Ísafold - 24.10.1891, Síða 3
339
Keykjarfjörð og Flatey; lá ermfremur nokk-
uð af nótt á Siglufjarðarhöfn. Tafðist mest
á Skagafirði (Sauðarkrók og Hofsós), á 5.
sólarhring, mest vegna brims; 1—2 daga á
hinum höfnum sumum (ísafirði, Patreksfirði,
Stykkishólmi). Gekk vel að komast á
Skagaströnd.
Með skipinu voru um 350 farþegar, mest
kaupamenn, úr 3 landsfjórðungum, mest að
austan.
Meðal annara farþegja voru kaupmenn-
irnir Björn Sigurðsson frá Patey, og
N. Chr. Gram konsúll frá ísafirði; frú
Jófríður Guðmundsson frá Platey með
börnum sínum (3); P. Fr. Bggerz frá
Akureyjum með 2 dætrum o. fl.; cand.
med. & chir. Guðmundur Magnússon með
konu sinni; húfræð. Ásgeir Torfason frá
Ólafsdal; búfræð. Sigurður Sigurðsson frá
Dýrafirði; verzlunarm. Gunnar þorbjörnsson
o. fi.
Fyr en eptir 4 daga er eigi búizt við að
»Thyra« komist af stað.
fúlskipaafli áBíldudal
Skip
*Snyg«
»Kjartan«
»Thjalfe«
»Katrín«
»Helga«
»Maria«
skipstjóri
Pjetur Björnsson
Snorri Sveinsson
Edilon Grímsson
Gísli Asgeirsson
Bjarni Friðrikss.
Bjarni Bjarnason
sumarið 1891.
afli skips-
tala skpd. höfn
24,000 153 8
46,000 206 13
38,700 184 12
39,400 181 12
42,000 177 13
33,600 148 11
Samtals 223,7001049 69
Sá afli, sem skipin fengu í síðasta túr
og sem ekki var verkaður, var viktaður úr
salti og dregið frá þeirri vigt f, en f hlutir
lagðir við það, sem var verkað og lagt inn.
I skipshöfninni (tölunni í aptasta dálki)
er með talinn skipstjóri og matsveinn á
hverju skipi.
Maður drukknaði nýlega á ísafirði,
Kristján skipstjóri Sigurðsson, hrökk fram af
bryggju, ölvaður; annar maður var með
honum á bryggjunni, jafndrukkinn eða meir,
og kunni lítt frá tíðindum að segja. þétta
var um kvöld, orðið skuggsýnt.
Afli var lítill á Austfjörðum, er »Thyra«
fór þar um í lok f. mán., vegna béituleysis,
en ekki af því, að eigi væri nógurfiskur fyrir;
þeir örfáu, er í síld náðu stöku sinnum,
öfluðu mætavel á hana. En síldarhlaup
var nýkomið á Seyðisfjörð, 4 lásar Norð-
manna fullir þar, kvöldið sem skipið fór
þaðan, og var því búizt við góðri haustver-
tíð.
Skipstrand. I stórviðrinu 19. þ. m.
sleit upp skip á höfninni í stöðinni við
Breiðafjörð, Arnold, rúmar 60 smálestir,
eign Flateyjar-verzlunar (frú Jófr. Guðm.)
og varð að strandi. Var komið í skipið
nokkuð af íslenzkum vörum til útflutnings.
Pjárkaupaskipið Avocet, er laskað-
ist á Húnaflóa, hafði verið metið haffært á
endanum og er lagt af stað frá Borðeyri
fyrir nokkru með fjárfarm sinn allan.
Prestvígsla á að fara fram í dómkirkj-
unni á morgun.
Matvara heldur að lækka í verði er-
lendis: rúgur á 9—9J kr. 100 pd., rúgmjöl
9,50—9,60.
Dáinn 21. þ. m. fyrrum merkisbóndi á
Lykkju á Kjalarnesi Magnús Eyjólfsson, er
um mörg ár var hreppstjóri í sveitinni,
hreppsnefndarmaður og sóknarnefndarmaður.
Hann var tvíkvæntur og lætur eptir sig
mörg hörn og mannvænleg, þar á meðal
þrjá syni, og eru tveir þeirra bændur á
Kjalarnesi, en einn í Beykjavík.
Leiðarvisir ísafoldar.
826. Er sóknarpresti samkvæmt 2. gr. laga
22. maí 1890 skylt að borga gjald fyrir organ-
slátt i kirkju þeirrar sóknar, sem hann er bú-
settur í?
Sv.: Nei, alls eigi. „Prestur“ felst eigi í orð-
inu „sóknarmenn11, enda er í aðalsafnaðarlögun-
um, frá 27. febr. 1880, sem hin tilvitnuðu lög
eru að eins viðauki við, alstaðar gerður skýr
munur á presti og sóknarmönnum.
