Ísafold - 24.10.1891, Síða 2
»38
sjeu við samsærin riðnir og þau kunni að
snúa8t gegn keisaranum sjálfum og stjórn
hans í Peking, en þeim og lýðnum þykir
hann of umburðarlyndur við kristna menn.
Yiðbætib. Parnell, hinn nafntogaði þing-
garpur og þjóðforingi íra, er látinn, eptir
stutta legu í lungnabólgu. Sömuleiðis Bou-
langer herforingi, er ætlaði að brjótast til
valda á Frakklandi; hann rjeð sjer sjálfur
bana.
„Upp á Öræfajökul“.
f 69. tölubl. »ísafoldar« þ. á. stendur grein
með þessari yfirskript, rituð að mestu af
Englendingnum Fred. W. W. Howell, er
hjer ferðaðist í sumar. Við grein þessa
langar mig til að gjöra fáeinar athuga-
semdir.
Mr. Howell kom hjer í fyrra sumar, eins
og getið er í greininni, og gerði þá tilraun
til þess að komast upp á Oræfajökul; en á-
stæðan til þess, að hann þá ekki komst
alla leið upp, var víst ekki einungis »fjúk
og frost«, þótt sú tálmunin, ef til vill, væri
hin gildasta ástæðan, heldur mun því einnig
hafa valdið það, að hann þá ekki valdi
rjetta leið til uppgöngu (o: fór of vestarlega),
en einkum þó það, að hann veiktist svo, er
upp eptir dró, að fylgdarmennirnir (sem þá
vora hinir sömu og í ár) með engu móti
treystust að halda áfram með hann eins
langt og ef til vill hefði verið unnt að kom-
ast, þar eð þeir sáu ekki annað fyrir, en að
þeir hlytu að bera hann ofan aptur alla
leið til bæja, en það var ofætlun, þar eð
þeir höfðu þungar byrðar fyrir. En svo var
hugur Mr. Howells mikill þá, að hafa fram
fyrirætlun sína, að í hvert sinn sem af hon-
um bráði benti hann þeim að halda áfram
upp eptir. Orsökin til veikinda hans hjeldu
fylgdarmennirnir að vérið hefði einkum hið
afarljetta lopt uppi á jöklinum, enda batn-
aði honum þegar, er þeir voru komnir spöl-
korn ofan eptir aptur. þar sem þeir sneru
aptur í fyrra, var hæðin 6100 fet (ensk).
Við greinina ura ferðina í sumar hefi jeg
einkum þetta að athuga:
Mr. Howell segir, að, er hann sunnud.
16. ágúst var staddur á Hofi, hafi sjer þar
verið skýrt svo frá, »að hin mikla dökkva
klettabunga, er ber upp yfir Hofsjökul það-
an að sjá (o: frá Hofi), væri efsti tindur
Oræfajökuls«. |>að er þá fyrst, að frá bæn-
um Hofi sjest jökullinn alls ekki, fremur
en frá flestum öðrum bæjum í Oræfum.
Bæirnir standa sem sje flestir svo nálægt
fjöllum, að þau banna alla útsjón yfir jök-
ulinn að heiman; það er fyrst þegar komið
er góðan kipp suður frá bæjunum, að jök-
ullinn sjest. |>ennan »Hofsjökul«, sem hann
nefnir (síðar í greininni talar hann einnig
um »Falljökul« sem eiginnafn, sbr. »milli
Hofsjökuls og Falljökuls«) kannast jeg ekki
við í 8ambandi við Oræfajökul. þ>að liggur
beinast við fyrir þá, sem ekki þekkja til og
lesa grein þessa, að ímynda sjer, að Oræfa-
jökull skíptist í marga parta, er hafi sitt
nafnið hver, einn heiti »Hofsjökull«, annar
»Falljökull« og þriðji þá líkl. »Sandfellsjök-
ull«, sem er að minnsta kosti fullt eins rjett
eins og hvorttveggja hitt; en þessu er alls
ekki þannig varið. Oræfajökull er þvert á
móti ein samanhangandi jökulbreiða, sem
liggur frá útnorðri til landsuðurs og grein-
ist hvergi í sundur. Að skíra hvern hluta
jökulsins eptir þeim bæ í Oræfum, sem þar
stendur neðan undir, gjörir því ekki nema
að villa þá, sem ókunnir eru. »Falljökull«
er hjer að vísu til, en það er enginn einn
jökull með því nafni. »Falljökla« köllum
vjer sem sje hjer eystra »skriðjökla« þá,
sem falla úr aðaljöklinum niður á milli
fjallanna, t. d. á milli Hofs og Sandfells,
Sandfells og Svínafells o. s. frv. |>ar sem
þvf Mr. Howell segir, »að Hofsjökull sje í
tvennu lagi og klettarani á milli«, þar á
hann vafalaust við skriðjökulinn milli Hofs
og Sandfells, því efst og austast í þeim
skriðjökli, rjett þar sem hann byrjar að
falla úr aðaljöklinum, er æðístór klettarani,
er nefnist »Bótarfjall« og uppi á jöklinum
beint upp af Bótarfjalli er svo þessi »dökkva
klettabunga#, er hann nefnir og sem hann
síðar í greininni kallar »hinn ranga hnúk«.
