Ísafold - 16.03.1892, Blaðsíða 3
7
ilóðgarða, — samkvæmt ’neimild í samþykkt
sparisjóðsins.
Embættispróf. Hinn 21. jan. þ. á.
tók porleifur J. Bjarnason skólakennarapróf
við háskólann í Khöfn, í fornmálunum, með
2. einkunn.
Embætti- |>rettánda læknishjerað
(Vopnafjörður) veitt af konungi 26. f. m.
Árna Jónssyni, hjeraðslækni Skagfirðinga,
það embætti auglýst 27. f. m., og skulu
bónarbrjef komin til ráðgj. 6. juh þ. á.
Ný lög. Tvenn lög frá síðasta alþingi
hefir konungur staðfest 19. f. m.:
27. Um eyðing svartbakseggja.
28. Um að meta til dýrleika nokkrar jarðir
í Vestur-Skaptafellssýslu.
Breyting á alþingiskosningarlögunum
(fjölgun kjörstaða) kvað hafa verið synjað
staðfestingar, sakir formgalla. — Ostaðfest
eru þá laxalögin og breyting á aukatekju-
reglugj. (35. gr.).
Alþingiskosningar hefir konungur
fyrir skipað í sept. þ. á. með brjefi 26.
f. mán.
Hafís er nýlega kominn inn á Húnaflóa,
vestan með Hornströndum. I annan stað
sagður hafís við Melrakkasljettu. ,
Jökulfýla. í fyrra dag (14.) lagði fyrir
megna jökulfýlu hjer um bæinn. Hún staf-
ar annaðhvort af eldgosi eða jökulhlaupi.
Eiríkur Magnússon bankadellu-meist-
ari er nú tekinn til að jórtra upp banka-
og fínanz(!!)-tuggunni sinni 4—5 ára
gömlu f — norska »Dagblaðinu«! Næst kem-
ur hún líklega út á tyrknesku eða kínversku,
enda væru slík mál, sem enginn maður að
kalla hjer í álfu skilur, miklu betur til
kjörin að flytja það, sem að efni til er al-
ræmt bull frá upphafi til enda.
Verzlunarfrjettir frá Khöfn, dags.
29. febr.: Af ull var óselt 1. jan. um 1500
ballar, og hefir selzt af því þriðjungur á 59
til 60 a. Óseldir enn 1000 ballar, sem er
haldið í 62 a. fyrir norðlenzka ull og 58 a.
fyrir sunnlenzka, en kaupendur ófáanlegir.
Mislit ull í 45 a. Óþvegin haustull, sem
kom með þessari ferð »Lauru«, seldist á 41
e., með umbúðum.
Af saltfiski óselt um 1000 skpd frá ís-
landi og um 500 skpd. frá Færeyjum, sem
er hafður á boðstólum fyrir 48 og 35 kr.,
en selst eigi. Smáfiskur 35—40 kr., langa
40 kr. Ysa í nokkru meira gengi á 40 kr.,
250 skpd., sem komu með Laura til Leith,
seldust þar á 15£ pd. sterl.
Harðfiski haldið í 100 kr., en selst ekki.
Af lýsi óseldar 6—700 tnr., ljóst gufubrætt
haldið í 34—33 kr., en selst eigi. Pyrir pott-
brætt tært hefir sfðast fengizt 32—32J kr.
Dökkt þorskalýsi og hákarlslýsi í 23—28 kr.
Leifar frá f. á. af sauðakjöti, sem voru
350 tnr., hafa selzt á 40—35 kr. eptir gæð-
um. Nú er því bezta haldið í 40 kr. Tólg
haldið í 25 a.; óselt7—8000 pd. Sundmagar
40—45 a. Æðardún haldið í 10£—9| kr.
en gengur eigi út; óselt um 1200 pd. Salt-
aðar sauðargærur seldust seinast á 4 kr.
vöndullinn (2); nú ekkert óselt.
llúgur lítur út fyrir að heldur muni
hækka í verði með þvl að jpjóðverjar kaupa
mikið af dönskum rúgi. Eystrasaltsrúgur f
825—850 a.; danskur 800 a. (100 pd.). Búg-
mjöl 900—875 a. eptir gæðum. Bankabygg
nr. 1 925 a., nr. 2 860—900, nr. 3 vantar.
Hnsgrjón stór 975 a., minni 875 (100 pd.).
Kafjfi 65—70 og lakara 59—64 a. Kandís
18 a. Hvítasykur 18J a. Púðursykur 14—
15 a.
Aflabrögð- Stóreflis-afli á Eyrarbakka;
komnir í gær þar meira en 7 hundraða
hlutir mest; en margir á 6. hundraði; mest
er það ýsa, varla þorskvart. Sami afli hjer
um bil á Loptsstöðum og Stokkseyri, og
eins í |>orlákshöfn. I Selvogi komnir meira
en 4 hundr. hlutir af tómum þorski. —
Eins er hjer í sýslu ágætis-afli allt norður
undir Skaga, en þar tekur fyrir.
Dáinn er nýlega fyrrutn alþingismaður
Jón Bjarnason frá Olafsdal, áður í Eyhild-
arholti í Skagafirði og á Eeykhólum vestra,
kominn um áttrætt, fjörmaður mikill og
greindarmaður.
Síra Jón Bjarnason í Winnipeg var
mjög hættulega veikur, er síðast spurðist,
af taugaveiki, er byrjaði á inflúenza, rjett
fyrir nýárið; var búinn að liggja í 6 vikur.
