Ísafold - 17.09.1892, Page 3

Ísafold - 17.09.1892, Page 3
295 Skúla, skorað á hann áð gefa kost á sjer þar, til þess að vera öruggir um að slík ger- semi tapaðist eigi frá þingmennsku, með því að tvísýnt hefir þótt, hvort hann næði kosn- ingu hjá Eytirðingum, ef hann gæti eigi lát- ið sjá sig þar. Var þá sendur maður gagn- gjört til Eyjafjarðar, til þess að apturkalla framboð Skúla þar. Þar á kjörfundur að verða ekki fyr en 30. sept. Munu þar verða í kjöri Benidikt sýslum. Sveinsson og Klemens sýslum. og bæjarfógeti Jóns- son, sem er aiveg nýlega búinn að ná kjörgengisaldri (27. ágúst). Snæfellingar kusu 10. þ. m. dr. phil. Jón Porkelsson í Khöfn. Þar var og í kjöri Helgi prestur Árnason i Olafsvík, en hlaut fátt atkvæða. Aths.: Kjörfundur er í Árnessýslu 24. þ. m. (næsta laugardag), en ekki 26., eins og stóð í síðasta bl.; í Dalasýslu þar á móti 26. Kosningin i Borgarf. Fyrsta fregnin af kjörfundinum að Leirá hefir verið dálít- ið ónákvæm að því er atkvæðafjölda snert- ir við fyrri kosninguna. Halldór Daníels- son fjekk þá ekki 40 atkv., heldur að eins 32, en síra Þorkell 25 og Grímur Thomsen 11. Hefði Gr. Th. ekki verið í kjöri, mundu þessi 11 atkv. hans að allra sögn hafa lent á síra Þorkeli og hann þar með komizt að við siðari kosninguna og þá að Öllum líkindum haft sigur, með því að gjöra má ráð fyrir, að þau 33 atkvæði, er Halldóri græddust við síðari kosninguna (en B. B. að eins 8!), mundu engu síður hafa færzt yfir á síra Þ. Auk þess voru 4—5, sem eigi neyttu atkvæðisrjettar síns við síðari kosninguna, sj&lfsagt’ af því, að þeim hefir hvorugur líkað þeirra tveggja, er í kjöri voru þá, en mundu með ánægju hafa kosið síra Þ. Hins vegar er svo að sjá á atkvæðaskýrslu þessari, að nokkuð færri hafi verið á fundi við fyrri kosning- una, — ekki komnir. Mun mega fullyrða eptir þessu, aö þjördæmið eigi hina bág- bornu kosningar-niðurstöðu nánast upp á sinn gamla þingmann, Gr. Th„ sem, þrátt fyrir margítrekaða afneitun allrar þing- mennsku framar, lætur í síðustu forvöðum þýðingarlitið áskorunaruppþot í 2—3 hrepp- um sýslunnar, kveikt að einstökum manni, vekja hjá sjer svo sterka ílöngun í gömlu kjötkatlana, að hann brýzt upp á kjörfund og hefir upp úr því —- ekki ýis atkvæða þeirra, er þar voru greidd! Kjörkostnaður á Englandi. Um það efni má lesa ýmislegan fróðleik í útlend- um blöðum út af kosningunum í sumar, frekari en það sem nefnt hefir verið áður hjer í blaðinu fyrir skömmu. Þingmenn eiga að skýra sjálfir frá, hverju þeir hafi til kostað, en það þykjast menn vita, að ekki komi þar öll kurl til grafar, syo sem reglulegar mútur. í einni kjörkostnaðar- skýrslu frá 1860 og nokkúð er t. a. m. þetta: 553 fiöskur áf rommi 3318 kr. 57 — — konjaki 570 — 2145 pottar af öli . . 1034 — 792 miðdegisverðir . 1584 — Árið 1866 var reynt að hepta aðra eins háttsemi og þessa, og var þá hverju þing- mannsefni skipað að gjöra ýtarlega grein fyrir kjörkostnaði sínum, smáu og stóru. Það kom þá fram við næstu kosningar, 1868, að þá höfðu samtals 1067 þingmanns- efni látið liti um 25 milj. kr. alls fyrir 2,333,113 atkvæði. Árið 1883 var lögákveðið, hversu miklu fje hvert þingmannsefni mætti verja til kosningar sjer í mesta lagi. Við næstu kosningar þar á undan höfðu 6 ensk og 71 írsk þingmannaefni skotið sjer undan að gefa neina skýrslu, og mega þeir bezt vita sjálfir, hvað til þess bar. Hjá hinum varð kostnáðurinn 32 milj. kr.; að þeim meðtöldum, sem ekki tlunduðu, er gizkað á, að hann hafi orðið 36 milj., eða 15 kr. á hvert atkvæði. í einu kjördæmi (Mont- gommery) kostaði það þingmannsefnið, seni ekki náði kosningu, til 120 kr. á hvern kjósanda, er á kjörfund kom. Nú í sumar er gizkað á, að kjörkostnað- urinn hafi orðið 22Y2 milj. kr. Sitthvað merkilegt um úr. Opnahu úrið þitt. Littu á hjólin, íj'aðrirnar og skrúfurnar. Allt er þetta ómissandi, ef þessi haglega vjel á að geta fullnægt ætlunarverki sínu. Líttu á jafnvægishjólih litla. Allt af snýst það hvíldarlaust, nótt og dag, ár eptir ár. Þessi hagieikssmíð er árangurinn af mörg hundruð ára athugunum og tilraunum. Vanalegt úr er samsett af 98 pörtum, og til þess að húa til alla þessa parta hefir þurft meira en 2000 ósamkynja handbrögð. Sumar skrúfurnar eru svo litlar, að eigi er unnt að sjá þær með berum augum. Ef að er hugað í