Ísafold - 13.01.1892, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.01.1892, Blaðsíða 2
14 þúsunda kr. meira virði en hún vanalega er, ef hún væri svo vel vönduð sem bezt mættí verða. |>ví er það bæði hagfræðisleg og sið- ferðisleg skylda þeirra, sem hlut eiga að því málí, að gjöra það sem í þeirra valdi stendur til þess að landsins framleidda vara mætti verða svo góð sem frekast er unnt, svo hún geti áunnið sjer lof á útlendum mörkuðum; en stærsta sporið til þess álít jeg vera, að kaupmenn takmarki hjer éptir hin vanalegu útlán svo sem frekast má verða og borgi hina íslenzku vöru með pening- um, svo verzlunin yrði alvegóbundin á báð- ar hliðar. Sjávarbóndi. „Nokkur orð islenzkar bækur og rit“. J>að er ávallt gaman að lesa það, sem þjóðskáld vort Benidikt Gröndal ritar, því að það lýsir æfinlega miklu andans fjöri og fágætum fróðleik, og margt ber vott um hinn mikla áhuga hans á því, að halda uppi heiðri þjóðar vorrar, og láta ekki rýra um of gildi hinna fornu bókmennta vorra eða svipta oss því, sem vjer eigum með rjettu, eins og honum þykir þeitn hætta við, er hafa samlagað sig skoðunum hinna dönsku háskólakennara. En sumstaðar virðist mjer hann nokkuð laus á kostunum og ýmislegt athugavert hjá honum, og svona er ýmsn háttað í grein hans um íslenzkar bækur og rit, sem nýlega birtist í ísafold (80.—81. tbl.). Vil jeg því leyfa mjer að gera fáeinar at- hugaserndir við sumt í henni, þótt minna mál verði en efni er til. |>egar ræða skal um hina fornu norrænu goðafræði, koma fram tvær ólíkar aðalskoð- anir hjá fræðimönnum vorra tíma. Onnur er sú, að hinar rjettu goðasögur Norðurlanda- búa sje að mestu leyti týndar, en þær, sem vjer nú höfum, sje komnar upp á 9. öld eða seinna, og lítið annað en samsetningur af forngrískum og kristilegum trúarhugmynd- um o. s. frv. Hin sú, að goðsagnir þær, er íslendingar hafa geymt í Bddukvæðum (sjer- staklega Völuspá), sjeu sannarlega fornar og eigi rót sína í sameiginlegum trúarhugmynd- um hiuna germönsku þjóða. Sophus Bugge hefir haldið fram hinni fyrri skoðun, og í sömu átt hafa fleiri farið (sutnir jafnvel viljað gjöra efnið í Völuspá að suðrænu hug- mynda-rugli), en mjer virðist Viktor Ryd- berg hafa gjörsamlega hrakið slíkar kenn- ingar, og sýnt fram á fornan germanskan uppruna flestra goðsagnanna. Nú er eigi gott að sjá, hvora skoðunina hr. B. Grön- dal aðhyllist. Hann samsinnir því fyrst, að efnið í Eddukvæðunum sje norrœnt, sam- eign Norðurlanda; en rjett á eptir virðist hann þó hallast að skoðun Bugges, er hann heldur því fram, að Baldurssagan sje alís- lenzk, það er með öðrum orðum: smíðuð á íslandi úr kristilegum hugmyndum og »klassiskum« lærdómi. En við slíka skoðun er bágt að fella sig fyrir þá, sem ætla að vorir elztu og beztu sagnamenn hafi ekkert rangfært vísvitandi, heldur sagt allt sem þeir vissu rjettast, hvort heldur var í sagn- fræði eða goðafræði, og þjóðin hafi geymt trúlega hinar fornu arfsagnir, er hún hafði flutt til íslands, »varðveitt fjársjóðu heiðin- dómsins*, eða eins og skáldið kemst að orði: •geymt í járnefldu jöklanna skjóli jólhelgar Bagnir um Valhallarþjóð*. J>að er líka í sjálfu sjer næsta ósennilegt, að kristnir klerkar hafifarið að skapaefniðí norrænagoða- fræði eptir sínu höfði, eptir það að heiðnin var undir lok liðin. En að því er snertir bún- ing Eddukvæðanna, þá kann vel vera, að hann hafi breytzt nokkuð og lagazt smátt og smátt á