Ísafold - 07.12.1892, Page 2

Ísafold - 07.12.1892, Page 2
874 þrátt fyrir framfarirnar, menntunina og mannkærleikann, sem nútíminn heíir fram yfir fortíðina. Syo virðist, sem holdsveikir menn hafi í katólskum sið notið að einhverju leyti framfæris og líknar á og af eignum kirkna og klaustra. Þeir voru í augum almenn- ings sannarlega volaðir menn, og guði þakkarverk, að gefa fje þeim til framfær- is eða miðla af fje sínu þeim til líknar og bjargar. Á sumum þeim jörðum, sem menn gáfu til kirkna og klaustra fyrir sálum sínum, lágu kvaðir þær, að veita einhverja björg fátækum og voluðum, og urðu holdsveik- ir menn þar ekki út undan, því að þeir hafa jafnan þótt maklegri líknar en flestir aðrir aumingjar. — Þegar siðbótin kom og stólsjarðir og klaustrajarðir hurfu í kon- ungs sjóð og margföld breyting varð á flestum eignum hjer á landi, þá faulc smátt og smátt í þetta skjól fyrir þessum aum- ingjum. En þegar fram liðu stundir og hugir manna spektust, þá fundu menn, að einhverra bragða varð að leita aumingjum þessum til líknar og til þess að hepta sjúk- dóminn, ef unnt væri. Fyrir því kom út konungsbrjef 10. maí 1650, þar sem höfuðsmanninum, Henrik Bjelke, er boðið að yfirvega í samráði við helztu menn landsins, hvernig hepta megi sjúkdóm þenna. Árið eptir, 10. maí 1651, kom út annað konungsbrjef; þar er sama höfuðsmanni boðið, að leggja út 4 kon- ungsjarðir, eina í landsfjórðungi hverjum, holdsveikum mönnum til framf'æris. Þetta urðu hin alkunnu »hospítöl« eða »spítalar«, sem margir munu kannast við. Að menn hafl á þeim tímum haf't mikla hugsun um þetta efni, má sjá af því, að á 57 árum, frá því 10. maí 1650 til 16. maí 1707, komu út 7 konungsbrjef, öll um þetta sama efni. Síðan kemur út tilskipun um »hospítölin» 27. maí 1746; er hún í 26 grein- um og skipar nákvæmlega fyrir um allt fyrirkomulag spítalanna og meðferð sjúk- linganna. En á tímabilinu frá 30. júní 1652 til 3. júlí 1680 eru gjörðar 7 alþingis- ályktanir um þetta sama efni, með öðrum orðum: alþingi skerst í þetta mál 7 sinn- um á 28 árum. í »hospítölunum« nutu holdsveikir menn framfæris; þeir, sem sjúkdómurinn varkom- inn lengst hjá, voru aðgreindir frá sambúð við aðra menn, til þess að sjúkdómurinn breiddist ekki út, ef unnt væri. Af því að hér verður fljótt yfir sögu að fara, þá verð jeg að láta nægja að taka fram, að við þetta fyrirkomulag er yflr höfuð látið standa í 188 ár, eða frá 1651 til 1839. Þá »kemur annað hljóð í strokkinn«. Á nefndarfundum íslenzkra embættis- manna í Reykjavik ber Bardenfleth stipt- amtmaður upp á 16. fundi, 8. júlí 1839, »frumvarp um betri skipun á spitölum á íslandi«. Fer hann þar fram á, að holds- veikir menn sjeu ekki lengur fram færðir á »spítölunum«, hcldur heima i hreppun- um, og nokkuð af tekjum »spítalanna« lagt með þeim; að Kaldaðamess- og Hörgslandsspítala heimajarðir sjeu lagðar til leigulausrar ábúðar og nota 2 nyjum hjeraðslæknum, og að öllum höfuðstól og afganginum af tekjam »spitalanna«sje steypt saman í »undirstöðusjóð«, sem með tíman- um verði nægilegur til þess að