stækkunar- gleri, kemur í ljós, að smáblettir, er helzt sýn- ast vera ryðblettir eða óhreinindakorn, eru smáskrúfur. Af þessum skrúfum fara um 320,000 í pundið. Jafnvægisfjöðrin er úr smá- gjörvasta stáli. Hún er um 9'/s þuml. á lengd, r/íoo þuml á hreidd og 26/iooo þuml. á þykkt, og þarf að vera með mjög nákvæmlega hnit- miðaðri herzlu. Þá er fjaðrir þessar eru fuli- gjörvar og húið er að koma þeim fyrir í úr- inu, er verð þeirra orðið ákaflega mikið í sam- anburði við hið upprunalega verð á stálinu, sem í þær fer. Til þess að gefa lesendunum ofurlitla hugmynd um þetta feykilega verð, þá skal það tekið fram, að 2000 pd. af stáli, sem jafnvægisfjaðrir hafa verið smiðaðar úr, kosta 12‘/2 sinni meira en 2000 pund af gulli. Mönnum hefir talizt svo til, að jafnvægisfjöðr- in tæki á sig 19,710,000 hringsveigjur á ári, en við hverja sveigju verða 43/i hringsnúning- ar. Vjer skulum taka til samjafnaðar eim- vagnshjól, er væri 8 fet að þvermáli. Vjer skulum ímynda oss, að vagnhjólið hjeldi stöð- ugt áfram, jafnmarga snúninga og fjöðrin fer á einu ári. Það rynni þá yfir svreði, sem væri 28 sinnum lengra en ummál jarðar um mið- jarðarbaug. (N. S.). Lieiðarvísir ísafoldar. 1116. Maður heíir enga hyggingu haft í mörg nndanfarin ár á jörð þeirri, sem hann er á, og enginn dagur settur, hvenrer hann skuli borga. Getur það komið í hága við nokkur lög, þó hann borgi ekki i fardögum, og ekkert byggingarbrjef fylgir jörðinni? Sv.: Það er beint ofan í lög um bygging, ábúð og úttekt jarða 12/í 1884, 24 gr., því að þar er svo fyrirmælt: »Eindagi á kúgildaleig- 192 kom Napóleon til bæjar eins við Duná, er Mölk heitir, og tók sjer þar gisting í Benediktsmunkaklaustri. I liði keisara var maður sá, er Marbot hjet, liðvænlegur mað- ur, er þá var kapteinn og riddari af heiðursfylkingunni, enda hafði optar en einu sinni verið lagt tíl, að hann fengi ofursta-nafnbót, og hafði hann þó einungis sex um tvítugt. Hann var í foringjasveit þeirri, er Lannes mark- skálkur hafði yfir að bjóða. Hann hafði tekið sjer gist- ing hjá klerki einum i Mölk. Var honum þar vel fagn- að og settist þar að góðum miðdegisverði. En er hann var að enda við máltíð, fjekk hann orð frá Lannes, að hann ætti að skreppa upp f klaustrið. Það var auðsjeð að eitth vað stóð mikið til, þyf að óðara en hann kom inn fyrir klausturþröskuldinn, æptu menn í eyru honum: »Flýttu þjer! Flýttu þjer! Keisarinn vill hafa tal af þjer«. Frá því er síðan gjörðist, munum vjer láta Marbot sjálfan segja. »Jeg gekk inn i borðsalinn. Napóleon sat undir borðum og markskálkar hans. Oðara en jeg kom inn, reis keisarinn upp, og þeir Lannes gengu út á glugg- svalir, er vissu út að Duná, og töluðust við hljótt. Jeg lagði við eyra og heyrði keisara mæla svo við mark- skálkinn: »Það er hin mesta glæfraför, er trautt getur vel út selzt, og með henni er lifi duganda drengs í sýn- 189 upp klaufina, komst upp á hamarinn, þreif byssuna og skundaði á vettvanginn. Það mátti eigi síðar vera. Björn- inn var eigi nema sjö eða átta skref frá hestinum. Jeg nam staðar, er jeg var svo sem tíu skref frá honurn, og hleypti af. Rjett eins og kúlan liefði skotið í sundur taugina, stökk hún í sundur í þeim svifum, og klárinn minn þaut út á fiatneskjuna með ákaftegu hneggi. Skotið hafði lent í bangsa — þess varð jeg siðar áskynja—, en því miður var sárið eigi banvænt; og eigi ljet hann sjer meir við bregða, þótt kúlan hitti hann, en þótt það hefði verið byssuhagl. En klárinn tók það viðbragð, að taug- in stökk í snndur, og nú var hann laus orðinn. En nú kom röðin að mjer. Oðara en Björninn sá, að hesturinn var skroppinn úr klóm hans, rak hann upp geysimikið öskúr og snörist öndvert mjer. Jeg hafði eigi tóm til að hlaða aptur byssuna og hlaut nú að verjast sem við mátti komast. Jeg þreif um byssuhólkinn og lagði henni af öllu afii sem kylfu, og kom höggið þvert yfir augu honum, en sakaði hann eigi. Fleygði jeg þá byssunni, en þreif í snatri rýting minn, er bæði var odd- hvass og bitur vel, og vænlegri en hún til varnar og sóknar. Jeg stakk rýtingnum djúpt inn í hann einu sinni eða tvisvar, en þá þreif hann utan um mig með hrömm- unum. Jeg hljóp þá undir hann, nísti mjer sem fastast að honum, svo að hann gæti eigi komið við klónum, til

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.