Ísafold - 21.10.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.10.1891, Blaðsíða 3
335 samskiptum milli jarðarbyggja og íbúa jarð- stjörnunnar Marz, er stjörnufræðingar hafa ritað um mikið og margt hin síðari árin. Hún hafði sett í erfðaskrá sína 100,000 franka (70,000 króna) gjöf handa vísinda- samkundunni frönsku, er hún skyldi aptur veita að verðlaunum þeim manni, hverrar þjóðar sem hann væri, er fyndi áður 10 ár væri liðin ráð til þess, að komast í sam- hand við eitthvert annað himintungl (jarð- stjörnu o. s. frv.) og fá svar þaðan. Vílji sú stofnun, vísindasamkundan franska, eigi þiggja gjöfina í þessu skyni, þá skal bjóða hana vísindasamkundunni í Milano, en að henni frágenginni þeirri í New-York. Fyrir hálfri öld hefði líklega verið hlegið að þessu eins og fáheyrðri heimsku. En síðan hafa verið gerðar svo miklar og furðu- legar uppgötvanir um eðli himintungla og raargt annað að þessu máli lútandi, að menn eru fyrir löugu hættir að »kalla allt ömrau sína». Um jarðstjörnuna Marz vita menn nú orðið sjerstaklega svo mikið og margt, er þá hefði verið fortekið. Menn vita nú, að þar skiptist á láð og lögur, líkt og á jörð vorri, að þar liggja sund eða skurðir þvert og endilangt milli hafanna mjög svo reglulega, að þar skiptast á árstíðir, eins og hjer, að þar eru ský á lopti og þoka, snjór og ís, o. s. frv. Aður höfðu menn helzt augastað á tungl- inu til slíkra tilrauna, sem konan í Pau hefir haft í huga, og er sagt, að tölvitrmg- urinn Gauss, einhver hinn frægasti vísinda- maður á vorum dögum, hafi fyrir nokkrum árum lagt á ráð til þess, að komast í sam- skipti við tunglið. Hann sagði það, sem enginn mun þora að rengja, að talnalög- málið hlyti að vera eins um allan himin- geiminn, og að skynsemi gæddar verur, með viðlíka menntunarþroska og vjer eða meiri, hljóti að hafa fundið þetta lögmál og þekki þá t. a. m. hinar helztu stærðfræðismyndir. Eáð hans var það, að gjöra skyldi á ein- hverju geysistóru flatlendi hjer á jörðinni, svo sein eyðimörkinni Sahara, slíkar myndir, er sýndu t. d. Pyþagóreasar- setninguna í tölfræðinni, með eldrákum, er væri nokkrar mílur á lengd hver. þegar tunglbúar sæju það, mundu þeir svara með líkum hætti, og væri þar með stigið hið fyrsta spor til nokkurs konar viðtals milli jarðarbyggja og tunglbúa, ef þeir væru ann- ars nokkrir til. Eitthvað þessu líkt ætla menn að kerl- ingin í Pau hafi hugsað sjer. En þá segja menn, að merkin, eldrákarnar t. a. m., þurfi að vera svo feiknastór, ef Marzbyggj- ar eigi að eygja þau, að þessir 100,000 frankar muni varla hrökkva til að gjöra allra-fyrstu tilraunirnar í því skyni. „flNGtMÁLAPUND ARSKÝB.SXjIIR ÚR AUSTUR-SKAPTAFELLSSÝSXjU11. Jafnvel þóttþaðsje leiðinda ve.rk.sem æra mætti óstöðugan. að eltastvið endilej’sur ogmishermisira Sveins alþm. Eiríkssonar í grein hans: „þing- málafundarskýrslur úr Austur-Skaptafellssýslu“ (í ísafold 59. tbl.) get jeg samt ekki leitt hjá mjcr að mótmæla st.ærstu vitleysunum, t. d. þar sem hann segir, að „fundarboð að djarnanesi11 hafi fyrst í byijun júnímánaðar komið í Ijós (hvar?) og fundur sá verið öllum nema „náuustu náung- um(V??)