Ísafold - 24.10.1891, Qupperneq 1
K.emu> út a miðvikudögum og
íaugardögum. Verð árg. (um
IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 k).
Borgist fyrir miðjan júlimánuð
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógildnema komin sje
til útgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVIII. 85.
Reykjavík, laugardaginn 24- okt.
1891
Útlendar frjettir.
Kaupmannahöfn, 23. sept. 1891.
Veðurátta o. fl. Nokkuð hlje hefir orð-
ið á rigningunum, eða svo, að bætt hefir
um hvað uppskeruna og hirðing kornsins
snertir, og því þykir til rninni vandræða
horfa nú í flestum löndum álfu vorrar en
fyrir skömmu.
Eins og fyrr hefir verið á minnzt í þess-
am frjettum, hafa hlaup og vatnavextir vald-
ið víða miklum tjónum; en yfir það allt tóku
voðafrjettiruar frá Spáni í miðjum þessum
mánuði. Hellirigningar með stormi komu
þeim óðahlaupum í árnar — Ebro, Gua-
dalquivir og fl. —, sem eyddu að mestu
eða öllu sum þorp og bæi, eða skemmdu
þá til muua, á miðsvæði og suðurhluta Spán-
ar. Mest mun hafa kveðið að þeim ósköp-
um í Tóledó-hjeraði, þó frá mörgum öðrum
sje enn stórtjón borið. Til dæmis skal nefna
lítinn bæ, sem Consuegra heitir með 8000
íbúa. þ>ar eiga að hafa farizt 3000 rnauna,
5000 markaðargripa, en öllu eptir því um-
turnað. Áþekkt sagt frá öðrum bæ sunnar,
■er Ubeds heitir. Pjenaðartjónin fjarskaleg,
-en annars vantar enn áreiðanlegar sögur um,
hvað í þennan fjársúg hefirgengið á Spáni.
Seinustu frjettir segja, að þar hafi 100,000
manna orðið húsnæðislausir.
Um sama leyti urðu í Mið-Ameríku (San-
Salvador) miklir landsskjálftar og hlutust
af þeim líftjón og lemstranir mörg hundruð
manna, en ógurleg húsahrun í flestum bæj-
um. í einum stóðu að eius 8 hús uppi af
320.
Stórveldin. nóg hafi verið um óveð-
urspár blaðanna, eru þær heldur í rjenun
og flestum kemur saman um, að allt muni
kyrrt til vordaganna, að minnsta kosti.
Stjórnarblöðin ensku hafa raunar haft í heit-
ingum við Tyrki og fleiri út af sundamálinu
(í Miklagarði), en Viggablöðin taka annan
veg á, og kalla að Rússum sje vorkunn,
þótt þeir vilji smeygja af sjer flestum þeim
höptum, sem Parísarsáttmálinn lagði á þá
1856. Sú greinin skapraunaði þeim þó mest,
sem bannaði þeim flotastöð í Svartahafi, en
ljet það á náð og valdi Tyrkja, hvort þeir
mættu sigla herskipum um sundin. Um
flotastöðina gjörðu Rússar alla fornspurða
eptir stríðið 1871; og því skyldu þeir ekki
vilja enn færa sig upp á skaptið? Hægt í
í farið, og þeir eignast nú rjett á að flytja
hersveitir um sundin á skipum, sem ekki
eru í skipatölu flotans. f>að eru eins konar
herfarmaskip, sem reyndar má vopna, þegar
svo ber undir. fau eru 14 að tölu, og
reist á kostnað 8 borga við Svartahafið. —
Sagt er að vísu, að Salisbury hafi leitað
fyrir sjer um stórveldafund út af sundamál-
inu, en að Rússar hafi tekið þvert fyrir um
sína komu.
|>að sem blöðin hafa spunnið úr herleik-
unum og gildaræðum Vilhjálms keisara og
hershöfðingjanna á Erakklandi ætla menu
nú litlu gæta. Eptir herleikana nálægt
Erfurt minntist keisarinn á hrakfarir þjóð-
verja og niðurlæging þýzkalands á hernað-
artímum Napóleons fyrsta, og hverja upp-
reist það síðar hefði hlotið, eu kveðst þess
fullöruggur, að jpjóðverjar mundu nú verja
sem harðfengilegast vegstöð sína í Evrópu.
Eptir stórfengilega herleika á Frakklandi,
þar sem 100 þúsundir manua ljeku sókn og
vöru, fór Freycinet, hermálaráðherrann, sem
hreyfilegast orðum um vígsafla Frakklands
og kallaði það nú hertygjað að fullu og öllu
til varaa fyrir veg sínum og rjettiadum.
Svo kom hann við heimsóknina í Pjeturs-
borg og Portsmouth og kvað haua votta,
með hverri virðing allir litu nú til Frakk-
lauds eptir viðreisu þess. |>etta gerðu blöð
hvors um sig um stund að stæliugarefni, en
á meðan var bæði í París og Berlín ráðg-
azt um auðveldari ferðir og samgöngur um
landamæri beggja ríkjauna. Seinustu frjett-
ir bera, að hjer hafi vel saman gengið, en
fátt mundi þó auka meir friðarheiðríki á
himni Evrópu en það, ef svo rættist, sem
nú er spáð, að Rússakeisari komi við í
Berlín — á heimleiðinni hjeðan fra Ered-
ensborg.
