Ísafold - 30.04.1892, Side 3
I3ö
Auk prestsakapar og búskapar, sem hann
stundaði með mikilli ráðdeild og fyrirhyggju
og mikið góðum árangri hvað efni snertir,
lagði hann talsverða stund á sálmakveðskap,
átti einna mestan þátt í endurskoðun sálma-
bókarinnar frá 1871, og var síðan einn af
7 í nýju-sálmabókar-nefndinni; eru eptir
hann í sálmabókunum báðum allmikið af
sálmum, nokkrum frumsömdum, en fleirum
þýddum. Jafnframt var honum mikið sýnt
um söng, og mun hafa átt hinn bezta þátt
í vali viðeigandi sönglaga handa hinni nýju
sálmabók.
Jón þórðarson frá Norðtungu, dáinn 2.
oktbr. 1891, var fæddur 11. júlí 1817 í Staf-
holtsey; þar ólst hann upp hjá foreldrum
sínum ásamt 4 alsystkinum — af þeim eru
2 á lífi — og 4 hálfsystkinum, því faðir hans
var tvíkvæntur; hálfbróðir föður Jóns sál.
var Einar heitinn í Hjarðarholti, faðir Guðm.
sál. á Kollsá í Hrútafirði, t'engdaföður Pjeturs
sál. Fr. Eggerz, en móðir Jóns sál. var al-
systirlngibjargar, móður Kristínar sál. Bjarna-
dóttur frá Esjubergi, er andaðist síðastliðið
sumar í Eeykjavík. Jón sál. fórum tvítugt
frá foreldrum sínum fyrir ráðsmann til ekkju-
frúar Sigþrúðar á Svarfhóli í Stafholtstung-
um; þar kvæntist hann í fyrra skiptið á 22.
aldursári, Elínu Sigurðardóttur; hún var al-
systir Jóns sál. í Tandraseli alþingismanns
og þeirra systkina, sem voru 10, þar á með-
al var Salómon faðír Jónatans sál., sem and-
aðist í Hjörsey næstliðinn vetur; frá Svarf-
hóli fluttust þau sama ár að Skarði í Lunda-
reykjadal, þá mjög fátæk; þar bjuggu þau 9
ár og auðguðust vel; síðan fluttust þau að
Stafholtsey, fæðingarjörð hans; þar bjuggu
þau í 20 ár. jpau hjón áttu 8 börn, sem
öll dóu í æsku, nema 1 dóttir, sem enn lifir.
Konu sína, Elínu, missti hann í Stafholts-
ey, en kvæntist aptur Ingiríði Olafsdóttur,
sem lifir hann. þau áttu 4 börn, og af
þeim lifa einungis 2 dætur. Erá Stafholtsey
fluttist hann að Norðtungu og þar bjó hann
til dauðadags. Alls bjó hann í rúm 50 ár.
Jón sál. var þrekmaður mikill, glaður 1
lund og ör að fje. Húsfaðir og eiginmaður
var hann hinn bezti, og bar allt á heimili
hans vott um staka hirðusemi; hann var
gestrisinn og góðviljaður, og ól upp mörg
vandalaus börn, sem sakna hans nú. Hann
var lengi hreppstjóri og í hreppsnefnd Anda-
kíls og gegndi því starfi með elju og atorku.
Yfir höfuð var Jón sál. lánsamur maður, og
heppnaðist honum flest það, er hann tók
sjer fyrir hendur; hann var efnaður og fór
vel með efni sín; hann var alstaðar vel lát-
inn, enda munu þeir allir syrgja Jón sál.,
er honum kynntust.
P. J.
Hafís. Enginn var hafís á Húnaflóa nú
fyrir viku og ekki á Skagafirði nje Eyja-
firði, er póstur fór um; en lausafrjett hefir
borizt á eptir pósti um hafís á Skagafirði.
|>ar á móti er fullt af hafís fyrir Austur-
landi, og flutti þá frjett hingað í dag norskt
kaupskip, »Guðrún« (kapt. Thorsen), er kom
annan í páskum (18. apíl) að Vestra-Horni
frá Noregi og ætlaði til Mjóafjarðar með
við, kol og salt, pantað, eptir ráðstöfun O.
Wathne, komst norður fyrir Seyðisfjörð fyr-
ir utan ísinn, er náði 10 mílur út frá landi
allt suður undir Papós. |>að var íshroði,
þjettari við land. Fimm danskar skonnort;
ur lágu við ísinnn, þar á meðal »Grána«.
Mánudaginn var hjelt »Guðrún« af stað hing-
að suðuð fyrir frá ísnum.
