Ísafold - 24.02.1892, Blaðsíða 2
62
allgóðum vexti, eða 1 tunnu úr hverjum 10
O föðmum að jafnaði. Úr garði, sem er
400 □ faðmar að stærð, ætti eptir því að
fást 40 tunnur. Sje hver tunna talin 6 kr.
virði, þá verða árlegu tekjurnar af garðinum
240 kr. þegar árlegi kostnaðurinn, 140 kr.
er dregiun þar frá, verða eptir 100 kr., og
verða þær þá árlegur arður af garðinum.
Jiessar 100 kr. má telja vöxtu af þeim 400
kr., er upphaflega var varið til garðsins, og
verða vextirnir þá 25°/». Verðið, sem jeg
hefi gjört á kartöflunum, mun líklega sum-
um þykja of lágt, vegna þess, að kartöflur
eru hjer venjulega í hærra verði; en það er
eigi ólíklegt, að verðið lækkaði, ef nokkuð
til muna væri á boðstólum af kartöflum.
jþótt þessi áætlun hafi við miklu minna að
styðjast en skyldi, þá get jeg naumlega ætl-
að, að kartöfluræktin gefi hjer að jafnaði
miklu minni arð, en jeg hefi hjer talið. það
er að vísu líklegt, að kartöfluræktin reynist
hjer arðsamari en ræktun flestra eða allra
annara matjurta, en engu að síður er þó
nauðsynlegt að ræktajnokkuð af ýmsum öðr-
um matjurtum, vegna þess, að með því eiga
fátæklingar kost á að hafa miklu breytilegra
og þægilegra fæði en ella. Að svo miklu
leyti sem ýmsar matjurtir eru ræktaðar að
eins til heimilisþarfa en eigi til útsölu, er
eigi víst, að ræktun þeirra launi kostnaðinn
öllu miður en kartöfluræktin.
þessi áætlun, sem jeg hefi hjer gjört um
þann arð, er væntafmá af grasræktinni og
garðræktinni, er að vísu að miklu leyti gjörð f
í lausu lopti, svo|sem| jeg hefi tekið fram.
En jeg er þó viss um, [að hvernig svo sem
farið er að reikna þetta, og þó nákvæmar
athuganir verði gjörðar, sem tæki af öll tví-
mæli í þessu efni, þá myndi það ávallt
koma fram, aðfjarðræktin gefi hjer góðan
arð, og varla miklu minni en jeg hefi hjer
talið, hvort sem það er tunrækt í sambandi
við kúaeign, eðajgarðrækt.
þess verður og að gæta, að mörgum þeim
sem leggja stund á garðrækt eða túnrækt,
— hafa tekíð einhvern blett til ræktunar, —
verður það furðanlega útdráttarlítið. þeim
verður kostnaðurinn ekki svo rnikill og til-
finnanlegur, sem hann virðist vera á papp-
írnum. Bændur og fþurrabúðarmenn geta
sjálfir unnið mikið að jarðræktinni og látið
menn sína gjöra það, á þeim tfmum, sem
þeim myndi annars verða lítið úr. Hinum
verður jarðræktin miklum mun kostnaðar-
samari og tilfinnanlegii, er verða að láta
daglaunamenn vinna [að henni að öllu
leyti.
FISKISA Mþ YKKTAB-HRINGL
nýtt er nú í brugg-gerð hjer: sýslumaður
(Gullbr.- og Kjósars.) rokið til út af áskor-
un frá bæjarstjórn?Beykja\íkur og boðað til
sýslufundar, í því skyni að fá umturnað
aptur samþykktinnijfrá í fyrra, er þá var
samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta, þar
á meðal yfirgnæfandi meiri hluta úr sjálfri
Beykjavík og af Seltjarnarnesi. Eins árs,
reynsla á nú að hafa sýnt þá reglu óhaf-
andi, er þá vildu nær allir hafa! |>að er
nauða-ólöggjafalegt. Einn meðal helztu út-
vegsbænda hjer við flóann, atorkumaður
mikill og skýrleiksmaður, [hefir sýnt fram á
nýlega í ísafold, að á þessari eins árs
»reynslu« er ekkert byggjandi. Og þó að
hann vilji að einsjhafa [viðauka við sam-
þykktina frá í fyrra, sem sje um próflagnir
— sem óvíst er, hvað hagfelldar yrðu í fram-
kvæmdinni, þótt vel láti í eyrum — þá mun
eigi á hans valdi eða annara á sama bandi,
að afstýra því, að úr þessu nýja káki við
mál þetta verði ótakmarkaður hringlandi,
til 8pillingar í stað umbótar. En að gugna
fyrir hótunum um menn brot á samþykkt-
inni nú í vet — j. 1 er ekki yfirvalds-
legt. Eða ætli að vel gangi að hafa saman
almennt sóttan hjeraðsfund um þennan tíma?
