Ísafold - 10.10.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.10.1891, Blaðsíða 2
820 um um ágæti, sem þjer alls ekki eigið; þjer eigið að hætta að fagna yfir því, að yður hafi hlotnazt þau gæði, sem aðrir eiga, og sem eigi eru til fyrir yður, en kannizt held- ur við, að þjer sjeuð aumingjar og ómerki- legar »rætur«. Föðurlandskvæði yðar eru misskilningur og rammskökk stefna; gjörið yður ekki hlægilega með því að kveða lof um lánd yðar, því það sæmir eigi og á hvergi við. f>jer megið líka vara yður á þessu, því það er meira tekið eptir yður en áður. |>að er svipuð kenning eins og þegar því var haldiðfram, að Islendingar hefðu ekkert vit á sínum eigin högum, verzlunarfrelsið væri landinu til stórskaða, og þar fram ept- ir götunum. Um nokkur hreppanöfn á Islandi. (Bptir Eggebt O. Bbxm.). Islenzkt bæjatal (eptir Vilh. H. Pinsen. Khöfn 1885), sem einkum er ætlað sem póstsendingabók, er að mörgu leiti góð bók og nytsamleg, og handhæg og hentug til þess, er hún er ætluð. Hún er, svo sem við má búast, lítið annað en hæjanöfn, tek- in upp úr Jarðabókinni 1861, færð í staf- rófsröð. þó hefir höfundurinn, svo sem sjálf- sagt var í póstsendingabók, tekið fram póst- afgreiðslustaði og brjefhirðingarstaði og sömu- ieiðis verzlunarstaði. Annars hefir hann mjög nákvæmlega fylgt Jarðab. 1861, svo að jafnvel prentvillur, er sýnast vera, eru sumstaðar þræddar, svo sem Arnanes (f Arna-), Auðunnarstaðir (f. Auðunar-) o. fl. þ>ó hefir hann leiðrjett fyrir víst 2 lítilfjörlegar prentvillur í Jarðab., nfl. Krókargerðí (Skagaf. 185, f. -gerði) og Dalge ir aðir (Húnav. 344, f. Dalgeirstaðir). Prentvillur koma mjög óvíða fyrir í þessari vandvirklega sömdu bók, en hittast þó, svo sem Sólheima- sand (í. sandur: bls. 65 I.20; verzlunarstað- ur: sjá Jökulsá), Vinheimar (f. Vind-: bls. 76 l.ls, en rjett l.1*), pingeyjar- (f. -eyrar- bls. 41 l.26). Líklega er og Skjaldarstaðir, sem rjett er í sjálfu sjer, fremur prentvilla, en leiðrjetting fyrir Skjalda- (Jarðab., Eyjaf. 177). Eigi er tiltökumál, þó að hann hafi þrætt allar bæjanafnavillur (aðrar en prentvillur) í Jarðab., og er slík nákvæmni kostur frá sjónarmiði höfundarins, og bókin getur komið að fullum notum sem póstsendingabók fyrir því. En Jarðab. (eigi síður, nema fremur sje, en Jarðatal Jóhnsens) er sannefndur Ágíass-stallur, sem eigi væri vanþörf á að hreinsa duglega til í, að minnsta kosti áð- ur en nýtt jarðatal væri prentað. Hún úir og grúir af latmælum og ýmis konar mis- nefnum og ónefnum, sem sum hafa jafnvel aldrei verið til, og eru eigi annað en nokk- urs konar hreppstjóra skáldskapur eða presta, það er að segja, tilætlaðar leiðrjettingar, sem hvorki hafa stoð í framburði nje neinu öðru, nema ímyndan sjálfra þeirra. f>að er ekkert áhlaupaverk eða smáræði að hreinsa þar svo til, að vel sje, og er naumast unnt að gera það til hlítar, nema fyrir þann, er þekkti sannan framburð bæjarnafna um allt land, en langt er í frá, að jarðabækur (eða örnefnaskrár í öðrum ritum) sýni hann. Dr. Jón f>orkelsson hefir í Norðanf. 