Aflabrögð. Enn afla þilskipin hjer
mikið vel. jpessi eru nýkomin inn: *Ein-
ingin« Eyþórs með 6,500 (áður 7000); »Har-
aldur« með 5,500 (áður 8000); »Hebrides«
6,000 (áður 6,500); »To Venner* 7,000 (áður
13,000)..
A opin skip reitingur hjer á Innnesjum,
bæði í net og á færi, en syðra, í Garðsjó
og Leiru, alveg aflalaust að kalla: 2—4 í
hlut í net eptir 2—3 nætur og varla vart á
færi; á Miðnesi og í Höfnum afli einnig á
förum.
Skaptafellssýslu miðri 14. apríl:
Tíðin hefur fram að því fyrir rúmri viku
verið harðindasöm, stundum feiknagaddar
og byljir, einkum hinn 8. f. m.; þá var
16 til 18° á E. og svo mikill fjúkrenn-
ingur, að ekki var út úr húsum stígandi.
Fyrir liðugri viku brá til mara, svo jörð
varð um þessar slóðir alauð, en nú er
aptur snjó-gróði og kæla. Fjenaðarhöld
hygg jeg samt í góðu lagi og engin vand-
ræði verða með hey (þó sumir sjeu hey-
litlir, því aðrir geta hjálpað), ef tíðin verður
ekki því harðari. Nýlega hefur rekið hval
á Einholtsfjöru á Mýrum í Hornafirði, 25
til 27 álna langan, prestseign. Líka hefir
fraknesk fiskiskúta borizt upp á Bakkafjöru,
að mig minnir, rjett fyrir austan Breiða-
merkursand. Hún átti að seljast á laug-
ardaginn var, 9. f. m., skipið var mann-
laust og haldið þeim og hinu helzta hafi
af öðrum skipum af því verið bjargað.
Árnessýslu (Eyrarbakka) 14. apríl :
Síðan jeg skrifaði yður síðast hefir ekki
borið neitt nýtt til tíðinda. Sjaldan róið
og því nær fisklaust.
Síðastl. mánuð var veðurátta fremur góð,
að undanteknum tvsim kuldaköstum, er voru
venju fremur ströng. Hið fyrra var frá
5.—15. jp. 7. var norðanstormur og frost,
20° á C. um hádegi, og er það hið mesta
frost um hádegi, er komið hefir með svo
mikium vindi síðan 29. jan. 1881. Seinna
kuldakastið var frá 25.—28. Var frost þá
ekki eins mikið á daginn, en steig þar á
móti hærra á næturnar, einkum þó nóttina
milli 27. og 28.; urðu þá 25,6 á C., sem
er það mesta frost, er hjer hefir komið um
síðustu 10 ár. Úrkoma varð þennan
mánuð samtals 104 mm. jpann 29. og
nóttina þar á eptir rigndi 42,6 mm., og
hefir ekki rignt eins mikið á einum degi
síðan 3. sept. 1886.
Ráðaþáttur-
1. Hvernig d að leggjajdrnþakd hús?
Á það að límast, og, ef svo er, með hverju?
Hvað er bezt að hafa undir naglahausana,
og hve mikið þarf það að ganga á misvíxl?
Sv.: Sje þakið mjög hallalítið, er betra
að leggja samskeytin í kítti, sem vel má búa
til úr rifinni krít og hrátjöru; anuars þarf
ekkert að líma. Ekkert þarf að hafa undir
naglahausana. Bezt er að hafa galvaníser-
aða nagla 2|—3 þuml. á lengd, með heldur
stórum hausum; ^galvaníseraður reksaumur í
skip er ágætur. Á misvíxl þarf sem svarar 2f
þuml. að ganga af lengd járnplötunnar, en
af breiddinni er nóg að skarist yfir 1 hrygg,
ef lagt er í kítti, en annars 2. Bezt er að
skarirnar snúi undan verstu rigningaáttinni.
2. Við hárlosi. Sumir hafa ætlað, að
hárlosið stæði í sambandi við bilan í tauga-
kerfinu, en aðrir, að smákvikindi, er færðust
af einum stað á annan, mundi valda. Tveir
frakkneskir herlæknar hafa nýlega gert
margar tilraunir til þess að komast fyrir
uppruna þess, og orðið þess vísir, að hin
síðarnefnda skoðun er áreiðanleg og að hár-
losinu valda smákvikindi, sem lifa í hárs-
rótunum í slímblöðrum hörundBÍns. þ>eim
hefir tekizt vð höndla þessi smákvikindi og
hafa látið þau á hunda og hjera, og hafa þau
þar valdi hárlosi. Jafnframt hafa þeir reynt
að finna ráð við hárlosi, og komizt að raun
um, að terpentína væri drepvæn fyrir hár-
maðkinn, og ætti því að vera gott að hafa
hæfilegan skammt af terpentínu í hvers konar
háríburði. (V. G. 2. jan. 1892).