“ hulinn. Fulltrúar á þann fund voru þó kosnir bæði i tíæjar-, Nesja- og Mýrahreppum á manntalsþingum, sem haldin voru 6. —11. d. maím., og er ólíklegt, að engin vitneskja af þvi hafi komið til Suðursveitar, þar sem allt af voru nögar feiðir á milli. Sýslunefndarmennirnir úr tíorgarhalnar- og Hofshreppum gátu líka um fundinn að Bjarnanesi jafnskjótt og þeir komu suður af sýslufundinum 5. d. maim., og í Hofs- hreppi voru lcosnir fulltrúar á hann fyrir miðju maimánaðar, þótt þeir gæti ekki mætt á fund- inum. Sú ætluu liggur jafnvel nærri, að fregnin um fundaiboð þetta hafi einmitt ýtt undir síra Svein, að fara lika að boða til fundar, sem hann haf'ði svo lengi vanrækt. Af þessu má nærri geta, hvort nokkrar reiður er að lienda á ýms- um öðium ummælum hans, svo sem dylgjunum um það, „í hverium anda og af hvaða hvötum fundurinn að tíjarnanesi hafi verið stofnaður11, eða drjúgmælunum um það, hvað fuudir hans hafi verið „vel sóttir“. Um Hólmsfundinn er mjer það kunnugt, að á hann komu að eins 2 kosnir menn úr tlorgarhafnarhreppi (annar þitig- maðuiinn sjálfur), 1 ókosinn úr sömu sveit, og 1 ókosinn úr Mýrahreppi (auk bóndans á Hólmi, þar sem fundurinn var haldinn), og var fundur þessi úti, þegar ekki var klukkustund af hádegi. En verið getur að síra Svein hafi verið að dreyma um annan fund að Hólmi, sem hann hjelt til undirbúnings prestskosningar í Einholtssókn, þvi að á þann fund komu „víst flestir af Mýrahrepps- búum“, en fuudatgjörðirnar hafa víst fáir sjeð, og er þó varla tilhlýðilegt að stinga þeim undir stól, því að liklega hefir tilgangurinn ekki vorið> sá, „að ginna menu eins og þussa“. Að öðrui leyti skal jeg leiða hjá mjer að að yrðast við þingmanninn út af því, hvað merkilegir fundir lians hafi verið; það er hjer alkunnugt, hvernig- fundahöld hafa gengið í þingmannstíð hans, og- það er nú undir almenningsdómi, hvort mikiú hefir orðið úr loforðum þeim og drjúgmælum, er hann stráði út, þá er hann hlaut kosningu. Stafafelli 29. d. sept. 1891. Jón Jónsson. (Leiðrj.) Magnús heit. á Vilmundarstöðum Jónsson var ekki fæddur og upp alinn í Norð- tungu, eins og segir í Isaf. 8. ágúst þ. á., heldur á jþorvaldsstöðum í Hvítársíðu; þar bjó faðir hans, Jón bóndi Auðunsson, allan sinn búskap, á sjálfseign, gildur bóudi og mjög lengi hreppstjóri í Hvítársíðu, mik- ið vel skrifandi og reikningsfær. Magnús. átti hann með fyrri konu sinni, Hildi Mag- núsdóttur; hún varð bráðkvödd; þá var Magnús í æsku. — Er þetta eptir skýrslu Magnúsar fyr. hreppstjóra Einarssonar frá. Hrafnabjörgum, er nafna sínum var nákunn- ugur og upp alinn í sama byggðarlagi. Leiðarvísir ísafoldar. 819. tíer manni að borga prestslamb, ef þaiV drepst úr bráðafári eða lungnasóit? Sv,- Nei. En skila ber öllum afurðum lambs- ins, og bbrga presti það, er tiltölulega vantar upp á, að lambið sje fóðrað fullan eldatíma,. nema hann taki annað lamb í stað hins. 820. Eru bændur skyldir að greiða eða vinna. presti fyrsta sumar, er þeir búa í sókn hans, þ&. að þeir verði í öreigatíund að haustinu? Sv.: tíresti ber dagsverkið eöa iðgjald þess svo hið fyrsta dvalarár búanda í sveit sem önn- ur. Viti eigi gjaldandi að snmrinu, hvort hanrt. muni verða í skiptitíund eða eigi, er honum rjett að vinna það eigi, en þá skylt að borga það að> haustinu, ef tiund hans nær eigi ö hdr. 821. Hefir prestur rjett til þess að taka offur af manni, er tiundar að eins 17 hdr lausafjár? Sv.: Nei, nema tíundaudinn eigi og að minnsta kosti 3 hdr. í fasteign. 