Ísafold - 27.01.1892, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.01.1892, Blaðsíða 4
3 2 íir því prestakalli, sem hann er skirður í, bólu- setningarskýrteini, þar sem hann hefir verið bólusettur, en vegabrjef í sýslu þeirri, er hann hefir síða8t átt dvöl í. 948. Er ekki hver búandi skyldur að láta íeita svo heimaiand ábúðarjarðar sinnar, að ekki sjeu óheimtar kindur í því, fram undir vetur- nætur, t. a. m. í iandhólmum, sem daglega fjarar í og opt er umferö um? iNú heimti jeg lamb í iandhólmum þessarar jarðar um veturnætur, að frásögn heimamanna, sem reka það á land og sleppa í heimalje, án þess að láta mig vita af fyr en seinna, og svo gjöri jeg fleiri ferðir að vitja um lambið og það kemur hvergi fyrir; á jeg ekki borgun fyrir lambið hjá ábúanda þess- um, þegar það keraur hvergi fram. 8v.: {>ó að hver sje skyldur að hreinsa heima land sitt þegar um rjettir, getur auðveldlega komið fyrir, að sjáist yfir kind, og vorður það að vera vítalaust, nema beint sannist, að það sje að henna skeytingarleysi. Nú heimtist kind síðar, er annar á, og or jarðarábúanda eigi skylt að geyma hennar vandlegar en síns eigins fjár og hefir eigi ábyrgð é, þótt hún síðar eigi komi fyrir, nema sjerstaklegt skeytingarleysi sannist upp á hann i því eini. 949. Er ekki heimilt að beifa því valdi er sóknarnefnd er gefið með lögum 27. febr. 1880 í 3. gr., með innheimtu á sönggjaldi, þó því sje jafnað niður eingöngu eptir efnum og ástæðum, sem var samþykki sóknarbænda á síðasta hreppa- skilaþingi? Sv.: í hinni nefndu lagagrein er sóknarnefnd- um ekki vald gefið, og veiður eigi sjeð, við hvað spyrjandinn á. 950. J>að er orðið fast afráðið fyrir hrepps- nefndinni í B. hreppi, að hvert það heimili er þarf að fara að þiggja af fátækraije, sje þá þeg- ar tekið upp, og ómögum skipt niður á þá bæi, er ekki geta borgað tillag sitt, öðruvísi en taka ómaga, geta nú hjðn haft nokkuð á móti því, að fara sitt á hvern bæ, þar þeim verður ekki kom- ið fyrir báðum á sama bæ? Sv.: Að jafnaöi væri þaö naumast heppileg regla, að taka upp heimili þeirra, er sveitarstyrks þarfnast. En sjái hreppsnefnd eigi annað fært, verða hlutaðeigendur, þótt hjón sje, að sætta sig við ákvarðanir hennar. 951. Ef meiri hluti hreppsnefndar er með einu máli, er það útkljáð með því? Sv.: Jú, ef ákvörðunin er að öðru leyti lögleg. 952. Má ekki samþykktin standa, þó að eian af þessum, er í meirí hlutanum var, breyti skoð- un sinni eptir margar viku? Sv,: Jú. Skipting skoðunar eptir á hefir eigi áhrif á gjörva samþykkt. t |>ann 19. desbr. næstliðinn andaðist á Búðum hjer í sveit minn elskandi faðir síra jþorkell Eyjólfsson, síðast prestur á Staðarstað. |>etta tilkyunist öllum vinum og vandamönnum fjær og nær. Eossi (í Staöarsveit) 8. janúar 1892. Kjartan porkelsson. Fyrirspurn um mann. Fyrir hjer um bil 18 árum flutti sig frá Meðalheimi í |>ingeyjarsýslu til Vesturheims hálfbróðir minn Kristján Sigurðsson. Hver sem kynni að vita um, hvar hann er niður- kominn, sje hann á lífi, er vinsamlega beð- inn að gefa mjer þar um vitneskju annað hvort brjeflega eða í einhverju dagblaði. Hraukbæ í Eyjaijarðarsýslu 15. des. 1891. Hallfríður Pjetursdóttir, Eptir samkomulagi meðal stjórnarnefndar Beykjavíkurdeildar Bókmenntafjelagsins hefir bókavörður deildarinnar, herra skólastjóri Morten Hansen, á hendi eigi einungis af- greiðslu og útsending bóka, heldur einnig innheimtu á fjelagsgjöldum bæði hjer í bæn- um og út um land, og ber þvf að senda honum öll slík tillög, svo og andvirði seldra bóka fjelagsins. Deild hins ísl. Bókmenntafjelags í Reykjavík 25. janúar 1892. Björn Jónsson p. t. forseti. Tapazt hefir í gærkveldi á leið frá Frederiksens bakaríi niður að nr. 3 í Veltu- sundi peningabudda með talsverðu af pen- ingum, brjóstnál og stálpennum. Skila má á afgr.stofu Isafoldar gegn góðum fundar- launum. 2 vinnumenn, sem kunna landvinnu, geta fengið vist á næsta vori á Vesturlandi; gott kaup. Lysthafendur gefi sig sem fyrst fram. Ritstjóri vísar á. Duglegur Og reglusamur vinnumaður getur fengið vist á næstkomandi hjúaskil- daga, semja má við Matthías Matthíasson í Holti Duglegur og einkar-reglusamur vinnu- maður getur fengið góða vist hjer í bænum. Nánari upplýsingar fást á afgr.stofu Isafoldar. LW Sjónleikir. Næ8tkomandi laugardag kl. 7£ e. miðd. verður leikið í Good-Templarhúsinu Æfintýri á gönguför leikur í 4 þáttum eptir C. Hostrup. Rvík 27. jan. 1892. Forstöðunefodin. Forngripasafnið opið hvern mvd og ld. kl, 1____8 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12_____2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12_8 útlán md., rnvd. og ld. kl. 2— 3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag ki. 8—9, 10—2 Og 3—5, Söfnunarsjóóurinn opinn I. mánud, i hverjum mánuðl kl. 5—< Veáurathuganir i K.vik, eptir Dr. J. Jónasson jan. Hiti (á Oelsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt. á nótt. um hd. fm. em. fm. em. Sd. 23. -r- 3 0 734.1 729.0 A h d A h d Ld. 24. 