827. Jeg fæ reikning frá kunningja mínum’
sem um mörg undanfarin ár hefir haft viðskipti
við mig og opt lánað mjer í svipinn, en sumt.
fengið aptur, en þar eð við hvorugur höfum
skrifað hjá okkur viðskipti okkar, þá veit jeg
ekki hvernig reikningar okkar standa; nú fsa
jeg ofannefndan reikning, er hljóðar upp á tals-
verða fjárupphæð, samandregna um mörg ár,
án þess að á reikningnum sje nokkurstaðar til-
fært ár eður dagur, heldur ýmsir munir taldir
upp og metnir í fyllsta peningaverð og upphæð-
in þannig færð mjer til skuldar. Er jeg nú
skyldur samkvæmt lögum, að útborga reikning-
inn án frekari sannana?
Sv.: Spyrjandinn er skyldur að borga það, er-
hann minnist að hafa fengið, með því verði, er
hann viðurkennir sanngjarnlegt. en meira ekki,
nema slculdheimtumaður færi fullar sönnur á, að'
krafan sje rjett.
Páll Einarsson,
yfirrj ettarmálaflutningsmaður,
flytur mál fyrir uudir- og yfirrjetti, skrifar
sáttakærur, semur samninga, innheimtir
skuldir og gegnir öðrum málaflutningsmanns-
störfum. Skrifstofan er í Austurstræti nr. 16
og er opin hvern virkan dag, kl. 11_12
e. h. og 4—5 e. h.
Y flrrj ettarmálaflutningsmaður
Lárus Bjarnason flytur mál bæði fyrir und-
ir- og yfirrjetti, innheimtir skuldir, semur-
samninga og rekur öll önnur rjettarerindi
manna. Skrifstofan er í Aðalstræti nr. T
og er opin hvern virkan dag kl. 11—12 f.
h., 4—5 e. h.
Til sölu
er nýlegt, rúmgott og vandað hús í miðj-
um bænum. Menn snúi sjer til yfirrjettar-
málflutningsmanns Lárusar Bjarnasonar í
Aðalstræti nr. 7.
Cy 1 inder-úr Lkgr„ík
Landmandsúr 16 kr.
Viðgerð á úrum.
S. Rasmussen, Sværteg. nr. 4.
Kjöbenhavn K.
176
Kviknar af þeim fjárpest á Fróni
fáheyrðum með skaða og tjóni.
Af sjer gáfu ávöxtu freka,
sem Isaland má minni til reka,
að höldar eru hættir að stía,
hirða lítt um bvggingar kvía.
Seggir munu seint af því raupa;
sjerhver skyldi tólf dölum kaupa,
að hafa ullar herlegu gæðin;
hafa þeir nú þelið í kiæðin(??)
|>á dómkirkjan var dottin til grunna,
daprast náði vebjargar-sunna;
í Timburstofu menn fóru’ að messa;
margt hefir skeð inn til nú þessa.
Dauðra manna molduru upp óku,
mikið gull af framliðnum tóku;
eru og þetta undurin háu,
sem aldrei fyrri snælenzkir sáu.
Mikið er nú margbreytt á stólum;
mikil er hún Steinkirkja á Hólum;
mikið er það meistarasmíði;
mikil er sú fegurðarprýði.
f>ar að unnu þrjár sýslur stórar;
þar við brunnu árkvísla ljórar;
þar að vunnu þýzkir og danskir;
þar að spunnu grískir og franskir.
Gagn almúgans gerir að þurða,
því góss og vinnu margir úrskurða
173
31. kap. Sagnir um fjölkynngi.
Snorra presti þóttu nú illar óspektir Hornstrendinga við'
sig, og tók nú það ráð, að efla seið mikinn að þeim. En sök-
um þess, að sagt er því fylgdi ergi svo mikil í forneskjunni,
að körlum var eigi skammlaust að fremja, þá er sagt, að hann
fengi til Elínu þórarinsdóttur, konu Bjarna bana, og kom
hún að vestan til hans og var þá gömul orðin. Er sagt að'
hún hengdi ketil á hlóðir í hesthústópt fornri, og sat kerling
yfir seið þeim í sex dægur. Var mjög vandlega byrgður ket-
illinn og vissi enginn, hvað hún seiddi. En svo er sagt
þeim Jóni brygði við, að bæði hann og þorgils týndi sjer í
sjó. Og þegar um veturinn eptir rak Snorri prestur allar
sendingarnar í gil eitt fyrir ofan Húsafell, og kom þeim þar
niður, og hefir eigi orðið vart við þær síðan, nema slæðing-
ur lítill er sagður heima að Húsafelli undan illviðrum, og
heitir þar síðan Draugagil.
það þykjast menn með sanni vita, að þá Helgi Vigfús-
son, Grundarfjarðar-þjófur strauk, að hann væri með Snorra
presti vetrarlangt í sektinni, og telja sumir það þó lengur-
verið hafa, og nokkrir telja hann kveðið hafa Jóhönnu-raunir,
ella nokkrar af þeim.
það ætla menn, að Elín kerling færi þá fyrst vestur
aptur til Bjarna manns síns. Hefir Einar, son Snorra prests,
sagt gjörzt frá þessu.
32. kap. Frá. frœknleika Snorra prests.
Snorri prestur var jafnan kallaður þriggja maki að afli,
syndur sem selur, skáld og ritari allgóður, meðalmaður &