Ísafold - 26.11.1892, Page 3
Kemur út A miðvikudögum
og laugardögum. Verö árg.
(um 100 arka) 4 kr., erlendis
5 kr.; borgist fyrir miöjan
júlimánub.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin viö
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
bermán. Afgroiðslustofa i
Austurstrœti 8.
XIX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 26. okt. 1892.
85. blað.
sú er auglýst heíir verið áður hjer
i blaðinu, verður haldin í Good-
Templarhúsinu næsta laugardag og
sunnndag kl. 5—7 e. m. og 8—10 e.
m. báða dagana.
Reykjavík 26. okt. 1892.
Forstöðunefndin.
Alþingiskosningarnar.
i.
Kapp hefir verið í þesstim nýafstöðnu
kosningum meira heldur enendrarnær, að
•einu leyti. Það mun ekki hafa verið al-
mennt meira kapp en áður í almenningi
að neyta kosningarrjettar síns. En það
hefir verið meira kapp í mönnum að kom-
•ast að, verða fyrir kjöri, ná sjer í þing-
mennsku.
Við næstu almennu kosningu á undan,
1886,voru 48 þingmannaefni alls um brauðið,
þessi 30 þjóðkjörin þingsæti, sem til eru.
Nú voru þeir fram undir 70. Rjettir 60
gengu á hólminn, rjettum helmingi fleiri
•en þingsætin eru; 7—8 drógu sig í hlje,
ýmist á kjörfundi eða rjett á undan, þótt
full alvara hefði verið að ná í hnossið.
Feiri almennar kosningar er eigi hægt að
bera saman við, síðan að það var í lög
’tekið, að engum mætti atkvæði greiða til
þings, nema hann hefði boðið sig fram sjálf-
ur, með því að blaðaskýrslur þar að lút-
andi viðvíkjandi kosningunum 1878 eru
handónýtar.
Eðlilegast er að eigna þetta vaxandi
sjálfstrausti. Sjálfstraustið getur verið bæði
góðs viti og ills. Það er góðsviti, ef það
stafar af aukinni landsmálaþekkingu og
skoðanaþroska. Vonum, að svo sje. Reynsl-
an sker úr, þcgar á þing kemur, að því
•er til þeirra nær, sem sigurinn báru úr
býtum og eiga eptir að sýna sig.
Það voru ein 3 kjördæmi á landinu, þar
sem eigi voru fleiri um boðið en kjósa
mátti. Ekki nema 10. hvert þingsæti, er
•eigi kepptu fleiri um en einn.
II.
Þeir eru þó ekki nema 12 alveg nýir, —
úiýir í þeirri merkingu, að þeir hafa aldrei
verið á þingi áður. Ekki nema liðugur
þriðjungur. En það er rjettur lielming-
ur nýir þingmenn miðað við síðasta þing;
þrir þeirra höfðu verið þingmenn áður, —
prentaðir með skáletri í eptirfarandi sam-
anburðaryfirliti:
Sömu on á stðasfa Jiini/i. Aðrir en á siðasta þin/ji,
Benedikt Kristjánsson. Björn Björnsson.
Bened. Sveinsson. Björn Sigfússon.
Jens Pálsson. Bogi Melsteð.
Jón Jónsson(fráReykj.). Einar Asmundsson.
Jón Jónsson (frá Slbrj.). Einar Jónsson.
Jón Þórarinsson.
Ólafur Bri em.
Sighvatur Arnason.
Sigurður Gtunnarsson.
Sigurður Jensson.
Sigurður Stefánsson.
Skúli Thoroddsen.
Þorleifur Jónsson.
G-uðjón Guðlaugsson.
Guðl. Guðmundsson.
Guttormur Vigfússon.
Halld.' Kr. Friðrikss.
Jón Jakobsson.
Jón Jónsson prófastur.
Jón Þorkelsson.
Klemens Jónsson.
ÞorlákurGuðmundsson. Sigfús Árnason.
Þórarinn Böðvarsson. Þórður Guðmundsson.
Lesendunum er ætlað að vita glögg deili
á nöfnum þessum af kosningarskýrslunum
hjer í blaðinu áður: fyrir hvert kjördæmi
hver þessara manna er kosinn, hverrar
stjettar þeir eru o. s. frv.
Við kosningarnar 1886 var og rjettur helm-
ingur hinna þjóðkjörnu þingmanna nýir, og
það aliir alvegnýir,þ. e. höfðu aldrei verið
á þingi áður.
Það er því 3 færra nú en þá af reglu-
jegum nýgræðingum.
III.
í þetta sinn heflr þannig verið skiptum
15 þingmenn. Kjósendur hafa þó ekki
þokað nema 6 úr sæti og tyllt þar öðrum
í staðinn; hinir 9 vildu eigi gefa kost
á sjer.
