Ísafold - 28.10.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.10.1891, Blaðsíða 3
343 fjekkst; en síðan hafi hann horfið, og þá hætt að fiskast. Um verð á útlendri vöru veit jeg enn eigi með vissu. Talað var um í sumar, að rúg- ur yrði á 18 kr., mjöl á 20 kr., grjón á 25 eða 26 kr. o. s. frv. En nú heyrist, að öll matvara sje uppsett, um 2 kr. tn. eða meira. Kaffi mun verið hafa á 1,20—1,30 og kand- ís á 40 a. Kjöt er sagt í lægra verði en í fyrra, eigi gefið meira en 18 a. íyrir bezta kjöt, í fyrra 22 a. þó hefir töluvert af fje verið látið í kaupstað. Mör sagður tekinn á 35 a., áður venjulega tekinn á 40. Pund- ið í gærum, eins og fyr, á 30 a. Ull hvít var að minnsta kosti á 65 a., sumir segja að gefið muni verða 70 a., mislit 50 a. Salt- fiskur stór mun hafa orðið í 70 kr., smár á 50 kr. Heilsufar gott að öðru leyti en því, að venjulegt haustkvef er að ganga. Manndauði í minnsta lagi. Síðustu dagar jarðarinnar. »Árið 2,200,000 eptir Krists burð verður mann- kynið frosið burt af jörðinnn, segir Camille Flammarion, hinn nafnkunni stjörnufræðing- ur Frakka. »Jörðin kólnar öld eptir öld, og flýtir það fyrir, að sólin missir líka hita sinn smám8aman. Jöklar munu þokast smátt og smatt frá heimskautunum nær miðju jarðarinnar, svo eigi verður annars- staðar byggilegt en í heitum dölum og nærri miðjarðarbaug. þá verður mannkynið hætt að vinna líkamlega vinnu. það verð- ur þá allt orðið að einu þjóðfjelagi og fram- leiðir eptir vild sinni allt það sem það þarfn- ast, með rafmagnsneti, er hylur allan hnött- inn. Síðustu höfuðból heimsmenningarinn- ar verða í Mið-Afríku. London og New-York, Kóm og París verða fyrir löngu sokknar í snjó. Iðnaður og vísindi munu verða hag- nýtt til að auka sem mest nautn lífsins, svo að taugarnar fá aldrei hvíld, og munu karlar og konur verða ellidauð hálfþrítug. Kvennfólk vill ekki vinna til fyrir öll heirns- in8 auðæfi að verða mæður. Síðustu íbúar jarðarinnar sigla á loptbátum hnöttinn af enda og á, til þess að skyggnaat eptir, hvort hvergi muni manna vart annara. I Ame- ríku var öll kvennþjóð liðin undir lok, en karlþjóð öll í Asíu. því þar hafði þá öld- um saman verið farið alveg eins með karl- mennina og þeir fara nú með kvennfólkið: uppeldi sveina alveg vanrækt og kvennfólk látið sitja fyrir öllum embættum og allri atvinnu. Voðaleg fimbulhríð eyddi loks allri byggð á jörðunni og hverri mannskepnu, nema einum hjónaefnum. þau flýðu í lopt- bát til pýramídans mikla á Egiptalandi; það var hið eina mannvirki, er eptir stóð á jörðinni. þar settust þau og biðu dauða síns, og eigi lengi. Hundur þeirra hafði fylgt þeim þangað, þvf hundstryggðin þrýt- ur aldrei; hann sleikti hendur þeirra og á- sjónu, en þau vöknuðu ekki. Jörðin var ekki annað en dauðra manna gröf, snævi þakin. Og snjóinn dreif enn yfir alla jörðina eins og smámjöll. Og jörðin snerist sem áður um möndul sinn nótt og dag, og leið áfram um himin- geiminn, eins og áður. Og sólin skein sem áður, en með fölum roða. F,n löngu síðar slokknaði hún alveg, og hinn dimmi kirkjugarður, jörðin, rann sem fyr braut sína umhverfis hinn mikla, ósýnilega, myrkva hnött. Og stjörnurnar blikuðu um hinn ómæli- lega himingeim. Og hinu endalausi albeimur var enn við lýði með biljónum sóla og biljónum lifandi eða dauðra jarðstjarna. Og í öllum byggðum heimum dafnaði lífið með öllum þess unaði, og ástin blómg- aðist undir skínandi ásjónu hins eilífa«. “Rússnesk rjettvísi". Maðurinn, sem segir frá í þeirri grein í ísaf. 7. þ. m. og orðið hafði fyrir svo þrælmannlegu rang- læti af hendi rússneskra embættismanna, var seint í f. mán. kominn suður í Vín og orðinn þar forstöðumaður fyrir stórri verk- smiðju. Hann hafðt verið gerður landræk- ur úr Danmörku með lögreglustjórnarboði, fyrir hvaða sakir, er eigi lýðum ljóst, og ntaði frá Hamborg kæru út af því til dóms- málaráðherrans danska. Forstöðumaður fangelsisins i Kiew, þar sem honum hafði verið haldið í fangelsi í 15 mánuði ólöglega, hefir verið dæmdur í útlegð, ásamt 6 öðrum embættismönDum við fangelsið, fyrir pynd- ingar við fangana. Nafnið mannsins er ekki Huitzky, eins og stóð í áminnztri grein í Isaf. (mislesið handrit), heJdur Ilnitzky. Járnbraut um Síberíu. Eússar eru nýbyrjaðir á því mikla stórvirki, að leggja járnbraut austur um endilanga. Síberíu sunnanverða, austur að Kyrrahafi eða rjettara sagt þangað til taka við skip- gengar ár þangað (Amur o. fi.). Járnbrautin á að verða 840 mílur danskar á lengd, frá. austurlandamærum Rússlands, og mikifi meira en helmingi meiri vegalengd heldur en Kyrrahafsjárnbrautin í Bandaríkjunum, milli San Francisco og Onaha í Missouri (350 mílur), eða nærri fjórðungi lengra en alla leið milli New-York og San Francisco, en það eru 650 mílur danskar. Níu hundr- uð miljónir króna er ráðgjört að þessi Sí- beríujárnbraut muni kosta. Kyrrahafsjárn- brautin, þ. e. sú milli Omaha og San Fran- cisco, kostaði 500 milj. kr. Leiðarvísir ísafoldar. 