8. ári (1869), nr. 43—46, vakið athygli á þessu máli og leiðrjett nokkur bögumæli og aðrar villur í bæjanöfnum. Má tneð sönnu ætla, að sú grein hafi nokkurn árangur haft, því að ýmsir eru fljótir til að lagfæra, er þeir vita rjett, og leiðrjettingar, sem komast í ritmálið, þótt eigi sje nema í kirkjubækur og sveitarbækur (og þar með í sýslubækur), eru furðulega fljótar að festa rætur í með- vitund alþýðu, ef þær eru eigi mjög stórkost- Jegar og gagnstæðilegar venjulegri mállýzku, sem sjaldan eða aldrei mundi þurfa til að koma, enda er íramburður bæjanafna eigi allsjaldan nær hinu rjetta en ritháttur þeirra í jarðabókum. Hjer verður eigi tóm nje rúm til þess að fara frekar út í þá sálma, og skal hjer að eins drepið á nokkur hreppanöfn, sem eru röng eða eigi alls kostar rjett samkvæmt uppruna, eður og, þótt rjett sje, eigi í fullu samræmi við bæi þá, er þeir eru við kenndir. Andakíls- er rjett ritað í Bæjat. (Egla sbr. Andakílsá s. st. og Landn.), en rang- ritað Andakýls- í Jarðab. (í Jarðat.: Anda- kíls-), og mun það vera hin helzta eða jafn- vel hin eina verulega leiðrjetting, er höfund- ur Bæjat.’s hefir gjört við Jarðab. Brpur- (eða að fornu lagi Bípr, sbr. Víkr, nú Víkur, af Vík), Geithella-, Ejaltastaða- og Skinnastaða- eru rjettnefni, en bæir þeir, er hrepparnir taka nafn af, eru eigi alls kost- ar rjett nefndir. Hinn fyrsti heitir Bíp (sjá J.f>. SupplemAbls.ál.b.;—orðið ríp þýðir ‘klöpp’, ‘klettsnös’), en eigi Bípur, svo sem bærinn er skrifaður. Annar heitir GeitheU- ur (eldra: Geitahellur: Njála, kap. 134), eigi Geithellar, svo sem Bæjat. (samkv. Jarðab.) telur, að hann sje kallaður öðru nafni. í örnefnaskrá við síðustu útgáfu Njálu er sagt, að bærinn heiti nú |Geithellar. |>að er eigi rjetthermi, en grundvallast líklega á rang- færplu nafnsins í skýrslum, er rót sína eiga að rekja til einhvers hreppstjóra, er sakn- að hefir þar helina, og fengið svo þá hug- mynd, að hetlar feinhvers staðar í landar- eigninni eða þar í grennd lægi fremur til grundvallar fyrir nafninu. Hjaltastaðir og Skinnastaðir er nú hvortveggja (bærinn) rit- aður -staður, og verður eigi sagt, að sú breyting sje grundvallarlaus, enda er breyt- ingin nstaðir—staði« allgömul. En óviðfelldin ósamkvæmni kemur hjer fram. Annaðhvort er því að færa bæjanöfnin til fornrar mynd- ar (-staðir) eða þá að kenna hreppana við -stað (ekki -staði). Hið fyrra virðist til- tækilegra og betur eiga við. Fyrrum Jhjetu Beykjahólar, Beykjaholt, Skriðudalur, en nú er venjulega nefnt (og skrifað) Beykhólar, Beykholt, Skriðdalur (sbr. Breiðdálur, 'sem svo er nefndur í Landn. og Njáls s., en hefir þó víst upphaflega heitið Breiðidalur). Svo mun mega á líta, að hinir nýrri myndir hafi áunnið sjer helgi í málinu, og sama mun mega segja um pingvellir f. pingvöllur og jafnvel Dyrhólar i. Dyrhólmar (Njáls s. sbr. Dyrhólmaós: Bisk. s.). f>ykir því vel mega vera, að nöfn þeirra hreppa, sem þar við eru kenndir, haldist í ræðu og riti, svo sem nú eru þau. f>ó kynni að mega taka upp Dyrhólma-. f>á eru myndirnar Kolbeinstaða-, Lýting- staða-, Skefilstaða- og Ongulstaða-. f>að er latmæli og vanrit að skrifa eigi þessi bæja- nöfn (og önnur sams konar) með s-s, svo- sem Kolbeins-staðir, o. s. frv. f>að er engin önnur nje meiri ástæða til að skrifa Sveins- son, Pálsson, Gunnlaugsson, svo sem allir- gera, en að