þessi nýnefnda dökkva klettabunga segir
Mr. Howell, að sjer hafi á Hofi verið sögð
efsti tindur Oræfajökuls. þegar við fórum frá
kirkju á Hofi sunnud. 16. ág., varð okkur
samferða einn af Hofsbændum, og fórum
vjer þá syðri leið inn að Sandfelli en við
um morguninn höfðum farið austur, að eins
til þess, að Mr. Howell gæfist kostur á að
sjá jökulinn tilsýndar, því veður var þá
einkar-fagurt. A þessari leið milli Hofs og
Sandfells blasír einmitt þessi áðurnefnda
dökkva klettabunga við uppi á jöklinum og
sýnist vera efsti tindur jökulsins. jpetta
virtist líka Mr. Howell, og styrkti bóndinn
frá Hofi hann í þeirri skoðun, að svo væri
í raun og veru, enda hefir það verið álit
flestra hjer í Oræfum allt að þessu. jþessari
skoðun Mr. Howells og Hofsbóndans mót-
mælti jeg þá þegar og sagði, að til mundi
vera annar miklu hærri tindur á Oræfajökli
og væri sá töluvert norðar og vestar. Fyrir
þessari staðhæfingu minni bar jeg þá Svín-
fellinga, fylgdarmenn Mr. Howells, sem
eptir jökulferðina í fyrra sumar fóru að
veita þessu eptirtekt. |>eir höfðu þrásinnis,
er þeir voru á heimleið sunnan af fjörum í
heiðskíru veðri, tekið eptir þvi, að einmitt
nyrzti og vestasti tindur jökulsins er lang-
hæstur. Eu til allrar ógæfu gátum vjer á
þessari leið, milli Hofs og Sandfells, ekki
farið svo langt vestur, að þetta sæist glögg-
lega. Mr. Howell kom því heim að Sand-
felli með þeirri fullu sannfæringu, þrátt fyrir
mótbárur míuar, að hin mikla dökkva kletta-
bunga upp af Hofsjökli, sem hann svo
nefnir, væri efsti tindur Oræfajökuls, og
þessari skoðun hjelt hann eptir sem áður,
þótt jeg aptur síðar um kvöldið, eptir að
fylgdarmennirnir voru komnir að SandfelJi,
ásamt þeim reyndi að telja hann af henni.
Má hann því sjálfum sjer en ekki öðrum
um kenna, þótt hann daginu eptir eyddi 3
kl.stundum til að komast upp á hinn »ranga
hnúk«.
Eptir að Mr. Howell er búinn að segja
frá því, að hann hafi klifrað upp á hina
dökkvu klettabungu og að hún sje 5800 fet
á hæð, segir hann: »Sá jeg þá, að þetta
gat ekki verið Iinappur (efsti tindur Oræfa-
jökuls)«. |>að er undarlegt, hvað hann
hefir bitið sig fastan í þá skoðun, sem þó
er röng, að efsti tindur Oræfajökuls heiti
»Knappur«. Eins og um getur í frásögu
Sveins læknis Pálssonar eru nokkrir hnúk-
ar uppi á jöklinum; hvort þeir eru 4 eða 5
veit jeg ekki, en þrfr þeirra eru helztir og
þeir eru: hinn nyrzti og vestasti, það er að
segja hæsti tindur jökulsins, þar næst hinn
»rangi hnúkur«, sem Mr. Howell nefnir svo»
og austast er »Oræfaknappur«, í daglegu tali
venjulega nefndur »Hnappur«, og virðist
hann tilsýndar lægstur þessara þriggja. Að>
einmitt þessi austasti hnúkur sje hinn eigin-
legi »Knappur«, er víst af því, að af hon-
um dregur bærinn »Hnappavellir«, sem er
austasti bær í Oræfum (að Tvískerjum und-
anskildum) nafn sitt. Jeg leitaðist, bæði í'
fyrra sumar og í sumar, við að gjöra Mr.