koma upp og við halda velskipuðu »sjúklingahúsi«. Málið kom aptur fyrir á nefndarfundum íslenzkra embættismanna árið 1841. I bæði skiptin uröu skiptar skoðanir manna; því sumir, t. d. Steingrímur biskup, álitu spítala- eignirnar með öllum tekjum eign holds- veikrá manna um land allt; þeir ættu griða- stað á »spítölunum« og rjetttil f'ramfærslu af tekjum þeirra og eignum. Væri þvi ábyrgðarhluti að raska fyrirkomulagi því, sem á því væri, því það gæti orðið til þess, að sjúkdómurinn breiddist út. Miðaði því málinu lítið áfram. Þá kemur hið endurreista alþingi Islend- inga til sögunnar. Eitt með fyrstu og áhugamestu málum, er það hafði framan af með höndum, var endurbót á lækna- skipun landsins eða »læknaskipunarmálið«. Bundust þeir einkum fyrir það nafnarnir, Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn og Jón Hjaltalín. Bæði hjá þeim og stjórninni var grundvallarhugsunin lík, að reisa hina nýju læknaskipun á rústum »spítalanna«, að nota spítalaeignirnar og tekjur þeirra til þess að koma upp læknaskóla, sjúkrahúsi í Reykja- vik og fjölga hjeraðslæknum. Eignir þess- ar og tekjur voru heldur ekki orðnar svo óálítlegar á seinni tímum. Konungsúrskurð- ur 12. ágúst 1848 skipaði, að safna öllum spítalatekjunum í einn sjóð, sem »sje ætl- aður til að bæta læknaskipunina í landinu«. Við árslok 1860 var sjóðurinn orðinn alls eptir slcýrslu biskupsins þá, sem taldi hvern »spítala« sjer í lagi: Kaldaðarnes . . . 23,564 rd. 10 sk. Hörgsland . . ■ . . 3,827 — 67 ■— Möðrufell .... 8,981 — 23 — Hallbjarnareyri . . 4,482 — 41 —_ Til samans í peningum 40,854 rd. 44 sk. Spítalahlutirnir voru það ár 875 rd. 31 slc. sem svarar til innstæðu . 21,883 rd. » rd. Afgjald af jörðum 387 rd. 50 sk.................. 9,608 •— 64 — Sjóðurinn allur sem svarar 72,427 rd.12.sk. eða sama sem 144,854 krónur. En árstekjur af þeim höfuðstól hefðu að minnsta kosti átt að vera hálft sjötta þús- und krúnur. Um 1870 og árin þar á eptir er mál þetta loks komið í kring; þá er búið að stofna »spítala« í Reykjavík, læknakennslu og fjölga læknum; en jafnf'ramt búið að sleppa mestallri hugsun, að gjöra nokkuð, sem alvara eða mergur er í, fyrir holds- veika menn. Niðurstaðan í máli þessu verður því að lyktum sú, að landssjóðurinn gleypir spi- talaeignirnar með öllum tekjum þeirra; en hinir holdsveiku, sem hjer um bil í 2 aldir höfðu notið hjúkrunar og uppeldis frá stofnunum þessum, eru reknir út á gaddinn; þeir mega gjöra hvort þeir vilja, að lifa eða deyja; það er engin alvarleg tilraun gjörð til að lækna þá, eða til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn út breiðist. »Svo fór um sjóferð þá«. Guí'ubátsmálið. Bæjarstjórn Reykja- víkur hefir, á fundi 1. þ. m., tekið mæta- vel í áður umgetið tilboð stórkaupmanns Fischers, eða fulltrúa hans bjer, um að halda uppi gufubátsf'erðum um Faxaflóa 2 árin næstu. IJún vill gangast fyrir, að fá sýslurnar hjer við flóann til að ábyrgjast með sjer hinn ásltilda styrk, 2500 kr. fyrra árið og 2000 kr. hið siðara, og það þó svo fari, að ein þeirra, Snæfellsness- og