Leiðarvísir ísafoldar.
1023. Er ekki rjett, að kiikjan kosti dyrauni-
búning í kirkjugarðinn? eða fyrir hvað eru „leg-
kaup“ tekin?
Sv.: Legkaup er borgun fyrir að hafa leg að
kirkju og eru frá upphafi ætluð kirkjunum til'
viðurhalds ásamt tíundinni. En svo hefir verið
álitið, að leghelgin takmarkaðist af kirkjugörð-
unum, svo að leg að kirkju næði eigi tilgangi
sínurn án þeirra, og að graftrarkirkja væri eigi
fullkomin, nema girtur grafreitur væri umhverfis-
Af því leiðir, að um bygging og viðhald kirkju-
garða verða að gilda sömu reglur og um kirkj-
ur, að sóknarbændur leggi að eins fram vinnu
sína, en kirkjan standist kostnað að öðru leyti,
og þá kosti dyraumbúning í kirkjugarðinn. þótt
nú sje sumstaðar farið að hafa kirkjugarða ann-
arsstaðar en umhverfis kirkjur, getur það eigi
leyst kirkjurnar undan að kosta umbúnað í hlið-
in á þeim.
1024. f>að mun vafalaust veia skylda sóknar-
manna, að afla grjóts, og byggja grunnmúr und-
ir timburkirkjur, og það svo, að æfðir og vanir
húsasmiðir áliti það óhætt og jafnvel óyggjandi,
að byggja ofan á. En þegar svo ber til, aú
ekki er völ á hentugu grjóti, til að byggja úr,
og heldur ekki á sjer stað nægileg vandvirkni
hjá sóknarmönnum við hleðsluna, svo smiðir
vilja trauðla byggja ofan á þannig lagaðan
grunn, án þess að hann sje sementaðut, hvort
ber þá sóknarmönnum eða eiganda kirkjunnar
að leggja til eða borga sementið?
Sv.: Nauðsyn má telja, að sementbræða alla
timburkirkjugrunna, þótt úr góðu grjóti sje hlaðn-
ir, og er kirkjunnar að leggja til sementið, en
sóknarbænda að flytja það heim á kirkjustað-
inn.
1025. þegar búið er að halda kjörfund í einu
prestakalli til þess að kjósa prest, og kosningin
er svo aptur ítrekuð samkvæmt fyrirmælum
landshöfðingja sökum formgalla, ber þeim af
kjósendunum, sem ekki vilja nota kjörrjett sinn
á ný, að taka þátt í kostnaðinum sem af því
leiðir ?
Sv.: Vanrækt þess að neyta kjörrjettar síns
leysir engan undan hluttöku í kostnaði þeim, er
prestkostning hefir í för með sjer.
1026. Ber hlutaðeigandi prófasti jafnt borgun
fyrir ferðakostnað og fundarhald, þó kjörfundur-
inn sje ólögmætur, sökum þess, að svo fáir af
kjósendum prestakallsins taka þátt í kosning-
unni ?
Sv.: Sje prófastur valdur þess, að prestkosn-
ingin verði ólögleg, svo að upp þurfi að kjósa
aptur, getur honum ekki borið borgun fyrir ó-
mak sitt við hina síðari kosning, og hafi hún
meiri kostnað í för með sjer, mundi hann og ept-
ir atvikum geta fengizt dæmdurtil aö berahann.
Óútgengin brjef
á póststofunni 25. apríl 1892.
Herra Frímann Finnsson, Skálholtskoti
Eeykjavík.
Herra Sigurður Bjarnarson, Lágholti, Evík.
Herra Stefán Arnbjarnarson, Grund, Evík
Herra Olafur Oddsson, Skipholti, Evík.
Herra Jón Jóngeirsson frá Néðradal, Nesi.
Herra John Johnsen, Eeykjavík.
Húsfrú Eagnheiður Eunólfsdóttir, Eeykjavík.
Mrs. Guðlaug Gísladóttir, Eeykjavík.
Stúlkan Sigrún Sigurðardóttir, Eeykjavík.
Stúlkan Helga Jóhannesdóttir, Eeykjavík.
Ungfrú María Jónsdóttir, Eeykjavík.
Jómfrú Margrjet Einarsdóttir, Einholti.
Ungfrú Guðrún þorsteinsdóttir, Eeykjavík.
Ungfrú Margrjet Einarsdóttir, Ofanleyti,
Eeykjavík.