Ísafold - 07.12.1892, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1892, Blaðsíða 1
Kemur út A miúvikudOgum og laugardögum. Verö árg. (um 100 arka) 4 kr„ erlendis 5 kr.; borgist fyrir miSjan júlímánuö. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin yib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- bermán. Afgroiðslustofa Au8turstrœti 8. XIX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 7. des. 1892. 94. blað. Bókmenntir. Stutt islenzk bragfræði, eptir Finn Jónsson. Gefin út af hinu íslenzka Bók- menntafjelagi.—Khöfn 1892. 84 hls. 8. Bæklingur þessi er þarfur mjög og fróð- ur í sinni röð, því að að þvi er í senn bæði gagn og skemmtan, að þekkja þæi Teglur, er skáldin hafa kveðið eptir að fornu og nýju, og lögmál það, er ráðið hefir ognú ræður sjerstaklega í íslenzkum kveðskap. Efnið er að visn eigi alþýðlegt í sjálfu sjer, en höf. er einkar lagið að rita lipurt og ljóst um vísindaleg efni, svo að hver maður getur skilið það og fært sjer það i nyt. Honum er og lagið að binda mikið mál í fám orðum, svo að þótt bæk- lingurinn sje eigi mikill að vöxtunum, er hann alldrjúgur að fróðleiknum. íslenzkur kveðskapur skiptist eðlilega í fornan kveðskap og nýjan, og hefir livor- tveggja að vísu sitt livað sameiginlegt, svo svo sein ‘hljóðstafi’ og ‘hendingar’, sem hafð- ar voru í hinum fullkomnara fornkveðskap, •en fara að öðru leyti eptir óliku lögmáli. Eimurnar standa að nokkru leyti á takmörk- um hvorstveggja. Framanaferu þær kveðnar ept.ir hinum fornu málslögum, en síðar (fyrir 1600) er hætt að gæta þeirra. Ritinu er sam- kvæmt því skipt í tvo kafla. Er hinn fyrri (um fornkveðskapinn) í 4 greinum, en hinn síðari (um rímur og annan síðara kveðskap) er einungis 1 grein (5. gr.). Eigi verður hjer nema mjög stuttlega skýrt frá etni hverrar greinar. 1. gr. Saga bragfrœðinnar og rit um hana. Er þar stutt yfir sögu farið, en glögglega drepið á ailt hið helzta, og nefndir þeir menn, er mest liafa unnið að því, að rannsaka og sanna lögmál það, er fylgt er í fornum kveðskap, og enn getið fleiri manna. Minnzt er þar og á »Safn til brag- fræði íslenzkra rímna« eptir Helga prest Sigurðsson (Rvik 1891), sem er uvjög ná- kvæmt rímnaháttatal, með talsverðuin brag- fræðilegum skýringum. 2. gr. Um lögun vísuorbanna og stef. í þeirri grein eru 5 atriði, er til greina verða að koma: 1. Lögbundið vísuorðaskipti. í fornum kveðskap eru jafnaðarlega 8 eöa 6 vísuorð i vísu hverri (hálfu t'ærri í rímnaerindi hverju). 2. Lögbundið skipulag samstafna i vísu- orði. Þar kemur eigi að eins til greina samstafnafjöldi, heldur og bæði dherzla orða og lengd raddstafa, einnig klofning og stytting samstafna. Þetta lögmál er harla þýðingarmikið, og má samkvæmt þvi leiðrjetta fj'ölda visuorða, er bjagazt hafa i handritum. 3. Lögbundið hljóðstafaband (er vjer nú köllum, að erindi sje í hljóðstöfum). Hljóð- stafirnir hafa afmarkaða staði í hverjum tveim vísuorðum. 4. Hendingar í vísuorði, ýmist aðalhend- ingar eða skothendingar, optast inni í visu' orðum, en stundum i enda þeirra (run- henda), og þá jafnan aðalhending. Einnig hlýða þær vísum lögum. 5. Stefsetning í kvæði. Stef voru höfð í drápum, og hefir þótt að þeim viðhafn- arauki. Er það mál skýrt allítarlega. 3. gr. Um hœttina. Taldir upp aðal- hættirnir og sýndur skyldleiki þeirra ; en þeir eru 1, Fornyrðislag. 2. Ljóðaháttur. 3. Málaháttur. 4. Kviðuháttur. 5. Dróttkvæð- ur háttur. 6. Hrynjandi háttur. 7. Teg- drápulag. 8. Haðarlag. 9. Runhendur háttur. Taldar eru og ýmsar tegundir hátta, svo sein dróttkvæðr háttr, og sýnt fram á, hvað greinir, og allt mjög fróðlega sagt. 4. gr. Kvæðanófn. Mörg eru nöfn kvæða sam- eiginleg, svo sem -Ijóð, mdl, -kviða, -drápa, -flokkr o. s. frv., en sum einstakleg, svo sem Sonatorrek, Haustlöng. Eru þau nöfn öll skýrð, er skýringar þurfa og auðið er að skýra. 