Ísafold - 18.11.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.11.1891, Blaðsíða 1
K.emur út 4 mlðvikudögum ej í iugurdögum. Verð irg. («»a too arka) 4 kr.; erlendis $ kr. rgist fyrir miðjan júlimánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundln við iramót, ógildnema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVIII. 92. ! W Reykjavík, miðvikudaginn 18- nóv. 1891 Athugasemdir við laxalögin Eptir foiiKEL Bjabnason. J>ó töluvert hafi verið ritað og rætt um laxalögin, þá minnist jeg ekki, að hafa sjeð tekna fram 2 aðalgallana á þeim, líklega þá einu verulegu; en það er sinálaxveiðin, og að laxinn, að minnsta kosti í öllum hin- um smærri ám, er veiddur svo mjög neðan til í þeim, þegar kappsamlega er veitt, að þeir sem ofar búa fara nálega og sumstað- •ar gjörsamlega varhluta af allri veiði; og lýsir það sjer sjálft, hversu slíkt er ótæklega ranglátt. Skal jeg nú skýra þetta með 'dæmum af á þeirri, er jeg bý við. Arið 1885 voru t. d. h]er úr Laxá lagðir inn í kaupstað 292 smálaxar (auk þess margir hafðir til heimilis), og nam verð þeirra hvers að meðaltali 1 kr. 27 aur., þar sem sama sumar fjekkst fyrir hvern stórlax úr ánni upp og ofan 3 kr. 57 aur. það liggur nú í augum uppi, hver biíhnykkur er, að drepa slíkt smælki, á móts við að láta það vaxa upp og hrygna í ánum; því smá- ■laxinn, þó lítill sje, er gotfær, og ímynda jeg mjer, að flestir sjái, að þessu þarf að breyta til batnaðar. Möskvinn ætti að vera svo stór, að hin smærri laxtegund í hverri á gæti ekki ánetj- azt; en þá yrði sýslunefnd að vera lögheim- ilt, að ákveða möskvastærðina á hverjum stað, eptir ráði og tillögum kunnugra manua. Möskvinn verður sem sje að vera mismun- andi fyrir hinar ýmsu ár eptir laxstærðinni í ánni, og er það því sýnilegur galli á hin- um gildaudi lögum, að möskvinn er alstað- ar jafnstór, hvort sem áin er stór eða litil eða laxinn venjulega stór eða smár. í sjó mætti auðvitað möskvatakmarkið alstaðar vera hið sama, nema á ádráttarnetjum við úrósa, sem jafuan ætti að vera hið sama og í ánni sjálfri. En iíklega þyrfti sjávarmöskv- inn, ætti smálaxiun að friðast, að vera 10 þumlungar votur eða allt að því. Jeg veit ekki til, að hjer í Laxá hafi verið veitt öðruvísi en í alla staði löglega; en veiðin er standuð kappsamlega bæði með lagnetum og daglegum ádrætti. Afleiðingin hefir orðið sú, að, þó fyrir 40—50 árum væri megnis-veiði alstaðar uppi í ánni, hefir hún svo að kalla engin verið nú á síðustu 10—20 árum og menn gjörsamlega hættir að vonast eptir henni. En í sumar leigðu Englendingur veiðina niður frá til stanga- veiði, og fór þá svo óður en varði, að mik- ill lax kom upp eptir báðum ánum, Laxá og Bugðu, sem í hana rennur, og mun víst hafa veiðzt nær 500 löxum þar upp frá, sem ekki hafði sjezt branda um mörg ár áður. Jeg er fyllilega sannfærður um, að hjer hindri uppgöngu laxins hin daglega ádrátt- arveiði niður frá. Laxinn er styggur fiskur og sá, sem ekki næst við ádráttinn í dag, fælist og bælist svo við ádráttarbuslið, að hann gengur naumast mikið áfram til næsta dags; en þá kemur ný ádráttar-ofsókn og ný styggð. þar sem dregið er á daglega, ekki sízt á stóru svæði, mun naumast sleppa upp lax til muna. Adráttarveiðin gengur að minni ætlun, þar sem hún er þrá- stunduð, þvergirðingum næst, auk þess.sem mikil líkindi eru til, sje hún mjög nærri sjó, að hún beinlínis fæli laxinn aptur til sjóvar; jeg vona nú, að menn sjeu svo sann- gjarnir, og það einnig þeir sem veiði eiga neðst í ánum, að þeir vilji að á þessu verði breyting, enda er tilgangslítið að tala í lög- unum um, að eigi megi hindra frjáisa göugu laxins, ef þau heimila að veiða svo, að svo sem enginn lax komist upp fyrir hinar neðstu veiðistöðvar. Auðvitað er nú valt að álykta frá einstöku dæmi til heildarinn- ar, en jeg býst samt við, að ádráttarveiðin muni víðar reynast tilfinnanlegur þröskuld- ur frjálsrar laxgöngu en hjer í Laxá, og að fleiri en jeg sjeu þeirrar skoðunar, að hana þurfi mikið meir að takmarka en gjört er bæði í núgildandi laxalögum og laxalögum þeim, sem þingið bjó til í sumar. Ef vissa ætti að vera fyrir því, að lax kæmist upp til þeirra, sem efst