vörum þjóðarinnar, frá því er kvæðin voru fyrst kveðin, án þess þau væri beinlínis ort upp aptur, en hitt verður líklega ætíð vafamál, hvar eða hvenær þau eru ort í fyrstunni, þótt dr. Finnur Jónsson treysti sjer til að ákveða slíkt svo furðu-nákvæm- lega og hiklaust, eins og hann gjörir, og Benidikt Gröndal haldi, að þau hljóti endilega að vera ort á íslandi (líkl. í kristni sbr. Gefn III. 2. bls. 34 og víðar). Ætli menn geti svo áreiðanlega sagt, hvernig nor- rænt mál var á 8. og 9. öld, að hægt sje að fullyrða, að sumar kvíðurnar geti ekki verið ortar þá? Eða hver skyldi geta sagt með vissu, hvað langt er síðan að f>órr hefir verið kallaður »J>onaraR« á Norðurlöndum, eða það mál verið þar talað, er Gröndal til færir eptir H. Schiick? Ætli engin goðsagna- kvæði hafi verið til á Norðurlöndum frá þeim tíma og fram undir kristni, eða þar til er kvæðin í Sæmundar-Eddu fengu þann búning, er nú hafa þau? A Röksteini í Eystra-Gautlandi er vísa skráð, með rúna- letri, sem er mjög áþekk íslenzkri vísu með fornyrðalagi, en fornfræðingum kemur ekki saman um, frá hvaða tíma leturgjörð þessi sje. Saxi segist hafa haft fyrir sjer dönsk fornkvæði, þegar hann reit Danmerkur-sögu sína, og hafa þau sjálfsagt verið frá heiðni, en hve götnul, veit enginn. Hin fornenska Beowulfskviða getur varla verið yngri en frá 8. öld, og er margt í henni, orðaval og kenningar, nauðalíkt Eddukviðunum, þótt kristni bregði fyrir innan um. það er líka víst, að Karl mikli l]et safna afargömlum hetjukvæðum hinna fornu þjóðverja, og er auðráðið af því, að slík kvæði munu eins hafa verið til um það leyti á Norðurlöndum, enda sjálfsagt miklu fyr, sem Tacitus vott- ar, er hann talar um hetjusögur og forn- kvæði Germana, því að slíkt hefir eflaust verið upphaflega sameiginlegt fyrir allar germanskar þjóðir. Munu ekki fornkvæðin, líkt og þjóðsögurnar, hafa skipt um hami við og við, þótt þau væri hin sömu að efn- inu til? aö hægt sje að víkja við ýmsu í fornþýzkum (og eigi síður fornenskum) kvæðum, svo að það verði íslenzkt, hefir Benidikt Gröndal sjálfur sýnt í Tímariti V. bls. 121, þar sem hann tilfærir erindi úr Wessubrunnabæn (frá 8. öld), mjög lfkt er- indi í Yöluspá. Jeg sje því ekki, hvað get- ur verið á móti því, að Völuspá (sem Snorri kallar »forn vísindú, Gylfag. 8.) sje upphaf- lega ort fyrir Islands byggingu og jafnvel á þeim tíma, þegar málið var nokkuð öðru- vísi en landnámsmenn töluðu það. Vel má hugsa sjer, að Jslendingar hafi fært Eddu- kvæðin í þann búning, sem þau nú hafa, og það er víst engu ósennilegra, að þeir hafi gjört það (Viktor Rydberg heldur jafnvel, að Hárbarðsljóð sje frumkveðin á íslandi seint á 10. öld, og eptir hans skoðun eru líklega'“flestar Völsungakviðurnar ortar hjer líka, því að hann segir, að sögurnar um Sigurð Fáfnisbana hafi fyrst komið til Norð- urlanda á 11. öld, en margt tnælir reyndar móti þeirri skoðun, því að sögur þessar virðast vera mjög gamlar á íslandi, og Gísli Súrsson nefnir Guðrúnu Gjúkadóttur í einni vísu sinni), heldur en Norðmenn á 10. öld, fyrst kveðskapurinn fluttist írá Noregi til Islands með landnámsmönnuin, eins og dr. Finnur segir. En í rauninni finnst mjer það minustu skipta, hvort Eddukvæðin (sem komin eru í stað eldri kvæða) eru ort hjer eða annarsstaðar, með því að ó- hrekjanlegt er, að íslendingar hafa einir geymt þau; hitt skiptir miklu meiru, að efnið í þeim sje sannarlega af fornri