Hnappa- dals, gangi úr skaptinu. Var bæjarfógeta falið að rita þegar i stað hlutaðeigandí sýslunefndum áskorun um hæfilega hlut- deild i fjárframlaginu, eptir fólksf'jölda, og gjöra annaðhvort, að senda kosna menn frá sjer til samvinnu við nefnd úr bæjar- stjórninni (bæjarfógetann, Þórh. Bjarnarson og Halldór Jónsson) til undirbúnings mál- inu, eða þá að fela það nefnd þessarí einni saman, sem sje að gjöra ferðaáætlun og safna skýrslum til glöggvunar á fyrir- komulagi ferðanna. — Með því að sýslu- fundur átti að verða í Borgarfirði i dag, t Þingnesi, var maður sendur með erindí þetta þangað gagngjört til sýslumanns, tiiv þess að málið gæti orðið borið þar upp og fengið fljóta afgreiðslu. Eru þannig miklar vonir um, að mál þetta fái góðan byr, svo aem vera ber. Vesturfarapjesi. Herra Baldvin L. Baldvinsson, agent, hefir nýlátið prenta vesturfarapjesa, er hann nefnir »Hagskýrslur frá Íslond- ingabyggðum í Canada árin 1891— 1892« og mun eiga að sá óspart út um land á þessum vetri, í von um meiri liátt- ar uppskeru með vorinu, þ. e. fáheyrðan straum hjeðan vestur um haf af sæluþyrstum »landnemum«. Innihaldið er mest nákvæm- ar töflur um efnahag íslenzkra bænda í öllum íslenzkum nýlendum í Canada (6),, og er niðurstaðan sú, að árlegur gróði þeirra hafi verið til jiessa að meðaltali nær 1400 lcr., og meðaleign hvers bónda skuldlaus nær 5,300 kr.! Það er illa á haldið, ef slikt rit nær ekki tilgangi sínum. Það eru svo sem ekki mikil tæki lijor til að rengja áreiðanleik skýrslna þessara, þó að einhver kynni að vilja vera svo- djarfur eða illa trúaður. Það er bara eintóm tilviljun, að nákunn- ugur maður vestra hefir rekið augun I eitt manns nafn í einni skýrslunni, frá Þingvallanýlendu, Jens nokkurn Laxdal, nr. 4 í skýrslunni. Hann er talinn þar- eiga 1136 dollara skuldlaust, eða meira en 4000 kr. En þessi kunnugi náungi, sem nefna skal með nafni, þegar vill, stingur þannig löguðum fleyg inn í þá glæsilegu efnahagslýsingu: »Jens Laxdal kom í vor sem leið til Winnipeg allslaus frá Þingvallanýlendu. Hafði allt verið tekið af lionum upp í skuldir (sem í skýrslunni eru ekki taldar nema 75 doll.!), svo hann var öreigi. Þeg- ar hann kom til Winnipeg, voru honum gefin þar f'öt. Hann hefir unnið í Winni- peg í sumar sem daglaunamaður«.-— Þá vill þessi sami náungi stinga niður penna við annan stórbónda í sömu skýrslu, nr. 71, Klemens Jónsson, og krota þar svo látandi neðanmálsgrein: »Klemens Jónsson fór frá landi sinu í vor til Winnipeg og hefir unnið þar í sumar sem dagiaunamaður, sótti fjölskyldu sína í haust og flutti hana til Winnipeg. Allt var tekið af honum upp í skuldir«. Skuldir hans eru sagðar í skýrslunni 400 doll., en eignir alls 1245 doll. eða nær 4500 kr. Enn hefir þessi kristilegi bróðir *rekið nefið í sjálfseignarbónda nr. 79 í sömu nýlendu, Böðvar Olafsson, er í skýrslunni er talinn eiga 1380 dollara eða nær 5000 > kr. og skulda að eins 475 doll., og tjáir hann hafa sagt sjer svo af liögum sínum, í sumar og fyrirætlunuin:

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.