skrifa Kolbeinsstaðir, Skefils- staðir, Ongulsstaðir, Lýtingsstaðir. Ef menn. nenna að skrifa föðurnöfn sín rjett, hvers. eiga þá samkynja bæjarnöfn að gjalda, aö. mega eigi og vera rjett, þótt í riti sje? (Framh. síðar). Nokkur orð, er Hallgrímur biskup Sveinsson talaði við- setningu stýrimannaskólans1. Eitt af spakmælum þeim, sem náð hafa. almennu og viðurkenndu gildi og opt eru 4. vörum manna, er það, að »auðurinn sje afl þeirra hluta, sem gjöra skal«, eða að fjeð' sje afltaug framkvœmdanna. Eigi veit jeg, hver fyrstur hefir sett fram þessa hugsun i' þessari mynd, en hitt er alkunnugt, að til vor er hún komin í búningi latínskrar tungu: Pecunia est nervus rerum gerendarum; hún er komin til vor á hinu fræga máli Róm-- verja, hinnar kjarkmiklu og ötulu fram- kvæmdaþjóðar fornaldarinnar, sem lagði und- ir sig heiminn með atgjörvi sinni, ráðkænskm og harðfylgi. — það er svo með þetta spak- mæli sem flest önnur, að það hefir sann- leika í sjer fólginn, en eigi allan sannleib- ann, sannleika frá einni hlið, en eigi frá, öllum hliðum. f>að eru óyggjandi og viður- kennd sannindi, að til hverskyns verklegra og ytri framkvæmda þurfi nokkurn fjárafla, meiri eða minni eptir atvikum, og að sá, sem að eins »hefir 2 hendur tómar«, sem menn segja, standi því uppi verkfæralaus,. vilji hann ráðast í eitthvert mikilsvert fyr- irtæki eða verulegar framkvæmdir. — En þótt það þannig sje rjett og satt, að fje- þurfi til framkvæmda, mun þá með því vera- sannað, að fjeð sje hin eina afltaug fram- kvæmdanna? Fjarri fer því. Eða hvað< mun fjeð stoða, sje enginn til að stjórna því, til að beita afli þess í rjetta stefnu? — f>etta bendir huga vorum að öðru spak- mæli, sem til vor er komið frá annari vold- ugri þjóð, £er vjér vel megum kalla hina öflugustu og mikilhæfustu framkvæmdaþjóð- nútíðarinnar, ifrá Englendingum, er segjar vKnowledge is powen: pekkivg er vald o:: þekkingin veitir rpanninum vald, ekki ein- ungis yfir náttúrunni og öflum hennar, kenn- ir honum að nota þau á rjettan hátt til hagsmuna sinna, heldur og yfir öðrum mönn- um, kennir honum að beita þeim fyrir fyr- irtæki sín íog styðja að framgangi þeirra. Um Englendinga má og segja, að þeir hafi á sinn hátt lagt heiminn undir sig með ný- lenduvaldi bídu og verzlunarmagni; þeir era stórauðug þjóð, og auðlegðin á vissulega sinn mikilvæga þátt í hinum stórkostlegn- afreksverkum þeirra, af því þeir hafa kunn- að svo vel að^beita henni, en þó segja þeir ekki: fjeð er vald, heldur segja þeir: þekk- ing er vald. Af því að þekkingin er svo þýðingarmikil fyrir hvern mann, til þess að gjöra hann færan um að fullnægja ákvörð- un sinni: að gjöra sjer jörðina undirgefna, eru margskynsjskólar stofnaðir, til að auðga. nemendurna að þeirri margvíslegu þekkingu, sem gefurlmanninum vald á hinu marghátt- aða starfsvæði hans. Yfir dyrum sjerhvers skóla ættu þessi orð: þekking er vald, að vera letruð gullnu letri, til þess að vera nemendunum sífelld áminning um, hvers vegna þeir ganga í skólann og hvern arð *Orð þessi voru mælt af munni fram og síðar rituð upp eptir minni, og geta því eigi verið með öllu nákvæm, en efnið er óbreytt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.