172 borð og setti kaleik á. Síðan gekk hann út og dvaldist úti litla hríð. Sá Guðný þá, að prestur leiddi skinnklæddan mann inn með sjer, sera hálfdauðan að sjá, og er hann kom í svefnherbergi prests, spurði prestur, hvort hann vildi láta þjónusta sig. Guðnýju heyrðist hann jóta því. Síðan dreypti prestur á hann víni og var hann þegar örendur með öllu. Síðan var það, að aðrar sex sendingar komu Snorra presti að vestan, er voru frá þeirn Jóni blóta og þorgilsi. Síðar var það, að prestur lá í rúmi sínu hjá Hildi konu sinni. Ó- kyrðist honum þá mjög og vildi ofan fara. Kona hans bað hann kyrran vera og hjelt um hann miðjan, og gekk henni mjög myrkhræðsla til. Prestur vildi engu að síður ofau fara, og til þess að herða hug hennar, svo að hún yrði eigi öll fyrir borði, laust hann hana kinnhest og stökk við það upp. Var draugurinn þá kominn á þröskuldinn. Ejekkst prestur síðan við hann, þar til er hann kom honum fyrir svo sem öðrum sendingum. Setti hann þær í leggi eður annarsstaðar í leyni, þar sem menn og fjenaður gekk eigi nærri, og geymdi þar svo um hríð. f>að var eitt sinn, er hann reið í Kalmans- tungu að messa, að hann snaraði lausri kápu utan yfir sig, áður hann reið heiman. Kona hans spurði, hví hann byggist svo. Prestur kvað hana það síðar skyldu fá að vita. En er hann reið á Hvítá við skóginn, var kápan hrifin af honum og henni hvirflað f lopt upp, og var þó logn veðurs. Er ætlan manna, að presti væri sjálfum ætlað það, en hann sakaði ekki. Kápuslitrin fjellu síðan á jörð niður. 169 Hallvarðs og frændi. Hann kvongaðist suður á Reykjanes- En er Hallvarður var orðinn hniginn og gamall, flutti Jón sig með konu sína í Skjaldabjarnarvík. Mælt er, að eitthvert sinn segði fíallvarður við Jón, að af því mætti sjá, hvað sjer væri aptur farið, að nú gæti hann eigi almennilega lokið' tveggja fjórðunga kóp. Aður hafði hann látið gera sviðning- handa sjer úr kópum eigi allsmáum stundum, og haft til matar í senn. það sagði Jón Arnason, að haustið áður en Hallvarður dó, sæi hann Hallvarð kynda bál uppi á fjalli, o» hafa menn ætlað, að þá brenndi hann skræður sínar og vildi eigi láta aðra menn hafa þær með höndum eptir sig. Almennt er mælt, að víst mætti hann fjölkyngi við hafa engu minui en Hallur faðir hans, en svo færi Hallvarður hógt með, að engum manni ynni hann mein með henni, þótt eigi kæmi honum margt á óvart. Enn er í mæli, að Hallvarður vildi grafa peninga sína, en hann sagði það til einskis koma mundu,. því að samt mundi Jón Arnason fá fundið þá, er hann væri andaður. Aður en Hallvarður ljezt, tók hann sarnan tölu eina, og bað Jón lesa hana yfir líkkistu sinni. Ætla má, að nú sje hún týnd. Talið er, að kistuleggja bæði hann Hall- gríms-sálma með sjer. Hallvarður lá skamma stund. Lík hans skyldi flytja til Ártieskirkju. f>á var Jóhann prestur Bergsveinsson kominn í Arnes, en hann fjekk það 1780 næst eptir Guðmund prest Bjarnason, en síðan fjekk Jóhann prest- Brjónslæk 1793 (síðast í Garpsdal 1816, j 1822). f>ykja mest líkindi til, að Jóhann prestur hafi um skammt haldið Arnes, er Hallvarður ljezt. En er færa skyldi lík Hallvarðs sjóveg til kirkjunnar, rak á tveim sinnum forráðsveður

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.