Næsta fáa menn á íslenzkan kirkjan og
þjóðin nú, sem meiri eptirsjá væri að.
Kaffibaunir, Exportkaffi, Dansk Hus-
holdningkaffi, Candissykur, Hvítasykur og
Púðursykur, fæst með vægasta verði í verzl-
un Helga Helgasonar
Pósthússtræti 2.
Nýkomið með Laura:
Óáfengt aldinvín (Goodtemplarardrykkur)
ýmsar tegundir.
Hindbærsaft
Frugtsaft
syltede Blommer
Frugtmarmelade, ýmsar tegundir.
Confect,
Buddingspulvere, ýmsar tegundir'
Herðasjöl.
Húfur.
Karlmannsfatnaður o. fl.
G Sch- Thorsteinson
Aðalstræti 7.
í verzlun Eyþórs Felixssonar er
nýkomið með Laura ýmsar vörur svo sem:
kartöflur, kaffi, kandís, melís, epli, apel-
sínur og margt fleira, sem allt selst með
vægu verði gegn peningum.
Munntóbak, Neftóbak og Eeyktóbak
fæs með vægasta verði í verzlun Helga Helga-
osnar
Pósthússtræti 2.
Við W. Christensens verzlun fást
Síldarnet
69
hafði verið til vísað, og kom þar hestinum mínum í hús.
Nú var skammt eptir leiðarinnar, en jeg var þreyttur mjög
og varð feginn að hvfla mig. þá er jeg hafði neytt kvöldverð-
ar, gekk jeg ofan í gestastofuna og voru þar fyrir fáeinir
Kenn úr nágrenninu. Af viðræðum þeirra varð jeg þess
skjótt vís, að jeg var staddur í hinu sama veitingahúsi, sem
bróðir nnnn hafði gist í, nóttina áður en hann hafði verið
fangelsaður. Jeg varð því að vera allskammt frá þeim stað,
er morðið var framið. Jeg hafði ásett mjer að láta ekkert á
því bera, að jeg værj { ætt; fangann, fyrr en jeg væri
búinn að ná tali af málafærslumanni hans, ef hann hefði
einhvern verjanda getað fengið sjer. Annars ætlaði jeg að
brjótast í því að útvega honum málafærslumann. Jeg ljet
svo sem mjer væri með öllu ókunnugt um mál þetta, og
innti eptir atvikum við það. Mjer var sagt svo að segja eins
frá atvikum og bróðir minn hafði skrifað mjer, nema hvað
í sumu var heldur orðum aukið.
Mjer var sagt, að fanginn væri utanríkismaður, og að
enginn efi geti á því leikið, að hann hafi framið morðið.
Vitnin, sem áttu heima þar í byggðarlaginu, höfðu verið
sjónarvottar að því, og höfðu staðfest það með eiði. ■ þeir
Hfðu á dýraveiðum og fuglaveiðum, og þess í millum flotuðu
þeir timbri niður eptir Mississíppí. Annar hjet Matthías Harm,
en hinn Isak Kraft. Báðir áttu þeir heima þar örskammt
frá þorpinu. Báðir höfðu þeir verið staddir þar í veitinga-
husinu, kvöldið áður en morðið var framið. Dómþingið átti
að halda að fjórum dögum liðnum, og það var talið sjálfsagt,
að bandinginn yrði dæmdur til hegningar.
7y
»Hann hefir líklega farið að hitta hann Isak Kraft«,
svaraði stúlkan.
Jeg sagði konunni, að bezt væri fyrir hana að binda
sem fyrst votan dúk um öklan, og senda eigi eptir manni
sínum, fyrr en það væri búið. Stúlkan fór þá, og útvegaði
umbúðir þær, er þurfti, og svo fór jeg nú aptur að binda um
hinn veika lim. Svo bauðst jeg til að hafa upp á lækni
handa henni í þorpinu, ef þar væri lækni að fá. J>á er jeg
var búinn að kveðja, kallaði konan á mig aptur og spurði,
hvort jeg ætlaði til Kolumbíu. Jeg sagði, að ferðinni væri
þangað heitið.
»Ætlið þjer að leggja upp áleiðis þangað snemma í
fyrra málið?» spurði hún.
»Já. f>að hefi jeg ætlað mjer«, kvað jeg.
Hún þagði þá stundarkorn, en mælti síðan: »|>jer hafið
gjört mjer mikinn greiða. Jeg er yður mjög þakklát fyrir
hjálp yðar. Jeg vil því leggja yður heilræði. Farið þjer eigi
einn af stað snemma í fyrra málið. Ef erindi yðar er mjög
brýnt, þá bíðið þó að minnsta kosti eptir samfylgd*.
Jeg spurði hana, hví hún rjeði mjer til þess, eða hvort
nokkur hætta væri búin.
•Yegurinn liggur gegn um skóginn«, kvað hún, »og jeg er
hrædd um, að þar sje eigi alls kostar hreint. f>að hafa verið
framin nokkur morð eigi allangt þaðan, er gatan hingað
liggur út af þjóðveginum, og mjer er því eigi grunlaust um,
að stigamenn veiti ferðamönnum þar fyrirsát. Hún lagði
fast að mjer með að fara að ráðum sínum, og fullyrti, að líf
mitt væri annars kostar i veði. Jeg þakkaði henni heilræðið,