norrænni rót runnið, en enginn »munkadiktur«. Gildi vorra fornu bókmennta rýrist ekki svo mjög við það, þótt íslendingar sjeu ekki taldir höfundar Eddukvæðanna, heldur rýrist það miklu fremur, ef eigi má skoða neitt það, sem forfeður vorir hafa skrásett um forn tíðindi (eldri en fslands bygging) eða fornar goðsagnir, öðruvísi en sem íslenzkan tilbún- ing og varla hafa það fyrir satt, að f>jóð- ólfur úr Hvini og Eyvindur skáldaspillir hafi verið til og ort kvæði, fyrst ekki eru aðrir en íslendingar til frásagna um það. 3. Enskur jólasiður úr heiðni. Gölt- urinn var í forneskju heigaður Frey, er menn blótuðu sjer til árs og friðar, og' hjet það sónarblót (friðþægingarblót). J>að var haldið að jólum eða í það mund árs, er vetrarsólstöður voru um garð gengnar og dag tók að lengja. Freyr átti gölt gullin- byrstan, dvergasmíð, er nefndur er Gullin- bursti og Slíðrugtanni. Hann gekk fyrir kevru Freys og rann lopt og lög harðara en hver hestur og Jýsti af burst, svo sem sól væri. Freyja systir hans ók með köttum sínum, en svo er þó að sjá af Hyndluljóð- um, sem hún hafi átt gölt, sem nefndur er Gullinbursti og Hildisvíni. Líklegt er, að allt sje einn göltur, og hafi þau syskin ver- ið dýrkuð í sameining, hann sem árguð og auðgjafi, nún sem ástagyðja og auðsældar- gyðja (sbr. gulltár Freyju), og bæði sem nokkurs konar ljósgoð eða sólargoð, því það. er sólin sæl, er veitir jörðinni varma og vaxtalífinu viðgang og er svo uppspretta árs og auðsældar. Sýr (gylta), sem er eitt af nöfnum Freyju, bendir á, að hún hafi og haft hlutdeild í dýrkan galtarins. I minn- iug galtarins Gullinbursta var hvern jóla- aptan framleiddur sónargöltur. Hann þótti svo helgur, að yfir burst hans skyldi öll stórmál dæma, og menn lögðu hendur yfir burst hans og strengdu svo heit að bragar- fulli. Síðan var geltinum blótað. Hið helga blóð (hlautin) var gefin þeim syskin- um til árbótar, og var þá gengið til frjetta um árferði og aðra hamingju, með því að fella blótspán eða á annan hátt. En flesk galtarins höfðu menn til mannfagnaðar, og þótti það í fornöld allra mata kostulegast,. og við flesk eitt ólust einherjar. A þessa galtartignan minna nöfnin á gripum Aðils konungs í Uppsölum, þar sem Freyr var mest dýrkaður, Hildigöltur eða Hildisvín, hjálmur hans, og Svíagrís, hringur hans, og hefir gölturinn verið markaður þar á. — Menjar þessarar fornu galtartignauar finn- ast enn á Englandi á jólahátíðinni, einkum við háBkólana í Oxford og Cambridge, og sömuleiðis við hirðina og í húsum ýmsra hinna göfgustu manna, og að sá siður sje frá fornu fari, má sjá af ritum Walters Scotts, Chaucers o. fl., enda ber hann það með sjer, að hann er forn, og er án efa eptirleif af Freysdýrk- uninni. Jóladagsmáltíðin er kölluð »galtar- máltíð« og galtarflesk er þá aðalrjettur á borðum. j>rír menn bera inn galtarhöfuðið á silfurfati, og upp af fatinu gnæfa kóróna og ríkisfáni, en umhverfis höfuðið er raðað hinum fegurstu blómum. Prestur gengur í broddi fylkingar, er fatið er inn borið, og er um leið sungið eldgamalt kvæði, sem er blendingur af ensku og latíuu, og ýms orð- tæki þess þykja minna á Eddukviðurnar. I því kvæði segir, að galtarhöfuðið sje »allra mata kostulegast um endilangt England*. I Oxforð bíður almenningur í forsal, meðan galtarins er neytt, en í máltíðarlok er hon- um hleypt inn, og blómum þeim og gersem-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.