Ísafold - 24.10.1891, Síða 4

Ísafold - 24.10.1891, Síða 4
340 Prá 25. október kostar Tuborg-Lageröl 1 kr. 25 aura pr. 10 hálflöskur. Við Christensens verzlun fæst vestfirzkur steinbítur og ryklingur og gott íslenzkt smjör. Vjer undirskrifaðir eigendur og umráðend- endur jarðarinnar Hvaleyrar við Hafnarfjörð bönnum hjer með alla beitutekju í landi tjeðrar jarðar samkvæmt landamerkjabrjefi jarðarinnar, dagsettu 7. júní 1890, þinglesnu 9. 8. m. s. á., nema full borgun komi 1 gegn og greiðist fyrir fram, um leið og leyfið veitist til beitutekjunnar, 4—6 kr. fyrir beitu á sexmaunafar, 3—4 kr. á fjögramanna- far, og 2 kr. á tveggjamannafar. Verði nokkur uppvís að því, að brjóta gegn þessu banni, munum vjer tafarlaust kæra það. Undanskildir þessu banni eru ábúendur Hval- eyrar, sem heimilt er að afia sjer þeirrar beitu, er þeir sjálfir við þurfa, en að ljá öðrum beitutak á ábýlisjörð þeirra er þeim jafnóheimilt, sem að Ijá öðrum önnur ítök eða hlunnindi jarðarinnar. |>eir, sem óska kynnu, að fá beitu í Hvaleyrarlandi, snúi sjer til meðundirskrifaðs kaupmanns |>. Egilssonar, sem fyrir sína og okkar hönd veitir leyfi til þess eptir því sem beitumegn- ið leyfir, og tekur við borguninni. Görðum og Hafnarfirði 22. okt. 1891. p. Böðvarsson. p. Egilsson. C. Zimsen. Laugardaginn 31. þ. m. kl. 12 á hád. verður á Austurvelli hjer í hreppi selt við opnbert uppboð fjelagsbú þeirra hjóna Hólmfríðar Jónsdóttur og dáins manns henn- ar Klemensar Björnssonar. þ>að, sem selt verður, eru ýmisleg búsáhöld, undir 20 sauð- kindur, 1 hryssa, kálfur og kvíga, og hey. Söluskilmálar verða birtir á staðnum, þeg- ar uppboðið byrjar. Móum í Kjalarneshreppi 22. okt. 1891. pórður Runólfsson. Verzlun Geirs Zoéga & Co. kaupir óróna sjóvetlinga með háu verði. ÓSKILALAMB. í fyrri skilarjett í Ölvesi var mjer dregið hvíthyrnt gimbrarlamd, með mínu klára marki: tvístýft fr. bæði eyru. En þar sem jeg eigi þykist eiga lambið, bið jeg hvern þann, sem lambið á, að gefa sig fram og semja við mig um markið, sem og að borga áfallinn kostnað. Krókskoti á Miðnesi 21. okt. 1891. Magnús Eyjólfsson. Ný-prentað: A1 d a m ó t. Fyrsta ár. 1891. Kit8tjóri: Friðrilc J. Bergmann. Kvík 1891. IV+ 144 bls. Innihald: Inngangur (aldamót), eptir síra Friðrik J. Bergmann. Lífsskoðanir, eptir síra Friðrik J. Bergmann. |>að sem verst er í heimi, eptir síra Jón Bjarnason. Guð- dómur drottins vors Jesú Krists, eptir síra N. Steingrím forláksson. Kirkjan á Is- landi, eptir síra Hafstein Pjetursson. Aðal-útsala í Isafoldarprentsmiðju. Verð: 1 kr. 20 aur. Vextir þeir, er síðasti aðalfundur Gránu- fjelagsins ákvað fyrir árið 1891 (1 kr. 50 a. af skuldabrjefi), verða eptir samráði við stjórnarnefnd fjelagsins ekki borgaðir fyrri en deildarfundir hafa tekið þetta atriði næsta sumar til nýrrar yfirvegunar. 1. október 1891. Tryggvi Gunnarsson. (þAKKARÁV.). þegar jeg á næstliðnu vori varð fyrir því mikla slysi að bilast svo á öðr- um nára, að þarmurinn gekk út, og hjeraðslækn- ir G. Guðmundsson í Laugardælum ekki gat komið þvi í lag, eptir margar tilraunir, og áleit því enga hjálparvon nema það heppnaðist að skera nárann og koma þarminum þannig í lag, og eptir hans ráði var landlæknis Schierbeck vitjað og beðið hans liðsinnis og tók hann þá tafarlaust ferð á hendur og var hann þó vant við látinn, og áleit hann það sama og hjeraðs- læknirinn, að það væri engin hjálparvon utan að skorið væri á nárann; en það var mikið vanda- verk, en samt heppnaðist það svo vel, að jeg varð bjer um bil jaíngóður eptir tvo mánuði, og þótti það mikið kraptaverk þeim sem vissu hvern- ig slysið var lagað. þar á ofan gaf hann mjer upp 50 kr. af sinum ferðakostnaði. J>ess ber að geta, að hjeraðslæknir G. Guðmundsson í Laugardælum og hreppstjóri þ. Guðmundsson í Sandvík og kona hans og margir fleiri í nágrenn- inu veittu mjer alla þá hjálp, nákvæmui og að- stoð, sem þeim var möguleg. Fyrir öll þessi mann- elskufullu kærleiksverk votta jeg fyrst landlækni Schierbeck og svo öllum sem mjer hjálpuðu í þessum erviðu kringumstæðum mitt og konu minnar inuilegasta hjartans þakklæti og bið af hjarta guð að launa þeim góðvild sína eptir rík- dómi sinnar náðar. Lyggðarhorni í október 1891. Qunnar Bjarnason. Verzlun N. H. Thomsens (Tuborg) í Reykjavík selur ódýran en nokkur annar: Cognac, Whisky, Genever, Likör og margskonar vín á flöskum. Neftóbak, munntók, 20 sortir reyktóbak, margar sortir cigarettur og 18 sortir vindla. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 —2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12_2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 Og 3—5. Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 5—6 Veðurathuganir í R.vík, eptir Dr. J. Jónassen okt. Hiti (á Oelsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt. á nótt. umhd. fm. em. fm. | em. Mvd. 21. 0 + 5 749.3 749.3 N hv b N bvb Fd. 22. + a + 1 751.8 751.8 N h b N h b FBd. 23. Ld. 24. ■+- 1 +- 3 + 1 751.8 749.3 751.8 N h b A h d 0 d Norðanátt, opt hvass, þar til um kveldið h. 23. er hann gekk til austurs. Snjðaöi og gjörði alhvíta jörð hjer að morgni hins 24., en hann tók þegar upp er hann rigndi ákaflega um og eptir hádegi. Ritstjóri Björn JónBson cand. phil. Rrentsmiðja ísafoldar. 174 hæð, fagurlega á fót kominn, vel riðvaxinn, beinagildur og mikill í liðum, hærður vel, með slj'etta kinn. Hárskúfur lít- ill var sprottinn honum á nefi. Rauðeygur var hann við aldur og mjög gráhærður og loðbrýnn. Mikill var hvatleikur hans. Er það í almæli, að hann stykki yfir Hvítá í gljúfr- um, tólf álna stökk, og heitir það síðan Snorrahlaup. það var eitt sinn, er hann kom úr Reykjavík, að hann ætlaði með þriðja mann inn í Hvalfjörð, fengu þeir veður hvasst og því næst kafahríð, og kom svo, að bátinum hvolfdi. Snorri náði öðrum háseta sínum og fjekk borgið sjer og hon- um á sundi til lands. En annar hásetinn týndist. Er svo frá sagt, að prestur syndi með þann, er hann bjargaði, nær hálfa viku sævar. Var og frost svo mikið, svo allt sýldi. En er á land kom, bar hann fjelaga sinn í hríðinni frá sjá neðan upp að bæ þeim, er á Ferstiklu heitir, á Hvalfjarðar- strönd, er hann rataði á; var nær önd gengin úr manni þeim, er hann barg, sökum kulda, en lifnað þó við og varð alheill, en sjálfur prestur svo hress, sem eigi hefði í skorizt. 33. kap. Snorri prestur kveöur um nýbreytingar. Mjög var Snorri prestur fornlegur í háttum og afarilla um gefið nýbreytingar allar, er upp komu á hans dögum, og var forkólfum þeirra mestur Skúli landfógeti Magnússon, og þótt hann hygði það margt til viðreistar fósturjörð sinni, jafnframt sínu gagni, seldist það margt út illa og öndvert vilja hans, einkum að bæta fjárbragð á íslandi með útlend- um hrútum, er af leiddi fjársýkin mikla og skurður fjárins. 175 Margir voru þeir og fleiri, er allilla gazt að, og kvað þá Snorri prestur kvæði þetta: Heyrast taka nógar nýjungar, nærri’ og fjarri, ljettar og þungar; horfir það til hárra vandræða; hvað er nú um þvílíkt að ræða? Aukast taka armæður stórar: eitt kom skip á hafnirnar fjórar; fáir þar af fengu nein gæði; fjell svo niður sumra bjargræði. Tollar eru teknir allvíða. Tukthús er nú verið að smíða; þar í eiga þjófar að sitja,; þangað á nú góssið að flytja. Undirholdning hjergreindum kauðum heimtuð er af geistlegum brauðum, og svo, það sem að tína mega af öðrum sem að lausagóss eiga. Prestarnir nú búningi breyta; bragnar ekki svartklæðum skeyta; mórauðir og gráklæddir ganga, gott ef kunni álit að fanga. Safna þeir nú saman þórshjali, sjerdeilis í skildingatali, og senda það til sýslumannanna, svo þeir fái reikning að kanna. Upphafningar- innfluttu -standið, engelsk-bornir hrútar í landið.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.