Þessir 9, er liöfnuðu þingmennsku sjálf-
krafa, eru: Eiríkur Briem, Gunnar Hall-
dórsson, Indriði Einarsson, Jónas Jónassen,
Páll Briem, Páll Ólafsson, Skúli Þorvarð-
arson, Sveinn Eiríksson, Þorvarður Kjerúlf.
Hinir 6, er kjósendur höfnuðu fyrir öðr-
um, erþeimleizt betur á, voru: Arni Jóns-
son, Friðrik Stefánsson, Grímur Thomsen,
Lárus Halldórsson, Ólafur Ólafsson og Ólaf-
ur Pálsson.
Ekki er gott að eygja neina ákveðna.
stefnu hjá kjósendum í þingmálaskoðunum
svo sem undirrót þessara umskipta á þing-
mönnum. Að því leyti sem þingmenn þess-
ir 15, er eigi voru endurkosnir, fylltu tvo
flokka á undanförnum þingum í stjórnar-
skrármálinu, þá eru áhöld um hrunið úr
hvorum þeirra um sig. Þó má þess geta,
að af þeim 9, er þokuðu sjálfkrafa úr sæti,
var einmitt helzti miðlunarflokksmaðurinn,
Eiríkur Briem, sá eini, er fjekk almenna
og kröptuga áskorun frá fyrverandi kjós-
endum sínum um að gefa kost á sjer apt-
ur, enda almannarómur, að í honum hafi
verið hin mésta eptirsjá af þingi. Um ann-
an helzta manninn í þeim flokki, Pál Briem,
er það að segja, að hans kjósendur, Snæ-
fellingar, munu engan veginn hafa verið
honum afhuga fyr en fullreynt var, að
hann var ófáanlegur til að gefa kost á sjer.
Er þvi síður en svo, að nokkur ímugustur
meðal kjósenda á miðlunarstefnunni hafi
komið fram í þvi, hvernig rýmd voru sæti
þessara 15, er heima sitja. Það má sem
sje eigna kjósendum það um miklu fleiri
en þá 5, er þeir höfnuðu beinlinis; margir
hinna hafa óefað hætt við þingmennsku af
því, að þeir örvæntu fyrir fram um byr
hjá kjósendum.
IV.
Stjettaskipting á þingi er eptir þessar
kosningar mjög svipuð því sem verið heflr
að undanförnu, frá því alþingi fjekk lög-
gjafarvald, eins og sjá má á þessu yfirliti
eptir allar 4 kosningarnar síðan:
Bændur ....
Andlegrar stjettar menn 8 7
Sýslumenn .... 1 2
Aðrir embættismenn . 1 4
Embættislausir mennta-
menn..................2 2
Kaupmenn .... 3 4
1874 1880 1886 1892
15 11 10 11
9
3
3
8
4
9
30 30 30 30
Hinn heimskulegi andróður úr vissri át.t
gogn andlegrar stjettar mönnum á undan
kosningunum núna heflr auðsjáanlega ekki
haft mikið að þýða. Að því leyti sem
aðrir báru kvíðboga fyrir, að bændastjett-
in yrði eigi nógu fjölmenn á þingi, þá
má benda á, að búskap stunda meir en 20
hinna nýju þingmanna, sem ýmist eru ekki
annað en bændur, eða þá livorttveggja,
bændur og embættismenn eða embættis-
lausir menntamenn. Búnaðarhögum lands-
ins ætti því að vera sæmilega borgið á
þessu kjörtímabili, er nú fer í hönd, og
það því frernur, sem eigi færri en 3 hinna
nýju bænda á þingi eru búfræðingar.
Þar er verzlunarstjettin ein, er orðið heftr
alveg út undan við þessar kosningar, eins
og síðast. Það er fullkomin ómynd. Ár-
nesingar voru svo snjallir, að hafna ágæt-
um fulltrúa þeirrar stjettar, sjálfsagt hin-
um bezta, sem hún á völ á, — og þó víð-
ar sje leitað.
Lagamennirnir, sýslumenn, virðast hafa
vaxandi gengi meðal kjósenda, og ber eigi
það að lasta.
f ísleifur prestur Gíslason.
ísleifur prestur Gíslason í Arnarbæli i
Ölfusi andaðist að heimili sínu föstudag 21.
þ. mán. Hann varnýkominn heimúrferð
til Reykjavíkur, að fylgja einni dóttur sinni
á skipsfjöl —hún sigldi með póstskipinu—,
en vildi það slys til á heimleiðinni á mið-
vikudaginn 19. þ. m., nýriðnum frá gist-
ingarstaðnum um nóttinaáður, Kolviðarhóli,
að hesturinn fjell undir honum mjög illa
byltu, þótt farið væri fót fyrir fót, í halla
nokkrum á Hellisheiði vestan til; gekk úr