um nmið, því þeir koma með »theoriur«, sem engum mannlegum hljóðfærum er unnt að fullnægja, enda sumt beinlínis kátlegt, svo sem það, að Dr. Jessen hafi fyrstur fundið, að næstseinasta atkvæði í dróttkvæðum hætti sje langt — eins og allir hafi ekki vitað þetta! eða eins og mögulegt og hugs- andi sje stutt atkvæði á þessum stað! þá segir höf. á bls. 11. að »kvæðin eru af og frá eptir Sæmund og það verður ekki sannað, að hann hafi gert hið minnsta að því að safna þessum fornkvæðum«. þá segi jeg aptur: það verður heldur ekki sannað að Sæmundur hafi engan þátt átt í Edd- unni eða að hann hafi ekki safnað henni. Við erum báðir alveg sannana-lausir, en jeg hef það meira til míns máls, að Edda hefur borið Sæmundar nafn frá því fyrsta menn til vita, og um þetta hef jeg ritað nákvæm- ar í Gefn, þó dr. Finnur meti það ómerkt; en það sem S. Bugge hefur ritað um þetta í formálanum fyrir sinni utgáfu af Sæmund- ar-Eddu, það er myrkviðri og vafníngar apt- ur á bak og áfram, og þó getur hann ekki alveg frádæmt Sæmundi Edduna, því þó að Bugge sje á norsku sjónarmiði, sem von er, þá er auðsjeð, að hann vill forðast hlut- drægni og g/örræði, þó haun heldur vilji hneigjast á bakborða, en útgáfa Bugges er hin langbezta útgáfa af Sæmundar-Eddu og hin einasta áreiðanlega. það er enginn vandi að rita eins gjörræðislega og dr. Finnur, þar sem barið áfram blákalt alt og engu sinnt, alveg eins og hjá Hinriki Schúck: »För det förste har Sæmundr ej haft det ringaste atb göra med dessa kvaden, hvarken som för- fattare, afakrifvare eller samlare«—það er lafhægt að rita annað eins og þetta. Jeg hirði ekkert um að halda því fram að Sæ- mundur eigi þátt í Eddunni, en jeg tek það einúngis fram, að tóm gjörræðis-neitun dug- ar ekki. Eins gjörræðislegur er Árni Magnússon, þar sem hann segir, að öll handrit Sæm.- Eddu sje komin frá »konúngsbók«, því hanu veit ekkert um það; Bugge segist fallast & þetta —sama gjörræðið— en Brynjólfi Snorrasyni er ekki trúað, þó hann hafi bor-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.