1 0 7dH.ö 751.8 Sv h d Sv hd Md. -r- ó 0 754.4 744 2 Alivd 0 d þd. 26. Mvd. 27. -1- 2 -h- 1 -f- 1 -r- l 749.3 734.1 731.5 Svhb V h d 0 d Hægur á austan h. 23.; geklc svo til útsuð urs með jeljum h. 24. Hægur á austan fyrst um morguninn h, 25., en fór að hvesaa fyrir hádeg á austan-landsunnan, hva9s með úrhellis-rigningu og hjelt því þangað til kl. 4 5 e. m., er hann lygndi og gekk í útnorðrið. Síðan við útsynning aunað veifið, á sama sólarhringnum allar áttir. I dag (27.) vestanhroði í morgun með ofanhríð. Ritstjóri Björn JónaBon eand. phil. Brentsmiðja ísaioldar. 30 því að honum hafði birzt tigulegur öldungur með tvo lykla í heudi — það hefir að líkindum verið sankti Pjetur sjálfur —, er leit til hans reiðulega og mælti: »Ljúktu upp hliðunum!« Honum var einn kostur, að hlýðnast þessu boði. Urbanus hinn VI. gjörði þó enn betur; því að hann lögleiddi fagnaðarár 33. hvert ár, til endurminningar um ald- ursár Jesú Krists. Aldrei hafa páfarnir verið í vandræðum með að færa álitlegar átyllur fyrir fyrirskipunum sínum. Sixtus hinn IV. var þó enn nærgætnari og náðugri, því að hann færði bilið milli fagnaðaráranna níður f 25 ár, af þeirri ástæðu, að mannlífið væri svo harla skammvinnt. Fagnaðar-ár það, er haldið var á dögum Klemenz hins VI., var enn frjósamara og fjársælla 'en híð fyrra. í boðun- arbrjefi fagnaðar-ársins »býður hann englum paradísar, að flytja sálir þeirra, er andast á Róm-vegum, og leystar skuli vera undan hreinsunareldinum, beint inn í fögnuð paradísar«. þessi ofurgnótt náðarinnar, er eigi þurfti annað en að sækja til Róms, hafði afarmikið aðdráttarafl fyrir allan þorra manna, er hjátrúin og heimskan hjeldust í hendur hjá. I Róm varð mannösin svo mikil, að veitingameun, sém leggja þó ekki í vaua sinn að slá hendinni við skildingnum, gátu eigi orðið við allra þörf, og urðu svo einatt að verða af borg- un fyrir beinann. Við Páls-altarið voru settir prestar tveir, er áttu að vera þar dag og nótt og skiptast á um, að raka saman á altarinu með npeningahrífiH og hirða peninga pá, er offrað var, og urðu þeir svo þreyttir og upp gefnir af því starfi, að við sjálft lá, að þeir myndi eigi ná sjer aptur. Svo var mikill 31 troðningur í kirkjunni, að fjöldi manna beið af örkumsl og bana. Eigi allfáir Rómferla þessara fengu brátt tækifæri til þess, að komast að raun um, hvað aflátið væri blessað og ó- missandi, því að tíu þúsund manna fjellu í drepsótt, er þá gekk. En ekki sá högg á vatni, þó að þeir hrykki upp af, því að þar voru saman komin nokkur hundruð þúsund manna fram yfir eina miljón. Peningauppskera þessa fagnaðar-árs var, að því er til hefir talizt, tuttugu og tvær miljónir. það er ekki ófróðlegt að veita því athygli, hvernig páf- arnir hver fram af öðrum finna upp ný ráð, til þess að hafa æ meira upp úr fagnaðar-árshugmyndinni, er Bonifacius páfi hafði fyrstur fundið. Sannaðist hjer hinn ítalski orðskviður: »prestar og munkar og hænsni fá aldrei fylli sina«. Bonifacius hinn IX. sá fram á, að mörgum kristnum manni hlyti að vera ofvaxið að komast til Róms, því að hvorki gátu allir yfirgefið dagleg störf fyrir þær sakir, enda hefði þeir eigi efni á að kljúfa ferðakostnaðinn. Hann fann því upp á að senda þeim náðina og fyrirgefninguna heim til sín, og gerði út menn, er höfðu heimild til þess að veita algjörða syndalausn, og skyldi þeir láta hana fala fyrir það, er svaraði þriðjungnum af ferðalaginu til Rómsl Ekki tók þó fyrir mann- strauminn til Róms, þó að kostur væri á að ná í náðina með hægra móti. þá er fagnaðar-ár var haldið á dögum Nikoláss hins V., varð mannmergðin svo mikil, að Tiber-brúin þoldi eigi þungann og brotnaði, og biðu tvö hundruð manna bana. Enn snjallara var ráð það, er Alexander hinn VI. fann upp. Gullhliðið, sem svo er kallað, í Pjeturskirkjunni i Róm, er hugviti hans að þakka. í upphafi fagnaðar-ársins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.