Og eru slíkir fundir eigi býsna ómaksmiklir
og kostnaðarsamir svona á hverju ári? En
eigi stoðar annað en sækja þá sleitulaust,
því ella eiga menn á hættu, að lítill minni
hluti hjeraðsins í námunda við fundarstað-
inn samþykki eða felli eitthvað það, er hin-
ir mundu sízt kjósa.
það eru netalagningar-tímatakmörkin, er
stöku mikilsmegandi menn láta svo illa við.
En mundi almenningi eigi eins hollt að
fara að hugsa um að leggja heldur í þil-
skipaútveg þann mikla kostnað, er netaút-
vegurinn gleypir, ekki sízt þegar netabrúk-
unin er hjer um bil takmarkalaus hvað
tíma og stað snertir, eins og þessir menn
vilja helzt. Og er það nú þegar netabrúk-
unin á eigi hvað minnstan þáttí óorði því, er
sunnlenzkur fiskur er búinn að fá á sig á
Spáni. Eða hvernig ætti á því að standa,
að þetta eina af öllum fiskiplássum landsins
gæti eigi staðizt án netabrúkunar? Neta-
brúkunin mun vera alveg óþekkt hjer á
landi nema við þennan eina flóa sunnan-
verðan, og mun þó enginn þora að fullyrða
að eigi sjeu til allt eins miklir framfara- og
dugnaðarmenn í sumutn veiðiplássum öðrum,
t. a. m. við Isafjarðardjúp.
Gullbrúðkaup konungshjónanna.
Lítið er enn kunnugt um, hvað líður sam-
skotunum til heiðursgjafar handa konungs-
hjónunum á gull-brullaupsdegi þeirra í vor.
þó hefir meðal annars einn prófastur fyrir
norðan skrifað nú með pósti, að í sínu presta-
kalli hafi »nálega hvert mannsbarn* tekið þátt
í þeim. — Sumir munu setja fyrir sig þann
hjegóma, að samskotanefndin danska hefir
verið svo heimsk eða hugsunarlaus, að nefna
í boðsbrjefi sínu að eins »det danske Eolk«, og
vilja sjálfsagt halda því fram, að það væri
að »innlima« eig í »hiua döusku þjóð«, að sinna
slíku boðsbrjefi! En nefndin er sannarlega
ekkert stjórnarvald eða löggjafar, og hlutdeild
í samskotunum er sannarlega engin yfirlýs-
ing um stöðu vora í ríkinu eða þess háttar;
það sjer hvert mannsbarn. |>að er nóg, að
nefndin fái snuprur fyrir sitt aulalega orða-
val; að láta slíkt meiru varða, væri skoplegur
barnaskapur.
Laus prestaköll • Hiflði í Suður |>ing-
eyjar prófastsdæmi (Grenivíkursókn). Prests-
setrið er að Grenivík. Métið 923 kr. 45 a.
Staður í Steingrímsfirði í Stranda prófasts-
dæmi. Prestsekkja nýtur Ya af föstum tekj-
um og uppgjafaprestur fær í eptirlaun 279 kr.
84 a. af brauðinu. Metið 1479 kr. 84 a.
Bæði auglýst 24. febr. og veitast frá
næstu fardögum.
Afli góður enn í Garðsjó, þegar gæftir
leyfa, mest á færi. Erfitt um ferðir þangað
hjer innan að fyrir ísalögum. Á Miðnesi mik-
ið vel þorskvart.
Mannalát. l>n'r merkisbændur á Mýr-
um eru sagðir dánir nýlega: Jónatan Saló-
monsson í Hjörsey, Gunnar Vigfússon á
Hamri og Sigurður Benidilctsson á Ökrum —-
drukknaði í læk.
Hinn 7. dag janúar andaðist að Fit undir
Eyjafjöllum merkisbóndinn Páll Magnússony
eptir langvinnt heilsuleysi. Hann var sann-
nefndur bjargvættur sveitar sinnar; vorið
1882 mun ógleymanlegt þeim, er urðu að-
njótandi hans tniklu hjálpar i þeirri heyneyð,
er þá var allt of almenn í hreppnum.