Howell þetta skiljanlegt, en það hefir ekkv
tekizt, enda var hann þegar í fyrra að tala
um villu í landabrjefinu; honum þótti sem
sje Knappurinn (o: efsti tindur jökulsins).
settur of austarlega, og kemur það alveg
heim við skoðun hans á örnefninu »Knappur«.
Jeg hef þá lokið að tala um skekkjur þær,
sem mjer finnast helztar vera í greininni
um ferðina upp á Oræfajökul í sumar, og
skal því vera fáorður um hitt annað.
I formálanum fyrir greininni stendur, að-
Mr. Howell ætli sig hafa Orðið til þess.
fyrstan manna að komast upp á Oræfajökul
og er sú ætlun hans vafalaust rjett, því'
þótt ekki einungis Sveinn læknir Pálsson,
heldur og nokkrir fleiri hafi farið upp á
Öræfajökul, þá hefir þó vissulega enginn
fyr en Mr. Howell komizt upp á hann þar
sem hann er hæstur. Hann á því fullkom-
lega skilið, að öðlast þá frægð, sem hann
væntanlega hlýtur af þessari ferð. Sjer í
lagi er hann hjer nærlendis og þó einkum,
hjá fylgdarmönnum sínum, frægur orðinn
fyrir ferð sfna upp á hinn #ranga hnúk«,.
því þá sýndi hann, með því að höggva sig
upp allt að því þverhnýpta 80—100 feta
háa ísbungu eða ísvegg, mjög fágætan kjark
og fimleika, enda treystust fylgdarmennirnir,
sem þó eru alvanir hættulegum fjallgöngum,
með engu móti að fara þar upp á eptir
honum, og bagaði þeim þó ekki klakaxar-
leysi, eins og Mr. Howell segir, af mannúð.
við þá, því þeir höfðu einmitt niðri hjá
sjer aðra klaköxi Mr. Howells og það hina
betri; en þeir álitu það beina lífshættu, að
klifra þar upp. Mr. Howell var víst líka
svo hætt kominn á leiðinni niður aptur, að-
það eptir sögn fylgdarmannanna var stök
mildi, að hann skyldi komast það heill og
óskaddaður.
f>eim, sem kunnugir eru, þykir Sveinn
Pálsson hafa þurft nærri því ótrúlega stutt-
an tíma til þess að fara frá Tvískerjum
upp á Öræfajökul og til baka aptur að Tví--
skerjum, ekki nema tæpar 11 kl.stundir.
Bærinn Tvísker er þó austur á Breiðamerk-
ursandi, allt að því þrjár mílur frá Hnappa-
völlum, austasta bæ í aðalsveitinni Öræfum,
og allan þann veg hefir Sveinn hlotið að
fara fram og aptur, auk þess að ganga upp.
á jökulinn og ofan af honum aptur. Hnúk-
urinn, sem hann hefir komizt upp á, er
því vafalaust enginn annar en hinn reglu-
legi »Hnappur«, það er að segja tindurinn
fyrir ofan bæinn Hnappavelli, og er það
einkennilegt, að þessir jökulfarar, Mr. Ho-
well og Sveinn Pálsson, skuli báðir, þótt á
sinn hnúkinn færi hvor, hafa orðið svo,
frægir, »að komast upp á knappinn«.
Sandfelli í Öræfura 10. okt. 1891.
Ólafur Magnússon.
Strandferðaskipið »Thyra«, kapt.
Hovgaard, kom loks hingað í morgun, frá
Flatey á Breiðafirði, fór þaðan í gær kl. 2.
Er orðin 9 dögum á eptir áætlun. Kom á
allar hafnir kringum land, er ferðaáætlun
tekur til, og jafnvel fleiri, svo sem Hofsós.