5. gr. Yngri bragarhœttir; rímur, kvœði. Fyrst er um rimnahœtti (eldri) og aðra (eldri) hætti, og er sýnt fram á, að fram undir 1600 hefir að mestu leyti verið fylgt hinum fornu atkvæðisreglum í rímum og öðrum kveðskap. En um það leyti eru ný málslög orðin ríkjandi, og »eptir þeim er það að eins dherzla samstafnanna, sem gild- ir, og ekkert annað. Hin forna samstöfu- lengd er (þá) alveg dottin úr sögunni; at- kvæði, sem voru löng að fornu, eru nú stutt, og stutt atkvæði orðin löng«. Þá er um yngsta kveðskap; og um sjerstaka hœtti (Viðkvæðislög, Grýlukvæðalög, Tröllaslag). Sýnt er fram á, hvernig yrkja beri eptir hinum nýrri málslögum í formlegu tilliti: að eigi er nóg, að aiit standi í hljóðstöfum og hendingum, heldur beri og að kveða eptir rjettum hljóðfallsreglum, eða farajafn- an eptir eðlilegri áherzlu orða og sam- stafna. Móti þeirri meginreglu hefir löng- um verið brotið á seinni tímum, en þó eru það trautt nema hinir Ijelegustu hagyrð- ingar, er eigi skeyta henni nú orðið. Um fleira eru hjer gefnar góðar bendingar en um orðaáherzlu, svo sem um orðaval, orða- setning o. fl., og er þessi þáttur ágætur leiðarvísir fyrir hvern ungan hagyrðing. E. A f r o d i t e. Þú sem um daga lífsins ljösa lifandi geislum hjörtun slær, þú, sem að allir ávallt hrósa í ástarsælu, fjær og nær: send þú mjer bros frá heimum hreinum, himneska ódeyjandi ljós, þaðan, sem lífs æ grær á greinum gleðinnar fölskvalausa rós. Send þú mjer ljós þitt, svása drott.ning, sigrandi, ómótstæða dís; þú veizt þjer allir veita lotöing, verndari þess er elska kýs. Deyja í tæpum tímans straumi trúnaðarheit og loforð mörg, samt ert þú lífs í gjöllum glaumi góðvina þinna traust og björg. Hvað er sem yfir lifir leiðum liðinna vera si og æ sem stjörnuljós frá boga breiðum blikandi yfir landi’ og sæ vakir, og aldrei, aldrei þrotnar? Það ert þú, himinborna dis, er sofnar ei, en allt af drottnar í ástar helgri paradís. Hvert á að beina bænarorðum brennandi ungu hjarta frá? Til þín, sem enn ert eins og forðum elskenda vemdargyðjan há. Signuð þú munt á öldum öllum, eins lengi’ og hafsins bára rís, og meðan steypist foss af fjöllum, fornhelga ástarmála-dís. JL S. B. Um holdsveikina á íslandi. Eptir síra Olaf Olafsson i Guttormshaga. Jeg hef fyrir skömmum tíma síðan ritað stutta hugvekju í »ísafold« um holdsveik- ina í Holtamannahreppi hinum forna. Er mjer ánægja að geta þess, að landlæknir- inn hefir með brjefi, dags. 31. okt. þ. á., tjáð mjer, að hann með vorinu muni koma hingað austur og rannsaka þá sjúkdóm þenna rækilega og ástandið yfir höfuð. En í þessu efni er víðar pottur brotinn en í Holtamannahreppi hinum forna. Eptir því, sem jeg hefi næst komizt, mun sjúk- dómur þessi vera, ef ekki í öllum, þá að minnsta kosti í flestum hreppum Rangár- vallasýslu, og þar að auki mun hann vera til í ýmsum öðrum sýslum. Jeg hefi átt tal um þetta efni við marga skynsama og merka'menn og hafa þeir allir lokið uppeinum munni um, að nauðsyn, stór- nauðsyn sje á, að taka til alvarlegra ráða til þess, ef hægt væri, að hepta og útrýma voðasjúkdóm þessum, sem er sannarleg plága, þar sem hann fer í vöxt. Jeg leyfi mjer því enn af nýju að hreifa máli þessu opinberlega; væri þável, ef það gæti orðið til þess, að fleiri yrðu til að hugsa um þetta efni og leggja á gagnleg ráð til að beina því í heilavænlega átt. Í máli þessu ber á þrennt að líta: I. Ilvað var áður gjört fyrir hina holds- veiku? II. Hvað er nú gjört fyrir þá? — Og að síðustu III. Hvað þarf að gjöra fyrir þá? I. Hvað var áður gjört fyrir holdsveika menn? Að minnsta kosti miklu meira en nu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.