Páll sál var einn af þeim fáu mönnum er
ljet úti hjálpina með ánægjulegri ró, en slkt
eru fádæmi, þegar um heyhjálp er að ræða;
hann var einn af þeim mönnum, er ekki
vildi láta bera á velgjörðuin sfnum út í
frá, en þær gátu samt engum dulizt.
Páll sál. var allra manna gestrisnastur,
enda var á heimili hans að öllum jafnaði
sem menn kalla húsfyllir; hann var aldrei
á þeirri áttinni að setja greiðasölu auglýs-
ingu í blöðin þrátt fyrir annara áeggjanir.
Páll sál. var einn af okkar beztu búmönn-
um, starfsamur, útsjónarsamur, regluaamur
og vandvirkur, ekki þurfti annað en að koma
á heimili hans til að sannfærast um það;
einnig var hann manna skilvísastur og vand-
aðastur í viðskiptum; hann bætti stórum á-
búðarjörð sína, það er ekki ofsagt, að hann
nú seínustu ár sín hafi fengið af henni hálfu
meira hey en fyrstu búskaparárin. S. E.
Arnessýslu ofanv. 13. febr.: »Gjafatíð
hefir verið mikil, einkum síðan nýár, og
opt illt ástöðuveður. Flestir munu samt
standa vel með hey, en vansjeð tel jeg, að
fje á beitarjörðum verði óskemmt, haldist
sama lengi. Við erum skammt komnir í
fjenaðarmeðferðinni, en þó mun þoka áfram.
Pest hefir lítið gjört vart við sig, sízt hjá
þeim, sem fóru snemma að hýsa og hára; en
menn eru tregir að trúa. Ymsir hjer hafa
látið Lárus gabba sig, og mun nú öll trú á
pestarmeðul hans horfin.
Hið eina mál, sem jeg man eptir að hreift
hafi verið og í framfarátt stefnir, er, að,
menn færi að vanda vöru sína og verzla
skuldlaust og í stærri fjelögum, t. d. að
samið væri við kaupmenn um fleiri þúsund
pund af ull o. s. frv. þessu hefir verið
dauflega tekið. Menn vilja heldur gamla
sargið.
r Kaupfjelagsreikningar hafa enn eigi sjezt.
Oskiljanlegt hvað veldur.
Snæfellsnesi 16. febr.: Veðrátta mjög
stirð frá því jeg skrifaði síðast; optast út-
synningskaföld með norðan íhlaupum; frost
optast heldur lítið, 4—6 stig. Gæftaleysi
mjög mikið við sjó; varla optar róið á þessu
tíraabili en 4—6 sinnum; afli því enginn.
Hagbönn að kalla alstaðar.
Barðastr sýslu sunnanv. 6. febr. 92.;
»Hin stirða veðrátt, er byrjaði með hinu
slæina fjárskaðahreti hálfum mánuði af vetri
stendur ennteinlæg norðankóf-hret, og stund-
um með talsverðri fannkomu, og frost frá
8—-15 stig á B.; þó hafa stundum komið
fáir dagar í milli hreta, þá útsynningar eða
bleytukröp, og snögg uppþot af norðri apt-
ur. Fannir og ófærðir eru því miklar komn-
ar á fjöll, og víða í byggð, og víða haglaust
af fanndýpi og áfreða. Kvikfjenaður hefir
því að mestu orðið að lifa á innigjöf; á orði
er því, að hey hafi gefizt með mesta móti,
iheð því að rnargir telja þau ljett og laus
í heystæðum. Engin kvörtun eða hræðsla
þó enn um heyskort, og margir ætla sig geta
gefið inni til sumarmála.
Enginn bjargræðisskortur heyrist úr pláss-
um hjer enn þá, og lialda menn að baslist
áfram þennan vetur, eins og að undanförnu
þrátt fyrir kornvöru-minnkun eða vöntun
hjá búendum í haust, með því líka að
kaupmaður Bogi f Skarðsstöð kvað hafa
lánað matvöru þurfendum þegar eptir nýjár
í vetur, svo þangað er að leita hælis fyrir
þá, er komast í örþrifsráð; en hvorki á
Arngerðareyri fæst neitt lán nje hjá Finni
bónda á Kálfanesi við Skeljavík, er hefir
þar lítils háttar vöru til útsölu fyrir Biis á
Borðeyri.