828. Jeg hefi verið beðinn að geyma hlut. stuttan tíma, sem er nokkurra króna virði. Nú hefi jeg bæði persónulega og öðruvísi aðvarað' eigandann um að taka eign sina, en hann hefir eigi sinnt því. Hvað á þá að gera við hlutinn?' Sv,- það myndi mega afhenda hlutinn viiV votta eða senda hann tryggilega, svo sem metV pósti, til eiganda. 829. Hefir kvenfólk eigi rjett til að koma á hvern þann iund, er haldinn er fyrir opnum dyr- um? Sv.i Engin lög meina það. 830. Eru nokkrar jarðir að lögum t'undfrjáls- ar til kiikna, nema þeirra eigin jarðir? Sv.: Já. Einnig bændaeignir, er seldar hafa. verið undan stólunum með þvi tíundarfrelsi. 831. Eru þeir, sem samtíund hafa að lögum^ skyldir til þess að greiða tvö lambsfóður, tvö- dagsverk og tvo ljóstolla? Sv.: Nei, ekki ef samtiendurnir hafa ekki nema, eina jörð undir. TAPAZT hefur 22. þ. m. ljósgrá hryssæ járnuð á þrem fótum með 6-boruðum skeif- um, mark: blaðstýft fr. hægra, fjöður apt. vinstra. Hver sem hitta kynni tjeða hryssa er vinsamlega beðinn að skila henni sen> fyrst til mín. Hinrik Gíslason í Grænuborg við Rvík. SNEMMBÆR KÝR til sölu, ritstjóri vís- ar á seljanda. lbO 3ö. kap. Snorri prestur barg Hirti þjóf. J>að hefir jafnan mælt verið, að opt væri það, að Snorri prestur hlífði sekum mönnum ella þeim er leituðu liðs af hon- um, og fórst í því að dæmum fornmanna, og helzt til þess nefndur Helgi Vigfússon, er hann kæmi utan og hjelt áður vetrarlangt. Eigi sagði hann heldur til þeirra Eyvindar fjalla- þjófs og Arnesar, er frá honum höfðu stolið, en rak þá brott úr jpjófakróki, að þeir fengi undan komizt. Voru og í tíeiru hættir hans fornmannalegir; líktist hann og þeim um flestar í- þróttir, er mikilhæfastir voru. J>að varð nær þessum missirum, að sakamaður sá Hjört- ur hjet, Indriðason, bað Snorra prest viðtöku; upprunninn var hunn úr Árnesþingi, þjófur og umhleypingur einn latur mjög. Tók prestur við houm og ljet hann vinna með sjer um hríð. En brátt fannst það á, að hann nennti lítt að starfa, og strauk á burtu um nótt og stal áður silfurbikar miklum frá presti. Komst Hjörtur yfir Hvítá við skóginn og Geitlandsár, hjelt norður yfir Strút og allt komst hann upp á Hellisfitjar, þar nú eru kallaðar Fugleyrar; var þá morgna farið, vildi Hjörtur þá hvíla sig, því mjög var hann slæptur orðinn og votur úr ánum, er hann hafði vaðið, þær voru í vexti. Lagðist hann nú til svefns skammt frá hellinum Surts. En það er frá presti að segja, að hann vaknar heima um morguninn; varð hann þess brátt var, að Hjörtur var strokinn og hafði stolið bikarnum. Eigi ljet hann þó sem hann ætti um að vera, en gekk ofan að Hvítá. Hjörtur vaknar nú, er hann hafði blundað um hrfð, og 177 til óþarflegra erfiðismuna; ógnarlegar hótanir duna. Islendinga mætti til minna miklu stærri fríbeita sinna, þar sem nú í þjáningum bíða og þungar margar ánauðir líða. Eitt er það, sem undrun má gegna, að vor kóngur vill sína þegna út af láta í erfiði deyja, en engan hlut til bjargræðis heyja. Nei, það er ei þess góða herra þanki, að vjer líðum hið verra, heldur vill hann hjálpa oss viður og hindra það, sem fara kann miður. Ríkur herra ráðsmann hjelt forðum, reyndist bæði í verkum og orðum engu sfður en átti að heita; eins kunna nú sumir að breyta. Nema það er nærri því eigi, að nokkur við sinn debitor segi: »skrifa, maður! skuld þína minni,« skilst mjer þetta færri nú vinni. Dóms- jeg vildi’ að kæmist upp -kirkjan, ef kynni’ að linna hennar jarðyrkjan, og tíðkuð yrði bænagjörð bezta, burt svo takist hneykslið hið versta. Stærri og smærri stjett eptir þetta styðji’ f iðju rjettri vel setta;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.