eiga veiði upp með án- um, mundi naumast veita af, að banna all- an ádrátt aðrahvora viku í ám og árósum, en leyfa ætti hana þá hina vikuna tak- markalau8t, þó við árósa með öðru hvoru útfalli sjávar. Menn kunna að segja: með þessu er rjett- ur hinna neðstu mjög skertur og laxinn kann á þenna hátt að komast þangað upp, sem hann ekki næst. Til hins fyrra liggur það svar, að hinir næstu sitja allt af fyrir veiðinni, geti þeir haft lagnet, og fyrir allri laxgöngu frá sjó ádráttarvikuna, sem ekki eru nein smá-hlunnindi, en þó svo færi, að lax og lax næðist ekki, heldur hrygndi í ánni, þá mætti það fremur telja laxveiðinni til bóta. Jeg hefi vakið máls á þessum 2 göllum laxalaganna, til þess þeir geti orðið þeim athugunarefni, sem næst fjalla um breyt- ingar á þeim, sem að líkindum verður á næsta þingi. Mjer er óhugsandi, að laxa- lögin frá þinginu ísumarverði staðfest, með- an 4. gr. stendur í þeim eins og hún nú er. Slík ákvörðun, sem hún hefir inni að halda, mundi, yrði hún að lögum, gjöra margfalt meiri skaða en gagn. Samkvæmt henni mætti t. d. skjóta sel við flest varp- lönd og selalátur umhverfis Faxaflóa 10 mánuði á ári, og nægir skemmri skotbríð til að gjörstyggja fugl og sel, og get jeg ekki öðru trúað, en einhverjir fari að kveinka sjer, þegar búið væri að eyðileggja fvrir þeim mörg hundruð króna arð, án þess þeir fengju nokkuð í aðra hönd, en að hinu leytinu engin vissa fyrir, að laxveiði batn- aði við þetta. Verðlauna-leikrit. Eins og menn muna, gengu 20 menn í Reykjavík fyrir nál. 2 árum í fjelag með þeim tilgangi, að fá samið gott, þjóðlegt leikrit, og skuldbundu sig til að greiða 25 kr. hver, eða 500 kr. alls í verðlaun fyrir það, eptir atkvæði þar til kjörinnar nefnd- ar, er meta skyldi rit þau, er fjelaginu kynnu að berast á tilteknum fresti og verð- launa væri beiðzt fyrir. Var fresturinn fyrst ákveðinn til 31. okt. 1890; en árangurinn varð þá eigi göfugri en það, að alls eitt leik- rit barst fjelaginu í það sinn, og það svo nauða-ljelegt, að eigi þótti taka því, að kjósa neina nefnd til að meta það. Fjelagsmönnum kom saman um, að eigi væri fullreynt enn við þessa fyrirætlun, og ítrekuðu verðlaunafyrirheitið, með nýjum fresti, til 31. október 1891. Arangurinn varð þeim mun álitlegri, að nú urðu 4 til að keppa um verðlaunin. Fjelagsmenn óttu því fund með sjer 4. þ. m. og kusu þar 5 manna nefnd til að meta ritin og dæma, hvort þau væri verðlauna verð eður eigi. Til þess að fjelagsmönnum yrði eigi brugðið um hlutdrægni eða sjerhlífni hvað fjórútlátin snertir, var að eins minni hluti nefndarinn- ar tekinn úr flokki fjelagsmanna sjálfra (Björn Jónsson og Morten Hansen), en meiri hlutinn utanfjelagsmenn (Hannes Haf- stein, Steingr. Thorsteinson og þórhallur Bjarnarson; Dr. Björn. M. Olsen átti fyrst að vera í nefndinni, en skoraðist undan því). Nöfn höfundanna, er fylgdu ritunum í lokuðum seðlum, voru geymd hjá utan- nefndarmanni í forsigluðum umbúðum, til þess að allir gæti verið vissir um, að þau yrðu nefndinni huhn þangað til hún hefði lokið starfi sínu. Eptir 10 daga hafði nefndin lokið starfi sínu, og var dómur hennar á þessa leið: nFjelag það hjer í bænum, er með aug- lýs. í ísafold 15. febr. 1890, ítrekaðri 3. desbr. s. á., hjet 500 kr. verðlaunum fyrir »nýtt, vel samið fslenzkt leikrit, í 3 til 5 þáttum, sem verið sje hjer um bil 3 klukkustundir að leika«, með því inni- haldi, er þar er nánara til tekið, hefir kjörið oss í nefnd til að meta 4 leikrit, er borizt höfðu fjelaginu á tilteknum fresti og verðlauna verið æskt fyrir. Vjer höfum yfirfarið leikritin vandlega. Um tvö þeirra er það að segja, að þau eru svo fráleit að efni og formi, að eigi getur komið til neinna mála, að dæma þeim nein verðlaun. Af hinum tveimur er annað að vísu vandað og vel samið rit, mjög langt, en getur eigi heitið leik- rit, með því að það er varla annað en kafli úr sögu landsins í eintals- og sam- talsformi, og er naumast leikandi nein- staðar, sízt hjer. Af hinu fjórða og síð- asta er að vísu talsvert vel lagað til að vera sýnt ó leiksviði hjer, en því er þó að áliti nefndarinnar svo ábótavant, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.