Danmörk- f>aðan er enga nýlundu að
segja. Vinstri blöðin hælast mjög í máli
um fundahöld og fuudasigra forustugarpa
sinna, en líkurnar ekki meiri en fyr, að sig-
ursældin fylgi þeim á þingið.
Grikkjakonungur og drottning hans eru nú
á heimferð um Rússland, því Alexandra
dóttir þeirra, gipt Páli, yngstaj bróður
Alexanders keisara (í Moskófu), varð svo
sjúk eptir barnsfarir, að tvísýna er enn á
lífi hennar.
Nýr gestur við hirðina er nú Viktor Em-
anúel, konungsefni ítala.
Norvegur og Svíaríki- Parisvofram
til kosningaloka sem hingað til, eru allar
líkur til, að vinstrimenn, stjórnarliðar, beri
sigur úr býtum. I miðstöðvarlið eru þeir
frændur Jóhann og Jakob Sverdrúp nú
kosnir. |>að þykir nú upp komið í morð-
sökinni (í Stokkhólmi), sem minnzt var á í
frjettunum seinustu, að John (ekki Jóhannes)
Mörner hafi komið t.il bróður síns ölvaður,
en haft banaráð sjer í hug, skotið hann í
rúminu og síðan tekið 40 krónur úr buddu
hans, sem hann eyddi síðan í næturslarki.
Bróðurnum aldur svo styttur til að ná í
erfðahluta hans.
Nú er háskólinn nýi á stofn kominn í
Gautaborg og allir höfuðkennarar til kjörnir.
Frá Tyrkjaveldi. Uppreisnarmenn í
Yemen (í Arabíu) hafa nýlega unnið borg
þá sem Sana heitir, en nú sækir þangað
mikill afli liðs af her soldáns, og þykir þvi
líklegast, að þeir verði ofurliði bornir áður
langt um líður.
Frá Rúmeníu. Elízabet drottning hefir
lengi sumars verið á Italíu og legið um tíma
þungt haldin í Feneyjum, en er nú sögð að
fram komin. Eyrir nokkru vitjaði konuDg-
ur hennar þangað og er þar enn. Eptir
hana liggja mörg skáldrit, og fyrir mennta
sakir og annara kosta er hún talin allra
drottninga blómi.
Frá Norðurameríku. Farið er að
búast undir forsetakosningu næstu í Banda-
ríkjuuum, og ef samveldismenn fylgja sveit-
ungum sínum í New-York, þá verður Blaine,
ráðherra utanríkismálanna, haldið fram til
forsetatignar. Hann hefir ávallt verið tal-
inn höfnðskörungur í þeirra liði, þó hann
sje sagður við margt misjafut brugðinn.
Dragi Harrison, forsetinn sem nú er, sig í
hlje, sem líklegt er, þá leikur á þeim tveim,
Blaine og Cleveland, er forseti var næst á
undan, af sjerveldismanna flokki.
Frá Chili. Lengi var sagt í blöðum,
að Balmaceda ríkisforseti væri á flóttaför-
um, og kom því sú fregn flatt upp á alla
fyrir skömmu, að hann væri fundinn dauð-
ur af banaskotií höll sendiboðans frá Argen-
tina í Santiago, og hefði ráðið sjer banann
sjálfur. I brjefi til móður sinnar kennir
hann svikum liðsforingjanna um ósigur sinn.
Sendiboðinn hafði skotið yfir hann skjóli,
en ekki náð að koma honum undan.
Silfurbirgðirnar, sem hann ætlaði að koma
skyldu til Montevideo, eru nú komnar til
Lundúna, og mun þeim verða skilað banka
þjóðveldisins í Santiago, eða goldnar þeim,
er í Lundúnum eiga til skulda að telja hjá
Chili.
Frá Afríku. Á því Afrfkusvæði, sem
þjóðverjar hafa helgað sjer eptir samning-
um við Englendinga, eru ýmsir kynflokkar,
sem eru þverir og illir viðureignar og gera
þar allar umferðir mannhættulegar. Meðal
fleiri annaraer sá kynflokkur, sem Vahehe-
ar heitir. jpeir eru hraustir og herskáir, og
til móts við þá hjelt í sumar sá foringi,
sem Zalevski hjet, með mörg hundruð manna
frá Zanzibar og öðrum Afríkubyggðum, en
fáir aðrir þýzkir en fyrirliðarnir. í höfuð-
bardaga við Vahehea fjell hann sjálfur, og
mestallt lið hans, en 9 fyrirliðar og 60
hermanna komust undan á flótta. Nýjar
sveitir eru nú sendar ú þær suðurleiðir frá
þýzkalandi og lið búið til sókna Vaheheum
á hendur.
Frá Kína. l>að er nú óefað talið, að
leyndarfjelög ráði þar ofsóknunum við
kristniboðana og kristið fólk, en þær halda
áfram og það í frekara lagi. Allt því í-
skyggilegra, sem sagt er, að stórhöfðingjar